Morgunblaðið - 22.02.2006, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurður Sveins-son bókari fædd-
ist í Reykjavík 15.
apríl 1931. Hann lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 13. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Sveinn
Sveinsson, verka-
maður í Garða-
hreppi, f. 24. maí
1891, d. 18. janúar
1969, og Anna
Bjarnadóttir hús-
móðir, f. 14. maí 1898, d. 14. ágúst
1935. Frá því að móðir Sigurðar
lést og fram til fermingaraldurs
ólst hann upp hjá föðurbróður sín-
um og konu hans, þeim Ingimundi
Sveinssyni bónda á Melhóli í Með-
allandi og konu hans Valgerði
Ingibergsdóttur. Eftirlifandi hálf-
bróðir Sigurðar, sammæðra, er
Björgvin Ólafsson, f. 3. júní 1922,
en tvíburasystir Björgvins og hálf-
systir Sigurðar var Steinunn, f. 3.
júní 1922, d. 29. október 1992.
Hálfbróðir Sigurðar, samfeðra,
var Sveinbjörn Sigurður, f. 20.
mars 1914, d. 8. maí 1994.
Árið 1977 hóf Sigurður sambúð
með Margréti Láru Rögnvalds-
dóttur frá Ólafsdal í Dalasýslu f.
30. október 1935. Margrét var
ekkja eftir Guðmund Vilhjálm
Hjálmarsson kaupfélagsstjóra er
lést árið 1973. Sigurður gekk
börnum Margrétar í föðurstað en
þau eru: a) Rögnvaldur f. 31. októ-
ber 1958, kvæntur Helgu Björgu
Stefánsdóttur, börn þeirra eru
Guðmundur Vignir,
f. 20. maí 1983,
Hjámar Helgi, f. 7.
september 1985,
Margrét Lára, f. 7.
ágúst 1989, Erla
Rut, f. 17. maí 1993,
Guðný Björg, f. 29.
október 1998, og Ás-
laug Rún, f. 3. októ-
ber 2002. b) Áslaug
f. 28. ágúst 1960, í
sambúð með Guð-
mundi Sölva Ás-
geirssyni og er son-
ur þeirra Ásgeir
Sölvi, f. 9. júní 1991. c) Sigríður f.
2. apríl 1965, í sambúð með Theo
Taytelbaum og er dóttir þeirra
Yrsa Elisabeth, f. 18. október
2002. Barnabörnum Margrétar
gekk Sigurður í afastað.
Sigurður stundaði nám í Sam-
vinnuskólanum árin 1947–1949.
Að námi loknu hóf hann störf hjá
Endurskoðunarskrifstofu N.
Mancher & Co og starfaði þar í
þrjú ár, er hann réðst til starfa hjá
endurskoðunardeild Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga. Frá
árinu 1960 starfaði hann hjá End-
urskoðunarskrifstofu Gunnars
Reynis Magnússonar, en síðustu
þrjá áratugina vann hann hjá Bók-
haldsskrifstofu Þorsteins Guð-
laugssonar. Samhliða framan-
greindum störfum vann Sigurður
sjálfstætt við bókhaldsstörf hjá
ýmsum aðilum allt til loka síðasta
árs.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst afhöfnin klukkan 15.
Siggi minn. Leiðir okkar lágu
saman fyrir rúmlega 40 árum, þegar
þú starfaðir við bókhald fyrir föður
minn, Guðmund V. Hjálmarsson, hjá
Kaupfélagi Saurbæinga í Dalasýslu.
Allt frá þeim tíma og til dánardæg-
urs pabba árið 1973 var koma þín í
Saurbæinn jafn árviss og vorkoma
kríunnar í Salthólmavíkina. Föður
mínum var mikið í mun að halda í
þann afburða starfskraft sem þú
varst og jafnframt að eiga þig að
vini. Hvort tveggja tókst. Þú varst
afar flinkur bókari og dáðist ég sér-
staklega að fingrafimi þinni er þú
lékst á handsnúna reiknivél, líkt og
píanóleikari á flygil, og aldrei sá ég
þig slá feilnótu. Gat ég, strákpollinn,
setið tímunum saman sem dáleiddur
og fylgst með þér að störfum. Það
lék þó ekki allt í höndunum á þér og
man ég vel daginn þegar þú varst
kallaður niður að Ásum við Salt-
hólmavík, þar sem við bjuggum, til
hjálpa við að bjarga heyi undan
rigningu. Fékkstu hrífu í hönd en á
skömmum tíma tókst þér að brjóta
tvær. Varst þú við svo búið sendur
inn í kaffi og þar við sat.
Þú varst hlédrægur maður en
mjög hændur að börnum. Tefldir þú
gjarnan og spilaðir á spil við okkur
systkinin og þreyttist seint á því,
okkur til óblandinnar ánægju. Þú
varst einnig mikill lestrarhestur.
Ávallt þurftir þú að hafa bók eða
tímarit við höndina, hvort heldur var
á enskri tungu eða þeirri íslensku,
ylhýru. Sökum þessa varstu vel
heima á mörgum sviðum og var
gaman að ræða við þig um hin fjöl-
breytilegustu málefni.
Þegar faðir okkar lést stóð móðir
okkar, Margrét Lára Rögnvalds-
dóttir frá Ólafsdal, skyndilega uppi
sem ekkja, aðeins 38 ára gömul, með
þrjú börn á aldrinum 8 til 15 ára.
Flutti hún með okkur börnin til
Reykjavíkur og hóf störf í verslun.
Voru fyrstu árin í höfuðstaðnum
mikil þrekraun fyrir okkur öll enda
þurftum við ekki einungis að sjá á
bak ástkærum eiginmanni og föður,
heldur húsdýrum okkar, sveitinni og
vinum. Auk þess þurfti móðir okkar
að sýna mikla útsjónarsemi til að
halda heimilinu gangandi þar sem
almenn verslunarstörf gáfu ekki
mikið í aðra hönd. Leitaði hún þá til
þín til að sjá um skattframtalið og
ykkar samband þróaðist þannig að
árið 1977 hófuð þið sambúð. Lengi
vel bjugguð þið sitt í hvorri íbúðinni
en síðan komst þú inn á heimili
mömmu í Álfheimum 48. Síðasta ár-
ið sem hún lifði bjugguð þið að Gull-
smára 10 í Kópavogi, en móðir okkar
lést árið 2000.
Þú reyndist mömmu yndislega
góður, jafnt í blíðu sem stríðu, og
ekki síður okkur systkinunum sem
þú gekkst í föður stað. Börnum okk-
ar systkina varstu sannkallaður afi
enda kölluðu þau þig flest afa Sigga
og mökum okkar tókst þú opnum
örmum. Þú varst hægur maður, afar
traustur bakhjarl og umhugað um
velferð okkar allra.
Þú og móðir okkar áttuð mjög
góðan tíma saman og fóruð m.a.
mikið í ferðalög innanlands og
ósjaldan voru einhver af barnabörn-
unum með í för. Þá fóruð þið
mamma oft utan, bæði til sólarlanda
og til að heimsækja okkur systkinin
í okkar bardúsi í námi o.fl.
Eftir að móðir okkar dó stóðst þú
þig eins og hetja þótt augljóst væri
að missir þinn væri mikill. Þú varst
fullfær um að sjá um þig sjálfur, s.s.
að þvo þvottinn og að halda heim-
ilinu snyrtilegu. En það kom þó
mest á óvart hve blómin sem
mamma skildi eftir sig döfnuðu vel í
þínum höndum og hafa þau sjaldan
litið betur út en nú.
Ég minnist þess er þú komst í
matarboðin til okkar, þegar börnin
sungu, dönsuðu eða léku leikrit þér
til heiðurs. Oftast varst þú síðan
leystur út með teikningum þeirra og
listaverkum sem þú varðveittir og
þér þótti mjög vænt um.
Á síðustu misserum var ljóst að
þú áttir við hjartavandamál að
stríða, en aldrei barst þú líðan þína á
torg. Síðasta haust kom þó í ljós að
þol þitt í berjamó, sem þú hafðir
yndi af, var minna en áður. Þú hélst
ótrauður áfram að vinna allt til
hinstu stundar, þótt þú hefðir rifað
nokkuð seglin á síðasta ári. Varst þú
þar sem í öðru afar tryggur þínum
vinnuveitendum.
Siggi minn. Aðgerðin sem var
áhættusöm og óumflýjanleg kostaði
þig lífið. Kom það okkur öllum í
opna skjöldu nema e.t.v. þér sjálf-
um. Missir barnanna er þó mestur
því þú, afi Siggi, varst „alltaf svo
góður, aldrei vondur“.
Elskulegur Siggi. Farðu í friði og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Með saknaðarkveðjum frá Helgu
minni, Áslaugu og Sölva, Siggu og
Theo og afabörnunum, þinn
Rögnvaldur.
Rétt skal vera rétt. Siggi var ekki
afi. Afi var maður sem dó og ég
kynntist ekki og Siggi var bara mað-
urinn sem bjó með ömmu. Prinsipp-
reglurnar eru fljótar að myndast og
við þetta stóð ég fastur í mörg ár.
En það leið ekki á löngu þar til ég
fór að sjá eftir því að setja enda-
lausar reglur og í nokkur skipti var
ég nálægt því að kyngja stoltinu,
ganga upp að honum og spyrja
formlega um leyfi til þess að kalla
hann afa. Það gerðist þó aldrei enda
einkenndist samband okkar Sigga
ekki af miklum samræðum. Við
tengdumst í gegnum áhuga á spil-
um, bókum og að hjálpa ömmu með
því skjótast saman út í búð. Annars
voru það lautaferðir í Heiðmörk með
súkkulaðirúsínur og Svala, sum-
arbústaðferðir og berjatínsla, þar
sem mikið var tínt en þar sem föt-
urnar voru alltaf skuggalega tómar,
sem standa uppúr þegar ég hugsa til
Sigga.
Aldrei var maður skammaður eða
ávíttur af Sigga en maður vissi að
hann var til staðar. Hann var alltaf
til staðar. Það er ekki auðvelt að
hljóta skilyrðislausa virðingu og ást
án þess að segja orð en það var það
sem hann hlaut, þó að fyrrnefndar
tilraunir mínar til að tjá honum það
hafi ekki gengið eftir. Við vorum
báðir hlédrægir. Betra er að standa
hljóður og vera talinn flón en að
opna munninn og eyða öllum vafa
sagði einhver. Siggi er ekki lengur
til staðar og mín veröld er fátækari
fyrir vikið.
Hvíldu í friði afi og skilaðu kveðju
til ömmu.
Guðmundur Vignir
Rögnvaldsson.
Það er mjög erfitt að missa þig úr
lífi okkar elsku afi og ennþá erfiðara
af því að það gerðist svo snöggt. Við
eigum svo margar góðar og
skemmtilegar minningar um þig. Þú
spilaðir oft við okkur, kenndir okkur
líka mörg spil. Við munum líka eftir
öllum ferðunum, í sumarbústaði og í
Heiðmörk, sem þú og amma fóruð
með okkur í. Við gleymum því held-
ur aldrei þegar við gistum hjá ykkur
ömmu því þá fórstu alltaf yfir í
gestaherbergið og leyfðir okkur að
sofa í hjónarúminu með ömmu. Við
föndruðum oft með ömmu og þá
varst þú alltaf að snúast í kringum
okkur og þið fóruð alltaf með okkur
að kaupa ís í Álfheimum. Þér var oft
boðið í mat til okkar og fórst aldrei
tómhentur heim, þú fórst alltaf heim
með gjafir sem Erla og /eða Guðný
höfðu búið til handa þér, þú varst
meira að segja búinn að safna öllum
teikningunum í möppu. Svo var það
orðin hefð að við komum til þín fyrir
hver jól til þess að pakka inn pökk-
unum fyrir þig, þá varst þú alltaf bú-
inn að fylla alla skápa af nammi fyrir
okkur. Það fór aldrei mikið fyrir þér,
eiginlega bara alltof lítið.
Við munum aldrei gleyma þér og
öllum góðu stundunum sem við
fengum með þér.
Margrét Lára og Erla Rut.
Siggi minn.
Ég minnist þín sem hlédrægs,
góðs, hlýs og umfram allt frábærs
afa. Þú komst inn í líf ömmu Möggu,
sem þá var ekkja með þrjá unga
krakka, og fullkomnaðir líf hennar
aftur eftir að hún hafi misst mann og
um leið fullkomnaði hún líf þitt. All-
ar þær heimsóknir sem við fjöl-
skyldan fórum í til ykkar í Álfheim-
ana á sunnudögum eru mér mjög
minnistæðar. Við fengum kaffi og
kvöldmat og vorum hjá ykkur fram
að háttatíma og var þetta hápunktur
vikunnar hjá okkur. Þú fórst oftast
fyrir ömmu að kaupa inn í matinn og
svo beint út í ísbúðina í Álfheimum
til að kaupa besta ís í heimi, sem
amma skreytti svo með regnhlífum
og öðru skrauti.
Allar þær ferðir sem við bræð-
urnir fórum með þér og ömmu í
Heiðmörk, upp að Rauðavatni, eða í
berjamó út í sveit í hvíta bílnum þín-
um voru yndislegar. Ég sé okkur
fyrir mér, sitjandi á teppi og drekk-
andi Svala á meðan sólin skín á milli
trjánna frá heiðum himninum. Bara
fjögur ein í heiminum, engar
áhyggjur, ekkert stress. Þessar
minningar mun ég geyma.
Þó að það hafi farið lítið fyrir þér í
afmælum og matarboðum, var ég
alltaf að hugsa til þín og þótti ein-
staklega mikið vænt um þig og þykir
enn. Í þau fimm ár sem þú varst
einn eftir að amma dó, stóðstu þig
eins og hetja; þvoðir þvottinn,
keyptir ný húsgögn, nýjan bíl og
hélst ótrauður áfram lífinu og
vinnunni. Þú hélst áfram að koma í
matarboð og í heimsókn í hvert
skipti sem eitthvert okkar átti af-
mæli og þá ávallt með afmæliskort
þar sem þú skrifaðir niður falleg orð
til okkar. Þau kort hef ég geymt í
mörg, mörg ár.
Þú varst traustur, snyrtilegur,
glaðvær og rólegur maður sem
kysstir mig alltaf á kinnina eftir
hvert matarboð sem þú komst til
okkar og sýndi hlýjuna og góðvild-
ina sem streymdi frá þér. Það leið
öllum vel í kringum þig. Þó að sorgin
sé mikil við missi þinn, finn ég þó
enn fyrir þér og veit að þú munt
passa mig um ókomna tíð.
Ég bið að heilsa ömmu Möggu og
afa Guðmundi.
Hjálmar Helgi Rögnvaldsson.
Í dag er kvaddur hinstu kveðju
vinur og frændi Sigurður Sveinsson.
Allt frá að ég man eftir mér hefur
Sigurður séð um bókhald fyrir föður
minn og eftir það fyrir undirritaðan
og leyst það frábærlega af hendi og
hafa samskipti okkar ævinlega verið
afar góð og hefur aldrei borið
skugga þar á.
Sigurður skilur eftir fallegar
minningar og ástúðlegar hugsanir.
Hann var maður dagfarsprúður og
lítt fyrir það gefinn að láta á sér
bera. Í öllu viðmóti hans var hóg-
værð og ljúfmannlegur þokki en
samfara léttu fasi var djúp alvara og
samviskusemi.
Jafnan var hann skemmtilegur í
viðræðum, einkum tveggja manna
tali. Kom þar margt til, hann var vel
lesinn og kunni frá mörgu skemmti-
legu að segja. Aldrei féll honum
styggðaryrði af vörum. Hann var
maður öfundarlaus með öllu.
Sigurður bar greinilega viðmót
ættar sinnar, bæði í útliti og innri
gerð. Um sjálfan sig og sitt lífshlaup
var hann ekki margorður en við sem
þekktum til vitum þó að æska hans
var ekki auðveld.
Sigurði auðnaðist að halda and-
legum hæfileikum sínum óskertum
til dauðadags. Hann kvaddi með ró-
semi og frið í sál sinni. Slíkra er gott
að minnast og í trausti þess biðjum
við Sigurði „frænda“ náðar Guðs og
blessunar.
Ástvinum sendum við hjónin okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Bára Snorradóttir og
Viðar Marel Jóhannsson.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast föðurbróður míns Sig-
urðar Sveinssonar sem lést á Land-
spítalanum í Reykjavík hinn 13.
febrúar síðast liðinn. Ég á góðar
minningar um Sigga, eins og hann
var jafnan kallaður og man fyrst eft-
ir honum þegar hann dvaldi á heimili
foreldra minna við Sogaveg í
Reykjavík. Hann var barngóður og
hafði gaman af að gantast við okkur
krakkana, systkinabörn sín, og oft
kom hann færandi hendi með eitt og
annað sem kom sér vel á barnmörgu
heimili. Siggi átti fremur erfiða ævi
lengi framan af. Hann missti móður
sína fjögurra ára gamall og ólst eftir
það upp hjá föðurbróður sínum þar
til hann á fermingaraldri flutti til
Reykjavíkur. Hann lauk prófi frá
Samvinnuskólanum árið 1949 og hóf
fljótlega eftir það störf hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga þar
sem hann starfaði um árabil sem
endurskoðandi og seinna hjá ýmsum
öðrum fyrirtækjum. Siggi var vinnu-
samur og verkdrjúgur og missti
sjaldan úr vinnudag þrátt fyrir að
stundum stæði illa á hjá honum.
Hann naut virðingar samstarfs-
manna sinna og félaga því hann þótti
talnaglöggur og snjall endurskoð-
andi. En Siggi var svo sannarlega
ekki allra og kom mér seinna á æv-
inni fyrir sjónir sem fremur hlé-
drægur og ómannblendinn maður
sem ekki var alltaf auðvelt að nálg-
ast, en þó vissi ég einhvern veginn
alltaf að þar færi bæði tilfinninga-
næm og góð manneskja.
Siggi bjó lengi einn og hann eign-
aðist ekki eigin börn. En fyrir um
það bil þrjátíu árum hóf hann sam-
búð með Margréti Rögnvaldsdóttur
og í henni og fjölskyldu hennar fann
hann það akkeri sem fram að þeim
tíma hafði skort í lífi hans. Þegar svo
Margrét lést fyrir nokkrum árum
eftir erfið veikindi var það mikið
áfall fyrir Sigga og ég held að hann
hafi aldrei náð sér eftir það. Það
verður að segjast eins og er að sam-
band mitt við Sigga föðurbróðir
minn þessi seinni ár var mjög lítið.
Hann var þó alla tíð í ágætu sam-
bandi við foreldra mína og ég frétti
af honum í gegnum þau. Með þess-
um fátæklegu orðum kveð ég hann
hinstu kveðju og þakka honum fyrir
þá samfylgd sem við áttum í lífinu.
Ég sendi fjölskyldu Margrétar og
öðrum aðstandendum innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Sigga.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Oddný H. Björgvinsdóttir.
Sigurður Sveinsson var um margt
mjög sérstæður maður. Hann hafði
ákveðnar skoðanir, sem byggðar
voru á eigin ígrundun, og hljóp ekki
eftir dægurflugum annarra. Hann
var víðlesinn og fróður um ótrúleg-
ustu málefni. Leiðir okkar Sigga
lágu saman um allmörg ár, með
nokkrum hléum, og það eru forrétt-
indi að hafa fengið að kynnast hon-
um. Ég þakka Sigurði samferðina,
og votta öllum aðstandendum samúð
mína. Við Siggi fáum okkur kaffi-
sopa og spjöllum við annað tækifæri.
Garðar Jóhann.
Þrátt fyrir þá staðreynd, að „Eigi
verður feigum forðað né ófeigum í
SIGURÐUR
SVEINSSON
Ástkær móðir okkar, systir, tengdamamma og
amma,
J. GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR
(Bína),
Réttarholtsvegi 87,
Reykjavík,
sem andaðist á krabbameinsdeild LSH við Hring-
braut fimmtudagskvöldið 16. febrúar, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélagið Bergmál í síma
587 5566.
Friðrik Kingo Andersen, Galina Andersen,
María Kristín Steinsson,
Eyrún Steinsson, Ívar Guðmundsson,
Marías Sveinsson, Gyða Guðmundsdóttir
og barnabörn.