Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Tómas Einars-son fæddist á
Stóra-Fjalli í Borg-
arhreppi í Mýra-
sýslu 10. nóvember
1929. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans, Landakoti
12. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Einar
Sigurðsson bóndi, f.
30. mars 1890, d. 31.
mars 1966 og Hólm-
fríður Jónsdóttir, f.
26. september 1893,
d. 31. janúar 1988. Systkini Tóm-
asar eru Guðrún, f. 4. september
1921, d. 12. febrúar 2002, Jón
Ragnar, f. 15. febrúar 1923, d. 28.
júní 1936, Sigurður, f. 13. júlí 1924,
Ragnhildur, f. 2. september 1931
og Unnur, f. 12. júní 1934.
Tómas var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Kristín Stefánsdótt-
ir, ættuð frá Fáskrúðsfirði. Þau
slitu samvistum. Eftirlifandi eigin-
kona er Guðlaug Jónsdóttir, f. í
Munaðarnesi í Árneshreppi í
Strandasýslu 3. nóvember 1937.
Foreldrar hennar voru hjónin Jón
Jens Guðmundsson bóndi, f. 27. maí
1912, d. 9. mars 2005 og Pálína Sig-
urrós Guðjónsdóttir, f. 13. nóvem-
ber 1919. Börn Guðlaugar frá fyrra
hjónabandi eru Berglind Guðbjörg,
f. 9. september 1960, Björk, f. 28.
febrúar 1962 og Jón Páll, f. 10. júlí
Hann var virkur í Stéttarfélagi
barnakennara og frjálsíþróttadeild
Ármanns, áhugahóps aldraðra um
íþróttir og í Félagi eldri borgara og
sat þar í stjórnum í lengri og
skemmri tíma. Hann var fram-
kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands
1975–’76 og í stjórn þess um árabil.
Hann var mikill náttúruunnandi og
var gagnkunnugur landinu, áhuga-
maður um uppgræðslu og skóg-
rækt. Voru þau Guðlaug samhent í
því. Sést það best hvernig þau
ræktuðu frá grunni trjá- og lág-
gróður við sumarbústað sinn. Tóm-
as var í áratugi fararstjóri Ferða-
félags Íslands og annarra félaga-
samtaka í lengri og skemmri
ferðum. Hann bæði ritaði og tók
saman ýmiskonar efni sem varðaði
sögu, landshætti og mannlíf fyrri
tíma m.a. frá Snæfellsnesi, Þjóð-
sögur og sagnir úr Mýra- og Borg-
arfjarðarsýslum o.fl. Einnig gerði
hann dagskrárþætti um land og
sögu fyrir Ríkisútvarpið 1977.
Hann ritaði um Bláfjöll í Árbók
Ferðafélags Íslands 1985, samdi
leiðarlýsingar á segulbandsspól-
um, „Þingvallahringurinn“ 1978 og
„Umhverfis Snæfellsjökul“ 1979.
Hann var annar af ritstjórum Ís-
landshandbókarinnar sem gefin
var út af Erni og Örlygi 1989. Eftir
Tómas birtist fjöldi greina í blöðum
og tímaritum, m.a.í Áföngum og
Morgunblaðinu, um vinsælar
gönguleiðir í nágrenni Reykjavík-
ur og víðar um land. Þessar leið-
arlýsingar munu verða aðgengileg-
ar almenningi á netinu og tengjast
vef Ferðafélags Íslands.
Útför Tómasar var gerð 20. febr-
úar, í kyrrþey að ósk hins látna.
1963, Garðarsbörn.
Tómas ólst upp við
öll almenn sveitastörf.
Eftir barnaskólapróf
fór hann í Héraðsskól-
ann í Reykholti, síðan
í Kennaraskóla Ís-
lands og lauk þaðan
kennaraprófi 1950.
Íþróttakennaraprófi
frá Laugarvatni lauk
hann 1952 og prófi frá
Lögregluskóla
Reykjavíkur 1954.
Námsdvöl á vegum
The Cleveland Int-
ernational Program í USA 1964 og
Cambridge í Englandi 1974–75.
Hann var kennari við barna- og
unglingaskóla 1950–53. Hóf störf í
lögreglu Reykjavíkur 1953 og í
rannsóknarlögreglunni (afbrot ung-
linga) 1955–1966. Kennari við Hlíða-
skóla í Reykjavík frá 1966 og
kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkurumdæmis til starfsloka.
Tómas starfaði mikið að fé-
lagsmálum og sinnti ritstörfum sam-
hliða öðrum störfum. Hann hafði
meðal annars umsjón með útgáfu
ritsins „Hlíðarskóli 25 ára afmælis-
rit 1981“. Ritaði ágrip af sögu Stétt-
arfélags barnakennara í Reykjavík.
Var um tíma í ritnefnd Lögreglu-
blaðsins. Hann var í stjórn Blóð-
bankans um árabil og var einn af
„Hundraðshöfðingjunum“ en svo
nefnast þeir sem oftast gefa blóð.
Með nokkrum fátæklegum orðum
vil ég minnast stjúpföður míns Tóm-
asar Einarssonar sem lést 12. febr-
úar síðastliðinn eftir nokkurra ára
veikindi.
Tómas var einstaklega traustur
maður. Strax við fyrstu kynni komu
hans sterku eiginleikar fram, hóg-
værðin, nægjusemin, yfirvegunin og
þetta einstaklega rólega yfirbragð.
Hann var einnig gamansamur maður
og gat oft séð aðrar og spaugilegar
hliðar á málunum. Hann var virtur af
öllum sem þekktu hann og voru þeir
ófáir enda hafði Tómas starfað ötul-
lega að félagsmálum í gegnum tíðina,
kennt í Hlíðaskóla, starfað í lögregl-
unni, verið fararstjóri hjá Ferða-
félaginu og í seinni tíð hjá Félagi
eldri borgara ásamt fleiri störfum
ótöldum. Hann var afskaplega fróður
maður, það var alveg sama hvar var
borið niður, alltaf hafði hann eitthvað
til málanna að leggja. Hvergi var
komið að tómum kofanum hjá hon-
um. Hér áður fyrr ferðuðust mamma
og hann með bakpokann um eyði-
byggðir landsins, gengu á hvert fjall-
ið á fætur öðru og tjölduðu á Vatna-
jökli eins og hverju öðru tjaldstæði.
Eftir að Tómas hafði farið í mjaðma-
skiptaaðgerðir á báðum mjöðmum
fór að hægjast um hjá þeim. Tóku
þau þá til við að byggja sér sumar-
hús, og ekki var slegið slöku við þar
frekar en annað. Trjágróðurinn á
sumarhúsalóðinni ber þess glöggt
merki að mörg handtökin hafa farið í
að gróðursetja, bera á skít, klippa og
grisja. Undu þau vel við í bústaðnum
öll sumur og margar vetrarhelgar
þegar veður og færð leyfðu.
Fyrir ári síðan kom Tómas heim
frá Kanarí fárveikur og ekki var
bjart útlitið. Mátturinn í fótunum
farinn, meinvörp komin við mænuna.
Eftir læknismeðferð reis hann upp
og var farinn að keyra austur í bú-
stað fyrr en nokkurn hafði órað fyrir.
En í byrjun þessa árs kom annað
áfall sýnu verra. Og í þetta sinn var
ekkert hægt að gera. Hann vissi
hvert stefndi. Tímann sem framund-
an var notaði hann til að ganga frá
sínum málum og gera þær ráðstaf-
anir sem hann taldi sig þurfa.
Það er mikil gæfa að hafa fengið að
kynnast Tómasi. Hann reyndist okk-
ur systkinunum afskaplega vel og
ekki síst var hann dóttur minni góður
afi. Það voru ekki ófáar stundir sem
þau eyddu saman, þá var mikið hleg-
ið og bæði höfðu jafn gaman af. Afi
Tómas eins og hún kallaði hann allt-
af, sýndi tónlistarnámi hennar mik-
inn áhuga og spurði gjarnan hvað
væri framundan hjá henni.
Ég kveð Tómas með innilegu
þakklæti fyrir góð kynni. Hans er
sárt saknað.
Björk.
Elsku afi minn.
Ég get ekki lýst því hvað ég sakna
þín mikið. Það er sárt að hugsa um að
þú sért núna farinn frá okkur.
Mér þótti svo vænt um þig, þú
varst svo góður við mig, kenndir mér
svo margt þegar ég var lítil. Kenndir
mér að spila á spil og oft sátum við í
eldhúsinu að spila, bæði heima hjá
þér og ömmu og líka í sumarbústaðn-
um ykkar. Þú leyfðir mér oftast að
vinna, bara til að hafa mig ánægða.
Þú áttir svör við öllu, sagðir mér fullt
af sögum sem þú þreyttist aldrei á að
segja mér aftur og aftur.
Það var alltaf svo gott og öruggt að
vera nálægt þér. Þið amma voruð svo
dugleg að ferðast bæði hér innan-
lands um fjöll og firnindi og svo líka
til útlanda. Ég man eftir ferðinni yfir
Arnarvatnsheiðina, þegar ég fór með
ykkur inn í Þakgil og svo síðasta
sumar þegar við ferðuðumst um
Vestfirðina. Það var alveg sama
hvert var farið, þú þekktir leiðina,
sögu staðanna, fjöllin, hólana og dal-
ina.
Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú
varst mér og allt sem við gerðum
saman. Ég mun aldrei gleyma þér afi
minn. Nú kveð ég þig með fingur-
kossi eins og við kvöddumst svo oft.
Bylgja.
Jæja, frændi minn, nú er komið að
kveðjustund, þessar síðustu vikur
voru þér erfiðar, en þú hélst þinni
reisn. Ég var svo lánsöm að fá að
vera meira með þér undir það síðasta
en oft áður og spjalla við þig um ým-
islegt sem áður var og eins og alltaf,
varst þú fullur af fróðleik og tilbúinn
að segja mér frá.
Frá því að ég man fyrst eftir mér
varst þú sá, sem aðstoðaðir mömmu
með okkur systkinin og ekki ófáar
ferðirnar sem þú ókst okkur, að ég
tali nú ekki um þegar þú varst í lögg-
unni, þá var nú ekki ónýtt að geta
bjargað sér á því að eiga frænda sem
gat tekið stríðnispúkana í bónda-
beygju, ef þeir höguðu sér ekki vel.
Þú sást til þess að við Garðar fengum
að kynnast leikhúsinu. Hinar árlegu
leikhúsferðir voru ógleymanlegar
með ykkur Kristínu. Seinna studdir
þú mig í því að fara til Danmerkur og
svo þegar ég kom heim stríddir þú
mér á því að það væri ekki ónýtt að fá
nýtt blóð í íslenska stofninn, ég spurði
þig hvort ekki mætti kalla þetta nýja
blóð í höfuðið á þér, og það varð úr, þó
þú segðir að það væru mörg fallegri
nöfn til.
Ég vildi að allir ættu svona góðan
að eins og þú varst okkur, þú lagðir
vel inn á reikninginn á þessum árum
og vona að ég hafi getað látið þig taka
smábrot af því út núna síðasta árið.
En ennþá er heilmikið inni og stærst
er minningin um sterkan, traustan og
góðan mann, sem mér þótti svo mikið
vænt um.
Innilegar samúðarkveðjur til Guð-
laugar og hennar barna frá mér og
mínu fólki. Takk fyrir allt.
Fríður.
Þegar ég kom fyrst að starfsemi
Félags kennara á eftirlaunum fyrir
nokkrum árum, kynntist ég fljótlega
hópi valinkunnra karla og kvenna,
sem ég hafði varla eða ekki séð áður,
en ég tel það lán mitt að hafa kynnst.
En gangur lífsins er að heilsast og
kveðjast eftir stutta eða langa sam-
leið. Þáverandi formaður félagsins,
Þórir Sigurðsson, sá trausti stjórn-
andi, er horfinn yfir móðuna miklu, og
sama er að segja um Óla Kr. Jónsson,
sem ég kynntist sem einum af horn-
steinum og gleðigjöfum Ekkókórsins,
en hafði áður gegnt formennsku
FKE.
Nú hefur Tómas Einarsson lagt
upp í þá einu ferð sem við öll eigum
vísa án þess að láta bóka okkur. Dán-
arfréttina sá ég í netútgáfu Morgun-
blaðsins þar sem ég er staddur suður
á Nýja-Sjálandi.
Tómas hitti ég fyrst er við Ólafur
Haukur Árnason, þá nýkjörinn for-
maður FKE, funduðum með honum
um sumarferð félagsins það árið og
fórum síðan saman til að semja við
eigendur hópferðabíla um ferðina. Ég
fann þá að þar fór maður sem þekkti
allar leiðir, hverjir væru kostir einnar
leiðar umfram aðra, hvar skyldi
stoppa o.s.frv. Ég vissi ekki þá að
Tómas hafði verið aðalhvatamaður
þess að félagið efndi til skemmtiferða
á hverju sumri og síðan verið skipu-
leggjandi, fararstjóri og leiðsögumað-
ur í öllum ferðum félagsins svo lengi
sem heilsa hans leyfði, eða á annan
áratug.
Ég minnist þess ekki, í þeim ferð-
um sem ég fór undir leiðsögn Tóm-
asar Einarssonar, að hann ræki nokk-
urn tíma í vörðurnar um staðarnöfn,
sögu hvers staðar eða svör við spurn-
ingum farþeganna.
Ég vona að Tómas standi á bakka
móðunnar miklu þegar mig ber þar að
landi og vísi mér leiðina.
Ég votta Tómasi Einarssyni virð-
ingu og þökk og nánustu aðstandend-
um samúð. Ég veit að slíkt má ég
einnig gera fyrir hönd allra sem að
störfum Félags kennara á eftirlaun-
um hafa komið á einhvern hátt.
Hermann Guðmundsson,
formaður Félags kennara
á eftirlaunum.
Kveðja frá Ferðafélagi Íslands
Á undanförnum árum hafa smám
saman horfið á vit feðra sinna ýmsir
þeir menn sem á seinni hluta síðustu
aldar báru uppi merki Ferðafélags Ís-
lands. Nú síðast Tómas Einarsson,
Borgfirðingur að ætt og uppruna sem
ætíð hélt tryggð við átthaga sína.
Tómas var kennari að ævistarfi en
vann þó sem lögregluþjónn í þrettán
ár og var einnig kennslufulltrúi á
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurum-
dæmis um árabil. Þess utan varði
hann miklu af tíma sínum í þágu
Ferðafélagsins. Hann var um langt
árabil einn af starfsömustu mönnum
félagsins, hvort heldur í ferðum þess,
og þá einatt sem fararstjóri eða á öðr-
um vettvangi. Framkvæmdastjóri fé-
lagsins var hann vel á annað ár á erf-
iðum tímum í sögu þess og sat tólf ár í
stjórn. Þá sat hann í nefndum á veg-
um félagsins, m.a. lengi í ferðanefnd
og í nefnd þeirri sem sá um úthlutun
Pálsvörðu sem svo er kölluð og veitt
er þeim sem félagið telur hafa skarað
fram úr við kynningu lands og þjóð-
ar, kennd við Pál heitinn Jónsson
bókavörð, annan mikilvirkan félaga
Ferðafélagsins.
Tómas var mikill ferðamaður og
frábær fararstjóri, traustur og yfir-
vegaður og gilti þá einu þótt við ýmsa
örðugleika og farartálma væri að
eiga. Um það á sá er þessi orð ritar
ógleymanlega og skýra minningu.
Hópur fólks var innilokaður í tvo sól-
arhringa í Skyndidal inn af Lóni
vegna úrhellisrigningar. Af stað á
morgni þriðja dags. Lambatungnaá í
hrokavexti en yfir hana varð að kom-
ast. Tómas eins og klettur úti í kvísl-
inni, þungur straumurinn brotnaði á
honum en ekki haggaðist Tómas.
Hægt og rólega þokaðist hópurinn
yfir ána með Tómas eins og hald-
reipi.
Jafn víðförull maður og Tómas var
þekkti hann orðið landið vel og var
einkar glöggur á örnefni. Um það
mætti segja margar sögur. Snemma
á níunda áratug síðustu aldar kynnt-
ist Tómas eftirlifandi eiginkonu
sinni, Guðlaugu Jónsdóttur, og var
það báðum til heilla því að hún var
eins og Tómas drjúg göngukona og
ferðagarpur. Þau ferðuðust mikið
saman bæði á vegum Ferðafélagsins
en líka á eigin vegum. Hin seinni ár
fór heilsu Tómasar nokkuð hrakandi,
svo og Guðlaugar, og þá drógu þau
heldur úr ferðalögum hér heima en
sneru sér meira að hægari ferðum
erlendis. Þá var það þeim mikill
ánægjuauki að kaupa sumarbústað
austan fjalls og þar dvöldu þau
löngum og undu sér vel við skógrækt
og aðra ræktun.
Þótt heilsu Tómasar hrakaði mikið
undir það síðasta og viðfangsefni
hans færu inn á aðrar brautir hélt
hann ætíð tryggð við félagið sitt.
Hann var ritfær í besta lagi og skrif-
aði margar greinar í Morgunblaðið í
flokknum Á slóðum Ferðafélags Ís-
lands. Og til marks um hve kært hon-
um var félagið alla tíð má m.a. nefna
að allt fram undir andlátið var hann
með óskertan hugann við að safna
greinunum saman til varðveislu á
skrifstofu félagsins. Þær yrðu síðan
gerðar aðgengilegar almenningi á
netinu og á vef Ferðafélagsins. Þar
er saman kominn mikill fróðleikur
sem allir geta nýtt sér og þá ekki síst
þeir sem fararstjórn sinna.
Ferðafélag Íslands þakkar Tómasi
fyrir mikil og giftudrjúg störf í þágu
þess um áratuga skeið.
F.h. Ferðafélags Íslands.
Eiríkur Þormóðsson.
Fallinn er frá góður vinur, Tómas
Einarsson kennari. Með aðeins örfá-
um orðum vil ég minnast Tómasar,
enda er það í hans anda að hafa ekki
hátt um afrekin.
Ég starfaði með Tómasi um
margra ára skeið við kennslustörf í
Hlíðaskóla í Rvík, og áttum við mjög
góð samskipti, sem héldu áfram þó
svo ég flytti til Finnlands fyrir mörg-
um árum. Samskiptin á liðnum árum
voru mest á netinu, og mjög oft lum-
aði Tómas á gullmolum í formi ljóða
og hins ritaða máls, enda var hann
mikill íslenskumaður. Tómas var
einnig mjög fróður um land og þjóð
og starfaði mjög oft sem leiðsögu-
maður hjá Félagi kennara á eftir-
launum. Á heimasíðu félagsins er oft
vitnað í hæfileika hans á þessu sviði
og oft nefnt að allir í ferðunum hafi
notið frábærrar frásagnar hans. Ég
átti einnig kost á að njóta góðrar
reynslu hans, er hann tók að sér leið-
sögn í hluta Íslandsferðar, er ég kom
með finnskan hóp til Íslands sumarið
2002.
Auk ferðalaga um Ísland og reynd-
ar um heimsins höf naut Tómas þess
að dvelja í sumarbústaðnum sínum í
ró og næði ásamt eiginkonu sinni
Guðlaugu Jónsdóttur. Ég átti þess
kost að heimsækja hjónin í sælureit-
inn þeirra í sumarbústaðinn sl. sum-
ar, ásamt bróður mínum og ungri
dóttur hans. Það var mjög ánægjuleg
heimsókn.
Við fráfall hins góða vinar vil ég
senda eftirlifandi eiginkonu hans,
Guðlaugu Jónsdóttur, innilegar sam-
úðarkveðjur.
Björgvin Björgvinsson.
TÓMAS
EINARSSON
Elsku Binni, mig
langar að skrifa
nokkur orð um þig.
Ég gleymi því aldrei þegar systir
mín kom með þennan myndarlega
mann heim til okkar, ég var 15 ára,
hún 17 ára, en mér fannst kannske
þú fullgamall fyrir hana, 28 ára, en
það var vitleysa, þú varst yndisleg-
ur fyrir hana. Ég kynntist mínum
manni um svipað leytið, og það var
alveg sama hvað kom upp á, þú
gast leyst það. Þegar þið fluttuð
inn á Freyjugötuna smíðaðir þú
borðstofuborð, stóla og skemil, og
mig langaði í svona líka, þannig að
þú smíðaðir borð fyrir mig, allt pól-
erað.
KOLBEINN
GRÍMSSON
✝ Kolbeinn Gríms-son fæddist á
Austurbakka við
Brunnstíg í Reykja-
vík 10. des. 1921.
Hann lést á Land-
spítalanum í
Reykjavík 24. jan-
úar síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Fossvogskirkju
7. febrúar.
Svo áttum við mjög
góðar stundir, fórum
mikið í ferðalög sam-
an.
Þú og systir mín
áttuð þrjá drengi og
þegar sá yngsti var
tveggja ára, þá feng-
uð þið Lísu mína (þá
elstu) til að passa
hann. Þér þótti alltaf
vænt um Lísu, þú
spurðir alltaf um
hana þegar við hitt-
umst. Mér þótti vænt
um, þegar þú komst á
verkstæðið (Saumsprettan) í heim-
sókn, var það oftast þegar þú varst
búinn að heimsækja Leif í La
Primavera.
Elsku Binni minn, við kveðjum
þig, öll þau sem bjuggu á Móabarði
22 í gamla daga.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur sendum við þeim Guðna,
Grími, Herði og Leifi og þeirra
fjölskyldum.
Lísa í Noregi sendir bræðrunum
kveðju og mun aldrei gleyma þér,
elsku Binni.
Dúfa.