Morgunblaðið - 22.02.2006, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Tilkynningar
Samþykkt á Aðalskipulagi
Skilmannahrepps 2002-2014
Sveitarstjórn Skilmannahrepps hefur samþykkt
tillögu að Aðalskipulagi Skilmannahrepps 2002-
2014. Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar
á skrifstofu sveitarfélagsins á Innrimel 2, Melahverfi,
á heimasíðu sveitarfélagsins,
www.skilmannahreppur.is og á skrifstofu Skipu-
lagsstofnunar frá 23. nóvember til 21. desember
sl. Athugasemdafrestur rann út þann 6. janúar sl.
og bárust athugasemdir frá 4 aðilum.
Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og
sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína.
Gerðar voru óverulegar breytingar á auglýstri til-
lögu aðalskipulagsins í samræmi við afgreiðslu
sveitarstjórnar við innsendum athugasemdum.
Við staðfestingu á Aðalskipulagi Skilmannahrepps
2002-2014 mun sá hluti Aðalskipulags iðnaðarsvæð-
is á Grundartanga 1997—2017 sem er innan sveitar-
félagsins falla úr gildi.
Tillaga Aðalskipulags Skilmannahrepps 2002—2014
hefur verið send Skipulagsstofnun sem afgreiðir
tillöguna til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu
hennar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og
niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til oddvita
Skilmannahrepps.
Skilmannahreppi 15. febrúar 2006,
Sigurður Sverrir Jónsson, oddviti.
Menntamálaráðuneyti
Málþing um fjölmiðla
Menntamálaráðuneyti og Rannsóknasetur um
fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands
bjóða til málþings um fjölmiðla, miðvikudag-
inn 22. febrúar. Málþingið verður í Þjóðminja-
safni Íslands milli kl. 13.00 og 16.00.
Dagskrá málþingsins
13.00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flytur
ávarp.
13.15 Sigve Gramstad, fyrrverandi forstjóri
Medietilsynet og sérfræðingur Evrópu-
ráðsins, fjallar um fjölmiðlalögin í
Noregi og ber saman við íslenskar að-
stæður.
13.45 Guðbjörg Hildur Kolbeins, fjölmiðla-
fræðingur, skoðar hvernig hægt sé að
stofna nýjan fjölmiðil á Íslandi í dag.
14.15–14.30 Kaffihlé.
14.30 Elfa Ýr Gylfadóttir, fjölmiðlafræðingur,
fjallar um forsendur og markmið nýrra
fjölmiðlalaga.
15.00 Þorbjörn Broddason stýrir panelumræð-
um. Í panel sitja Páll Magnússon, út-
varpsstjóri, Magnús Ragnarsson, for-
stjóri Skjás Eins, Karl Blöndal, aðstoðar-
ritstjóri Morgunblaðsins og Ari Edwald,
forstjóri 365.
Fundarstjóri er Þorbjörn Broddason, prófessor
við Háskóla Íslands. Málþingið er öllum opið
og þátttakendum að kostnaðarlausu. Ekki þarf
að tilkynna þátttöku.
Frekari upplýsingar veitir Elfa Ýr Gylfadóttir,
deildarstjóri í menntamálaráðuneyti.
Reykjavík, 21. febrúar 2006.
Auglýsing
um skipulag í Mosfellsbæ
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann
15. febrúar 2006 sl. til kynningar eftirfarandi
tillögur í skipulagsmálum í Mosfellsbæ í
samræmi við skipulags- og byggingarlög
nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar
vegna Leirvogstungu og deiliskipulag
íbúðarbyggðar á Leirvogstungu.
Breyting á aðalskipulagi felst í því að svæði
úr landi Leirvogstungu vestan við Vestur-
landsveginn er breytt úr landbúnaðarsvæði
í íbúðarbyggð. Staðsetning tengibrautar
er breytt og hún lengd í átt að Leirvogsá,
auk annarra minniháttar breytinga.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir því að
á sama svæði úr landi Leirvogstungu vest-
an Vesturlandsvegar verði heimilt að reisa
rúmlega 400 íbúðir í sérbýli á 55 ha svæði.
Deiliskipulag á landi Helgafells.
Tillagan gerir ráð fyrir að á landi Helgafells,
á svæði sem afmarkast af aðkomuvegi frá
Brekkulandi í vestri og núverandi húsum
í rótum Helgafells til norðurs, Skammadals-
læk til austurs og Varmá til suðurs verði
heimilt að reisa 460 íbúðir í fjölbýli í
blandaðri byggð. Hverfið tengist tengi-
braut frá Vesturlandsvegi um Álafossveg.
Breyting á deiliskipulagi frá Reykja-
lundarvegi að Húsadal í Mosfellsbæ
Breyting nær til spildu úr landi Ásgarðs
sem liggur austan við aðkomu að Húsadal
um Reykjahvol, norðan íbúðarhússins í Ás-
garði og sunnan reiðstígs að Hafravatni.
Breytingin felst í því að fimm lóðir austast
á landinu eru færðar til austurs og þeim
fjölgað í sex auk þess sem tenging við
Reykjahvol er breytt. Reiðstígur er færður
til austurs.
Breyting á deiliskipulagi Teigahverfis
vegna Brúarhóls og Vinja.
Svæðið er norðan í landi Brúarhóls og Vinja
í framhaldi af Einiteig. Breytingin felst í því
að heimilt verður að reisa á svæðinu tvö
einbýlishús og eitt parhús til viðbótar þeim
húsum sem fyrir eru. Aðkoma að þeim
verður frá Einiteigi.
Deiliskipulag fyrir Langatanga 1 og 1a.
Skipulagssvæðið afmarkast af Langatanga
til norðurs, Vesturlandsvegi til austurs,
landi Láguhlíðar til suðurs og landi Hamra-
brekku til vesturs. Tillagan gerir ráð fyrir
því að búin verði til viðbótarlóð fyrir vestan
núverandi dekkjaverkstæði og að þar verði
heimilt að reisa viðbótarhús fyrir bifreiða-
starfsemi, jafnframt því sem lóðarmörkum
er lítillega breytt.
Deiliskipulag Aðaltún vegna tengingar
við Flugumýri.
Skipulagssvæðið afmarkast við Aðaltún
og Flugumýri. Tillagan gerir ráð fyrir því
að Aðaltúnið verði tengt við Flugumýri.
Tillögurnar ásamt greinagerðum verða til
sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þver-
holti 2, fyrstu hæð, frá 22. febrúar til 24.
mars nk. Jafnframt verður hægt að sjá til-
lögurnar á heimasíðu Mosfellsbæjar,
www.mos.is, undir: Framkvæmdir/
aðalskipulag eða deiliskipulag.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa
borist skriflega til skipulags- og byggingar-
nefndar Mosfellsbæjar fyrir 7. apríl nk.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkir tillögunum.
Bæjarverkfræðingur.
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um nýjar
deiliskipulagsáætlanir
í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg-
ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum,
hér með auglýstar tillögur að nýjum
deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík
Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit sem afmark-
ast af Austurhöfn, Austurbakka, Geirsgötu og
Faxagötu.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að svæðinu verði
skipt í þrettán byggingarreiti neðan- og ofan-
jarðar, nýju borgarstræti sem verður göngu-
gata frá Lækjargötu undir Geirsgötu að TR.
Yfirbragð bygginga syðst á svæðinu verður
uppbrotið til að hlutföll tengist eldri byggð
sem best.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Slippareitur
Tillaga að deiliskipulagi svæðis sem markast
af nýrri Mýrargötu til suðurs, Grandagarði og
nýrri götu til vesturs, Tryggvagötu til austurs
og hafnarbakka til norðurs.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að nýbyggingar
verði almennt fjórar hæðir með eða án kjallara
og bílageymslur fyrirhugaðar undir íbúðar-
húsum og görðum þeirra. Vegna stokks undir
Mýrargötu er lagt til að rífa hluta af verbúðum
við Geirsgötu. Ekki er gert ráð fyrir íbúðum á
efri hæðum bygginga á hafnarsvæðum.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur-
borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
8:20 – 16:15, frá 22. febrúar til og með 5. apríl
2006. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu
sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að
kynna sér tillögurnar. Ábendingum og
athugasemdum við tillögurnar skal skila
skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til
skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipu-
lagsfulltrúa) eigi síðar en 5. apríl 2006.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 22. febrúar 2006
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Raðauglýsingar 569 1100
Flugöryggisfundur
Fimmtud. 23. febrúar 2006
Hótel Loftleiðum kl. 20.00
Fundarstjóri: Kristján Sveinbjörnsson.
1. Flugmálafélagið
Helstu verkefni.
Tryggingamál loftfara.
Matthías Sveinbjörnsson.
2. Rannsóknanefnd flugslysa
Kynning á breyttu skipulagi og skipan
nefndarinnar.
Atvik ársins 2005.
Bragi Baldursson og Þorkell Ágústsson.
3. EASA Flugöryggisstofnun Evrópu
Vottun eða viðurkenning loftfara.
Viðhald/lofthæfi EASA
flugskírteini Sveinn V. Ólafsson og
Sigurjón Sigurjónsson.
4. Kvikmyndasýning úr safni
Flugmálastjórnar Íslands.
Fyrirspurnir í lok hvers dagskrárliðar. Kaffi-
veitingar í boði Flugmálastjórnar Íslands.
Allt áhugafólk um
flugmál velkomið
FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS
Rannsóknarnefnd flugslysa,
Öryggisnefnd FÍA,
Flugbjörgunarsveitin,
Flugmálastjórn Íslands
www.flugmal.is