Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvar á maður þá að geyma svona stórhættulega gaura, mr. Annan? Í frumvarpi sem JónKristjánsson, heil-brigðis- og trygginga- málaráðherra, lagði fram á Alþingi 13. febrúar sl. er ráðgert að Heyrnar- og talmeinastöðin og Sjón- stöð Íslands sameinist frá og með 1. júlí nk. í eina Heyrnar-, tal- og sjónstöð. Samkvæmt því sem fram kemur í frumvarpinu eru rökin fyrir sameiningu einkum þau að með henni náist hagræðing sem styrki bæði faglega og rekstrarlega starfsemi stofnunarinnar til lengri tíma litið. Með sameiginlegri yfirstjórn, sameiningu stoðdeilda og samnýt- ingu húsnæðis verði mögulegt að nýta fé, sem nú fari til rekstrar, til að efla þjónustu við skjólstæðinga. Þá einfaldi sameiningin aðgengi þeirra sem fram til þessa hafa þurft á þjónustu beggja stofnana að halda. Þar sé um að ræða dauf- blinda og aldraða, en aldraðir eru stærsti einstaki hópurinn sem sækir þjónustu á báða staði, u.þ.b. 65 til 75%. Lagt er til að reglur um gjaldtöku af skjólstæðingum sam- einaðrar stofnunar verði óbreytt- ar. Óljóst hvernig ná eigi fram hagræðingu og sparnaði Að mati Halldórs Sævars Guð- bergssonar, formanns Blindra- félagsins, hafa menn þar á bæ miklar efasemdir um ágæti sam- einingar stofnananna tveggja. Bendir hann á að óljóst sé hvernig ná eigi fram hugsanlegum sparn- aði eða hagræðingu sem boðað sé, en ekki hefur enn t.d. verið sett fram nein kostnaðaráætlun varð- andi málið. Segist Halldór hafa miklar áhyggjur af því að samein- ingin muni hafa í för með sér aukna gjaldtöku fyrir blinda og sjónskerta. Bendir hann í því sam- hengi á að í fyrra voru um 40 millj- ónir kr. af um 200 milljón kr. veltu Heyrnar- og talmeinastöðvar í formi komu- og þjónustugjalda. Á sama tíma var velta Sjónstöðvar- innar um 80 milljónir kr. og þar af var um 1 milljón kr. sértekjur í formi komu- og þjónustugjalda. Jafnframt bendir hann á að ekki sé hægt að skilja 5. grein laga- frumvarpsins öðruvísi en svo að skjólstæðingar nýju stofnunarinn- ar skuli greiða fyrir viðgerð á hjálpartækjum, en eins og staðan er í dag greiða skjólstæðingar Sjónstöðvar ekki fyrir slíkt. Hall- dór bendir á að enn sé ekki búið að semja reglugerð við lagafrum- varpið og því ríki mikil óvissa varðandi einstakar útfærsluleiðir lagafrumvarpsins. Finnst skorta haldbær rök fyrir breytingunni Að sögn Halldórs eru það jafn- framt mikil vonbrigði að ekki skuli í frumvarpinu vera minnst á aukna endurhæfingu né heldur skólamál blindra og sjónskertra barna, sem sé eitt helsta hagsmunamál félags- ins. Segir hann ekki réttlætanlegt að breyta núverandi fyrirkomu- lagi á þjónustu við blinda og sjón- skerta, með allri þeirri röskun sem því fylgir fyrir skjólstæðinga, bara til þess eins að breyta. „Okkur finnst að góð rök þurfi að vera fyrir breytingunni og að í henni felist einhver nýbreytni sem og vilji til að bæta og efla þjón- ustuna. Við fáum hins vegar ekki séð að svo sé,“ segir Halldór. Að mati Friðgeirs Jóhannesson- ar, varaformanns Daufblindra- félags Íslands, er óljóst hvort raunverulegt hagræði felist í sam- einingunni fyrir skjólstæðinga fé- lagsins þar sem hverfandi líkur séu á því að fólk nái bæði að hitta heyrnarlækni og augnlækni í einni og sömu komu, sem þýði að fólk þurfi eftir sem áður að gera sér jafnmargar ferðir eftir þjónust- unni og þá skipti ekki öllu hvort hún sé öll á sama stað eða ekki. Að sögn Friðgeirs hafa menn einnig töluverðar áhyggjur af því að kostnaður skjólstæðinga stofn- unarinnar muni aukast með nýju lögunum. Bendir hann á að ólíkar gjaldskrár séu annars vegar hjá Heyrnar- og talmeinastöð og hins vegar hjá Sjónstöðinni, þar sem kostnaður skjólstæðinga sé hærri á fyrrnefnda staðnum. „Þó svo að í lagafrumvarpinu sé kveðið á um að reglur um gjaldtöku af skjól- stæðingum sameinaðrar stofnun- ar haldist óbreyttar þá höfum við áhyggjur af því að kostnaður sjúk- linga muni engu að síður aukast, að gjaldskrárnar tvær muni með tíð og tíma nálgast hvor aðra,“ segir Friðgeir. Félag heyrnarlausra jákvætt gagnvart sameiningunni Hjá Kristni Jóni Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Félags heyrn- arlausra, fengust þær upplýsingar að þar á bæ væru menn frekar já- kvæðir gagnvart því að skoða sameininguna. „Við viljum hins vegar sjá í hverju boðuð hagræð- ing eigi að felast. Við vitum t.d. ekki hvernig verðlagningin á hjálpartækjum verður eða hvort hún breytist,“ segir Kristinn og leggur áherslu á að markmið fé- lagsins sé að tryggja að þjónustan við heyrnarlausa verði eftir sam- einingu áfram jafn góð eða betri og verið hafi. Fréttaskýring | Áformað er að stofna nýja sameinaða Heyrnar-, tal- og sjónstöð Framför eða afturför? Blindrafélagið og Daufblindrafélagið telja of mörgum spurningum ósvarað Blindrafélagið óttast aukna gjaldtöku fyrir skjólstæðinga sína taki lagafrumvarpið gildi. Lagafrumvarp ráðherra vekur blendin viðbrögð  Stjórn Blindafélagsins lýsir sig andvíga framlögðu frum- varpi í ályktun nýlega. Einnig hefur samstarfsvettvangur sam- taka blindra og sjónskertra á Norðurlöndunum (NSK) fundað um málið og í ályktun hvatt heil- brigðisráðherra til að leggja áform sín um sameiningu Heyrn- ar- og talmeinastöðvar og Sjón- stöðvar Íslands á hilluna auk þess sem íslensk stjórnvöld eru hvött „til að gera ekkert í svo viðkvæmu máli án samráðs og samþykkis hlutaðeigandi sam- taka fatlaðra“. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 5 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.