Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Reynir Böðvars-son fæddist í
Steinsbæ á Eyrar-
bakka 29. desember
1925. Hann varð
bráðkvaddur 19.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Böðvar Friðriksson,
f. 7. mars 1878, d.
31. maí 1966, og
Jónína Guðmunds-
dóttir, f. 18. júlí
1878, d. 13. október
1940, Einarshöfn á
Eyrarbakka. Reynir
átti níu systkini. Þrjú þeirra dóu á
unga aldri, þau sem upp komust
eru: Guðmundur Böðvarsson, f.
28. október 1905, d.12. ágúst
1980; Friðsemd
Böðvarsdóttir, f. 5.
mars 1907, d. 18.
febrúar 1988; Óskar
Böðvarsson, f. 20.
júlí 1911, d. 27. apríl
1992, öll látin, en
eftirlifandi eru;
Guðbjörg Lilja
Böðvarsdóttir, f. 9.
apríl 1914; Ragnar
Böðvarsson, f. 6.
janúar 1920; og
Guðlaug Böðvars-
dóttir, f. 9. desem-
ber 1922.
Reynir var ókvæntur og barn-
laus. Útför Reynis verður gerð frá
Eyrarbakkakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Það var vor í lofti í góubyrjun,
glettni og bjartsýni ríktu í takt við tíð-
arfarið og fjölskyldan bjó sig undir
góðan sunnudag á Eyrarbakka. Þá
stöðvaðist snögglega lífsganga Reyn-
is vinar okkar og mildur morgunninn
litast af sorg og trega.
Reyni kynntumst við er við urðum
nágrannar við Eyrargötuna og vinátt-
an byrjaði er hann og Pjakkur urðu
óaðskiljanlegir göngufélagar og vinir.
Vináttan var þeim báðum mikils virði,
enda byrjuðu þeir hvern dag fagnandi
hvor öðrum, annar með brosi og vina-
tali, hinn með rófudilli og blíðlegu
hjali. Síðan gengu þeir af stað í sína
daglegu gönguför, nánast í hvaða
veðri sem var.
Þegar komið var til baka úr göngu-
ferðinni, lá leiðin ætíð í sjoppu okkar
Eyrbekkinga sem Reynir af kerskni
kallaði Stórval og mjólkurpottur
keyptur ferfættum vini til drykkjar.
Reynir fylgdist vel með að Pjakkur
hefði það gott. Fyrir utan mjólkurmat
þá gaukaði hann að honum beini og
kjötbitum ef svoleiðis hafði verið
„soðið í kjaftinn“ á Breiðabóli.
Og ef veður voru vond þá tók hann
Pjakk inn til sín og bjó honum þar
skjól þar til við komum heim. Og
fleiru bjó hann skjól. Við hús sitt kom
hann upp myndarlegum trjágarði,
einmitt með alúð og iðjusemi sem
launaði honum með þroskamiklum
plöntum.
Og frekar en að gefast upp fyrir út-
rænu og sjóroki þá byggði hann bara
utan um viðkvæmustu trén að hausti
og sleppti þeim svo út að vori. Þannig
gæti margur lært sem gefst upp við
andbyr, að iðja og alúð í bland við út-
sjónarsemi getur mörgu breytt til
betri vegar. Og ekki var hann Reynir
kveif, heldur hraustmenni sem gekk
hér teinréttur um þorpið röskum
skrefum, helmingi yngri mönnum fyr-
irmynd um líkamlegt atgervi. Hann
var heldur ekkert að pukrast með
skoðanir sínar eða hvíslandi þeim upp
í vindinn, heldur lét menn heyra það
vel völdum orðum og glotti þá gjarn-
an við tönn og spýtti til áheyrsluauka.
Hann var semsé skemmtilegur karl
og hraustur sem við áttum alls ekki
von á að að myndi breyta gönguleið-
um sínum nærri því strax, þó að árin
hefðu nýlega fyllt áttunda tuginn.
En almættið ræður okkar gönguför
og hefur nú kallað Reyni á eilífðar-
vegi. Við óskum honum góðrar ferðar
og þökkum honum samfylgdina og
göngurnar allar hérna megin. Ein-
hvern daginn hefja þeir félagarnir svo
gönguna á ný og slökkva svo þorstann
á eftir með ískaldri nýmjólk.
Með kveðju frá Pjakki,
Bjarki, Margrét Lovísa og
Helga, Stíghúsi, Eyrarbakka.
Reynsi minn, alveg var það eftir
þér að fara að deyja á konudaginn. Og
ekki búinn að gefa mér blómin.
Þegar ég flutti hingað á Bakkann
leist mér ekki meira en svo á þennan
„geðvonskukarl“ í næsta húsi. Sá ætl-
aði að vera fúll við mig. Hann mátti
reyna það. Hann kæmist ekki upp
með það. Ég fór að bjóða honum í
kaffi. Í marga daga svaraði hann „nei,
takk, nýbúinn“. Þetta ætlaði ekki að
ganga vel. Ég tók að tala sama mál og
hann og sagði dag einn: ,,Hættu þess-
ari vitleysu, karlremba, og komdu í
kaffi, ég á gott með kaffinu.“ Þá brosti
sá gamli í kampinn og kom. Björninn
við hliðina á mér var unninn. Þarna
hófst vinátta okkar.
Reynsi tók upp á því að rækta tré
og við Már keyptum fyrstu hundrað
og áttatíu plönturnar í skjólgarð fyrir
hann. Hann hugsaði vel um trén sín.
Þeim Má kom saman um það að hann
væri í svo nánu sambandi við þennan í
neðra, jarðvegurinn heitur og því
sprytti vel. Þeir létu hvor annan hafa
það óþvegið en voru alltaf bestu vinir.
Reynsi hlúði vel að viðkvæmum
plöntum og undirbjó þær fyrir vet-
urinn. Segir það okkur heilmikið um
hann.
Reynsi var alltaf með okkur á jól-
um og áramótum og naut sín vel.
Þegar Már kom austur fór hann
fljótlega út á hlað og hóf upp raust
sína: ,,Hvað er með þennan karlskarf,
sefur þetta allan daginn?“ Það leið
ekki á löngu þar til Reynsi birtist
bölvandi og ragnandi. ,,Þarftu að láta
eins og þú sért kolvitlaus, mannfýla,
þó þú látir sjá þig annað slagið?“
Þegar ég tilkynnti Má andlát
Reynsa sagði hann það skrýtið hvern-
ig hann hefði síðast kvatt sig. Hann
sagði: ,,Vertu blessaður, vinur, og
Guð veri með þér.“ Allir sem umgeng-
ust Reynsa, sáu að hann bar ekki
Guðsmanninn utan á sér. En enginn
veit hvað í annars huga býr.
Við Reynsi urðum mjög góðir vinir.
Reynsi minn, þú veist að þegar þú
hittir Pétur, þennan með lyklana,
mátt þú alls ekki bölva.
Ég mun sakna ljóssins sem þú
kveiktir í ganginum og sagðir vera
fyrir mig.
Kæri vinur, við Már þökkum þér
samfylgdina á Bakkanum.
Við söknum þín, hvíl í friði.
Sonja.
REYNIR
BÖÐVARSSON
✝ Ástríður Ingi-björg Sigurðar-
dóttir fæddist á
Eyrarbakka 22. júlí
1910. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum á Sel-
fossi 16. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Sigríður Ólafsdótt-
ir, f. 5. mars 1886, d.
12. ágúst 1986 og
Sigurður Gísli Guð-
mundsson banka-
maður, f. 26. nóv-
ember 1878, d. 22. maí 1976.
Systkini Ástríðar eru Baldur, f.
20. janúar 1906, látinn, Guðmund-
ur, f. 25. september 1907, látinn,
Hlíf, f. 5. júlí 1912, látin, Ólafur, f.
1. febrúar 1915, látinn, Páll, f. 17.
október 1916, Geirmundur, f. 22.
september 1918, látinn, Garðar, f.
20. febrúar 1922, Ingibjörg, f. 12.
Silja Sigríður Þorsteinsdóttir,
börn þeirra eru Margrét, Steinunn
og Þorfinnur Lúther. 2) Sigurður
Gísli, f. 8. september 1941, hann á
tvö börn. Dóttir hans og Ásdísar
Skúladóttur er Móeiður Anna, f.
27. júlí 1970, sambýlismaður Mark
Bell. Sonur Sigurðar Gísla og
Hönnu Kjartansdóttur er Kjartan
Davíð, f. 14. júlí 1986.
Ástríður ólst upp með foreldr-
um sínum og systkinum í Guð-
mundarhúsi á Eyrabakka, gekk í
barnaskólann á Bakkanum og síð-
ar í Kvennaskólann í Reykjavík.
Ástríður og Lúðvíg bjuggu í
Reykjavík en 1946 fluttu þau á
Selfoss og bjuggu þar síðan. Árið
1964 stofnuðu þau hjónin Skóbúð
Selfoss og unnu þar saman, eftir
andlát Lúðvígs 1972 rak Ástríður
búðina til 1985.
Ástríður og Lúðvíg bjuggu á
Grænuvöllum 6 á Selfossi. Frá
1992 bjuggu þær Ástríður og Sól-
rún systir hennar saman í Álft-
arima 11. á Selfossi þar til Ástríð-
ur flutti á Ljósheima í júní 2004
Útför Ástríðar verður gerð frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ágúst 1924, og Sól-
rún, f. 2. ágúst 1928.
Ástríður giftist 12.
október 1935 Lúðvíg
Lúther Guðnasyni, f.
15. apríl 1907, d. 11.
júní 1972. Foreldrar
hans voru hjónin
Margrét Þorláks-
dóttir og Guðni Þor-
láksson trésmíða-
meistari í Hafnar-
firði. Börn Ástríðar
og Lúðvígs eru: 1)
Margrét, f. 2. júní
1937, gift Þorfinni
Valdimarsyni, f. 15. júlí 1935.
Börn þeirra eru: a) Þór, f. 28. maí
1959, maki Hrefna Egilsdóttir,
dætur þeirra eru Brynja Björk og
Sigurlaug Eir. b) Ástríður Ingi-
björg, f. 23. júlí 1960, maki Stein
Sorknes, börn þeirra eru Inge-
borg Björk og Þór. c) Lúðvíg
Lúther, f. 12. febrúar 1964, maki
Við systkinin á Grænó langar að
kveðja ömmu Búllu með nokkrum
orðum.
Stóran hluta af ævi sinni átti hún
heima í húsinu sem við eigum heima í
núna þannig að henni þótti alltaf gam-
an að koma í heimsókn til okkar og
ekki var síðra þegar við heimsóttum
hana og Rúnu frænku í Álftarimann.
Þar var til mikið af skemmtilegu dóti
sem okkur fannst skemmtilegt að
skoða og máttum við leika okkur með
það eins og við vildum og alltaf áttu
þær eitthvað gott að gefa okkur. Okk-
ur þótti hún bæði falleg og glæsileg,
þó kynntumst við henni ekki fyrr en
hún var komin á níræðis aldur. Allt
vildi hún fyrir okkur gera sem hún
mögulega gat, hún kenndi okkur vís-
ur og sagði okkur sögur og var blíð og
góð við alla þá sem hún umgekkst og
einstaklega gestrisin.
Tvö síðustu árin dvaldi langamma á
hjúkrunarheimilinu Ljósheimum og
þá var orðið mjög stutt fyrir okkur að
heimsækja hana þar sem hún var
komin í gamla hverfið sitt aftur og
fórum við systurnar þá margar ferðir
til hennar og áttum þá með henni
skemmtilegar stundir. Þó við séum
ung gleymum við aldrei ömmu Búllu
sem við vorum svo einstaklega heppin
að kynnast á fyrstu árum ævi okkar.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Nú vitum við að þið afi Lúlli hafið
hitt hvort annað aftur og ekkert getur
aðskilið ykkur framar. Að endingu
þökkum við langömmu fyrir allt það
sem hún var okkur.
Hvíldu í friði.
Margrét, Steinunn
og Þorfinnur.
Þegar Ástríður Ingibjörg Sigurð-
ardóttir fæddist ríkti Friðrik VIII.
Danakonungur yfir Íslandi, konur
höfðu ekki kosningarétt, voru ekki
fjár síns ráðandi og höfðu ekki rétt til
langskólagöngu.
Aðalstarf Ástríðar var húsmóður-
starfið en einnig stundaði hún versl-
unarstörf í Skóbúð Selfoss í samvinnu
við eiginmann sinn, Lúðvíg Guðnason
kaupmann. Að honum látnum tók hún
við rekstri skóbúðarinnar. Það var
sérdeilis góð skóbúð enda þau hjón
bæði afar smekkleg. Þau höfðu ríka
tilfinningu fyrir takti tískunnar en
einnig því besta og fallegasta í skó-
gerð handan allra tískustrauma.
Ástríður átti langa og farsæla ævi.
Það þurfti ekki minnismiða á ísskáp-
inn hennar til að minna hana á að
hugsa jákvætt. Það þurfti heldur ekki
að minna hana á að hlúa að þeim sem
henni þótti vænt um.
Ástríður ólst upp á miklu menning-
arheimili og stundaði nám við
Kvennaskólann í Reykjavík og hún
kunni alla tíð öðrum framar að spinna
sér fróðleiksvef úr reynslu daganna.
Hún var víðsýn kona sem gerði sér
ekki rellu út af smámunum.
Ástríður hafði mjög gott lag á börn-
um þannig að öll börn héldu að þau
væru einstök börn þegar hún átti hlut
að máli.
Ástríður var af sínum nánustu köll-
uð amma Búlla sem hún kannske var
ekki alltaf sérlega hrifin af. Okkur
sem þótti vænt um hana þótti þessi
nafngift hins vegar falleg.
Á jólunum sendi hún mér og minni
fjölskyldu alla tíð nýbökuð hveitihorn
sem voru mikið góðgæti með köldu
norðlensku hangiketi á jóladags-
morgni. Því varð töluvert uppnám hér
um árið þegar þar kom að hún treysti
sér ekki lengur til að baka hornin. Það
gekk hreinlega ekki. Engin jól án
hornanna hennar ömmu Búllu. Það
var brugðist skjótt við, hringt austur,
uppskriftin skráð í uppskriftabók
heimilisins og byrjað að baka svo jólin
gætu gengið í garð. Gleði jólanna fer
vel saman við minninguna um Ástríði
því hún var ávallt glöð og bjartsýn.
Nægjusemi, mannkærleikur, höfð-
ingsskapur og reisn samfara hógværð
í hvívetna voru aðalsmerki hennar.
Heimsóknir á Grænuvellina á Sel-
fossi: Ástríður að elda sunnudagslær-
ið og Lúðvíg í ruggustólnum að hlusta
á rússneska kósakkakórinn. Það er
kyrrð og hamingja yfir þeirri minn-
ingu eins og svo ótal fleirum.
Ástríður sagði eitt sinn skömmu
eftir að Lúðvíg maður hennar dó að
hún tryði því og vissi að hún mundi
hitta hann aftur þegar hún kveddi
þennan heim.
Ég trúi því núna þegar ég horfi upp
í bláan himininn að hún sé komin til
hans sem elskaði hana og dáði eins og
við gerðum öll.
Ásdís Skúladóttir.
ÁSTRÍÐUR I.
SIGURÐARDÓTTIR
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEINUNN MAGNÚSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
22. febrúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 1. mars kl. 13.00.
Kolbrún Vilbergsdóttir,
Fanney Eva Vilbergsdóttir, Gísli Haraldsson,
Þóra Vilbergsdóttir, Júlíus Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR,
Þúfubarði 13,
Hafnarfirði,
lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði
fimmtudaginn 23. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Matthildur Kristensdóttir, Sæberg Guðlaugsson,
Hilmar Kristensson, Sigrún Halldórsdóttir,
Erlingur Kristensson, Gyða Úlfarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR JÓNSSON
vélfræðingur,
Dalbraut 20,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 23. febrúar sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ingunn Erla Stefánsdóttir og fjölskylda.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS JÓNSSON,
Flétturima 27,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 24. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ágústa Magnúsdóttir, Kristján Sigfússon,
Evert Sveinbjörn Magnússon, Hugrún Stefánsdóttir,
Sigrún Magnúsdóttir,
Hildur Kolbrún Magnúsdóttir,
Berglind Agnes Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.