Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 27 MINNSTAÐUR Evrópurútur Úrvals Útsýnar 2006 Sérstaða Evrópurútanna felst í litlu stressi og hefur m.a. þess vegna fallið í góð- an jarðveg hjá fólki, sem vill njóta, án þess að koma dauðþreytt heim til baka, sannkallað frí. Fallegir og merkilegir staðir heimsóttir, góður matur borðaður, gist á góðum hótelum og fræðandi tilsögn fararstjóra hefur engan svikið undan- farin ár. Skoðið myndasafn: www.uu.is/serferdir/evropurutur E1. Antalya Tyrklandi 12.-22. apríl uppselt E2. Antalya Tyrklandi 22. apríl–1. maí örfá sæti laus Ævintýralúxusferð 5* hótel, allt innifalið, frábærar skoðunarferðir. Fararstjóri Friðrik G. Friðriksson. Aðeins kr. 109.900. E3. Spánn og Portúgal 23.–30. maí nokkur sæti laus 4* hótel á Spáni með sérlega góðum kvöldmat og kvöldskemmtunum. Þægilegar skoðunarferðir með Friðriki G. Friðrikssyni. Aðeins kr. 79.500. E4. Spánn og Portúgal 30. maí–6. júní nokkur sæti laus Sama verð og sama dagskrá og Evrópurúta 3. E5. Menningarborgir Norður-Ítalíu 12.–26. júní nokkur sæti laus Pósléttan, Milanó, Bologna, Modena, Parma, Feneyjar, Veróna, Padova, Vicenza, Flórens, Pisa, Lucca og Sienna öðlast nýtt líf með tilsögn Paolo Turchi og góðu skapi Grétars Hanssonar bílstjóra. Innifalið m.a. 11 kvöldmáltíðir. Kr. 139.500. E6. Ítalía 19. júní–3. júlí nokkur sæti laus Friðrik G. Friðriksson sýnir ferðafélögum Róm, Vatikanið, Pompei, Capri, Flórens, Pisa og Feneyjar. Kr. 149.500. Lágmúla 4, s. 585 4000 Akureyri, s. 460 0600 Vestmannaeyjum, s. 481 1450 www.urvalutsyn.is Friðrik G. Friðriksson fararstjóri Paolo Turchi fararstjóri Grétar Hansson bílstjóri LANDIÐ Skagafjörður | Á öðrum degi í góu var verið að rúlla hálmi á túninu í Sólheimum í Blönduhlíð. Þetta er ekkert einsdæmi því bændur í framanverðum Skagafirði hafa frá því um áramót verið að hirða hálm- inn af kornökrunum sem ekki náð- ist af í haust vegna bleytu og ótíðar. Tíð hefur verið ágæt undanfarið og snjólaust. Það hafa komið sunn- an blástrar af og til og þá hefur hálmurinn náð að þorna. Hann er notaður sem undirburður fyrir hross og geldneyti en þarf að vera vel þurr svo hann komi að fullum notum. Þegar fréttaritari hafði tal af Halldóri Einarssyni, bónda á Úlfsstöðum, þar sem hann var að rúlla sagði hann að á hans búi hefði enginn hálmur náðst í haust og raunar hefði orðið smávegis af korni eftir. Þetta væri hinsvegar af- brigðilegt ástand því hálmurinn hefði náðst að haustinu undanfarin ár en veðráttan hefði verið með þessum eindæmum á síðast ári. Hann sagði að tíðin undanfarið hefði verið sérlega hagstæð fyrir bændur og bætt að hluta til upp af- ar rysjótta haustveðráttu. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Rúllað Halldór Einarsson grípur í haustverkin á góu. Rúllað á öðrum degi góu Hólfaprófkjör hjá Í-lista í dag Ísafjörður | Fjórir bjóða sig fram fyrir hvern þeirra þriggja flokka sem standa að sameiginlegu próf- kjöri undir merkjum Í-listans í Ísa- fjarðarbæ. Prófkjörið fer fram í dag. Prófkjörið er svokallað hólfapróf- kjör. Fyrir Samfylkingu eru í fram- boði Arna Lára Jónsdóttir, Kolbrún Sverrisdóttir, Sigurður Pétursson og Björn Davíðsson. Fyrir Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð eru Haraldur Tryggvason, Stefán Björgvin Guðmundsson, Lilja Raf- ney Magnúsdóttir og Jóna Bene- diktsdóttir á listanum. Og fyrir Frjálslynda flokkinn og óháða eru það Rannveig Þorvaldsdóttir, Ást- hildur Cecil Þórðardóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Kristján Andri Guðjónsson í prófkjörinu. Prófkjörsfagnaður verður í Hæstakaupstaðarhúsinu í kvöld. Ekki er búist við niðurstöðu fyrr en eftir klukkan 20, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Kjaramál eldri borgara | Félög eldri borgara í Suðvestur-kjördæmi boða til sameiginlegs opins fundar um kjaramál eldri borgara í dag, laugardag, milli klukkan 14 og 17. Fundurinn verður haldinn í Félags- heimilinu Hraunseli, Flatahrauni 3, Hafnarfirði. Til fundarins er boðið alþing- ismönnum kjördæmisins til að gera grein fyrir afstöðu sinni til málefna aldraðra og taka þátt í pallborðs- umræðum. Þar gefst fund- armönnum kostur á að spyrja og gera athugasemdir.    Glænýr Saab * Við trúum þessu ekki heldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.