Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLAND og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi sem felur í niðurfellingu tolla á ýmsum vörum, meðal annars í viðskiptum með hesta, hreindýrakjöt í heilum og hálfum skrokkum, tómata, agúrkur og vatn. Ísland hafði raunar fellt niður alla tolla á agúrkur og tómata árið 2002 en í gildi voru árstímabundnir tollar hjá Evrópusambandinu, sem falla niður þegar samkomulagið tekur gildi. Í fréttatilkynningu frá utanríkis- og landbúnaðarráðuneytunum segir að samkomulagið skapi sóknartæki- færi fyrir útflutning á íslenskum landbúnaðarafurðum, eins og á hest- um, lambakjöti og smjöri. Það tekur gildi 1. janúar 2007 og staðfesti rík- isstjórnin samkomulagið á fundi sín- um í gærmorgun. Vinna við undirbúning þess hefur staðið yfir í um tvö ár og leiddu utan- ríkis- og landbúnaðarráðuneytin við- ræðurnar fyrir Íslands hönd en skrif- að var undir í síðustu viku. Samkomulagið tekur einnig til toll- frjáls lambakjötskvóta Íslands, sem stækkar úr 1.350 tonnum í 1.850 tonn. Auk þess fær ESB tollfrjálsan kvóta til Íslands fyrir 25 tonn af kartöflum og 15 tonn af rjúpum. Þá verða gagn- kvæmir 15 tonna tollfrjálsir kvótar opnaðir fyrir pylsur. Jafnframt fær ESB tollfrjálsan 20 tonna ostakvóta til Íslands og Ísland fær tollfrjálsan 20 tonna smjörkvóta til ESB. Loks verða tollar felldir niður af nokkrum öðrum vöruflokkum eins og jóla- trjám, frosnu grænmeti og ávaxta- safa. Þá falla einnig niður tollar í við- skiptum með blóm og plöntur, þó ekki afskorin blóm eða pottaplöntur undir einum metra á hæð, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Samkomulagið er gert á grundvelli 19. gr. EES-samningsins, sem kveð- ur á um reglulega endurskoðun á við- skiptum með landbúnaðarafurðir milli EES-ríkjanna og ESB og er samkomulag hið fyrsta sinnar teg- undar. Ísland og Evrópusambandið hafa undirritað samkomulag um lækkun á tollum Sóknartækifæri fyrir útflutning á búvörum „ÞESSI samningur hefur gríðarlega þýðingu, ekki síst fyrir íslenska hestinn,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra um tollasam- komulag Íslands og ESB. „Nú eru þessir erfiðu tollar sem hafa hindrað tölu- vert viðskiptin [með hesta] og gert þau dýrari að fara, þannig að það liðk- ar mjög fyrir og auðveldar við- skipti,“ segir hann og reiknar með að útflutningur á íslenska hestinum til útlanda muni aukast til muna. Guðni segir að niðurfelling Evr- ópusambandsins á árstíðabundnum tollum á tómata og agúrkur séu stór tíðindi. „Nú höfum við náð samning- um um að íslenskir bændur geta þess vegna hafið framleiðslu og flutt hana til Evrópu án tolla. Þetta er nokkuð sem menn hafa mikið spurt um því íslenskt grænmeti og gróð- urhúsavörur þykja bragðgóðar og vekja athygli víða fyrir það,“ segir Guðni. „Það er áhugi bæði hjá ís- lenskum garðyrkjubændum og er- lendum fjárfestum að framleiða á Ís- landi til að flytja út í Evrópu.“ Hann telur einnig mikilvægt fyrir íslenska neytendur að tollar á frosnu grænmeti falli niður, enda muni það skila sér í lægra verði. Á móti fellir Ísland niður tolla á ýmsum sviðum, meðal annars á kart- öflur, osta og rjúpur. Guðni segir að aukinn innflutningur á ostum breyti ekki miklu fyrir mjólkuriðnaðinn og sama gildi um kartöflur og rjúpur, hvorttveggja hafi verið flutt toll- frjálst til landsins í miklu magni og því breyti samkomulagið ekki miklu hvað þetta varðar. „Hefur gríðarlega þýðingu“ Guðni Ágústsson ÍSLENDINGAR eru eina Norður- landaþjóðin sem mælir fyrir um refsi- næmi þeirrar háttsemi að selja að- gang að líkama sínum til kynlífs- athafna. Samkvæmt frumvarpi dóms- málaráðherra vegna kynferðisbrota sem nú liggur fyrir Alþingi er þetta ákvæði í lögum fellt niður. Á öllum hinum Norðurlöndunum hafa stjórn- völd staðið fyrir athugun á þeirri leið að gera kaup á vændi refsiverð. Svíar hafa einir Norðurlandaþjóða sett slíkt refsiákvæði árið 1998. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu starfshóps sem dómsmálaráðherra skipaði árið 2004 og hafði það verk- efni að kynna sér mismunandi löggjöf um vændi, klámiðnað og mansal í Evrópu, sérstaklega reynsluna af þeirri löggjöf í Svíþjóð sem gerir kaup á vændi refsiverð, ásamt því að meta kosti hennar og galla. Leitað var til margra sérfróðra aðila vegna máls- ins, t.d. fulltrúa Kvennaathvarfs, Stígamóta, lagaprófessors og lög- reglu. Í skýrslunni má finna ítarlega um- fjöllun um löggjöf er snertir vændi og vændiskaup. Sérstaklega eru rakin sjónarmið um kosti og galla þess að gera vændiskaup refsiverð. Nefndar- mennirnir Kolbrún Halldórsdóttir (Vinstri grænum), Jónína Bjartmarz (Framsókn) og Ágúst Ólafur Ágústs- son (Samfylkingu) telja að gera beri vændiskaup refsiverð með lagasetn- ingu áþekkri þeirri sem í gildi er í Sví- þjóð. Ásta Möller (Sjálfstæðisflokki) og Gunnar Örn Örlygsson (skipaður af Frjálslynda flokknum, nú þing- maður Sjálfstæðisflokks) telja að ekki sé ráðlegt að svo komnu máli að gera slíkar lagabreytingar. Ragna Árna- dóttir, fulltrúi dóms- og kirkjumála- ráðuneytis, mælir ekki með því að far- in verði sú leið að setja í lög ákvæði sem geri vændiskaup refsiverð. Starfshópurinn komst ekki að sam- eiginlegri niðurstöðu um það hvaða leið væri líklegust til að draga úr vændi hér á landi, enda var það ekki í umboði hans að leggja fram tillögur. Þeir fulltrúar í starfshópnum, sem telja að gera eigi kaup á vændi refsi- verð, bentu á að markmiðið með slíku væri að útrýma eða draga úr vændi. Aðstöðumunur milli kaupanda vænd- is og þess, sem selur líkama sinn, væri augljóslega mikill. Þannig hefði kaup- andi vændis ætíð val en seljandi vændis oftast ekki vegna félagslegrar stöðu sinnar eða þvingunar af hálfu þriðja aðila. Ekki væri unnt að fallast á að farið væri með líkama fólks eins og hverja aðra söluvöru. Sömuleiðis var bent á varnaðar- áhrif af því að gera kaup á vændi refsiverð sem fælust í því að eftir- spurn eftir vændi minnkaði og að það myndi síðan leiða til minna framboðs á vændi. Reynslan í Svíþjóð benti í þá átt, a.m.k. varðandi þá kaupendur sem ekki eru reglulegir kaupendur vændis. Fulltrúarnir bentu á að vændi á Íslandi væri nú þegar neð- anjarðar og því myndi umrædd laga- breyting um refsinæmi vændiskaupa ekki hafa áhrif í þá áttina. Gallar við að gera vændiskaup refsiverð Þeir fulltrúar í starfshópnum sem telja að ekki eigi að gera kaup á vændi refsiverð bentu á að ekki væri komin nægileg reynsla á umrædda lagasetn- ingu í Svíþjóð og óvíst um varnaðar- áhrif hennar, þar sem rannsóknir á heildarumfangi vændis hefðu ekki enn farið fram. Ekki hefði verið sýnt fram á að slík lagabreyting yrði til þess að draga úr umfangi vændis al- mennt þó svo að götuvændi hefði dregist saman í Svíþjóð. Þvert á móti hefði verið bent á að vændi færðist neðanjarðar og erfiðara hefði reynst að hafa eftirlit með starfseminni og beita félagslegum úrræðum til að- stoðar þeim sem stunda vændi. Í þessu sambandi bæri að hafa í huga að umfang götuvændis er tak- markað á Íslandi og því væri „sænska leiðin“ ekki lausn sem líta bæri til í baráttunni gegn vændi hér á landi. Auk þess væri beinlínis varhugavert að gera kaup á vændi refsiverð sökum þess að það gæti styrkt stöðu milli- gönguaðila vændis. Annars vegar við það að þörf væri á einhvers konar skipulagningu og milligöngu til að leiða saman kaupanda og seljanda vændis og hins vegar að erfiðara yrði fyrir refsivörslukerfið að ná yfir milli- göngumenn böndum þar sem kaup- endur vændis yrðu tregari til að bera vitni gegn slíkum aðilum, enda væru þeir um leið að fella á sig sök. Jafnframt væri erfitt að gera grein- armun á vændi sem stundað er vegna neyðar og vændis sem stundað er af frjálsum vilja. Hjá því yrði ekki litið að gróðasjónarmið gætu einnig legið að baki þeirri ákvörðun að stunda vændi. Það mætti því spyrja sig hvort ávallt væri rétt að líta fram hjá sjálfs- ákvörðunarrétti einstaklingsins. Sömuleiðis væri óeðlilegt að refsa einungis öðrum aðilanum fyrir verkn- að sem þarf augljóslega tvo til og sá sem seldi sig eigi jafnvel frumkvæði að. Skýrsla starfshóps sem kynnti sér mismunandi löggjöf um vændi á Norðurlöndum og víðar Ekki sammála um leiðir til að draga úr vændi Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is VERKFALL félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg kemur til greina ef viðsemjendur gefa ekki viðunandi svar á þriðjudag við gagntilboði sem Stéttarfélag félagsráðgjafa kom fram með á samningafundi við fulltrúa Reykjavíkurborgar í gær. Að sögn Ellu Kristínar Karls- dóttur, formanns félagsins, verður deilunni vísað til ríkissáttasemjara ef svar við gagntilboðinu verður ósann- gjarnt. Kjarasamningar við Reykja- víkurborg runnu út 1. desember 2005. Samið var upp á nýtt, en samning- urinn var felldur með 95% atkvæða mun. Viðræður hafa verið í gangi síð- ustu mánuði og kom fyrsta tilboðið 13. febrúar sem var skoðunar virði, að sögn Ellu Kristínar. Byrjunarlaun fé- lagsráðgjafa hjá borginni eru nú 204 þúsund krónur og er krafist tölu- verðrar hækkunar á byrjunartaxt- anum, svo og launaleiðréttinga til jafns við aðrar fagstéttir. „Verkfall er alls ekki útilokað og félagsmenn eru tilbúnir í það.“ Félagsráðgjafar tilbúnir í verkfall LITLU munaði að röskun hefði orðið á sjúkraflutningum slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins í gær sökum þess að ekki náðist að manna tvo auka- sjúkrabíla. Vanalega eru aukabílarnir tveir á vakt alla virka daga milli kl. 8– 18. Um er að ræða bíla sem eru í stanslausum sjúkraflutningum allan daginn. Þetta slapp þó fyrir horn. Fjórar slökkvistöðvar eru á höf- uðborgarsvæðinu og eru tveir sjúkra- bílar á hverri stöð. Þeir þurftu oft all- ir að vera í akstri í gær. Því var oft ekki nema einn maður eftir á slökkvi- liðsstöð til þess að manna slökkvibíl. Allajafna eru fimm menn á hverri slökkvistöð og manna tveir menn einn sjúkrabíl. Að sögn SHS hefði ekki neitt stórt mátt gerast í gær án þess að röskun hefði orðið á starfseminni. SHS undirmannað í sjúkraflutningum LÖGREGLAN á Selfossi kom konu á fimmtugsaldri til aðstoðar eftir að hún hafði keyrt bifreið sinni upp á umferðareyju og á skilti á Selfossi í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu var ástand konunnar annarlegt og er það rakið til ofnotkunar lyfja. Var hún færð til yfirheyrslu og blóðsýnatöku og gæti átt yfir höfði sér ákæru í kjöl- farið. Þá var ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur rétt austan við Selfoss í gærmorgun og er hann jafnframt grunaður um ölvun við aksturinn. Ók á skilti í annarlegu ástandi NOKKRIR nemendur úr Háskól- anum á Akureyri færðu Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra hnefa- leikahanska að gjöf í gærmorgun. Þeir voru áritaðir stórum stöfum: Sláðu í gegn!. Tilefnið eru ummæli Kristjáns Þórs á baráttufundi nem- enda fyrr í vikunni, þar sem þeir mótmæltu því að ekki væri meira fé veitt til skólans en raun ber vitni. Kristján lofaði þar stuðningi við að berja til hlýðni þá sem fara með fjár- veitingarvaldið í landinu. Baldvin Einarsson, nemi við HA og einn af talsmönnum hagsmunasamtaka skól- ans, afhenti Kristjáni bæjarstjóra hanskana í flugstöðvarbyggingunni á Akureyri en bæjarstjórinn var á leið suður. Hann tók við gjöfinni en skilaði henni síðan aftur; sagðist hafna ofbeldi, en hann væri tilbúinn að berjast með orðum. Kristján tók svo reyndar við gjöfinni í annað sinn þegar skýrt var tekið fram að um táknræna gjöf væri að ræða. Bæjarstjórinn flaug svo suður í höfuðborgina, án boxhanskanna. Vertinn í flugstöðvarbyggingunni, Baldvin H. Sigurðsson, efsti maður á lista VG, tók að sér að geyma þá. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Baldvin Einarsson, nemi við Háskólann á Akureyri, afhenti Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra boxhanskana í gærmorgun. Sláðu í gegn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.