Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ICELANDAIR Express verður ekki selt og hefur það verið tekið úr sölumeðferð hjá Kaupþing banka og það verður því áfram í eigu Fons eignarhaldsfélags þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Krist- inssonar. Nokkur óbundin tilboð bárust í félagið en ekki fæst uppgefið hversu há þau voru en sé miðað við tífalda EBIDTU má ætla að einhver þeirra hafi losað þrjá milljarða króna. Verulegur umsnúningur varð á rekstri Iceland Express í fyrra og mun hagnaður fyrir afskriftir of fjármagnsliði (EBIDTA) hafa num- ið um 300 milljónum króna á móti um 300 milljóna tapi árið 2004 þann- ig að viðsnúningurinn í rekstri Ice- land Express hefur numið um 600 milljónum króna. Iceland Ex- press fær fyrstu af þremur nýjum vélum sínum á mánudaginn kemur og verður fyrsta áfangaflug hennar á vegum Iceland Express strax á miðviku- daginn. Um er að ræða Boeing MD 90 vélar með Air- bus-hreyfla og eru þær um tíu árum yngri en núverandi vélar félagsins og umtalsvert sparneytnari. Þær taka um 167 farþega í sæti en sæt- um verður fækkað til þess að skapa meira rými fyrir hvern farþega. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir fyrstu vélina koma til landsins á mánudaginn. „Þetta eru vélar af 1997 árgerð og miklu sparneytnari en þær sem við höfum verið með. Þær taka 167 farþega í sæti en við fækkum þeim í 150 þannig að menn eru að fá 32–34 tommur í hverri sætaröð en venju- lega eru þetta 27 til 28 tommur. Og allt eru þetta leðursæti þannig að það ætti að fara mun betur um far- þega okkar.“ Birgir segir félagið fá aðra sams konar vél afhenta í apríl og þá þriðju um miðjan maí. Síðan fái fé- lagið aukavél til þess að sinna Ak- ureyrarfluginu í sumar. Iceland Express verð- ur áfram í eigu Fons Birgir Jónsson Um 600 milljóna viðsnúningur í rekstrinumÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallar Íslands hækkaði um 0,1% í gær og er 6.671 stig. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Íslandsbanka, 1,7 milljarðar króna, en heildar- viðskipti með hlutabréf námu 6,8 milljörðum. Gengi bréfa Alfesca hækkaði mest í gær, 4,8%. Lokagildi Úrvalsvísitölunnar síð- astliðinn mánudag var 6.818 stig, en það var daginn áður en matsfyr- irtækið Fits Ratings tilkynnti um breyttar horfur á lánshæfismati rík- issjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Síðan þá hefur Úrvalsvísitalan lækk- að um 2,2%. Lítilsháttar hækkun Úrvalsvísitölunnar ● HALLI á vöruskiptum við útlönd var 11,4 milljarðar króna í janúar sl. Fluttar voru út vörur fyrir 14,1 millj- arð króna en inn fyrir 25,5 milljarða. Til samanburðar nam vöruskiptahall- inn í janúar á síðasta ári 4,3 millj- örðum króna, miðað við fast gengi. Verðmæti vöruútflutnings var 9% meira á föstu gengi en fyrir ári en verðmæti innflutningsvara jókst um 47,5% milli ára. 11,4 milljarða vöru- skiptahalli í janúar  +   , -                       ● EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Sund hef- ur selt allan sinn 17% hlut í Nýherja. Fleiri hafa selt hluti sína í fyrirtækinu alls hefur Nýherji keypt 46,3 milljónir hluta, eða 18,67% af útgefnu hlutafé. Gengi bréfanna var 13,8 þannig að söluandvirði bréfanna var um 640 milljónir króna. Eftir kaupin á Nýherji 19,3% af eig- in bréfum. Í framhaldi af kaupunum mun stjórn félagsins bjóða hlut- höfum forkaupsrétt að hlutabréfum með það fyrir augum að eignarhluti félagsins í sjálfu sér fari undir 10%. Sund selur í Nýherja                           ! !"#$%& "&%'$%& (''#%$%& )*+%, - *$%& -.$%&   +' /*(' * . +'   0%  0&!-& 1"% %2(%3%4-54% +' 6%      #&$%& -' %'3%   $%   35  7!  !$%& 89%5 :;-" "!:"%&  <%=*** 3"3 > "3     !" -' ?=5 5%3%  1 4"% @ *13%  # ! #$ %& 7A?B 1C3" #3' #%3     2         2  2    2   2 2 2 (%="* %4 =%%#3' #%3 2 2 2   2 2  2    2 2 2 2 2 2   2 2 2 2 2 D E 2 2 D E D E 2 D E D2 E D2 E D  E D2 E D E 2 2 2 D  E 2 D E 2 D2 E D E 2 2 2 2 2 D E  %#3'" * < +&3C &' * 1              2                   2   2    2   2 2 2                                        >3'"C/, '% < F"*% " -5  #3'"   2     2 2   2  2 2 2  LÆKKUN á gengi krónunnar í vik- unni leiddi til þess að ýmsir fjár- festar töpuðu á fjárfestingum sín- um. Þannig töpuðu gjaldeyris- fjárfestar, sem keypt höfðu krónur fyrir evrur til að hagnast á vaxta- muninum sem nú er til staðar milli þessara svæða, allt að eins og hálfs árs gróða á minna en tveimur dög- um, að því er segir í frétt í Fin- ancial Times í fyrradag. Haft er eftir David Bloom, grein- anda hjá HSBC-bankanum, í FT að lækkun á gengi krónunnar hafi leitt til þess að fjárfestar hafi rokið til og selt íslenskar krónur til að ná fram þeim gengishagnaði sem þegar hafði myndast vegna vaxtamunar- ins. Áhættuálag hækkaði Einnig segir í frétt FT að áhættuálag greiðsluhæfisskipta- samninga (e. credit default swap spreads) ríkissjóðs til 10 ára hafi hækkað úr 5 punktum í 13. Slíkir samningar eru tryggingar vegna gjaldþrots og þegar áhættuálag hækkar er talin meiri hætta á að ríkissjóður geti ekki staðið í skilum. Að sama skapi jókst áhættuálag greiðsluhæfissamninga KB banka til fimm ára úr 55 punktum í 75 punkta. Töpuðu eins og hálfs árs gróða ÞRÁTT FYRIR að Fitch Ratings hafi ekki breytt lánshæfismati ís- lensku bankanna hefur lánshæfi þeirra þegar versnað í huga alþjóð- legra fjárfesta. Og þrátt fyrir að verðmæti íslensku bankanna hafi aukist stöðugt hefur verðmæti skulda þeirra verið að falla sem birt- ist í því að áhættulag eða ávöxtunar- krafa á skuldabréf þeirra á eftir- markaði hefur hækkað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fréttaskýringu norska við- skiptablaðsins Dagens Næringsliv en blaðið fjallaði í gær á þremur heil- síðum um uppnámið sem varð í kjöl- far breyttra horfa Fitch Ratings, ís- lensku krónuna, bankana og hlutabréfamarkaðinn. Vaxtaálag hærra en hjá bönkum með sama mat Fyrirsögn fréttaskýringarinnar, þar sem fjallað er sérstaklega um skuldabréf íslensku bankanna, er: „Markedet nedgraderer de is- landske bankene“ eða markaðurinn færir niður matið á íslensku bönk- unum. Í undirfyrirsögn segir að þrátt fyrir að öldurnar hafi lægt á Ís- landi eftir að Fitch Ratings staðfesti lánshæfismat sitt á íslensku bönkun- um sé reyndin sú að þeir hafi geng- isfallið í augum fjárfesta. Í greininni segir að í nýrri skýrslu Dresdner, Kleinwort, Wasserstein sé bent á að verðið á skuldum íslensku bankanna sé miklu lægra en búist mætti við miðað við lánshæfiseinkunn þeirra en væntanlega er Dagens Nærings- liv að vísa til skuldabréfa íslensku bankanna á eftirmarkaði en ekki frumútgáfu þeirra. Með lágu verði á skuldum er þann- ig einfaldlega átt við að menn krefj- ist hærri vaxta eða vaxtaálags þegar þeir kaupa skudabréf íslensku bank- anna en þegar þeir kaupa skuldabréf annarra banka með sama lánhæfis- mat. „Þetta álag hefur tvöfaldast frá því í fyrrasumar,“ segir Dagens Næringsliv. Spurningin snúist því um það hvort lánshæfismatið sé rangt eða hvort markaðurinn sé að gera sér upp óþarfa áhyggjur. Bent er á að markaðurinn hafi oft tilhneigingu til þess að bregaðst of harkalega við, sem tákni að trú manna á íslensku bönkunum muni eflast þegar fram í sækir, en hins vegar reyni fjárfestar að spá fyrir um framtíðina og losa sig við áhættusöm bréf áður en þau falla í verði. Mörg dæmi séu um það að matsfyrirtækin bregðist við og lækki mat eftir að markaðurinn sjálfur hef- ur gert það. „Hið eina sem er öruggt er að Ís- land og íslensku bankarnir á eynni eru algerlega háðir tiltrú alþjóðlega fjármálamarkaðarins. Það reynir á þessa tiltrú nú,“ segir Dagens Nær- ingsliv. Lánshæfið versnar í huga fjárfestanna Morgunblaðið/Kristinn BRESKA verslunarkeðjan Somer- field ætlar að selja smásölukeðjuna Kwik Save, að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum. Somerfield er í eigu fyrirtækisins Apax Partners, fjárfestingarfélags R20, sem er í eigu stóreignamannsins Roberts Tchenguiz, Barclays Capital og KB banka. Í frétt á fréttavef breska blaðsins Daily Telegraph segir að viðræður séu hafnar við áhugasama kaupend- ur. Til greina komi að brjóta keðjuna upp í smærri einingar. Er nefnt í greininni að Baugur Group gæti haft áhuga á að eignast hluta af Kwik Save-keðjunni og sameina við Ice- land-verslanirnar. Fram kemur í frétt Daily Tele- graph að eigendur Somerfield hafi fljótlega eftir að þeir eignuðust keðj- una breytt helstu Kwik Save-versl- ununum í Somerfield-verslanir, en tapið á Kwik Save nemi um 40 millj- ónum punda á ári. Fjöldi Kwik Save-verslana er um 270 í dag. Somerfield ætlar að selja Kwik Save FRJÁLSI fjárfestingarbankinn skilaði 573 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, þegar búið er að gera ráð fyrir skattgreiðslum. Þetta er örlítið meiri hagn- aður en árið áður. Arðsemi eigin fjár var 17,1%. Hreinar vaxtatekjur námu 644 milljónum króna samanborið við 882 milljónir á árinu 2004. Vaxtamunur nam 2,4% samanborið við 4,3% á árinu 2004. Lækkun vaxtamunar skýrist einkum af breyttri reikniskilaaðferð en einn- ig mikilli samkeppni á útlánamark- aði, segir í tilkynningu bankans. Þrátt fyrir um 27% lækkun á hreinum vaxtatekjum þá hækka hreinar rekstrartekjur á milli ára um tæp 10%. Skýrist það einkum af auknum tekjum vegna geng- ishagnaðar skuldabréfa og hluta- bréfa bankans og einnig vegna góðrar afkomu dótturfélags bank- ans, Fasteignafélagins Hlíðar. Hreinar rekstrartekjur ársins 2005 námu alls 1.177 milljónum króna samanborið við 1.073 millj- ónir árið 2004. Eigið fé í lok ársins nam 3,9 milljörðum króna og hefur hækkað um 17% frá árslokum 2004. Eig- infjárhlutfall (CAD) bankans var 18,0%. 573 milljóna hagnaður hjá Frjálsa STJÓRN Nýsköpunarsjóðs atvinnu- lífsins ákvað á fundi sínum í vikunni að fresta um sinn ráðningu fram- kvæmdastjóra. Ástæðan er sögð sú að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin hafi boðað að í farvatninu séu tillög- ur að lagabreytingum er taki til stofnana sem falli undir ráðuneytin og kunni með einhverjum hætti að snerta starfsemi sjóðsins. Þar til ráðið hefur verið í starfið mun stjórnarformaður sjóðsins gegna stöðu framkvæmdastjóra. Frestun á ráðningu ♦♦♦ ♦♦♦ 8 G 1H:   -<1? )I   AA J0I   J0I  8''     7A?I )&KL&      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.