Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ICELANDAIR Express verður
ekki selt og hefur það verið tekið úr
sölumeðferð hjá Kaupþing banka og
það verður því áfram í eigu Fons
eignarhaldsfélags þeirra Pálma
Haraldssonar og Jóhannesar Krist-
inssonar.
Nokkur óbundin tilboð bárust í
félagið en ekki fæst uppgefið hversu
há þau voru en sé miðað við tífalda
EBIDTU má ætla að einhver þeirra
hafi losað þrjá milljarða króna.
Verulegur umsnúningur varð á
rekstri Iceland Express í fyrra og
mun hagnaður fyrir afskriftir of
fjármagnsliði (EBIDTA) hafa num-
ið um 300 milljónum króna á móti
um 300 milljóna tapi árið 2004 þann-
ig að viðsnúningurinn í rekstri Ice-
land Express hefur numið um 600
milljónum króna.
Iceland Ex-
press fær fyrstu
af þremur nýjum
vélum sínum á
mánudaginn
kemur og verður
fyrsta áfangaflug
hennar á vegum
Iceland Express
strax á miðviku-
daginn. Um er að
ræða Boeing MD 90 vélar með Air-
bus-hreyfla og eru þær um tíu árum
yngri en núverandi vélar félagsins
og umtalsvert sparneytnari. Þær
taka um 167 farþega í sæti en sæt-
um verður fækkað til þess að skapa
meira rými fyrir hvern farþega.
Birgir Jónsson, forstjóri Iceland
Express, segir fyrstu vélina koma
til landsins á mánudaginn. „Þetta
eru vélar af 1997 árgerð og miklu
sparneytnari en þær sem við höfum
verið með. Þær taka 167 farþega í
sæti en við fækkum þeim í 150
þannig að menn eru að fá 32–34
tommur í hverri sætaröð en venju-
lega eru þetta 27 til 28 tommur. Og
allt eru þetta leðursæti þannig að
það ætti að fara mun betur um far-
þega okkar.“
Birgir segir félagið fá aðra sams
konar vél afhenta í apríl og þá
þriðju um miðjan maí. Síðan fái fé-
lagið aukavél til þess að sinna Ak-
ureyrarfluginu í sumar.
Iceland Express verð-
ur áfram í eigu Fons
Birgir Jónsson
Um 600 milljóna viðsnúningur í rekstrinumÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup-
hallar Íslands hækkaði um 0,1% í
gær og er 6.671 stig. Mest viðskipti
voru með hlutabréf í Íslandsbanka,
1,7 milljarðar króna, en heildar-
viðskipti með hlutabréf námu 6,8
milljörðum. Gengi bréfa Alfesca
hækkaði mest í gær, 4,8%.
Lokagildi Úrvalsvísitölunnar síð-
astliðinn mánudag var 6.818 stig,
en það var daginn áður en matsfyr-
irtækið Fits Ratings tilkynnti um
breyttar horfur á lánshæfismati rík-
issjóðs úr stöðugum í neikvæðar.
Síðan þá hefur Úrvalsvísitalan lækk-
að um 2,2%.
Lítilsháttar hækkun
Úrvalsvísitölunnar
● HALLI á vöruskiptum við útlönd var
11,4 milljarðar króna í janúar sl.
Fluttar voru út vörur fyrir 14,1 millj-
arð króna en inn fyrir 25,5 milljarða.
Til samanburðar nam vöruskiptahall-
inn í janúar á síðasta ári 4,3 millj-
örðum króna, miðað við fast gengi.
Verðmæti vöruútflutnings var 9%
meira á föstu gengi en fyrir ári en
verðmæti innflutningsvara jókst um
47,5% milli ára.
11,4 milljarða vöru-
skiptahalli í janúar
+
,
-
● EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Sund hef-
ur selt allan sinn 17% hlut í Nýherja.
Fleiri hafa selt hluti sína í fyrirtækinu
alls hefur Nýherji keypt 46,3 milljónir
hluta, eða 18,67% af útgefnu
hlutafé. Gengi bréfanna var 13,8
þannig að söluandvirði bréfanna var
um 640 milljónir króna.
Eftir kaupin á Nýherji 19,3% af eig-
in bréfum. Í framhaldi af kaupunum
mun stjórn félagsins bjóða hlut-
höfum forkaupsrétt að hlutabréfum
með það fyrir augum að eignarhluti
félagsins í sjálfu sér fari undir 10%.
Sund selur í Nýherja
!
!"#$%&
"&%'$%&
(''#%$%&
)*+%,
- *$%&
-.$%&
+'
/*('
*
. +'
0%
0&!-&
1"% %2(%3%4-54%
+'
6%
#&$%&
-' %'3%
$%
35
7! !$%&
89%5
:;-" "!:"%&
<%=*** 3"3
> "3
!"
-' ?=5 5%3%
1 4"% @ *13% #
! #$ %&
7A?B
1C3"
#3'
#%3
2
2
2
2
2
2
2
(%="* %4
=%%#3'
#%3
2
2
2
2 2 2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
D
E
2
2
DE
DE
2
DE
D2E
D2E
DE
D2E
DE
2
2
2
DE
2
DE
2
D2E
DE
2
2
2
2
2
DE
%#3'"
*
< +&3C &' *
1
2
2
2
2
2
2
2
>3'"C/,
'%
<
F"*% " -5
#3'"
2
2
2
2
2
2
2
LÆKKUN á gengi krónunnar í vik-
unni leiddi til þess að ýmsir fjár-
festar töpuðu á fjárfestingum sín-
um. Þannig töpuðu gjaldeyris-
fjárfestar, sem keypt höfðu krónur
fyrir evrur til að hagnast á vaxta-
muninum sem nú er til staðar milli
þessara svæða, allt að eins og hálfs
árs gróða á minna en tveimur dög-
um, að því er segir í frétt í Fin-
ancial Times í fyrradag.
Haft er eftir David Bloom, grein-
anda hjá HSBC-bankanum, í FT að
lækkun á gengi krónunnar hafi leitt
til þess að fjárfestar hafi rokið til og
selt íslenskar krónur til að ná fram
þeim gengishagnaði sem þegar
hafði myndast vegna vaxtamunar-
ins.
Áhættuálag hækkaði
Einnig segir í frétt FT að
áhættuálag greiðsluhæfisskipta-
samninga (e. credit default swap
spreads) ríkissjóðs til 10 ára hafi
hækkað úr 5 punktum í 13. Slíkir
samningar eru tryggingar vegna
gjaldþrots og þegar áhættuálag
hækkar er talin meiri hætta á að
ríkissjóður geti ekki staðið í skilum.
Að sama skapi jókst áhættuálag
greiðsluhæfissamninga KB banka
til fimm ára úr 55 punktum í 75
punkta.
Töpuðu eins og
hálfs árs gróða
ÞRÁTT FYRIR að Fitch Ratings
hafi ekki breytt lánshæfismati ís-
lensku bankanna hefur lánshæfi
þeirra þegar versnað í huga alþjóð-
legra fjárfesta. Og þrátt fyrir að
verðmæti íslensku bankanna hafi
aukist stöðugt hefur verðmæti
skulda þeirra verið að falla sem birt-
ist í því að áhættulag eða ávöxtunar-
krafa á skuldabréf þeirra á eftir-
markaði hefur hækkað.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í fréttaskýringu norska við-
skiptablaðsins Dagens Næringsliv
en blaðið fjallaði í gær á þremur heil-
síðum um uppnámið sem varð í kjöl-
far breyttra horfa Fitch Ratings, ís-
lensku krónuna, bankana og
hlutabréfamarkaðinn.
Vaxtaálag hærra en hjá
bönkum með sama mat
Fyrirsögn fréttaskýringarinnar,
þar sem fjallað er sérstaklega um
skuldabréf íslensku bankanna, er:
„Markedet nedgraderer de is-
landske bankene“ eða markaðurinn
færir niður matið á íslensku bönk-
unum. Í undirfyrirsögn segir að
þrátt fyrir að öldurnar hafi lægt á Ís-
landi eftir að Fitch Ratings staðfesti
lánshæfismat sitt á íslensku bönkun-
um sé reyndin sú að þeir hafi geng-
isfallið í augum fjárfesta. Í greininni
segir að í nýrri skýrslu Dresdner,
Kleinwort, Wasserstein sé bent á að
verðið á skuldum íslensku bankanna
sé miklu lægra en búist mætti við
miðað við lánshæfiseinkunn þeirra
en væntanlega er Dagens Nærings-
liv að vísa til skuldabréfa íslensku
bankanna á eftirmarkaði en ekki
frumútgáfu þeirra.
Með lágu verði á skuldum er þann-
ig einfaldlega átt við að menn krefj-
ist hærri vaxta eða vaxtaálags þegar
þeir kaupa skudabréf íslensku bank-
anna en þegar þeir kaupa skuldabréf
annarra banka með sama lánhæfis-
mat. „Þetta álag hefur tvöfaldast frá
því í fyrrasumar,“ segir Dagens
Næringsliv.
Spurningin snúist því um það
hvort lánshæfismatið sé rangt eða
hvort markaðurinn sé að gera sér
upp óþarfa áhyggjur. Bent er á að
markaðurinn hafi oft tilhneigingu til
þess að bregaðst of harkalega við,
sem tákni að trú manna á íslensku
bönkunum muni eflast þegar fram í
sækir, en hins vegar reyni fjárfestar
að spá fyrir um framtíðina og losa sig
við áhættusöm bréf áður en þau falla
í verði. Mörg dæmi séu um það að
matsfyrirtækin bregðist við og lækki
mat eftir að markaðurinn sjálfur hef-
ur gert það.
„Hið eina sem er öruggt er að Ís-
land og íslensku bankarnir á eynni
eru algerlega háðir tiltrú alþjóðlega
fjármálamarkaðarins. Það reynir á
þessa tiltrú nú,“ segir Dagens Nær-
ingsliv.
Lánshæfið versnar í
huga fjárfestanna
Morgunblaðið/Kristinn
BRESKA verslunarkeðjan Somer-
field ætlar að selja smásölukeðjuna
Kwik Save, að því er fram kemur í
breskum fjölmiðlum. Somerfield er í
eigu fyrirtækisins Apax Partners,
fjárfestingarfélags R20, sem er í
eigu stóreignamannsins Roberts
Tchenguiz, Barclays Capital og KB
banka.
Í frétt á fréttavef breska blaðsins
Daily Telegraph segir að viðræður
séu hafnar við áhugasama kaupend-
ur. Til greina komi að brjóta keðjuna
upp í smærri einingar. Er nefnt í
greininni að Baugur Group gæti haft
áhuga á að eignast hluta af Kwik
Save-keðjunni og sameina við Ice-
land-verslanirnar.
Fram kemur í frétt Daily Tele-
graph að eigendur Somerfield hafi
fljótlega eftir að þeir eignuðust keðj-
una breytt helstu Kwik Save-versl-
ununum í Somerfield-verslanir, en
tapið á Kwik Save nemi um 40 millj-
ónum punda á ári.
Fjöldi Kwik Save-verslana er um
270 í dag.
Somerfield
ætlar að
selja Kwik
Save
FRJÁLSI fjárfestingarbankinn
skilaði 573 milljóna króna hagnaði
á síðasta ári, þegar búið er að gera
ráð fyrir skattgreiðslum. Þetta er
örlítið meiri hagn-
aður en árið áður.
Arðsemi eigin fjár
var 17,1%. Hreinar
vaxtatekjur námu
644 milljónum
króna samanborið
við 882 milljónir á árinu 2004.
Vaxtamunur nam 2,4% samanborið
við 4,3% á árinu 2004. Lækkun
vaxtamunar skýrist einkum af
breyttri reikniskilaaðferð en einn-
ig mikilli samkeppni á útlánamark-
aði, segir í tilkynningu bankans.
Þrátt fyrir um 27% lækkun á
hreinum vaxtatekjum þá hækka
hreinar rekstrartekjur á milli ára
um tæp 10%. Skýrist það einkum
af auknum tekjum vegna geng-
ishagnaðar skuldabréfa og hluta-
bréfa bankans og einnig vegna
góðrar afkomu dótturfélags bank-
ans, Fasteignafélagins Hlíðar.
Hreinar rekstrartekjur ársins
2005 námu alls 1.177 milljónum
króna samanborið við 1.073 millj-
ónir árið 2004.
Eigið fé í lok ársins nam 3,9
milljörðum króna og hefur hækkað
um 17% frá árslokum 2004. Eig-
infjárhlutfall (CAD) bankans var
18,0%.
573 milljóna
hagnaður
hjá Frjálsa
STJÓRN Nýsköpunarsjóðs atvinnu-
lífsins ákvað á fundi sínum í vikunni
að fresta um sinn ráðningu fram-
kvæmdastjóra. Ástæðan er sögð sú
að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin
hafi boðað að í farvatninu séu tillög-
ur að lagabreytingum er taki til
stofnana sem falli undir ráðuneytin
og kunni með einhverjum hætti að
snerta starfsemi sjóðsins. Þar til
ráðið hefur verið í starfið mun
stjórnarformaður sjóðsins gegna
stöðu framkvæmdastjóra.
Frestun á
ráðningu
♦♦♦
♦♦♦
8 G
1H:
-<1?
)I
AA J0I
J0I
8''
7A?I )&KL&