Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚR VERINU
VERÐVÍSITALA sjávarafurða
hækkaði um 2,1% í janúar frá mán-
uðinum á undan og er nú í sögulegu
hámarki mæld í erlendri mynt.
Þetta kemur fram í tölum sem Hag-
stofan birti í gær. Í íslenskum krón-
um lækkaði verðið hins vegar um
0,1% milli mánaða vegna styrkingar
krónunnar.
Á síðasta ári lækkaði afurðaverð í
íslenskum krónum um 2,5% miðað
við árið 2004, en hækkaði hins vegar
um tæp 9% mælt í erlendri mynt.
Sjávarútvegsfyrirtækin hafa því
ekki notið þeirrar hækkunar sem
hefur verið á mörkuðum erlendis
þar sem styrking krónunnar hefur
étið upp hækkunina og gott betur.
Greiningardeild Íslandsbanka
gerir því hins vegar skóna í Morg-
unkorni í gær að hagur sjávar-
útvegsfyrirtækjanna muni vænkast
verulega í byrjun næsta árs ef spá
bankans um gengi krónunnar gangi
eftir. En bankinn spáir því að á
fyrsta fjórðungi næsta árs verði
gengisvísitalan um 120 stig að með-
altali, en það jafngildir 9% veikingu
frá núverandi stigi.
Sjófrystur botnfiskur 22,9%
verðmeiri en í janúar 2005
Sjófrystar botnfiskafurðir mæld-
ar í erlendri mynt hækkuðu um
0,4% í janúar miðað við desember
2005, en eru 22,9% verðmeiri en í
janúar 2005 og 9,1% hærri nú en
meðaltal síðasta árs.
Verð á landfrystum botnfisk-
afurðum hækkaði um 1% milli mán-
aða og er 7,1% hærra en í janúar í
fyrra og 4,4% hærra en meðaltal síð-
asta árs.
Saltfiskafurðir hækkuðu um 0,3%
í verði milli mánaða í erlendri mynt.
Þær hafa hins vegar lækkað um
5,5% miðað við janúar 2005, en voru
2,1% hærri en meðalverð síðasta
árs.
Verð á skreið hækkaði um 3,4%
milli mánaða og var 7% hærra en í
janúar 2005. Þá hækkað verð á mjöli
um 1,1% milli mánaða og er 14,4%
hærra en í janúar á síðasta ári.
Verð á sjávarafurðum í sögulegu hámarki
!
"
"
#
$
%
&
'
(
)
$$*
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra
sagði í viðtali við Financial Times í gær að
gengisfall krónunnar væri jákvæð þróun
og nú myndi íslenski markaðurinn ná
jafnvægi. Hann telur íslensku bankana
sterka og kemur umfang þeirra og ann-
arra íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hon-
um nokkuð á óvart.
Þriggja daga heimsókn Halldórs Ás-
grímssonar til London lauk í gær. Fyrr
um daginn heimsótti forsætisráðherrann
útibú Íslandsbanka og Landsbanka í
borginni og vígði hann nýjar skrifstofur
Icelandair, en þær eru staðsettar við
Fitzroy-torg, skammt frá Oxford stræti.
Halldór segist ekki geta neitað því að um-
fang starfsemi íslensku fyrirtækjanna í
London hafi komið sér nokkuð á óvart.
„Í þessari ferð hef ég gert mér miklu
betur grein fyrir því hversu mikilvæg
þessi starfsemi er. Hún skiptir Ísland
mjög miklu máli. Það kemur mér líka á
óvart að allt fólkið sem ég hef hitt er ákaf-
lega meðvitað um það að hér er um ís-
lensk fyrirtæki að ræða. Ég hef verið að
spyrja fólk til dæmis frá öllum skandinav-
ísku löndunum hversu mikla trú það hafi á
íslensku efnahagslífi og því sem er að ger-
ast hjá okkur, og allir hafa svarað mér á
þann veg að þeir hafi mikla sannfæringu
fyrir því að Íslendingar séu að gera góða
hluti. Þessi útrás hefur vissulega komið
mörgum á óvart,“ segir Halldór.
Fréttaritstjóri Financial Times
ræddi við Halldór
Fyrsti viðkomustaður forsætisráð-
herrans og hans föruneytis í gær var
útibú Íslandsbanka í fjármálahverfinu
City. Steinunn Kristín Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri útibúsins, kynnti starfsem-
ina og heilsuðu Halldór og kona hans, Sig-
urjóna Sigurðardóttir, upp á starfsfólk
útibúsins, en þar starfa tuttugu manns. Í
lok árs er áætlað að starfsmenn verði
orðnir um eða yfir þrjátíu.
Að útibúskynningu lokinni var snæddur
morgunverður og var starfsemi Íslands-
banka í heiminum kynnt. Eftir það var
rætt meðal annars um útrásina almennt
og spáð í hvort og þá hvenær og hvernig
hún mundi teygja anga sína til Bandaríkj-
anna. Umræðurnar fóru fram á ensku og
á þær hlustaði Frederick Studemann-
Schulenburg, en hann starfar hjá hinu
virta blaði Financial Times, og gegnir þar
stöðu fréttaritstjóra fyrir alla Evrópu. Að
loknum umræðum tók hann viðtal við
Halldór og Steinunni.
„Hann var mikið að spyrja um íslenska
efnahagslífið almennt og þá sérstaklega
gengisbreytingu á íslensku krónunni.
Hann vildi vita hvort ég teldi ekki að það
væri alltof mikill hiti í efnahagslífinu á Ís-
landi,“ segir Halldór. „Ég sagði honum að
það hefði verið mikill vöxtur á Íslandi
undanfarin ár og það væri ljóst að þegar
vöxtur væri fjögur til fimm prósent ár eft-
ir ár þá fylgdi því ákveðin spenna. Það
væri hins vegar ekki spenna sem við hefð-
um áhyggjur af, gengi krónunnar hefði
veikst og ég er þeirrar skoðunar að það sé
gott að það gerðist með þessum hætti, því
ég tel að krónan hafi verið óþarflega
sterk. Núna þegar þetta hefur gerst fer
ákveðin spenna, þannig að ég sagði hon-
um að þetta hefði verið eitthvað sem við
hefðum átt von á og því fyrr sem það
gerðist því betra. Nú mun markaðurinn
ná jafnvægi,“ segir Halldór.
Morgunblaðið spurði Halldór hvort
hann teldi að lækkunin yrði varanleg.
„Já, eins og staðan er í dag þá tel ég að
þetta sé varanlega lækkun. Við vitum það
að í framtíðinni mun krónan lækka eitt-
hvað meira en ég á ekki von á því að það
gerist í einhverjum stökkum og ég tel að
íslenska efnahagslífið sé mjög sterkt og
bankarnir hafi mjög trausta stöðu.“
Næst á dagskrá var heimsókn í útibú
Landsbankans en það er ekki langt frá
útibúi Íslandsbanka í austurhluta borg-
arinnar. Lárus Welding útibússtjóri tók á
móti Halldóri og föruneyti og kynnti
starfsemi bankans og dótturfélaga ásamt
þeim Sigurjóni Árnasyni, bankastjóra
Landsbankans, og Björgólfi Guðmunds-
syni, formanni bankaráðs Landsbankans.
Meðal annars var rætt um mun á við-
skiptareglum landa, og þá sérstaklega Ís-
lands og Bretlands, mismun á vöxtum í
löndunum tveimur og spáð í fjármálaeft-
irlit.
Í útibúi bankans starfa rúmlega fimm-
tíu manns og á sömu hæð er Teather &
Greenwood, dótturfélag bankans, en þar
starfa um hundrað og tuttugu manns. Að
meðtöldum Heritable Bank, sem einnig er
dótturfélag bankans, eru starfsmenn
Landsbankans í London í kringum tvö
hundruð og þrjátíu. Þegar kynningarferð
um sjálft útibúið lauk var haldið yfir til
verðbréfamiðlunarinnar Teather &
Greenwood. Þar tók stjórnarformaður
hennar, Lord Baker, á móti Halldóri en
hann er fyrrum innanríkisráðherra Bret-
lands og þingmaður Íhaldsflokksins. Eftir
langt spjall og ítarlega kynningu á verð-
bréfamiðluninni frá nokkrum starfs-
mönnum var snæddur hádegisverður.
Að honum loknum opnaði Halldór form-
lega nýjar skrifstofur Icelandair, en á
móti forsætisráðherranum tóku Jón Karl
Ólafsson, forstjóri Icelandair, og Stephen
Brown, svæðisstjóri félagsins í Bretlandi.
Alls starfa nú um tuttugu og fimm manns
hjá Icelandair í Bretlandi, en félagið hefur
flogið áætlunarflug til og frá Bretlandi í
sextíu og eitt ár samfellt. Nýja skrifstofu-
húsnæðið hefur því hlutverki að gegna að
kynna Ísland og Icelandair og selja Bret-
um ferðir til Íslands. Að lokinni vígsluat-
höfninni heilsaði forsætisráðherra upp á
starfsfólk og kynntist starfsemi félagsins
betur.
Halldór sagði að lokum í samtali við
Morgunblaðið að hann væri mjög ánægð-
ur með ferðina og að dagskrá mið-
vikudagsins hefði staðið upp úr. „Dag-
urinn var afskaplega eftirminnilegur.
Hann hófst með mjög góðum fundi með
Tony Blair og svo horfði ég á fótboltaleik-
inn á milli Barcelona og Chelsea. Það var
mjög gaman. Ég hafði mjög gaman af því
að tala við Eið Smára. Mér er það betur
ljóst en nokkru sinni fyrr hversu góðan
fulltrúa við Íslendingar eigum í honum.
Hann er glæsilegur fulltrúi okkar ungu
kynslóðar.“
Halldór Ásgrímsson sagði í viðtali við Financial Times í gær að gengisfall krónunnar væri jákvæð þróun
„Umfangið kemur nokkuð á óvart“
Halldór Ásgrímsson opnaði formlega nýjar skrifstofur Icelandair. Með honum eru Jón Karl Ólafsson
(t.h.), forstjóri Icelandair, Sigurjóna Sigurðardóttir og Stephen Brown, svæðisstjóri félagsins.
Sigurjóna og Halldór heimsóttu útibú Landsbankans og ræddu við Lárus Welding útibússtjóra,
Björgólfur Guðmundsson, formann bankaráðs, og Sigurjón Árnason, bankastjóra Landsbankans.
Ljósmynd/Jón Gunnar Ólafsson
Forsætisráðherrahjónin heimsóttu útibú Íslandsbanka. Þar tók á móti þeim Steinunn Kristín Þórð-
ardóttir, framkvæmdastjóri útibúsins. Lengst til vinstri er Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri.
Eftir Jón Gunnar Ólafsson í London
jongunnar.olafsson@gmail.com