Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 47
MINNINGAR
✝ Tómasína ElínOlsen fæddist í
Vestmannaeyjum
25. desember 1916.
Hún lést á líknar-
deild Landakots-
spítala mánudaginn
20. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Þórðardóttir og
Ditlev Olsen. Systk-
ini Tómasínu voru
Magnús, f. 1908, d.
1917, Vilborg, f.
1912, d. 1984, og
Jón, f. 1921.
Tómasína giftist 21. desember
1940 Aðalsteini Gunnlaugssyni
sjómanni og útgerðarmanni í
Vestmannaeyjum, f. 14. júlí 1910,
d. 27. febrúar 1991. Börn þeirra
eru: 1) Hreinn, f. 1936, kvæntur
Hildi Halldórsdóttur, f. 1935.
Sonur þeirra er Haukur, f. 1976.
Synir Hreins eru Aðalsteinn, f.
1959, d. 1983, og Sigurður, f.
1962. 2) Edda, f. 1939. Börn
hennar eru Helena, f. 1963, og
Hjalti, f. 1969. 3) Atli, f. 1944,
kvæntur Lilju
Hönnu Baldursdótt-
ur, f. 1944. Börn
þeirra eru Ívar, f.
1965, Andrea Elín,
f. 1969, og Birkir, f.
1981. Barnabarna-
börnin eru orðin
tólf.
Tómasína átti sín
bernsku- og fullorð-
insár í Eyjum fram
til ársins 1991 að
hún flutti til
Reykjavíkur.
Fyrstu búskaparár-
in gætti hún bús og barna og tók
stundum börnin með sér í kaupa-
mennsku í sveit. Þegar börnin
komust á legg fór hún að vinna
utan heimilisins, framan af við
fiskvinnu og síðar sem ganga-
stúlka á Sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja. Síðustu tíu ár starfsævinnar
vann hún á pósthúsinu í Vest-
mannaeyjum við flokkun á pósti.
Tómasína verður jarðsungin í
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Það er óðum að hverfa það fólk
sem var mér svo mikils virði er ég
var að alast upp. Sína var stór hluti
af lífi mínu og fjölskyldu minnar.
Þær voru systkinadætur hún og
mamma og bestu vinkonur alla tíð.
Hún hélt mér undir skírn og lét
mig alla tíð njóta þess.
Það var alltaf svo spennandi að
fá jólapakkana frá Vestmannaeyj-
um, þar var alltaf eitthvað sem lítil
sveitastelpa hafði ekki látið sig
dreyma um að eignast eins og t.d
litla sýningavélin sem ég fékk einu
sinni. Henni fylgdu filmur og man
ég best eftir Prinsessunni á baun-
inni. Þetta er ein minnisstæðasta
jólagjöf sem ég hef fengið.
Þegar ég var fermd sá hún um
að velja kjólefni og snið og kaupa
allt annað sem með þurfti. Hún var
svo smekkleg og við treystum á
hana í einu og öllu.
Það var alltaf tilhlökkun þegar
Sína kom í heimsókn til okkar í
sveitina. Fyrst þegar ég man eftir
mér komu Edda eða Atli með
henni en svo seinna voru það
barnabörnin Helena og Hjalti sem
tóku við. Sínu fylgdi framandi og
ferskur blær, alltaf var líf og fjör í
kringum hana og hún hafði alltaf
frá svo mörgu skemmtilegu að
segja.
Hún sá okkur fyrir dönsku blöð-
unum sem sáust annars helst ekki í
sveitinni. Það varð til að við sveita-
börnin urðum læs á dönsku mjög
ung og tengdumst þar af leiðandi
umheiminum aðeins í gegnum blöð-
in hennar.
Sína var falleg kona. Hún var
dökk yfirlitum og alltaf svo smekk-
lega klædd . Hún vildi allt fyrir
aðra gera, hún var ákaflega rausn-
arleg og fengu margir að njóta
þess.
Ég bjó hjá henni í Vestmanna-
eyjum í nokkrar vikur er ég var
unglingur. Það var skemmtilegur
tími, Sína var mér afskaplega góð
og hún sýndi mér unglingnum mik-
inn skilning. Mér er minnisstæður
fallegi hvíti kjóllinn með bláu dopp-
unum sem hún saumaði og gaf
mér. Hann notaði ég mikið er ég
varð seinna skiptinemi í Ameríku
og meira að segja kom ég einu
sinni fram í honum í sjónvarpi.
Hún Sína varð aldrei gömul í
orðsins fyllstu merkingu. Hún var
bein í baki, bar sig vel og var alltaf
svo glæsileg . Það var ekki hægt að
ímynda sér að þarna væri kona
komin nálægt níræðu.
Síðast þegar ég hitti hana var
hún orðin mikið veik. Hún var
hress í anda en hafði grennst mik-
ið. Yfir henni var samt sama reisn-
in og áður.
Ég á Sínu svo margt að þakka
og minningarnar um hana eru fal-
legar.
Nú er hún horfin okkur í bili.
Innilegar samúðarkveðjur til
Eddu, Hreins, Atla og fjölskyld-
unnar.
Blessuð sé minning hennar.
Hrefna Jónsdóttir.
TÓMASÍNA
ELÍN OLSEN
✝ Hreinn Þor-valdsson fædd-
ist á Sauðárkróki
5. júní 1937. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Sauðár-
króks 17. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Þorvaldur Þor-
valdsson verslunar-
maður, f. 5. sept-
ember 1913, og
Hulda Jónsdóttir
húmóðir, f. 2. júní
1914, d. 9. janúar
1992. Hreinn átti tvær systur; al-
systur Erlu Gígju, f. 13. febrúar
1939, gift Jónasi Þór Pálssyni,
og hálfsystur, Sigurlaugu Öldu
og Orra Má, f. 20. júní 2005;
Eggert Þór, f. 13. ágúst 1983,
Hreinn Gunnar, f. 14. september
1989, Brynjar Örn, f. 13. mars
1997, og Ásgeir Fannar, f. 30.
október 1999. 3) Auður Sigríður,
f. 10. júlí 1963, gift Bjarna Má
Bjarnasyni, f. 1. september 1962.
Börn þeirra eru; Bjarni Þór, f.
13. september 1982, Gunnar
Ingi, f. 23. janúar 1987, Hákon
Már, f. 23. desember 1990, Garð-
ar Pálmi, f. 4. febrúar 1993, og
Óli Eðvald, f. 14. september
1998. 4) Halldís Hulda, f. 29.
mars 1977. Sambýlismaður Rún-
ar Þór Jónsson, f. 15. nóvember
1973. Börn þeirra eru; Jódís
Fjóla, f. 26. mars 2003, og Guð-
rún Lilja, f. 26. október 2005. 5)
Friðrik Hreinn, f. 10. júní 1981.
Unnusta hans er Ástrós Guð-
mundsdóttir, f. 16. mars 1984.
Útför Hreins verður gerð frá
Sauðárkrókskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Þorvaldsdóttur, f. 5.
janúar 1944, gift
Ólafi H. Arnarsyni.
Hreinn kvæntist
Guðrúnu Þ. Vagns-
dóttur 25. október
1960. Börn þeirra
eru: 1) Þorvaldur
Leifur, f. 26. febr-
úar 1957, kvæntur
Liz Hreinsson og
eiga þau einn son,
Erik, f. 2. nóvember
1993. 2) Birgir Örn,
f. 25. október 1961,
fráskilinn. Börn
hans eru Svavar Atli, f. 1. maí
1980, sambýliskona Kolbrún
Passaro, f. 4. febrúar 1980, og
eiga þau tvíburana Veigar Örn
Elsku Hreinsi.
Þá er komið að kveðjustund, svo
allt of fljótt. Síðustu mánuðir og
þessar síðustu vikur voru þér erf-
iðar, en þú stóðst þig eins og hetja
og kvartaðir aldrei, gerðir að gamni
þínu ef þér leið aðeins betur.
Ég kveð þig með sárum söknuði
kæri bróðir og með þakklæti fyrir
allt.
Innilegustu samúðarkveðjur til
fjölskyldu þinnar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín systir
Erla Gígja.
Hreinn Þorvaldsson er allur. Eft-
ir að hann hafði yfirunnið önnur
sjúkdómsáföll á undanförnum miss-
erum vonuðu margir innst inni að
honum tækist að vinna sigur á
krabbameininu líka, en sú veika
von brást.
Hreinn Þorvaldsson vann mest-
alla sína starfsævi við akstur bif-
reiða og einkum stórra vöruflutn-
ingabifreiða af ýmsu tagi. Það varð
snemma ljóst að hann var afar lag-
tækur bifreiðastjóri, sem samhliða
snyrtimennsku og einstaklega góðu
viðmóti gerði hann að eftirsóttum
starfsmanni. Meðal annars stundaði
hann um árabil akstur langflutn-
ingabifreiða og á þeim árum var sú
atvinna með allmikið öðrum hætti
en nú tíðkast. Oft var vinnudag-
urinn langur og matmáls- og hvíld-
artímar stopulir, en þó var ekki
slegið slöku við fyrr en áfangastað
var náð. Um tíma gerði Hreinn út
eigin vörubifreið en síðustu starfs-
árin vann hann við akstur mjólk-
urtankbifreiða hjá Mjólkursamlagi
KS á Sauðárkróki og í því starfi
nutu sín vel eðliskostir hans,
snyrtimennska, lagvirkni og gott
viðmót við samstarfsfólk, bændur
og búalið. – Hreinn Þorvaldsson
var glæsimenni á velli, líkt og Þor-
valdur faðir hans, í hærra með-
allagi á vöxt, liðlega vaxinn og
beinn í baki, svipurinn einarður og
stutt í brosið alla jafna. Vinir og
samstarfsmenn sakna nú glaðlegs
viðmóts hans og græskulausra
gamanyrða á vör.
Eftirlifandi eiginkonu hans,
börnum þeirra, tengdabörnum og
barnabörnum og ekki síst öldruðum
föður hans er vottuð innileg samúð.
Guðbrandur Þorkell.
HREINN
ÞORVALDSSON
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður
og barnabarns,
SVAVARS GUÐBJÖRNS SVAVARSSONAR,
Vatnsstíg 21,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 13G og 11B Land-
spítala, Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins
og Lögreglunnar í Reykjavík.
Jónína G. Garðarsdóttir, Svavar Svavarsson,
Helga J. Svavarsdóttir, Hallgrímur S. Sveinsson,
Garðar Á. Svavarsson, Aldís A. Sigurjónsdóttir,
Þórunn H. Svavarsdóttir Poulsen, Kjartan J. Bjarnason,
Björg Jónsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BRYNDÍS SIGRÚN KARLSDÓTTIR,
áður til heimilis í
Brekkugötu 29,
Akureyri,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli aðfaranótt
föstudagsins 17. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 28. febrúar kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Vinahöndina, félag aðstand-
enda vistmanna í Seli. Minningarkort fást í Seli og Pennanum Akureyri.
Björg Þór Þórsdóttir,
Júlía Þórsdóttir,
Friðrik Baldur Þórsson, Borghildur Ólafsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
föður okkar, tengdaföður og afa,
ERLENDS STEINARS ÓLAFSSONAR,
Miðtúni 46,
Reykjavík.
Sólveig Erlendsdóttir, Sveinn H. Skúlason,
Gísli J. Erlendsson, Kirsten Erlendsson
og barnabörn.
15% afsláttur af öllum
legsteinum og
fylgihlutum
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566
www.englasteinar.is