Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 53 Veiði Veiðiferðir til Grænlands Stangveiði Hreindýraveiði Sauðnautaveiði Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar, sími 511 1515. www.gjtravel.is Vélar & tæki Flísasagir í miklu úrvali frá 6.900. Mikið úrval af Einhell flísa- sögum ásamt flísaskerum & bor- um, góð gæði á góðu verði. Verk- færasalan ehf., sími 568 6899, Síðumúla 11, 108 Reykjavík. Bátar Alternatorar og startarar í vörub., rútur, vinnuv., bátav. á lager og hraðsendingar. 40 ára reynsla. Valeo-umboðið, Bílaraf, Auðbrekku 20, sími 564 0400. Bílar Subaru Impreza GX 2000 árg. '01, ek. 55.000 km. Sjálfskiptur, dráttarkúla, skyggðar rúður, spoiler, álfelgur og a/c. Tilboð óskast. Uppl. í síma 897 4073. Opel Vectra GL árg. '95, ek. 130 þús. km, til sölu. Dökkgrænn, sjálfskiptur og skoðaður '07. 2L vél og með dráttarkúlu. Verð 160 þúsund krónur. Upplýsingar í síma 663 3770. Mitsubishi Lancer '92 til sölu. Ekinn 223 þ. km. Ný nagladekk. Verðhugmynd 100 þús. eða skipti upp í enduró hjól. S. 865 5497. Mazda 626 árg. '92, skoðaður '07. Ný tímareim og fleira nýtt. Upplýsingar í síma 866 0021. Fiat Bravo GT árg. '99 til sölu Ek. 97 þ., þjófavörn, 3 gangar af felgum á dekkjum, filmur í rúðum. Ný tímareim. Upplýsingar í síma 867 6916. Eðalvagn - SAAB 9-5 árg. '03. Verð 1.650 þ. Vel búinn, m.a. leður, cruise control, álfelgur, Harman Kardon „hljómleikahöll“, aðgerðarstýri, handfrjáls búnaður o.fl. Bsk., snarpur & eyðslugrann- ur. S. 893 1751. Árg. '99, ek. 290 þús. km. M. Bens 2643 LS 99 og sturtuvagn frá Sigga. Uppl. í s. 892 0034. Árg. '00, ek. 105 þús. km. Tilboð ... Mercedes Benz ML320. Topp- bíll. Innfluttur nýr af umboði, einn eigandi frá upphafi. Bíllinn er í ábyrgð næsta hálfa árið á allt viðhald. Sími 867 1120. Jeppar Ford Explorer XLT Sport árg. 07/ 04. Ek. 25 þ. km. Sem nýr. Blár/ grár tvílitur. Með öllum auka- búnaði, DVD o.fl. o.fl. Verð 3.850 þ. Tilboð 3.400 þ. stgr. Sími 820 6923/568 1188. Ford Escape LTD árgerð 2005. Ekinn 24 þús. km. Grásans, bakk- skynjari, hiti í sætum, leður- áklæði, glertopplúga, hraðastillir, dráttarbeisli o.fl. Verð 2.850 þús. Uppl. í síma 896 2362. Hjólbarðar Vetrardekk 235/75R15 (á Akur- eyri) 4 st. Good Year Ultra Grip vetrardekk, st. 235/75R15, mjög lítið notuð, allir naglar heilir. Verð 28.000 kr. Uppl. í s. 822 7900 eða halli@naturalis.is. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Húsbílar Til sölu Nissan árg. '99 Ekinn 57 þúsund km, tvöföld dekk og afturhjóladrif, einn með öllu, skipti möguleg á nýju eða nýlegu hjólhýsi. Upplýsingar í síma 892 2866. Varahlutir Varahlutir ehf Smiðjuvegur 4 A Sími 587-1280 LAND-ROVER EIGENDUR Varahlutaþjónustan ykkar er flutt á Smiðjuveg 4 A (græn gata) í Kópavogi Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar augl@mbl.is ÍSLAND fékk einn Norðurlanda- meistaratitil í hús á Norðurlanda- mótinu í skólaskák sem lauk fyrir skömmu í Espoo í Finnlandi. Hjörv- ar Steinn Grétarsson (2.046) landaði þeim titli með því að fá fimm vinn- inga af 6 mögulegum í d-flokki en þar kepptu þeir sem fæddir voru ár- in 1993–1994. Hjörvar hóf keppnina af miklum krafti og vann fyrstu þrjár skákir sínar. Í fjórðu umferð mætti hann ein- um af sínum hættulegustu keppi- nautum, Nils Grandeilius (2.035) frá Svíþjóð. Sá sænski hafði tvo og hálfan vinning fyrir skákina og stýrði hvítu mönnunum í eftirfar- andi skák. Hvítt: Nils Grandelius Svart: Hjörvar Steinn Grétarsson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 h6 9. Rxc6 bxc6 10. Bf4 d5 11. De3 Da5 12. Kb1?! Í Richter-Rauzer afbrigðinu í Sikileyjarvörn er mikilvægt að hafa byrjunina alveg á hreinu þar eð minnsta ónákvæmni geta leitt menn í ógöngur. Textaleikurinn er slakur þar eð hann gefur svörtum kost á að komast í betra endatafl. 12. Be2 hefði verið betra þar sem þá hefði verið hægt að svara 12. … Bb4 með 13. Be5. 12. … Bb4 13. exd5 cxd5 14. f3 Bxc3 15. Dxc3 Dxc3 16. bxc3 Bb7 Þó að hvítur hafi biskupaparið stendur svartur betur að vígi þar sem peðastaðan hans er heilbrigð- ari. 17. Ka1 0-0 18. c4 Hfc8 19. Hb1 Bc6 20. Be5 dxc4 21. Bxc4 Svörtum gefst nú kostur á smá- fléttu sem hvítur bregst ekki rétt við. 21. … Bxf3! 22. Bb3? Nærtækara hefði verið að reyna 22. Bxe6 þó að svartur stæði þá að- eins betur að vígi. Eftir textaleikinn hefur hvítur ekki nægar bætur fyrir peðið. 22. … Be4 23. Kb2 Rd7 24. Bc3 Hab8 25. Hhe1 Bg6 26. Hbd1 Rc5 27. Hd4 Hb7 28. Hc4 Hbc7 29. He3 Re4 30. Hxc7 Hxc7 31. Bd4 Hc6 32. c3 Rd6 33. He5 Rb5 34. Bc5 Hc8 35. Bb4 Hd8 36. a4 Rd6 37. Ha5 Bd3 38. Hc5 Hc8 39. Hxc8+ Rxc8 40. Bc5 g5! 41. Kc1?! Hvítur varð að reyna c4, Kb2-c3 og svo a4-a5 og Bb3-Ba4. Nú tekst svörtum að virkja stöðu sína án of mikillar fyrirhafnar. 41. … Kg7 42. Kd2 Be4 43. Bc4 Bb7 44. g4 Kf6 45. Bf8 Rb6 46. Bb3 46. … Rd7! 47. Bd6 Svartur hefði unnið mann eftir 47. Bxh6 Kg6. 47. … Re5 48. c4 Rxg4 49. c5 e5 50. a5 Rxh2 51. Ba4 Ke6 52. Bf8 Rf3+ 53. Ke3 Rd4 54. Bxh6 Rf5+ 55. Kd3 Rxh6 56. c6 Bc8 57. Kc4 Kd6 og hvítur gafst upp. Þessi mikilvægur sigur Hjörvars þýddi að jafntefli í næstsíðustu um- ferð tryggði honum titilinn fyrir lokaumferðina. Þetta er í annað skiptið sem hinn ungi félagi í Tafl- félaginu Helli verður Norðurlanda- meistari og verður spennandi að sjá hvernig honum muni vegna á öðrum mótum ársins. Evrópumeistaramótið í hraðskák Íslensku stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhalls- son tóku ásamt Magnúsi Kristins- syni þátt í Evrópumeistaramótinu í hraðskák sem fram fór í Cannes í Frakklandi dagana 18.–19. febrúar. Fyrri daginn voru tefldar 12 um- ferðir í risastóru opnu móti og svo tólf umferðir til viðbótar næsta dag. Þeir skákmenn sem voru á meðal þeirra 32 efstu tryggðu sér rétt til að taka þátt í A-úrslitum en þau fóru fram á hina fræga sviði í höllinni í Cannes þar sem verðlaun eru afhent í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni. Framan af voru góðar líkur á að Þresti tækist að tryggja sér sæti í A-úrslitunum en honum fataðist flugið í lokaumferðunum á meðan allt gekk í haginn hjá Helga. Þetta þýddi að Helgi fékk tækifæri að tefla við marga af sterkustu skák- mönnum Evrópu og fékk hann 4 vinninga af 12 mögulegum en króat- íski stórmeistarinn Robert Zelcic (2.514) varð hlutskarpastur með 9½ vinning en næstir á eftir honum voru ofurstórmeistararnir Laurent Fressinet (2.625), Mladen Palac (2.561), Vladislav Tkachiev (2.642) og Christian Bauer (2.627) með 8 vinninga. Félagarnir Jan Timman (2.630) og Ivan Sokolov (2.689) náðu sér ekki á strik í úrslitunum og end- uðu um miðjan hóp keppenda. Leko í stuði Eftir dapurt gengi um nokkurt skeið hefur ungverski stórmeistar- inn Peter Leko náð sér vel á strik á ofurmótinu Morelia/Linares sem fram fer þessa dagana. Hann hefur teflt vel og unnið góða sigra á Iv- ansjúk, Vallejo og Radjabov. Heims- meistarinn Veselin Topalov hefur verið ófarsæll í sínum skákum á mótinu og tapað fyrir Svidler og Radjabov. Staðan að loknum fimm umferð- um er annars þessi: 1. Peter Leko (2.740) 4 vinninga af 5 mögulegum 2. Peter Svidler (2.765) 3½ v. 3. Levon Aronjan (2.752) 3 v. 4.–7. Vassily Ivansjúk (2.729), Etienne Bacrot (2.717), Veselin Topalov (2.801) og Teimour Radjabov (2.700) 2 v. 8. Francisco Vallejo Pons (2.650) 1½ v. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu þess, http:// www.marca.es/. Hjörvar Steinn Norðurlandameistari Helgi Áss Grétarsson SKÁK Espoo í Finnlandi NORÐURLANDAMÓT Í SKÓLASKÁK 17.–19. febrúar 2006 Hjörvar Steinn Grétarsson fyrir miðju ásamt öðrum verðlaunahöfum. daggi@internet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.