Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 63
M YKKUR HENTAR ****
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
F
U
N
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
ÞEGAR RÖÐIN
KEMUR AÐ ÞÉR
ÞÁ FLÝRÐU EKKI
DAUÐANN
Sýnd kl. 2 og 4 Ísl. tal - B.i. 10 ára
eee
DÖJ – kvikmyndir.com
eee
VJV Topp5.is
Sýnd kl. 10
6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
eee
Kvikmyndir.com
eee
Rolling Stone
eee
Topp5.is
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
EIN ATHYGLISVERÐASTA
MYND ÁRSINS
ÞEIR BUÐU STJÓRNVÖLDUM BYRGINN,
AÐEINS MEÐ SANNLEIKANN AÐ VOPNI
6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNAÞ.á.m. besta mynd, besti leikstjóri og besti leikari
Margverðlaunuð gæðamynd frá leikstjóranum
George Clooney sem hlotið hefur einróma lof
gagnrýnenda um allan heim.
Sýnd kl.
2 - ísl. talSími - 551 9000
SEXÍ, STÓRHÆTTULEG OG ÓSTÖÐVANDI
FÓR BEINT Á TOPPINN
Í BANDARÍKJUNUM!
Epískt meistarverk frá Ang Lee
eeeee
L.I.B. - Topp5.is
CAPOTE kl. 3, 5.50, 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
TRANSAMERICA kl. 3, 5.45, 8 og 10.15 B.I. 14 ÁRA
WALK THE LINE kl. 3, 6 og 9 B.I. 12 ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 3, 6 og 9 B.I. 12 ÁRA
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8
Óþekkustu börn í
heimi hafa fengið
nýja barnfóstru sem
er ekki öll þar sem
hún er séð.
TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SVAKALEGUR
SPENNUTRYLLIR
400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU
eeee
Topp5.is
eee
kvikmyndir.com
eee
A.B. Blaðið eeeeS.K. / DV
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 63
HÁDRAMATÍK, ósannfærandi
persónur og þaninn söguþráður
hefur oftar en ekki verið akkiles-
arhæll íslenskra bíómynda. Það
vantar vissulega ekki dramatíkina í
Blóðbönd Árna Ólafs Ásgeirssonar,
en hún heldur sig við jörðina, per-
sónurnar venjulegt fólk sem á í erf-
iðleikum með að glíma við áföll sem
koma eins og þruma úr heiðskíru
lofti.
Á sama máta er niðurstaðan á
ámóta raunsæislegum nótum, fyr-
irgefning syndanna og persónurnar
vona að tíminn græði sárin.
Myndin skannar hluta af reyk-
vísku sumri. Aðalpersónurnar,
hjónin Pétur (Hilmar Jónsson) og
Ásta (Margrét Vilhjálmsdóttir), eru
ástfangin og hamingjusöm. Hann er
læknir og þau hafa komið sér vel
fyrir í einbýlishúsi ásamt Erni (Ar-
on Brink), 9 ára syni sínum. Mynd-
in hefst á afmælisdegi Ástu, sem
komin er langt á leið, og Pétur
kaupir óvænt ferð til Dóminíska
lýðveldisins, „áður en bleyjuþvott-
urinn byrjar“.
Það leikur allt í lyndi þegar reið-
arslagið ríður yfir. Það líður yfir
Örn í fótboltaleik, hann er um-
svifalaust fluttur í rannsókn og
ógnvænlegur sannleikur kemur í
ljós. Samkvæmt blóðprufum getur
Pétur ekki verið faðir drengsins.
Fátt er um skýr svör, Pétur flytur
að heiman og sest að á hóteli en fer
síðan að lúlla hjá Önnu (Laufey
Elíasdóttir), ritaranum sínum.
Skilnaðarpappírar eru útbúnir.
Hliðarsaga segir af Berki (Ólafur
Darri Ólafsson) og Lilju kærust-
unni hans (Elma Lísa Gunn-
arsdóttir), sem jafnframt er systir
Péturs.
„Það eina sem skiptir máli er ást
og traust,“ segir Pétur þegar
myndin er að fara af stað og allt er
í sómanum. Síðan kemur sársauk-
inn, grimmur og óvæginn. Pétur
orðar það svo við Börk vin sinn:
Allt í einu er allt öðruvísi en maður
hélt að það væri.
Hvernig bregst fólk við stóráföll-
um? Það er auðvelt að furða sig á
því að Ásta skuli ekki fyrir lifandis
löngu vera búin að segja Pétri
hvernig liggur í hlutunum. Eins er
lítill vandi að hneykslast á við-
brögðum læknisins því þau eru ekki
í samræmi við það sem maður
reiknar með af þroskuðum, vel
menntuðum og að því er virðist í
flesta staði vel gerðum manni.
Blöðbönd gefur engin ákveðin
svör heldur lætur hún reyna á
skilning og innsæi kvikmynda-
húsgesta og styrkur myndarinnar
felst fyrst og fremst í því að hún
krefst svara og þess að áhorfandinn
taki persónulega afstöðu. Hvað tek-
urðu til ráðs undir óvæntum kring-
umstæðum sem ógna öllu sem þér
er kærast? Svari nú hver fyrir sig.
Eftir að Blóðbönd hefur gerjast í
huganum verða viðbrögð hjónanna
sífellt ásættanlegri og trúverðugri.
Við erum ekki fullkomin, flestir
þurfa að dröslast með sinn vel falda
ruslapoka en geta hæglega lent í að
einhver komist í innihaldið.
Blóðbönd er ekki fullkomlega án
lausu endanna sem einkum snerta
Arnar og Anna er yfirgefin í tals-
verðum flýti. Blóðbönd er heldur
ekkert að gefa sig út fyrir að koma
með patentlausnir á vandamálum
mannkynsins en skellir áhorfand-
anum í martraðarkenndar kring-
umstæður og fær hann til að glíma
við Gordíonshnúta sem enginn er
tryggður fyrir í henni veröld.
Blóðbönd er athyglisverð mynd
og magnað fyrsta verk frá hendi
Árna Ólafs og handritshöfundanna,
sem fara gætilega með brothætt
efni og skila því í knöppu, mjög vel
viðunandi ástandi á leiðarenda.
Leikurinn er á sömu nótum, hreinn
og traustur, ekki síst hjá Hilmari
og Margréti. Hilmar er feikilega
sterkur, er meira og minna í mynd
í erfiðu og fámálu hlutverki og
verður að tjá sig með svipbrigðum.
Aðrir leikarar standa sig yfir höf-
uð vel, eru rétt valdir og samvinna
þeirra og leikstjórans öguð og ár-
angursrík. Tónlistin sparsöm en
markviss, lítið, fallegt og tregafullt
stef er gegnumgangandi og sam-
samast sögunni lipurlega. Klipping
og taka er einkar fagmannleg en
hljóðið er örlítið loðið á köflum.
Í það heila tekið er Blóðbönd hóf-
stillt og raunsæ mannlífssaga, sögð
af trúverðugu tilgerðarleysi og út-
koman besta íslenska myndin frá
tímum Nóa albínóa.
„Blóðbönd er athyglisverð mynd og magnað fyrsta langa verk frá hendi Árna Ólafs og handritshöfundanna, sem
fara gætilega með brothætt efni og skila því í knöppu, mjög vel viðunandi ástandi á leiðarenda,“ segir m.a. í dómi.
KVIKMYNDIR
Hákólabíó, Sambíóin Reykjavík,
Keflavík og Akureyri
Leikstjóri: Árni Ólafur Ásgeirsson. Hand-
rit: Árni Ólafur Ásgeirsson, Jón Atli Jón-
asson, Denijal Hasanovic. Kvikmynda-
tökustjóri: Helgi Sverrisson. Tónlist:
Jóhann Jóhannsson. Hljóð: Gunnar Árna-
son. Leikmynd: Marta Luiza, Marinó Sig-
urðsson. Aðalleikendur: Hilmar Jónsson,
Margrét Vilhjálmsdóttir, Laufey Elías-
dóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Elma Lísa
Gunnarsdóttir o.fl. Framleiðamdi: Snorri
Þórisson. 90 mín. Pegasus. Ísland 2006.
Blóðbönd Sæbjörn Valdimarsson
Síðan kemur sársaukinn