Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 29 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR Hér er búið að vera mikið fjörí dag, enda er þessi sýninghápunkturinn á þemadög- unum okkar og foreldrarnir fá að koma og sjá afraksturinn,“ segir Júlíana Hauksdóttir, deildarstjóri og kennari í Hamraskóla, þar sem hún gengur með blaðamanni um ganga skólans þar sem taktföst tón- list frá Afríku ómar og veggirnir eru fagurlega skreyttir grímum, myndum og ýmsu fleiru sem nem- endur hafa búið til á þemadögum skólans þar sem viðfangsefnið var Afríka. „Við erum alltaf með þrjá þema- daga á hverju skólaári þar sem eitt- hvað ákveðið er tekið fyrir og til- gangurinn er fyrst og fremst sá að brjóta upp skólastarfið, hvíla sig á kennslu, hafa gaman og velja skemmtileg verkefni. Afríka býður upp á fullt af skemmtilegum hlutum til að föndra og búa til, eins og grímur, trommur og skartgripi.“ Afrískur dans og trommuleikur Nemendur í fyrsta til fjórða bekk bjuggu til dæmis til mörg og ólík „kabúlana“ úr lérefti eins og fólk í Afríku klæðist og vefur um sig líkt og pilsi, og þau teiknuðu myndir á léreftið. Krakkarnir í Hamraskóla fengu líka á þemadögunum að fræð- ast um afríska fótboltamenn og bökuðu afrískar sesamkökur, svo fátt eitt sé nefnt. Svo vel vill til að starfsmaður ÍTR, sem er með krökkunum í frístundum í skól- anum, er frá Afríku og hann kom með afríska tónlist og myndband til að kynna fyrir þeim. Einnig benti hann á afríska dansara og trommu- leikara sem fengnir voru til að koma í heimsókn í skólann og dansa og spila á trommur fyrir nemendur. Þegar vetrarfríinu lýkur verður þemadögunum í Hamraskóla fylgt eftir með fræðslu um Afríku og þá læra krakkarnir fjölmargt sem tengist þeirri heimsálfu.  SKÓLI | Krakkarnir í Hamraskóla kynntu sér hina ævintýralegu heimsálfu Afríku Litrík og heillandi heimsálfa Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Krakkarnir í Hamraskóla gerðu stóra veggmynd með dýrunum í Afríku. Katrín Hannesdóttir og Stefanía Rós Karlsdóttir voru stoltar af tromm- unni sem þær bjuggu til saman en þeim fannst grímugerðin samt skemmtilegust. Þær sögðust kannski ætla að heimsækja Afríku einn góðan veðurdag. Þessi stúlka dáðist að afrísku skart- gripunum sem voru fjölbreytilegir. HÓFDRYKKJUFÓLK, sem af og til drekkur of mikið, endar oftar á skurðdeildum sjúkrahúsa en þeir sem drekka mikið að staðaldri. Svissnesk rannsókn hefur leitt þetta í ljós, en frá henni er m.a. greint í Göteborgs Posten. Niðurstöðurnar eiga bæði við karla og konur en 8.700 sjúklingar háskólasjúkrahússins í Lausanne voru rannsakaðir á átján mánaða tímabili. Sjúklingarnir komu fyrst á bráðamóttöku, en síðar á tímabilinu lentu þeir í skurðaðgerð vegna drykkjuvenja. Áfengisneysla sjúklinganna var skoðuð; hve oft þeir drukku mikið magn áfengis og hversu mikið alkó- hól þeir höfðu innbyrt áður en þeir lentu á sjúkrahúsinu. Í mestri hættu voru þeir, sem höfðu drukkið mest alkóhól sólarhringinn áður en þeir lentu á sjúkrahúsi, en voru að öðru leyti hófdrykkjumenn. Forsvarsmenn rannsóknarinnar telja hana staðfesta að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að fólk verði ofurölvi þegar það fer út á lífið. Þessar aðgerðir eru m.a. að:  Fjölga áfengismælingum hjá ökumönnum.  Hætta að selja mjög ölvuðu fólki drykki á barnum.  Sleppa því að bjóða upp á „happy hour“, þ.e. ákveðið tímabil þar sem drykkir eru ódýrari en venjulega.  Banna drykkjukeppnir á bör- um. Hófdrykkju- fólk líklegra til að lenda á spítala  HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.