Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 29

Morgunblaðið - 25.02.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 29 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR Hér er búið að vera mikið fjörí dag, enda er þessi sýninghápunkturinn á þemadög- unum okkar og foreldrarnir fá að koma og sjá afraksturinn,“ segir Júlíana Hauksdóttir, deildarstjóri og kennari í Hamraskóla, þar sem hún gengur með blaðamanni um ganga skólans þar sem taktföst tón- list frá Afríku ómar og veggirnir eru fagurlega skreyttir grímum, myndum og ýmsu fleiru sem nem- endur hafa búið til á þemadögum skólans þar sem viðfangsefnið var Afríka. „Við erum alltaf með þrjá þema- daga á hverju skólaári þar sem eitt- hvað ákveðið er tekið fyrir og til- gangurinn er fyrst og fremst sá að brjóta upp skólastarfið, hvíla sig á kennslu, hafa gaman og velja skemmtileg verkefni. Afríka býður upp á fullt af skemmtilegum hlutum til að föndra og búa til, eins og grímur, trommur og skartgripi.“ Afrískur dans og trommuleikur Nemendur í fyrsta til fjórða bekk bjuggu til dæmis til mörg og ólík „kabúlana“ úr lérefti eins og fólk í Afríku klæðist og vefur um sig líkt og pilsi, og þau teiknuðu myndir á léreftið. Krakkarnir í Hamraskóla fengu líka á þemadögunum að fræð- ast um afríska fótboltamenn og bökuðu afrískar sesamkökur, svo fátt eitt sé nefnt. Svo vel vill til að starfsmaður ÍTR, sem er með krökkunum í frístundum í skól- anum, er frá Afríku og hann kom með afríska tónlist og myndband til að kynna fyrir þeim. Einnig benti hann á afríska dansara og trommu- leikara sem fengnir voru til að koma í heimsókn í skólann og dansa og spila á trommur fyrir nemendur. Þegar vetrarfríinu lýkur verður þemadögunum í Hamraskóla fylgt eftir með fræðslu um Afríku og þá læra krakkarnir fjölmargt sem tengist þeirri heimsálfu.  SKÓLI | Krakkarnir í Hamraskóla kynntu sér hina ævintýralegu heimsálfu Afríku Litrík og heillandi heimsálfa Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Krakkarnir í Hamraskóla gerðu stóra veggmynd með dýrunum í Afríku. Katrín Hannesdóttir og Stefanía Rós Karlsdóttir voru stoltar af tromm- unni sem þær bjuggu til saman en þeim fannst grímugerðin samt skemmtilegust. Þær sögðust kannski ætla að heimsækja Afríku einn góðan veðurdag. Þessi stúlka dáðist að afrísku skart- gripunum sem voru fjölbreytilegir. HÓFDRYKKJUFÓLK, sem af og til drekkur of mikið, endar oftar á skurðdeildum sjúkrahúsa en þeir sem drekka mikið að staðaldri. Svissnesk rannsókn hefur leitt þetta í ljós, en frá henni er m.a. greint í Göteborgs Posten. Niðurstöðurnar eiga bæði við karla og konur en 8.700 sjúklingar háskólasjúkrahússins í Lausanne voru rannsakaðir á átján mánaða tímabili. Sjúklingarnir komu fyrst á bráðamóttöku, en síðar á tímabilinu lentu þeir í skurðaðgerð vegna drykkjuvenja. Áfengisneysla sjúklinganna var skoðuð; hve oft þeir drukku mikið magn áfengis og hversu mikið alkó- hól þeir höfðu innbyrt áður en þeir lentu á sjúkrahúsinu. Í mestri hættu voru þeir, sem höfðu drukkið mest alkóhól sólarhringinn áður en þeir lentu á sjúkrahúsi, en voru að öðru leyti hófdrykkjumenn. Forsvarsmenn rannsóknarinnar telja hana staðfesta að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að fólk verði ofurölvi þegar það fer út á lífið. Þessar aðgerðir eru m.a. að:  Fjölga áfengismælingum hjá ökumönnum.  Hætta að selja mjög ölvuðu fólki drykki á barnum.  Sleppa því að bjóða upp á „happy hour“, þ.e. ákveðið tímabil þar sem drykkir eru ódýrari en venjulega.  Banna drykkjukeppnir á bör- um. Hófdrykkju- fólk líklegra til að lenda á spítala  HEILSA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.