Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hugsanlegt er að eitthvað sem fjöl-
skyldumeðlimir gera geti valdið hrútn-
um áhyggjum eða pirri hann. Afsakanir
heyrast áður en dagur er á enda og
þannig greiðist úr flækjunum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Júpíter elskar að freista manns og
stríða. Temdu þér eina eða tvær brellur
sem þú getur notað til að koma í veg
fyrir ofát eða ofeyðslu. Einhver í
óvenjulegu starfi færir þér heppni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Allir þurfa á einhverjum að halda og
þessi einhver sem hér um ræðir virðist
límdur við tvíburann þessa dagana.
Hann er ekki hrifin af því, en þetta líð-
ur hjá. Þolinmæði er lykillinn.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ef maður stoppar og spyr sig hvort
maður geti gert eitthvað eða ekki, er
hætta á að tækifærið glatist. Segðu ég
geri það og þá er það ákveðið. Þú lærir
það sem þú þarft á leiðinni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Einfaldaðu hlutina svo þú getir hvílt
þig. Það er of auðvelt að láta hlutina
sem eiga að auðvelda þér hneppa þig í
fjötra – tölvur, sjálfvirka þjónustu og
svo framvegis. Ekki bæta við nýrri
tækni eða starfsfólki í bili.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Peningar eru tilfinningamál. Reyndu
að forðast að tala um þá í dag, ef hægt
er. Einbeittu þér að því að laða fram
þægindi og öryggi sem ekki kostar pen-
inga.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Taktu við taumunum í ótilgreindu verk-
efni sem þú hafðir hugsað þér að láta
öðrum eftir. Þetta umrædda verkefni
þarfnast þinnar athygli. Þú nýtur góðs
af því að hafa gert það vel.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Fólk bregst við þér á tiltekinn hátt því
þú ert aðlaðandi. Taktu eftir því og
njóttu meðfæddrar aðlöðunargetu
sporðdrekans. En gættu þess að leika
þér ekki að valdinu sem þú hefur.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Velgengnin veltur á getu þinni til að
brosa framan í erfiðleikana. Vertu þess
fullviss, innst inni, að allt er í lagi, þó að
svo virðist sem stormur sé í aðsigi.
Hann gengur fljótt niður.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin er í þeirri stöðu að velja lið
fyrir tiltekið verkefni. Nýttu þér með-
fædda hæfileika annarra. Með öðrum
orðum, hvers vegna að eyða tímanum í
að kenna þínu liði að vera eins og gott
fólk, þegar þú getur byggt það upp með
góðu fólki?
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn finnur sig knúinn til þess
að vinna bug á sínum verstu ósiðum.
Það gerir hann best með skapandi og
frumlegri nálgun. Notaðu lagni, ekki
alefli.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn þarf að segja nei. Losaðu þig
við skuldbindingar. Himintunglin leiða
í ljós að takmarkið er óhugsandi, nema
þú einbeitir þér að því af fullum krafti
og með brjálæðislegri staðfestu.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Tunglið fer í vatnsbera og
lífgar upp á félagslíf helg-
arinnar. Þegar tungl er í
fiskum fer best á því að fá sér næringu og
upplyftingu fyrir andann. Mæltu þér mót
við vini til þes að halda upp á afmæli,
hjálpa einhverjum sem er hjálparþurfi,
syngja, dansa eða biðja. Því betra sem
samband þitt er við aðra, því betur líður
þér.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 höfuðfata, 4
skýla, 7 fangbrögð, 8
bræðingur, 9 elska, 11
hluta, 13 espi, 14 kjánar,
15 kauptún, 17 labb, 20
beita, 22 ákveðin, 23 ilm-
ur, 24 þula, 25 mikið
magn.
Lóðrétt | 1 aðstoð, 2 álít-
ur, 3 alda, 4 skipalægi, 5
íshúð, 6 þátttakandi, 10
ógeðsleg, 12 skaði, 13
bókstafur, 15 áræðir, 16
tölum, 18 illum, 19 naga,
20 svara, 21 snaga.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 renningur, 8 efsti, 9 tyrta, 10 til, 11 trana, 13
aftan, 15 staur, 18 stíll, 21 inn, 22 mótið, 23 úrtak, 24
ritlingar.
Lóðrétt: 2 elska, 3 neita, 4 netla, 5 umrót, 6 heit, 7 garn,
12 níu, 14 fót, 15 sómi, 16 aftri, 17 riðil, 18 snúin, 19
ístra, 20 loka.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Tónlist
Hallgrímskirkja | Megas flytur Passíu-
sálma Hallgríms Péturssonar ásamt
Kammerkór Biskupstungna og tónlist-
armönnum kl. 17. Stjórnandi er Hilmar Örn
Agnarsson. Einnig verða flutt ádeilukvæði
eftir Hallgrím og tveir sálmar eftir
Matthías Jochumsson. Miðaverð 2.000
kr./1.500 kr.
Myndlist
101 gallery | Ásmundur Ásmundsson. Til
25. feb.
Art-Iceland | Arnór G. Bieltvedt með sýn-
ingu til 4. mars.
Aurum | Esther Ýr Steinarsdóttir sýnir
ljósmynd að nafni Ásta sem er hluti af
myndaseríunni Vinir. Til 3. mars. Opið
mán.–fös. kl. 10–18 og lau. kl. 11–16.
Energia | Erla M. Alexandersdóttir sýnir
akríl- og olíumálverk. Út febrúar.
Gallerí Dvergur | Hanna Christel Sig-
urkarlsdóttir sýnir verkið Innar.
Gallerí + Akureyri | Hlynur Hallsson – Aft-
ur – Wieder – Again til 5. mars. Opið kl. 14–
17 um helgar.
Gallerí Fold | Sveinbjörg Hallgrímsdóttir
sýnir handþrykktar tréristur í Baksalnum.
Til 12. mars.
Gallerí Gyllinhæð | Ingvar Högni – Undir
áhrifum – út febrúar.
Gallerí Úlfur | Myndlistarsýning Ásgeirs
Lárussonar stendur til 2. mars og er opin
frá kl. 14–18 virka daga. Næstu helgi verð-
ur sýningin opin frá kl. 14–17
Grafíksafn Íslands | Magdalena Margrét
Kjartansdóttir – Konur í 20 ár. Til 5. mars.
Opið föst.–sun. kl. 14–18.
Handverk og hönnun | Sýningin Auður
Austurlands í tengslum við Vetrarhátíð í
Reykjavík. Á sýningunni eru fjölbreyttir
munir unnir úr hráefni sem tengist Aust-
urlandi þ.e. lerki, líparíti og hrein-
dýraskinni, horni og beini.
Hrafnista, Hafnarfirði | Sjö málarar frá
Félagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í
Menningarsal til 21. mars.
i8 | Sýningin Fiskidrama samanstendur af
myndbandi, skúlptúr og teikningum. i8 er
opið miðvikudaga–föstudaga frá kl. 11–17
og laugardaga frá kl. 13–17.
Jónas Viðar Gallerí | Stefán Jónsson sýn-
ir höggmyndir til 26. febrúar. Opið föstu-
daga og laugardaga frá kl. 13–18.
Kaffi Mílanó | Erla Magna Alexand-
ersdóttir sýnir olíu- og akrílmyndir út febr-
úar. Sigurbjörg er með myndlistarsýningu
á Kaffi Mílanó. Olía á striga, hestar o.fl.
Karólína Restaurant | Óli G. með sýn-
inguna Týnda fiðrildið til loka apríl.
Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Ingibjörg
Jónsdóttir – Fínofnar himnur og þulur um
tímann. Gryfja: Guðrún Marinósdóttir –
Einskonar gróður. Arinstofa: Vigdís Krist-
jánsdóttir – Myndvefnaður. Opið alla daga
nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur
ókeypis. Til 5. mars
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn-
ing.
Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum
Svavars Guðnasonar, Carls-Hennings Ped-
ersen, Sigurjóns Ólafssonar og Else Alfelt.
Til 25. febr.
Listasafn Reykjanesbæjar | Guðrún Ein-
arsdóttir. Til 5. mars.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Gabríela Friðriksdóttir, Feneyjaverkið.
Kristín Eyfells. Til 26. feb.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið, yfirlitssýning.
Safn | Roni Horn, á þremur hæðum. Verk-
in eru um 20 talsins frá 1985–2004 og
eru öll í eigu Safns. Sýningin ber heitið
Some Photos.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Saltfisksetur Íslands | Samsýning þeirra
Ingunnar Eydal, Auðar Ingu Ingvarsd. og
Ingunnar Jensd. Sýningin er opin alla daga
vikunnar frá 11–18 og stendur til mán-
aðamóta.
Suðsuðvestur | Fyrirmyndirnar að mál-
verkunum eru fólk úr nánasta umhverfi
listamannsins.
Thorvaldsen | Bjarni Helgason sýnir á
Thorvaldsen bar – Ostranenie – sjónræna
tónræna – til 3. mars
Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís-
lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí.
Ljósmyndir Marcos Paoluzzo og ljós-
myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til
20. febrúar.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Á Vetr-
arhátíð 2006 býður Borgarskjalasafn
Reykvíkingum að forvitnast um fyrri íbúa
húss síns. Veldu þrjú ár sem þú hefur
áhuga á og sendu ásamt húsheiti, nafni
þínu, símanúmeri og netfangi og haft
verður samband við þig. Netfang safnsins
er borgarskjalasafn@reykjavik.is, fax 563–
1780 & sími 563–1760.
Duus-hús | Sýning Poppminjasafnsins í
Duus-húsum. Sagt er frá tímabilinu 1969
til 1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tísk-
an og tíðarandinn. Opið daglega kl. 13–
18.30 til 1. apríl.
Gallerí Humar eða frægð! | Við krefjumst
fortíðar! sýning á vegum Leikminjasafns
Íslands um götuleikhópinn Svart og syk-
urlaust í Galleríi Humri eða frægð, Lauga-
vegi 59. Ljósmyndir, leikmunir, kvikmynda-
sýningar. Opið kl. 12–16 laugardaga og
12–18 virka daga.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Friðrik Örn.
Titill sýningarinnar vísar til þess að 28 ár,
eða um tíu þúsund dagar, eru liðnir frá því
að Friðrik Örn eignaðist sína fyrstu
myndavél þá átta ára að aldri. Myndirnar á
sýningunni spanna allt þetta tímabil fram
til dagsins í dag.
Leiklist
Akranes | Leikritið Vegas verður frumsýnt
í Bíóhöllinni á Akranesi 4. mars. Leikritið
er eftir Ólaf Sk. Þorvaldz og leikstýrir
hann verkinu líka. Ásta Bærings sér um
dans og í leikritinu eru margir gamlir og
góðir slagarar. Má þar helst nefna Rolling
Stones, Deep Purple, Queen og Creedence
Clearwater.
Skemmtanir
Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. spilar og
syngur.
Kringlan | Hljómsveitin Dans á rósum frá
Vestmannaeyjum.
Pakkhúsið, Selfossi | Hljómsveitin Góðir
landsmenn.
Vélsmiðjan, Akureyri | Hljómsveitin Von
leikur föstudags- og laugardagskvöld. Hús-
ið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis.
Mannfagnaður
60+ Hafnarfirði | Opinn fundur verður á
vegum 60+ Hafnarfirði 26. feb. kl. 14–
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.