Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 45
MINNINGAR
✝ Högni Klemens-son fæddist í
Görðum í Mýrdal 12.
desember 1924.
Hann lést á Hjalla-
túni í Vík 14. febr-
úar síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Klemens-
ar Árnasonar bónda
í Görðum, f. 22.2.
1891, d. 1980, og
Gunnheiðar Heið-
mundsdóttur, f. 5.4.
1893, d. 1982. Systk-
ini Högna eru: Tala,
f. 1921, Ragnheiður, f. 1923,
Gunnar, f. 1926, látinn, Einar
Kristinn, f. 1930, Heiðmundur, f.
1933, látinn, Magnús, f. 1935, og
Sveinn, f. 1936, látinn.
Högni kvæntist 25.12. 1961 Mál-
fríði Eggertsdóttur, f. 10.10. 1943.
Þau eignuðust tvö börn, Þau eru:
Páll Heiðar, f. 1961, maki Ása
Birgisdóttir, þau eru búsett í
Vestmannaeyjum. Hann á þrjú
börn og tvö barna-
börn. Ragnheiður, f.
1963, maki Eiríkur
Tryggvi Ásþórsson,
þau eru búsett í Vík.
Hún á fjögur börn.
Högni ólst upp í
Görðum fram undir
tvítugt, gerðist þá
verkamaður hjá
landgræðslunni í
Gunnarsholti og
stundaði sjó með því
starfi á vetrarver-
tíðum í Vestmanna-
eyjum. Hann flutti
til Víkur 1961 og stofnaði þar
heimili með eiginkonu sinni og bjá
þar alla tíð síðan. Hann hóf störf
sem vörubílstjóri, fyrst hjá Kaup-
félagi Skaftfellinga 1961 og síðar
árið 1973 hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna og starfaði þar til 70 ára
aldurs.
Útför Högna fer fram frá Vík-
urkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 11.
Kveðja frá eiginkonu.
Við áttum saman eitt sinn vor
þá æskan kynnti líf og þor,
við lögðum saman lífs á veg
og leiðin sýndist yndisleg.
Og lífið gaf og lífið tók
það okkur saman reynslu jók,
við bæði saman áttum allt
var oftast hlýtt en stundum kalt.
En nú er komin stundin sú
á burtu farin ert þú nú,
þú vinur kær sem varst mér allt
mitt lífsins ljós, mitt sálar skart.
Nú gengin ertu á Guðs þins veg
ég græt svo harmi slegin treg,
en ætíð mun ég muna þann
sem gaf mér þennan góða mann.
Ég þakka vinur þakka allt
sem gæfan okkur báðum galt.
Það er mín trú, mitt trausta skor
að aftur finnumst annað vor.
Málfríður.
Elsku afi.
Nú ertu farinn frá okkur, við
skiljum það kannski ekki alveg
strax, þó við höfðum verið nokkuð
undirbúin undir þetta.
Það er svo skrýtið að koma inn í
stofu á Sunnubrautinni og sjá engan
afa í stólnum í horninu. Þar varstu
vanur að sitja og hlusta á útvarpið,
eða horfa út um gluggann, með
Depil til fóta. Það var svo gott að
sitja og spjalla við þig, og jafnvel þó
ekki væri mikið að tala um þá þurfti
ekkert margt að segja.
Fyrir nokkrum árum þegar þú
varst frískari var sjaldan setið
heima aðgerðalaust. Þú fórst í veiði-
ferðir á hverju ári. Það skein úr
augunum á þér lífsgleðin þegar þú
rerir út á Heiðarvatn eftir silungi,
eða klöngraðist í Hrapinu eftir
Lunda. Þess á milli varstu út í skúr
að gera við netin, búa til háf til að
veiða lundann í, og verka bæði
lunda og fýl. Amma var líka oft með
í veiðiferðunum, og í að verka
aflann.
Þú varðst svo ánægður þegar við
færðum þér Depil, þið voruð alltaf
góðir félagar, og við erum viss um
að hann saknar þín örugglega eins
og við öll hin.
Vertu sæll, afi, við eigum eftir að
sakna þín.
Áslaug, Guðni, Fríða og Ástþór.
HÖGNI
KLEMENSSON
✝ Jóhannes GísliSvavarsson
fæddist í Reykja-
vík 2. janúar 1944.
Hann lést á heimili
sínu í Hamrahlíð
35 7. febrúar síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hans voru
Oktavía Jóhannes-
dóttir, ættuð frá
Seyðisfirði, og
Svavar Gíslason
frá Viðey. Systkini
Jóhannesar eru
Ellen Emilsdóttir,
gift Sveini Jónassyni, látinn;
Svava Svavarsdóttir, gift Hall-
dóri Jónssyni, látinn; Geir Svav-
arsson, kvæntur Jóhönnu Svav-
arsdóttur; Svanhildur Svavars-
dóttir, látin, var gift Ágústi M.
Haraldssyni; Esther Svavars-
dóttir, gift Jóhannesi Björns-
syni.
Jóhannes gekk í barnaskóla
til 12 ára aldurs er hann hætti í
skóla vegna sjóndepru.
Jóhannes fór snemma að
vinna og var duglegur til allra
starfa. Hann hóf störf hjá
Steypustöðinni ung-
ur að árum og vann
þar í nokkur ár.
Hann var hjá Tog-
araafgreiðslunni og
Efnagerðinni Val.
Síðast starfaði hann
í almennri vinnu
hjá Verktakafyrir-
tæki Sveinbjörns,
þar sem hann varð
fyrir því slysi að fá
kranabómu í höfuð-
ið sem varð til þess
að hann lét af allri
almennri vinnu.
Hann starfaði þó hjá Blindra-
félaginu í mörg ár við körfu- og
burstagerð og einnig var hann í
mörg ár ötull sölumaður happ-
drættismiða fyrir Blindrafélag-
ið.
Jóhannes var í sambúð með
Guðríði Guðjónsdóttur og eign-
uðust þau saman soninn Pétur,
þau slitu sambúð.
Seinna kvæntist Jóhannes
Jónínu Fannbergsdóttur, þau
slitu sambúð.
Útför Jóhannesar var gerð
frá Grensáskirkju 22. febrúar.
Nú er góðvinur minn hann Jóhann-
es Gísli Svavarsson dáinn og kominn
yfir móðuna miklu. Ég talaði við Jóa
eins og hann var kallaður 5. febrúar
og næstu tvo daga reyndi ég að ná í
hann árangurslaust en 8. feb. kom
reiðarslagið að Jói væri nú dáinn. Mér
krossbrá, hann var svo ungur, bara
rúmlega sextugur. Ég verð sjálf sex-
tug 23. feb. og ég var búin að bjóða
honum í afmælið mitt og sagðist hann
vera búinn að kaupa svo flotta gjöf
handa mér.
Hann Jói var góðhjartaður karl
sem öllum vildi vel og hafði gaman af
að gleðja aðra.
Ég kynntist Jóa er hann auglýsti
eftir konu í DV. Ég svaraði auglýsing-
unni og hann hringdi samdægurs.
Daginn eftir var hann kominn í leigu-
bíl til að heimsækja mig en ég lá í
þunglyndi og fór ekki til dyra. Þá
gerði hann sér lítið fyrir og fór út í
garð og svo stakk hann bara blindra-
stafnum inn um svefnherbergisglugg-
ann og dró gardínurnar frá gluggan-
um. Neyddist ég til að fara til dyra og
fór að tala við þennan glaðlega
náunga. Það fór strax vel á með okk-
ur. Leið að jólum og á Þorláksmessu
hringdi Jói og kom síðar með fullt
fangið af jólapökkum um leið og hann
sagði: „Nú höldum við okkar jól, Lilja
mín. Ég vil að þú opnir þessa pakka
núna, við höldum upp á litlu jólin í
dag.“ Ég varð svo hissa, þetta reynd-
ust kuldaskór og alveg í réttri stærð.
Ég spurði hvernig honum hefði dottið
í hug að gefa mér kuldaskó. Þá hló
hann og sagði: „Þú varst alltaf í háum
hælum í hvaða frosti sem var.“ Í síðari
pakkanum reyndist vera fallegasti
náttkjóll sem ég hef augum litið. Já,
þetta var hann Jói.
Hann var stoltur af foreldrum sín-
um, mjög sáttur við uppeldið og talaði
alltaf vel um foreldra sína. Hann var
alinn upp í trú á Jesú Krist.
Þegar síminn hringdi á miðnætti
vissi ég að það var Jói og ef hann
hringdi ekki í mig hringdi ég í hann til
að segja góða nótt.
Ég vil að lokum þakka Jóa fyrir allt
það góða sem hann gerði fyrir mig,
sem var ekkert lítið. Ég gæti skrifað
heila bók um það.
Far þú í friði, elsku Jói minn.
Þín allra besta vinkona,
Lilja G. Jóhannsdóttir.
Mig langar, fyrir hönd Blindra-
félagsins, að minnast með nokkrum
orðum vinar okkar og félaga, Jóhann-
esar Svavarssonar.
Jóhannes, eða Jói eins og við köll-
uðum hann jafnan, var sjónskertur
alla sína tíð og gekk til liðs við
Blindrafélagið fyrir rúmum 30 árum.
Hann setti mikinn svip á starfsemi fé-
lagsins um áratuga skeið og lagði því
lið á margvíslegan hátt. Hann lagði
mikið af mörkum til fjáröflunar fyrir
Blindrafélagið með sölu á happdrætt-
ismiðum. Þar til fyrir nokkrum árum
var það fyrirkomulag á happdrættis-
sölunni að sölumenn gengu í hús,
gengu um götur eða seldu miða í
verslunarmiðstöðvum. Jói var einn sá
harðasti og duglegasti sölumaður sem
sögur fara af í Blindrafélaginu og
jafnan var talað um „sölukónginn
Jóa“. Óhætt er að fullyrða að hann
hafi til margra ára verið langsölu-
hæstur þeirra sölumanna sem seldu
fyrir félagið og alveg örugglega er
hann sá allra söluhæsti þegar á heild-
ina er litið. Jói var líka mikill félagi og
vinur vina sinna. Hann hafði jafnan
skoðanir á málefnum og var óspar á
framsæknar og góðar hugmyndir
þegar því var að skipta. Hann tók líka
virkan þátt í félagsstarfi Blindra-
félagsins, var manna fyrstur að skrá
sig í ferðalög og sótti reglulega opið
hús og aðrar skemmtanir.
Hann var mikið snyrtimenni og
lagði á það ríka áherslu að ætíð væri
snyrtilegt og hreint innandyra og ut-
an í Hamrahlíð 17. Ef honum þótti
menn kasta þar til höndum lét hann
ekki sitja við orðin tóm og oft tók
hann sér kúst eða skóflu í hönd og
sópaði eða mokaði snjó á vetrum.
Margir félagsmenn og íbúar Hamra-
hlíðar 17 muna Jóa í garðinum að
sópa eða moka og oft tók hann sig til,
þurrkaði af borðum, tíndi saman rusl
og lagaði ýmislegt sem honum þótti
að betur mætti fara.
Hann starfaði á Blindravinnustof-
unni um árabil og var helsta starf
hans þar að hefla uppþvottabursta og
kústa sem framleiddir voru á vinnu-
stofunni. Hann var manna duglegast-
ur í vinnu og vildi umfram allt að hlut-
irnir gengju! Í húsi Blindrafélagsins
var til fjölda ára starfræktur gufu-
klefi og gátu menn sótt gufuna einu
sinni í viku. Jói var fastagestur í guf-
unni í mörg ár og setti þar svip sinn á
hópinn. Hann vildi hafa gufuna heita
og hressandi og var óspar að skvetta
vatni á gufuofninn ef honum þótti
vanta á hitann. Mörgum gufugestum
leist stundum ekki á blikuna og undr-
uðust hvað hann þoldi hitann vel. Þar
kom þó að Jóa var ráðlagt, af lækni,
að hætta gufubaðinu og var þá eins og
vantaði festuna í hópinn og Jói var
lengi á eftir í vandræðum með sjálfan
sig á föstum gufutíma. En læknis-
ráðinu varð að hlýða og þá var bara að
skreppa niður í bæ og selja fleiri miða.
Sem ungur maður lenti Jói í mjög
alvarlegu slysi og þótti ganga krafta-
verki næst að hann skyldi ná heilsu og
þreki á ný. Hann bar þess ætíð merki
í útliti að hafa orðið fyrir alvarlegu
áfalli, en það kom ekki í veg fyrir að
hann tæki þátt í félagsstarfi af ýmsu
tagi og legði félaginu sínu, Blindra-
félaginu, og félagsmönnum þess lið á
margan hátt.
Heilsu hans hafði hrakað nokkuð
síðastliðin ár og var hann að mestu
hættur að taka þátt í félagslífi og
starfi innan Blindrafélagsins.
Góður vinur og félagi hefur nú
kvatt okkur um sinn langt fyrir aldur
fram.
Blindrafélagið vill votta ættingjum
og vinum Jóa sína dýpstu samúð.
Megi minningin um góðan dreng
lengi lifa og ylja okkur um ókomin ár.
Guð blessi minningu Jóhannesar
Svavarssonar.
F.h. Blindrafélagsins,
Halldór Sævar Guðbergsson
formaður.
JÓHANNES GÍSLI
SVAVARSSON
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Ástríkur sonur okkar og bróðir,
SIGURÐUR TRAUSTI KJARTANSSON,
til heimilis í Kaupmannahöfn,
áður Hjarðarhaga 44,
Reykjavík,
lést í vinnuslysi í Kaupmannahöfn miðvikudaginn
22. febrúar.
Minningarstund verður haldin þriðjudaginn
28. febrúar kl. 15.00 í Sionskirkju, Österbrogade 192 í Kaupmannahöfn,
þar sem Sigurður söng reglulega.
Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á LAUF (Landssam-
band áhugafólks um flogaveiki) í síma 551 4570.
Unnur Jensdóttir, Kjartan Trausti Sigurðsson,
Kristín Maymann Kjartansdóttir og fjölskylda.
Elsku litli drengurinn okkar,
EMIL FJÖLNISSON,
Þórðarsveigi 2,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðju-
daginn 21. febrúar sl., verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 27. febrúar
kl. 13.00.
Trine Holm Houmøller, Fjölnir Guðmundsson,
Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur M. Guðmundsson,
Helga Petersen, Henrik Houmøller,
Sofie Houmøller,
Erna Guðmundsdóttir,
Magnús Fjalar Guðmundsson, Bryndís Friðriksdóttir,
Katrín Hekla Magnúsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningar-
greinar