Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 54
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞETTA ER HJÁ PIZZUSTAÐ LÚLLA, GÓÐAN DAGINN ÞETTA ER TIL ÞÍN Á ÉG AÐ TEIKNA BÓNDABÆ? ÉG GET EKKI TEIKNAÐ BÓNDABÆ. ÉG HEF EKKI EINU SINNI SÉÐ BÓNDABÆ. SVO ER ÓMÖGULEGT AÐ TEIKNA KÚAFÆTUR ÉG EFAST UM AÐ NOKKUR HÉRNA INNI GETI TEIKNAÐ ALMENNILEGA KÚAFÆTUR!!! ÉG TRÚ EKKI AÐ ÉG FALLI Í MYNDMENT SKÓLA- STJÓRI VÁ, ÞETTA Á EFTIR AÐ VERA FRÁBÆR ÚTILEGA TVÆR HEILAR VIKUR ÚTI Í NÁTTÚRUNNI. VIÐ GETUM FARIÐ Í GÖNGUFERÐIR, SIGLT Á BÁT OG VEITT FISK JÁ, OG EKKI FENGIÐ AÐ LESA MORGUNBLAÐIÐ EÐA DRUKKIÐ ALMENNILEGT KAFFI LEIÐAST MÖMMU ÚTILEGUR? NEI, HÚN VAR BARA AÐ PAKKA Í ALLA NÓTT HELGA ÉG ER KOMINN HEIM! VIÐ TÖPUÐUM BARDA- GANUM! MISSUM RÁNS- FENGINN! OG ÞAÐ KOM GAT Á SKIPIÐ! HVAÐ FLEIRA GÆTI SVO SEM FARIÐ ÚRSKEIÐIS? KÝRIN DÓ, ÞAKIÐ LEKUR, EINHVER STAL HÆNSNUNUM OKKAR, BRUNNURINN ER UPPÞORNAÐUR OG DURGARNIR FRÁ SKATTINUM VILJA FÁ AÐ TALA VIÐ ÞIG ÞESSI BLAUT- HUNDSKEPPNI HLJÓMAR MJÖG KRASSANDI EKKERT SMÁ! MANSTU ÞEGAR PÚDDLU- HUNDATVÍBURARNIR UNNU Í FYRRA? ÉG VAR BÚINN AÐ GLEYMA ÞVÍ BOXER- HUNDARNIR GERÐU UPPREISN EFTIR KEPPNINA ÉG HRINGDI Í MÖMMU MÍNA GLÆSILEGT! ÞAÐ VAR MJÖG ÁNÆGJULEGT AÐ HEYRA RÖDD HENNAR EFTIR ALLAN ÞENNAN TÍMA HVAÐ SAGÐI HÚN GOTT? HÚN VAR EKKI VIÐ, ÉG SKILDI BARA EFTIR SKILABOÐ Á SÍMSVARANUM EN SÚ FRAMFÖR JÁ, EN ÚR HÆTTU SEM ÉG HAFÐI KOMIÐ YKKUR Í HVAÐ MEÐ PE.. ÉG MEINA ...HVAÐ MEÐ KÓNGULÓAR- MANNINN HANN ER NÆSTUM HÆTTUR AÐ ANDA AF ÞESSU EITRI SEM ÞÚ NOTAÐIR Á HANN ÞÚ BJARGAÐIR OKKUR! Dagbók Í dag er laugardagur 25. febrúar, 56. dagur ársins 2006 Víkverja er meinillavið fjárhættuspil. Sérstaklega þykir Víkverja erfitt að horfa upp á spila- kassa-salina, sem starfræktir eru hér og þar um borgina, og sorgleg sjónin sem við blasir þegar inn er komið. Vesalings fólk- ið, sem á svo lítið og má ekki við að missa það litla sem það á í spilakassana, en lætur ánetjast voninni um að kannski vinni það í þetta skiptið vinning- inn sem gæti leyst vanda þess. Ör- yrkjar, aldraðir og ógæfufólk – aum- ustu lög þjóðfélagsins – fólk sem á sér litla von, og missir síðustu vonina í veðmáli við góðgerðarsamtökin sem reka spilakassana. Á spilakassastöðnum á sér ekki stað nein menning, sköpun eða mannlíf. Þar verður engin fram- leiðsla til sem stækkar þjóðarkök- una. Þar er aðeins seðjuð spilafíkn veikburða sála, og peningar færðir úr vasa þeirra í vasa hinna sem reka spilavítin. Mikið myndi Vikverji vilja sjá þessum stöðum lokað. En ef það fengist ekki mættu Íslendingar gera eins og Rússar, sem bannað hafa spilavíti í næsta nágrenni lestar- og strætóstöðva. Því miður má ganga að því vísu að finna spila- kassa á öllum stærri skiptistöðvum á höf- uðborgarsvæðinu, og auðvelt að falla í þá gryfju að veðja á með- an beðið er eftir vagn- inum. En ef góðgerð- arsamtökin, sem starf- rækja spilakassana, telja sig endilega þurfa að hagnast af spilafíkn annarra, væri þá ekki betra að opna almennilegt spilavíti, eins og þau þekkjast í Monte Karló – þar sem karlar klæðast smókingjökkum en ekki fatnaði frá Hjálpræð- ishernum og mublurnar eru úr mahóní en ekki trefjaplasti? Í glæsi- legum spilavítum er þó mannlíf og kúltúr, og í leikjum eins og rúllettu og póker er hægt að þroska ein- hverja leikhæfileika aðra en þá að ýta á snertiskjá. Víkverji lýsti fyrir stuttu draum- um sínum um Vatnsmýrina. Kannski að þar mætti líka reisa glæsilegt spilavíti, þar sem nýríku Íslending- arnir gætu eytt peningunum sínum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Austurvöllur | Vetrarhátíð er í mikilli sveiflu þessa helgina, eins og þessi mynd af opnunarhátíðinni gefur reyndar til kynna. Allir sem vettlingi geta valdið – þótt þeir virðist nú reyndar óþarfir í vetrarblíðunni sem nú ríkir – ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi af fjölbreyttri dagskrá sem teygir sig um alla borg. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hlý Vetrarhátíð MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég vil vekja morgunroðann. (Sálm. 57, 9.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.