Morgunblaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
GESTIR þáttarins Orð skulu
standa í dag eru Hallmar Sigurðs-
son leiklistarstjóri útvarpsins og
Kristján Kristjánsson sjónvarps-
maður.
Þeir fást við þennan fyrripart,
ortan vegna deilna um stofnun
svokallaðrar leynilögreglu á Ís-
landi:
Nú fær löggan leyfi til
að lesa póst og hlera.
Í síðustu viku var ort um kunna
persónu:
Svakalega er Silvía Nótt
sigurviss í fasi.
Ragnhildur Richter botnaði svo í
þættinum:
Það fílar hana flestöll drótt
þótt femínistar þrasi.
Davíð Þór Jónsson var á þessum
nótum:
Bæði er hún með brókarsótt
og brennivín í glasi.
Hlustendur sendu inn heila kvæða-
bók. Nokkur dæmi:
Sævar Sigbjarnarson:
Af æskutöfrum á hún gnótt,
eins og tún af grasi.
Finnur Sturluson:
Með kynþokka og karla gnótt
kannski að hún hrasi.
Marteinn Friðriksson:
Undir farða er ekkert ljótt
annað við þó blasi.
Valdimar Lárusson sendi fleiri en
einn:
Ekki þykir lagið ljótt,
en líkt og ’ún væri í glasi.
Teyga ég hennar fegurð fljótt,
sem freyðivín af glasi.
Ekki fer hún hægt og hljótt
heldur á fullu gasi.
Sigurlín Hermannsdóttir átti svip-
aðan þanka:
Þar er ekkert „hægt og hljótt“
heldur á fullu gasi.
Auðunn Bragi Sveinsson náði
kjarna málsins:
Og af þokka á hún gnótt,
um það lítt þó masi.
Magnús Halldórsson á Hvolsvelli:
Enda flaug hún undra fljótt,
upp með Euro gasi.
Daníel Sigurðsson:
Keppinauta kveður skjótt
í kút á fullu gasi.
Erlendur Hansen á Sauðárkróki
orti fyrir og eftir atkvæðagreiðslu:
Ekki er sumum orðið rótt
yfir stundaglasi.
Útvarpsstjórinn hægt og hljótt
heldur vel á glasi.
Útvarp | Orð skulu standa
Löggan les í leyni
Hlustendur geta sent sína botna á
netfangið ord@ruv.is eða til „Orð
skulu standa, Ríkisútvarpinu,
Efstaleiti 1, 150 Reykjavík“.
FYRSTA viðureign í áttaliða úrslitum Gettu betur
fór fram í beinni útsendingu á
fimmtudagskvöld. Þá áttust við
Borgarholtsskóli í Reykjavík
og Flensborgarskóli, Hafn-
arfirði. Svo fór að Borgarholts-
skóli sigraði Flensborgarskól-
ann með 24 stigum gegn 21 og
heldur Borgarholtsskóli því
áfram í fjögurra liða úrslit.
Gettu betur, hefur um árabil
verið með vinsælasta sjón-
varpsefni í landinu, enda fer
þar saman létt skemmtun og
æsispennandi keppni. Spyrill
er Sigmar Guðmundsson, dóm-
ari og spurningahöfundur er
Anna Kristín Jónsdóttir og
Andrés Indriðason annast dag-
skrárgerð og stjórnar útsend-
ingu.
Næstkomandi fimmtudag
mun Menntaskólinn á Akureyri
kljást við Menntaskólann í
Reykjavík og má þá búast við
harðri viðureign enda skólarnir
báðir frægir fyrir afburða
spurningalið.
Fólk folk@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
eee
H.J. Mbl.
eee
V.J.V.Topp5.is
eee
S.K. DV
Töfrandi hnyttin og spennandi rómantísk
stórmynd frá leikstjóra Chocolat.
Sýnd með
íslensku tali.
Hér er á ferðinni frábært
framhald einnar ástsælustu
teiknimynd allra tíma.
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2 - 4 - 6
OLIVER TWIST kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
MUNICH kl. 8 B.i. 16 ára
BAMBI 2 kl. 2 - 4
BLÓÐBÖND kl. 6 - 8 - 10
CASANOVA kl. 8 - 10
BAMBI 2 kl. 2 - 4 - 6
CHRONICLES OF NARNIA kl. 2
BLÓÐBÖND KL. 4 - 6 - 8 OG 10:10
CASANOVA KL. 5:40 - 8 OG 10:20
MUNICH KL. 5:50 OG 9 B.I. 16
THE CHRONICLES OF NARNIA KL. 3
BAMBI 2 - ÍSLENSKT TAL KL. 3 OG 6
NORTH COUNTRY KL. 8 B.I. 12 ÁRA
CACHÉ - FALINN KL. 10:30 B.I. 16 ÁRA
PRIDE & PREJUDICE KL. 3 - 5:45 OG 8:15
STÆRSTA KVIK-
MYNDAHÚS LANDSINS
eee
V.J.V. Topp5.is
HRÍFANDI KVIKMYND UM
MANNLEGAR TILFINNINGAR
HRÍFANDI KVIKMYND
UM MANNLEGAR
TILFINNINGAR
eee
V.J.V. topp5.is
„Þegar öllu er á botninn hvolft er Blóðbönd fínasta mynd
og sker sig frá öðrum íslenskum kvikmyndum og tekst
kvikmyndagerðamönnunum að gera hana mannlega og trúverðuga,
fyrir utan það stendur uppúr fínn leikur og góð listræn hlið.“
eee
V.J.V. topp5.is
„Þegar öllu er á botninn hvolft er Blóðbönd fínasta
mynd og sker sig frá öðrum íslenskum kvikmyndum
og tekst kvikmyndagerðamönnunum að gera hana
mannlega og trúverðuga, fyrir utan það stendur
uppúr fínn leikur og góð listræn hlið.“
3 BÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 3 UM HELGAR Í HÁSKÓLABÍÓI.Laugardag & Sunnudag
*****
S.V. Mbl.
*****
L.I.B. Topp5.is
400 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR MHÁDEGISBÍÓ
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit,
besta tónlist og besta klipping.5
eeee
S.V. mbl
eeee
A.G. blaðið
eeee
S.V. mbl
eeee
A.G. blaðið