Morgunblaðið - 28.02.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.02.2006, Qupperneq 1
Glæpir og góðverk í Iðnó Snúður og Snælda standa í stórræðum | Daglegt líf Tískuvikan í Mílanó Glansinn, glamúrinn og kyn- þokkinn allsráðandi | Menning Íþróttir í dag Fyrsti leikurinn undir stjórn Eyjólfs  Dwight Yorke segir Íslendinga sterka Lukkan gekk til liðs við Ogilvy  STOFNAÐ 1913 58. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu að stofnast hafi óbeinn virkur eignarhlutur tiltekinna aðila í Sparisjóði Hafnar- fjarðar á seinasta ári (SPH). FME tilkynnti stjórn sparisjóðsins þetta 20. febrúar sl. og jafnframt að eftirlitið hefði tekið ákvörðun um að tilteknir stofnfjáreigendur megi ekki fara sameiginlega með meira en 5% atkvæðisréttar í sparisjóðnum að því er fram kemur í gögnum, sem Morgunblað- ið hefur undir höndum. Annars vegar er um að ræða fimm einstaklinga sem ekki mega fara saman með meira en 5% í sparisjóðnum og hins vegar tvö fyrirtæki sem sett eru sömu mörk. „Líkur benda einnig til þess að fleiri aðilar falli undir virkan eignarhlut í spari- sjóðnum og atkvæðistakmörkun samfara því,“ segir í bréfinu. Athugun á hæfi stjórnarmanna Fór FME fram á það 20. febrúar að stjórn SPH frestaði aðalfundi sem boðaður var 21. febrúar um ótiltekinn tíma m.a. með vísan til þess að FME hefði ákveðið að taka til athugunar hæfi tiltekinna stjórnarmanna til þess að sitja í stjórn sparisjóðs- ins. Aðalfundurinn var eftir sem áður haldinn og var ný stjórn kjörin á þeim fundi. Í bréfi FME til SPH kemur einnig fram að eft- irlitið gerði þá kröfu í nóvember sl. að stjórn spari- sjóðsins samþykkti engin frekari framsöl stofn- fjárbréfa í sparisjóðnum þar til FME hefði lokið athugun sinni á hvort myndast hefði virkur eign- arhluti í sparisjóðnum. Þá kröfu hafi stjórn SPH virt að vettugi. Í bréfi FME til stjórnar sparisjóðsins segir m.a.: „Þá hefur stjórn sparisjóðsins virt að vettugi kröfu Fjármálaeftirlitsins um að samþykkja ekki frekari framsöl í sparisjóðnum á meðan athugun eftirlitsins stæði, sbr. bréf stjórnar sparisjóðsins til Fjármálaeftirlitsins, dags. 10. febrúar sl. er barst eftirlitinu 14. febrúar sl. Samþykkti stjórnin framsöl á 49 stofnfjárbréfum auk þess sem gerð var grein fyrir því að til stæði að samþykkja fram- salsbeiðni vegna 4 stofnfjárbréfa. Samtals er um 53 stofnfjárbréf að ræða af 93 í sparisjóðnum. Eft- irlitið hefur einnig til skoðunar hvort tilteknir að- ilar sem samþykktir voru sem nýir stofnfjáreig- endur á stjórnarfundi 10. febrúar sl. tengjast myndun virks eignarhlutar í sparisjóðnum.“ Boðuðu ákvörðun um févíti 17. febrúar tilkynnti FME stjórn SPH fyrirhug- aða ákvörðun eftirlitsins um að lagt verði févíti allt að tveimur milljónum kr. á sparisjóðinn „þar sem brotið hafi verið gegn áðurnefndri ákvörðun Fjár- málaeftirlitsins“ um að engin frekari framsöl í sparisjóðum yrðu samþykkt. Var stjórninni gefinn frestur til kl. 15 í gær til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna þessa. FME hefur allt frá sl. sumri haft viðskipti með stofnfé í SPH til athugunar og hvort virkur eign- arhlutur hafi myndast í sjóðnum í andstöðu við ákvæði laga. Hóf efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra rannsókn á viðskiptunum í byrjun þessa árs. FME segir hóp stofnfjáreigenda hafa náð óbeinum virkum eignarhlut í SPH Bannað að fara saman með meira en 5% atkvæðisréttar Stjórn SPH sökuð um að hafa virt að vettugi bann FME við framsali stofnbréfa Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Brussel. AP, AFP. | Utanríkisráðherr- ar landa Evrópusambandsins (ESB) samþykktu í gær að bjarga heima- stjórn Palestínumanna frá fjárhags- legu hruni með því að bjóða henni að- stoð að andvirði 120 milljóna evra, sem samsvarar 9,4 milljörðum króna. Framkvæmdastjórn ESB sagði að aðstoðin ætti að nægja palestínsku heimastjórninni fyrir „brýnustu nauðsynjum“ næstu tvo mánuði. Evrópusambandið skuldbatt sig ekki til að veita Palestínumönnum frekari aðstoð eftir að Hamas myndar nýja heimastjórn. Hreyfingin sigraði í þingkosningum Palestínumanna 25. janúar en Evrópusambandið lítur á hana sem hryðjuverkahreyfingu. Eftir kosningarnar ákvað Ísr- aelsstjórn að halda eftir skatt- og tolltekjum sem Ísraelar innheimta fyrir hönd palestínsku heimastjórn- arinnar, en þær nema um 50 millj- ónum dollara, 3,2 milljörðum króna, á mánuði. Óttast fjárhagslegt hrun Philippe Douste-Blazy, utanríkis- ráðherra Frakklands, sagði að fjár- hagsaðstoðin, sem Evrópusamband- ið samþykkti í gær, væri nauðsynleg til að afstýra því að palestínska heimastjórnin lamaðist vegna „efna- hagslegrar ringulreiðar“. Áður hafði James Wolfensohn, sendimaður Kvartettsins svokallaða, varað við því að palestínska heima- stjórnin stæði frammi fyrir fjárhags- legu hruni innan tveggja vikna yrði henni ekki komið til hjálpar. ESB aðstoð- ar stjórn Palestínu ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir, staðgengill utan- ríkisráðherra í opinberri heimsókn til Indlands, átti annasaman dag í gær. Hún hitti meðal annars forseta Indlands, vísinda- og rannsóknarmálaráðherra og við- skiptaráðherra landsins. Þá flutti hún ávarp á viðskiptaráðstefnu í Nýju-Delí og hvatti til þess að viðskipti á milli ríkjanna tveggja yrðu aukin. Einnig heimsótti Þorgerður Katrín bál- fararstað Mahatma Gandhis, þar sem hún og Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands á Indlandi, lögðu blómsveig á minnismerki. Þorgerður Katrín kveðst viss um að heimsókn sem þessi skili árangri og lætur vel af landinu. „Þetta land er stórkostlegt og ótrúlega fjölbreytt,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Maður sér mannlífið í sinni fjölbreytilegustu mynd.“ Þorgerður Katrín átti fund með dr. A.P.J. Abdul Kalam, forseta Indlands, í gær en hann heimsótti Ísland í fyrra. Annasamur dagur á Indlandi  Meðbyr með | 4 SAMKVÆMT nýrri norskri rann- sókn virðast reykingar geta leitt til þunglyndis. Er það ráðið af því, að sjúkdómurinn leggst oftar á þá, sem reykja, en þá, sem láta það vera, að sögn fréttavefjar danska dagblaðs- ins Berlingske Tidende í gær. Í rannsókninni voru kannaðir hagir 2.014 manna í Ósló og í Lófót og í ljós kom, að stórreykingamenn voru fjórum sinnum líklegri til að þjást af þunglyndi en þeir, sem ekki reyktu. „Aðrar ástæður ýmsar virðast ekki geta skýrt þennan mikla mun og því er það niðurstaðan, að reyk- ingar geti ýtt undir þunglyndi,“ sagði Ole Klungsøyr, fræðimaður við Óslóarháskóla, en hann stýrði rannsókninni. Að því er fram kemur á fréttavef Berlingske Tidende verður rann- sóknin birt í hinu virta bandaríska vísindatímariti American Journal of Epidemiology. Valda reykingar þunglyndi? DANSARI tekur hér þátt í keppni sambaskóla á kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro í Brasilíu. Tugir þús- unda manna fylgdust með árlegri skrúðgöngukeppni skólanna við dynjandi sambatakt á íþrótta- leikvangi í borginni í gær og fyrra- dag. Skólarnir undirbúa keppnina mánuðum saman fyrir hátíðina og þúsundir smiða, saumakvenna, danshöfunda, lagahöfunda og dans- ara taka þátt í undirbúningnum. Um 700.000 ferðamenn, um 20% þeirra útlendingar, fóru til Rio de Janeiro til að taka þátt í kjöt- kveðjuhátíðinni sem hefur verið kölluð „stærsta grasrótarhátíð í heiminum“. Reuters Sambaskólar keppa á kjöt- kveðjuhátíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.