Morgunblaðið - 28.02.2006, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VIRKUR EIGNARHLUTUR
Fjármáleftirlitið hefur komist að
þeirri niðurstöðu að stofnast hafi
óbeinn virkur eignarhlutur tiltek-
inna aðila í Sparisjóði Hafnarfjarðar
á seinasta ári. FME tilkynnti stjórn
sparisjóðsins þetta 20. febrúar sl. og
jafnframt að eftirlitið hefði tekið
ákvörðun um að tilteknir stofnfjár-
eigendur megi ekki fara sameig-
inlega með meira en 5% atkvæð-
isréttar í sparisjóðnum
Aðstoðar Palestínumenn
Utanríkisráðherrar landa Evr-
ópusambandsins samþykktu í gær
að bjarga heimastjórn Palest-
ínumanna frá fjárhagslegu hruni
með því að bjóða henni aðstoð að
andvirði 120 milljóna evra, sem sam-
svarar 9,4 milljörðum króna. Fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
sagði að aðstoðin ætti að nægja pal-
estínsku heimastjórninni fyrir
„brýnustu nauðsynjum“ næstu tvo
mánuði. Evrópusambandið skuld-
batt sig ekki til að veita Palest-
ínumönnum frekari aðstoð eftir að
Hamas myndar nýja heimastjórn.
Deila TR og ljósmæðra
Samningur TR og Ljósmæðra-
félagsins vegna þjónustu við sæng-
urkonur í heimahúsum rennur út á
miðnætti, en viðræður um nýjan
samning hafa staðið yfir frá því í
október. 3% ber á milli aðila, en eng-
inn fundur er boðaður í dag og er út-
lit fyrir að þjónustan falli niður náist
ekki samningar fyrir miðnætti.
Hitti forseta Indlands
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
staðgengill utanríkisráðherra í op-
inberri heimsókn til Indlands, átti
annasaman dag í gær. Hún hitti
meðal annars forseta Indlands, vís-
inda- og rannsóknarmálaráðherra
og viðskiptaráðherra landsins.
Þá flutti hún ávarp á viðskiptaráð-
stefnu í Nýju-Delí og hvatti til þess
að viðskipti á milli ríkjanna tveggja
yrðu aukin.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 26
Fréttaskýring 8 Viðhorf 28
Úr verinu 13 Bréf 28
Viðskipti 14 Minningar 35/37
Erlent 15/16 Dagbók 40/43
Akureyri 18 Víkverji 40
Austurland 18 Velvakandi 41
Suðurnes 19 Staður og stund 41
Landið 19 Bíó 46/49
Daglegt líf 20 Ljósvakamiðlar 50
Menning 21, 43/45 Veður 51
Umræðan 22/29 Staksteinar 51
* * *
GEORG Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að
ekkert í fjarskiptum á milli þyrlnanna frá
varnarliðinu og danska hernum og björgunar-
aðilum á landi hefði tafið björgunaraðgerðir.
Fullt samband hefði verið við dönsku þyrl-
una frá upphafi og hefði stjórnstöð Landhelg-
isgæslunnar verið milliliður í samskiptum
þyrlusveitanna og björgunarmiðstöðvarinnar í
Skógarhlíð. Þegar þyrla varnarliðsins hafi lent
á jöklinum hafi ekki verið hægt að ná sam-
bandi við hana og því hafi flugvél Landhelg-
isgæslunnar verið send í loftið til að miðla upp-
lýsingum frá henni áfram til stjórnstöðvar í
Reykjavík.
Mismunandi fjarskiptatækni
Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar-
sviðs Landsbjargar, telur að fjarskipti á milli
þyrlnanna og björgunaraðila á landi hafi verið
góð, þeir hafi verið í sambandi við stjórnstöð í
Reykjavík sem miðlaði áfram upplýsingum til
þyrlnanna. Slíkt hafi verið venjan þegar ekki
er notast við þyrlur Landhelgisgæslunnar
vegna mismunandi fjarskiptatækni sem notuð
er.
Aðspurður hvort það truflaði aðgerðir björg-
unarmanna að þurfa að notast við milliliði sem
slíka í samskiptum við þyrlurnar sagði Gunnar
að það væri ákveðin truflun en þrátt fyrir það
hefði það engin áhrif haft á björgunaraðgerðir.
Af gjörgæsludeild
Maðurinn sem slasaðist alvarlega á laug-
ardaginn, eftir að jeppabifreið sem hann var í
féll niður 30 metra sprungu á Hofsjökli, út-
skrifast líklega af gjörgæsludeild Landspítala
–háskólasjúkrahúss í dag að sögn vakthafandi
læknis. Líðan mannsins er, að sögn, eftir at-
vikum góð og er hann á batavegi.
Telja ekkert í fjarskipt-
um hafa tafið aðgerðir
BJÖRGUNARAFREKIÐ á Hofs-
jökli á laugardag og aðfaranótt
sunnudags var unnið við erfiðustu
aðstæður, enda slysstaðurinn á
sprungusvæði í jöklinum og komu
150 manns að björguninni með ein-
um eða öðrum hætti. 30–40 manns
unnu að björguninni á sjálfum
slysstaðnum, en bílflakið lá á 25
metra dýpi í sprungunni á hliðinni
og á móti þeirri akstursstefnu sem
hann kom úr og hefur hann því
snúist þegar hann steyptist niður í
sprunguna.
Bíllinn var skorðaður á milli
veggja íssprungunnar sem þrengd-
ist eftir því sem neðar dró nokkru
fyrir ofan þann ís og snjó sem
hann hafði ýtt á undan sér sam-
anber meðfylgjandi teikningu.
Eins og sést einnig liggur aksturs-
stefna bílanna yfir íssprungu sem
liggur samhliða þeirri sem bíllinn
fór niður í og hefur opnast eftir að
bílarnir voru komnir yfir hana.
Það gerði aðstæður á björgunar-
stað einnig erfiðari en ella að snjó
og ís rigndi yfir björgunarmenn
meðan þeir voru við vinnu sína í
sprungunni.
Lá á hliðinni í öfugri akstursstefnu
!
"
!
"
#$%
&$%
!
'(
)
%
*
+%
,$
$
!
RANNSÓKNARDEILD á Akureyri hefur nú til
rannsóknar kynferðisbrotamál gagnvart manni
sem grunaður er um að hafa hringt í fjölda
barna og rætt við þau á klámfenginn hátt. For-
eldrar sex barna hafa lagt fram kæru gegn
manninum.
Fyrsta tilfellið kom upp í fyrravor þegar for-
eldrar 12 ára barns tilkynntu lögreglu að mað-
ur hefði hringt í heimilissíma þeirra og rætt
við barnið með mjög klámfengnum hætti. Núm-
erin sem hann hringdi úr eru óskráð og koma
ekki fram á númerabirti og er talið að mað-
urinn hafi viljandi gætt þess að hringja úr slík-
um númerum. Talið er að maðurinn hafi hringt
um 2.000 sinnum úr þeim á einu ári.
Börnin sem maðurinn hringdi í eru á aldr-
inum 12–13 ára, búsett víðs vegar um landið
og af báðum kynjum. Byrjaði maðurinn á því
að spyrja hvort foreldrar barnanna væru
heima og ef því var svarað neitandi hóf hann
að tala með klámfengnum hætti. Málið þykir
umfangsmikið og líklegt að maðurinn hafi
hringt í fleiri börn.
Grunaður um að hafa
rætt á klámfenginn hátt
við börn víða um land
VINKONUR og skólasystkin Höllu Margrétar
Ásgeirsdóttur, sem lést eftir bílslys á Bæjarbraut
í Garðabæ, krefjast þess að bærinn grípi til að-
gerða til þess að fyrirbyggja alvarleg umferð-
arslys við Bæjarbraut. Í því skyni hefur hópurinn
óskað eftir fundi með bæjarstjóranum á bæj-
arskrifstofu Garðabæjar síðdegis í dag.
„Það verður að gera eitthvað í þessu. Við förum
fram á það við bæjarstjóra að eitthvað verði gert í
þessari götu, enda leynist þar mikil slysahætta,“
segir Helga Sif Helgadóttir, vinkona Höllu Mar-
grétar. Bendir Helga á að allmörg slys hafi orðið á
Bæjarbrautinni á umliðnum árum. „Nákvæmlega
á þessum stað á götunni fyrir um fimmtán árum
varð banaslys og síðan þá hefur verið keyrt á
fjölda vegfarenda þarna þótt enginn hafi dáið þar
til nú. Við förum fram á að settar verði upp hraða-
hindranir og leyfilegur hámarkshraði lækkaður.“
Að sögn Helgu ætlar hópurinn að gefa bæj-
arstjóra Garðabæjar vikufrest til þess að taka af-
stöðu til þess hvað verði gert og skýra frá því op-
inberlega. „Ef bærinn ætlar ekki að bregðast við
með einhverjum hætti munum við hefja mótmæla-
stöður á slysstað og safna undirskriftum bæði
meðal vegfarenda sem og bílstjóra sem við mun-
um stoppa,“ segir Helga og tekur fram að hóp-
urinn finni fyrir mikilli samstöðu um málstaðinn,
bæði meðal íbúa hverfisins, sem og meðal kenn-
ara, nemenda og foreldra nemenda í Garðaskóla
þar sem Halla Margrét stundaði nám.
Morgunblaðið/Ásdís
Fjölmennur vinahópur Höllu Margrétar Ásgeirsdóttur heitinnar heldur á fund bæjarstjórans í Garðabæ í dag til þess að krefjast þess að gripið verði til
einhverra aðgerða við Bæjarbraut svo koma megi í veg fyrir alvarleg umferðarslys við götuna í framtíðinni.
Kalla eftir aðgerðum við Bæjarbraut
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is