Morgunblaðið - 28.02.2006, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞETTA hefur verið mjög annasamur dagur en
áhrifamikill,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, staðgengill utanríkisráðherra í opinberri
heimsókn til Indlands, í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi. „Hann byrjaði á áhrifamikinn hátt með
því að heimsækja staðinn þar sem ösku Mahatma
Gandhis var dreift. Þar logar bál og ég lagði krans
á minnismerkið. Ég held að þeir sem fari á þennan
stað skynji þann frið sem hann bar með sér, vilji
dreifa honum áfram og stuðla að því að hans hug-
sjónir verði til þess að gera heiminn betri.“
Þorgerður segir ljóst að mikill meðbyr sé með
því að styrkja tengsl Indlands og Íslands.
„Maður finnur það á öllum fundum og maður
þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Það eru
allir mjög velviljaðir og ýta frekar á eftir því að
menn haldi áfram með það sem er búið að byggja
upp,“ segir Þorgerður, sem hitti dr.A.P.J. Abdul
Kalam, forseta Indlands, í gær. „Það var gaman að
heyra og skynja hvað honum þótti vænt um heim-
sókn sína til Íslands í fyrra og hvað ferðin er hon-
um minnisstæð. Hann ræddi ýmsa hluti sem hann
upplifði á Íslandi og vildi fá að vita hvernig gengi
að vinna úr ýmsum hugmyndum sem komu upp þá
og í samskiptum okkar ráðherranna á ýmsum
sviðum.“
Á fundinum með forsetanum var meðal annars
rætt um tvíhliða samskipti ríkjanna á fjölmörgum
sviðum, einkum hvað varðar vísindi og tækni og
nefnir Þorgerður til dæmis svið ferðaþjónustu,
fiskveiðistjórnunar- og rannsókna og lífefnafræði.
Forsetinn lýsti yfir mikilli ánægju með stofnun ís-
lensks sendiráðs á Indlandi og áréttaði vilja Ind-
lands til að stofnsetja sendiráð Indlands á Íslandi.
„Við vorum sammála um að stofnun sendiráðs-
ins er skýr vísbending um að það býr fyllsta alvara
að baki því að efla tengslin, enda eru sóknarfærin
gríðarleg. Það er margt sameiginlegt með þjóð-
unum og útsjónarsömu fólki í viðskiptalífinu ætti
ekki að verða skotaskuld úr því að nýta tækifær-
in,“ segir Þorgerður.
Mikill áhugi á jarðskjálftarannsóknum
Hún átti einnig fund með Kapir Sibal, vísinda-
og rannsóknarmálaráðherra Indlands, í gær og
þar var meðal annars rædd samvinna Íslands og
Indlands á sviði jarðskjálftarannsókna og fram-
kvæmd samkomulags ríkjanna um vísindasam-
vinnu sem undirritað var í Reykjavík í haust.
„Það verður fundur á mánudaginn til að halda
áfram með þetta og hann sýndi jarðskjálftarann-
sóknum mikinn áhuga,“ segir Þorgerður. „Þjóðir á
þessu svæði vilja eðlilega efla þessar rannsóknir
eftir hörmungarnar í fyrra eftir fljóðbylgjuna
miklu. Það var greinilega ofarlega í hans huga að
auka þekkinguna og efla rannsóknir í þágu mann-
kyns.“
Ráðherra hitti einnig viðskiptaráðherra Ind-
lands, Shri Kamal Nath, í gær og ræddu þau
möguleika á vaxandi viðskiptum á milli landanna. Í
lok dags flutti Þorgerður ávarp á viðskiptaráð-
stefnu í Nýju-Delí en viðskiptasendinefnd á veg-
um Útflutningsráðs er með ráðherra í för. Þar
hvatti ráðherra meðal annars viðstadda til þess að
nýta sér þjónustu nýstofnaðs sendiráðs Íslands á
Indlandi.
Fulltrúar á þriðja tugar fyrirtækja eru í ferðinni
og segir Þorgerður á milli 40 og 50 manns sitja í
viðskiptanefndinni. Auk þess eru með í för starfs-
menn frá ráðuneytinu og sendiráðinu. Hún kveðst
viss um að heimsókn sem þessi skili árangri.
„Ég kom inn í þetta með skömmum fyrirvara
fyrir utanríkisráðherra en ég sé að utanríkisþjón-
ustan skilar miklu varðandi það að efla tengsl. Á
svona stöðum skiptir höfuðmáli að stjórnkerfið sé
að vinna með atvinnulífinu og sé jákvætt í þá veru
að efla samskipti ríkja eins og Íslands og Indlands.
Ef stjórnkerfið er með ganga hlutirnir betur fyrir
sig og þess vegna skila svona ferðir miklu,“ segir
hún. „Stjórnmálamenn og embættismenn
ríkjanna tala saman og leita leiða til að auðvelda
viðskiptalífinu og vísindafólkinu okkar að gera það
sem við ætlumst til að þeim, að efla samfélagið.“
Í dag hittir Þorgerður meðal annars forsætis-
ráðherra Indlands og síðan verður ferðinni haldið
áfram til Bombay, þar sem farið verður yfir fjár-
festingarmöguleika og fleira.
Meðbyr með því að efla
tengsl Íslands og Indlands
Þorgerður Katrín og Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands á Indlandi, lögðu í gær blómsveig á
bálfararstað Mahatma Gandhis og sagði Þorgerður áhrifaríkt að heimsækja þennan stað.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, staðgengill utanríkisráðherra á Indlandi, og dr. A.P.J. Abdul
Kalam, forseti landsins, rifjuðu meðal annars upp Íslandsheimsókn forsetans á síðasta ári.
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Í GREINAFLOKKI um ríkidæmi
og mannúð í nýjasta tölublaði tíma-
ritsins The Economist er Orri Vig-
fússon, formaður Verndarsjóðs
villtra laxastofna (NASF), ofarlega á
lista yfir leiðandi samfélagslega at-
hafnamenn í heiminum (e. social ent-
repreneurs). Bill Gates skorar hátt á
lista yfir gjafmilt efnamikið fólk og á
nýjasta lista Business Week yfir
gjafmildi hinna ríku síðastliðin fimm
ár vermir hann annað sætið á eftir
Gordon Moore, sem er einn af stofn-
endum Intel. Þá trónir sjóður hans
og konu hans, Melindu Gates, Bill &
Melinda Gates Foundation í efsta
sæti lista yfir góðgerðarstofnanir í
Ameríku og Evrópu.
Í blaðinu segir að mannúð
blómstri samfara fjölgun í hópi ster-
kefnaðra einstaklinga í heiminum.
Gjafmildi hinna ríku er einnig sagt
verða sífellt skipulagðara og mark-
vissara og að í raun sé í tísku meðal
ríka og fræga fólksins að gefa fjár-
muni í nafni mannúðar. Tískubylgj-
an er sögð afleiðing hraðrar auð-
æfamyndunar undanfarinna ára og
hinnar ójöfnu skiptingar ríkidæm-
isins. Fjölmiðlar eru sagðir hafa haft
lítinn áhuga á framlögum til líkn-
armála í gegnum tíðina en nú
keppist þeir við að setja saman gjaf-
mildislista yfir hina sterkefnuðu og
ávíta þá sem þeir álíta níska.
Íslendingur meðal
hinna leiðandi
Í grein um svonefndan mann-
úðarkapítalisma (e. philanthrocapi-
talism) er fjallað um hvernig leið-
andi mannúðarfrömuðir í dag sjái
sjálfa sig sem samfélagslega fjár-
festa (e. social investors) og í annarri
er fjallað um upp-
gang hins sam-
félagslega at-
hafnamanns. Þar
segir að sviss-
neski bankinn
UBS, sem hefur
marga af ríkustu
einstaklingum
heims meðal við-
skiptavina sinna,
sé með áhugaverða tilraun á sinni
könnu í samstarfi við Ashoka, sem er
alþjóðleg stofnun sem leitar uppi og
fjárfestir í leiðandi samfélagslegum
athafnamönnum. Markmiðið með til-
rauninni er að leiða saman tvo ólíka
hópa fólks sem hugsanlega myndu
annars ekki hittast.
„… við erum á krossgötum á milli
fjármagns og hugmynda – svo af
hverju ekki að leiða saman fólk með
fjármagn og fólk með hugmyndir?“
segir Martin Liechti, talsmaður
UBS.
Í greininni segir að hinir svoköll-
uðu samfélagslegu athafnamenn öðl-
ist trúverðugleika meðal hugs-
anlegra gefenda eða fjárfesta þegar
þeir séu valdir til að koma saman
ásamt moldríkum einstaklingum, og
að góðir möguleikar skapist í fram-
haldinu á að þeim takist að útvega
sér fjármagn eða annars konar
nauðsynlegan stuðning fyrir hug-
myndir sínar. Á lista blaðsins yfir tíu
leiðandi samfélagslega athafnamenn
í heiminum er Orri Vigfússon í góð-
um félagsskap með til dæmis Pearl
Nwashili hjá StopAIDS Org-
anisation í Nígeríu, Jeroo Billimoria
hjá ChildLine India Foundation í
Indlandi og Peter Eigen hjá Trans-
parency International í Þýskalandi.
The Economist fjallar um samfélagslega athafnamenn
Orri Vigfússon ofarlega á lista
Orri Vigfússon
DAGFORELDRUM í Reykjavík
hefur fjölgað upp á síðkastið en
dagvistunarplássin hjá þeim eru
umsetin. Frá því í byrjun febrúar
hafa einstaklingar sem eru byrj-
aðir á dagforeldranámskeiðum
getað sótt um bráðabirgðaleyfi og
starfað sem dagforeldrar. Á annan
tug einstaklinga úr Reykjavík hef-
ur sótt námskeiðin sem eru 70
klukkustundir og hófust 6. febr-
úar.
Flestir þessara nýju dagforeldra
eru í Breiðholti en engir hafa
komið úr Vesturbænum eða mið-
borginni, en þar hefur skortur á
dagforeldrum verið mestur.
Ástandið þar er því áfram erfitt.
Nú bíða um 30 til 40 börn eftir
vistun hjá dagforeldri. Regína Ás-
valdsdóttir, sviðsstjóri þjónustu-
og rekstrarsviðs Reykjavík-
urborgar, telur þessa tölu vera
nokkuð raunhæfa því foreldrar
brugðust vel við þeirri beiðni
borgaryfirvalda að skrá sig hjá
þjónustumiðstöðvum borgarinnar
til að hægt væri að meta eft-
irspurn í dagvistunarpláss. Hreyf-
ing hefur verið á dagvist-
unarplássum hjá dagforeldrum
þar sem töluvert af börnum kemst
inn á leikskóla um þessar mundir.
Leikskólastarfsmönnum hefur
farið fjölgandi og því hægt að taka
fleiri börn inn. Regína telur því
vera bjartara ástand framundan í
dagvistunarmálum barna.
Um 30–40
börn á bið-
lista hjá dag-
foreldrum
OLÍUFÉLAGIÐ ESSO hækkaði í
gær verð á bensíni um 2,50 kr. lítr-
ann og verð á gasolíu og dísilolíu
um 3 kr. lítrann. Eftir hækkunina
er algengt verð í sjálfafgreiðslu
111,70 kr. lítrinn og 110,70 kr. fyrir
dísilolíu.
Ástæða verðhækkunarinnar er
fyrst og fremst gengishækkun
Bandaríkjadals gagnvart íslenskri
krónu undanfarna viku, samkvæmt
upplýsingum olíufélagsins, en verð-
hækkunin nú kemur í kjölfar
þriggja verðlækkana síðastliðinn
hálfan annan mánuð þar sem lítrinn
af bensíni lækkaði samanlagt um
3,50 kr.
OLÍS hækkaði verð á eldsneyti
einnig í gær, en Skeljungur hafði
ekki gert það undir kvöld í gær og
ekki heldur Atlantsolía.
Bensínlítrinn
hækkar um 2,50 kr.
MIKIÐ var um sjúkraflutninga á
höfuðborgarsvæðinu í gær en um
níuleytið í gærkvöldi höfðu
sjúkraflutningarnir verið um 56
talsins. Samkvæmt upplýsingum
frá Slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins þykir þetta vera talsverður
erill, en um fjögurleytið hafði
verið farið í 42 sjúkraflutninga.
Væri þetta til marks um að
sjúkraflutningar hefðu aukist
mikið undanfarið því að erill sem
þessi sæist mun oftar en áður.
Mikið hefði verið um smáslys og
nokkur tilfelli alvarlegra veik-
inda.
Erill í sjúkraflutn-
ingum á höfuð-
borgarsvæðinu
MÁL olíufélaganna þriggja gegn
Samkeppniseftirlitinu og fjár-
málaráðuneytinu vegna sekta fyrir
ólöglegt samráð verður tekið fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en
olíufélögin vilja fá þeirri stjórn-
valdsákvörðun hrundið. Áður hafa
báðir aðilar lagt fram grein-
argerðir í dóminum.
Fyrirtaka í máli
olíufélaganna