Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 8

Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við hefðum ekki þurft að hafa áhyggjur af lendingunni ef hann hefði ekki verið í þessu megrunarveseni, Dóri minn. ÁrsreikningurByggðastofnunar-innar 2005 endur- speglar þá erfiðleika sem stofnunin hefur glímt við. Þar vekur m.a. athygli hve mikið hefur dregið úr hreinum vaxtatekjum á undanförnum árum. Í fyrra voru þær rúmar 140 milljónir, 274 milljónir 2004, 442 milljónir 2003 og 520 milljónir 2002. Eigið fé hefur rýrnað ár frá ári og var í fyrra rúmur milljarð- ur frá því að vera tæpir 1,7 milljarðar á árunum 2003 og 2002. Páll Magnússon, aðstoðarmað- ur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, stýrði starfshópi sem falið var að fjalla um vanda Byggðastofnunar á liðnu hausti. Eftir að starfshóp- urinn skilaði tillögum 29. nóvem- ber sl. og ríkisstjórnin hafði fjallað um fjárhagsvanda stofnunarinnar var ákveðið að iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti hæfu vinnu við að skoða atvinnuþróunarstarfsemi þessara ráðuneyta. Sérstaklega skyldi hugað að frekari samþætt- ingu starfsemi Byggðastofnunar, Impru, Iðntæknistofnunar, Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins, Fjárfestingastofu, Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins, vaxtarsamninga og annarrar at- vinnuþróunarstarfsemi ráðuneyt- anna tveggja. Einnig átti að þróa nýjar fjármögnunarleiðir atvinnu- lífs, m.a. í samvinnu við banka og önnur fjármálafyrirtæki. Páll hefur tekið þátt í vinnu samkvæmt ofangreindri stefnu- mótun. Hann segir enn ekki ljóst hvaða leiðir verði farnar né hve- nær tillögur um nýskipan verði lagðar fram. Þó sagði hann að krefjist tillögurnar lagabreytinga verði reynt að leggja þær fyrir yf- irstandandi þing. Undirbúnings- vinnan hefur m.a. falist í að kanna hvernig staðið er að atvinnuþróun í nálægum löndum. Ráðuneytis- menn og fulltrúar stofnana sem sinna atvinnuþróun fóru m.a. til Finnlands, Skotlands og Írlands í janúar síðastliðnum þeirra erinda. Aukin samkeppni sumstaðar Aðalsteinn Þorsteinsson, for- stjóri Byggðastofnunar, sagði eig- infjárhlutfallið enn fyrir ofan 8% en staða stofnunarinnar væri „brothætt“ því ekki væri upp á mikið að hlaupa. Í Morgunblaðinu sl. sunnudag var haft eftir Herdísi Sæmundardóttur, formanni stjórnar Byggðastofnunar, að bankarnir hefðu boðið í bestu við- skiptavinina og stofnunin sæti eft- ir með veikara lánasafn fyrir vikið. Aðalsteinn sagði að með aukinni samkeppni á lánamarkaði hefðu margir viðskiptavinir stofnunar- innar fengið tilboð frá bönkum um betri vexti. „Það er mjög gott byggðamál og lánastarfsemi á vegum hins op- inbera þarf að geta lagað sig að markaðsaðstæðum. Þetta hefur sveiflast til og frá og er ábyggilega ekki hætt að sveiflast.“ Aðalsteinn segir ljóst að brest- ur sé á lánsfé til atvinnustarfsemi á „jaðarsvæðum“. T.d. sunnan- verðum Vestfjörðum, norðvestur- landi, norðausturlandi frá Húsa- vík að Vopnafirði og suðausturlandi frá Stöðvarfirði og suður úr. „Afleiðingin er sú að við sitjum eftir með vandamálin að einhverju leyti og brothættara lánasafn en ella,“ sagði Aðal- steinn. „Þótt það hafi verið mikið tap á stofnuninni í gegnum tíðina hafði hún svo miklar vaxtatekjur að hún gat staðið undir því. Nú hafa vaxtatekjurnar minnkað svo gríðarmikið að við stöndum ekki undir því lengur.“ Aðalsteinn segir að lán til smærri útgerða, sem eiga fisk- veiðiheimildir, séu nær horfin frá Byggðastofnun. Þær eigi mjög greiðan aðgang að lánsfé og stofn- unin hafi ekki tapað á að lána slík- um aðilum. Ferðaþjónustan á landsbyggðinni gekk í gegnum mikinn hreinsunareld 2001–2002 og tapaði Byggðastofnun miklu á lánum til hennar. Margar eignir voru innleystar og hefur tekist að selja megnið af þeim. Þegar útlán voru stöðvuð í haust biðu um 20 erindi af- greiðslu. Aðalsteinn segir að búið sé að vinna úr þeim flestum. Um- sóknum hefur fjölgað mjög frá því um síðustu áramót. Flestar koma frá „jaðarsvæðunum“ sem fyrr var lýst en úr mörgum atvinnu- greinum. „Ef til vill er lánamark- aðurinn að flokka atvinnulífið svona – eftir landsvæðum,“ sagði Aðalsteinn. „Lánastarfsemi Byggðastofnunar hlýtur að hafa þann eina tilgang að tryggja lág- marksaðgengi að fjármagni. Hún á ekki að keppa við bankana, en vera valkostur við þá eða vinna með þeim. Það þykir mér best þegar samvinna tekst með Byggðastofnun og bönkunum.“ Byggðastofnun hefur heimild til að ábyrgjast lán og hefur gert það í afmörkuðum verkefnum. Aðal- steinn segir að það hafi yfirleitt tekist mjög vel, t.d. við að ábyrgj- ast afurðalán sláturleyfishafa 2001–2003 og að ábyrgjast upp- byggingu nemendagarða háskóla á landsbyggðinni. Aðalsteinn kvaðst þó hafa miklar efasemdir um að stofnunin ætti að fara alfar- ið út í að ábyrgjast lán fremur en að veita lán. Fréttaskýring | Lánastofnanir velja landsvæði Byggðastofnun í biðstöðu Unnið að endurskoðun fjármögnunar at- vinnuþróunar- og byggðamála í landinu Byggðastofnun hefur stutt ferðaþjónustu. Lánveitingum var hætt um tíma en eru hafnar á ný  Í fyrra hætti Byggðastofnun lánveitingum um hríð þegar eig- infjárhlutfallið fór niður fyrir 8% lágmark sem krafist er af fjár- málafyrirtækjum. Lánveitingar hófust þó aftur og samkvæmt ný- birtum ársreikningi 2005 var eiginfjárhlutfallið 8,2% í árslok 2005. Eftir hremmingarnar í fyrra voru boðaðar aðgerðir af hálfu iðnaðarráðherra til mót- unar framtíðarstefnu varðandi byggða- og atvinnuþróun. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is AÐ öllu jöfnu gefur það ekki tilefni til afsláttar eða skaðabóta, komist kaupandi húseignar að raun um að sá fermetrafjöldi sem upp var gef- inn við kaup fasteignar reynist ekki réttur, svo framarlega að frávikið sé ekki umtalsvert, að sögn Mar- grétar Hauksdóttur, aðstoðarfor- stjóra Fasteignamats ríkisins (FMR). Þær reglur um stærðar- mælingar húsa sem gilda í dag voru settar árið 1995, en samkvæmt þeim er flatarmál fundið út með því að draga flatarmál stigaopa og rým- is sem er undir 1,80 m á hæð, frá botnflatarmáli. „Þessar reglur um stærðarmæl- ingar og skráningu mannvirkja birt- ast sem fylgiskjal, bæði með reglu- gerð um eignaskiptayfirlýsingar og með reglugerð um fasteignaskrán- ingu og fasteignamat,“ segir Mar- grét. Ekki hafi verið ráðist í það frá árinu 1995 að endurmæla allar hús- eignir, enda taki hinar nýju reglur við af þeim eldri og þær séu skýrar. Margrét bendir á að í lögum um fasteignakaup sé kveðið á um rétt- indi kaupenda, reynist fermetra- fjöldi í eign ekki sá sem gefinn var upp við sölu. Í lögunum sé lögð mik- il áhersla á að fólk sé að kaupa þá fasteign sem það hefur skoðað, þótt eignin reynist nokkrum fermetrum minni en gefið var upp, sé hún mæld að nýju. Það gefi að öllu jöfnu ekki tilefni til afsláttar eða skaða- bóta nema verulega miklu muni, eða í þeim tilvikum þar sem hátt- semi seljanda teljist stórfellt gá- leysi. Sveitarfélög sendi FMR upplýsingar Margrét segir allar upplýsingar um stærð eigna berast Fasteigna- mati ríkisins frá byggingarfulltrú- um í hverju sveitarfélagi. Byggingarfulltrúar og byggingar- nefndir samþykki allar teikningar og gefi byggingarleyfi og það sé skylda sveitarfélaga að senda FMR upplýsingar um allar nýjar fast- eignir og breytingar á þeim. FMR sé í raun móttökustjórnvald sem svo sjái um að setja upplýsingar um fasteignir inn í eina skrá. Seljendur fasteigna eru að öllu jöfnu ekki skaðabótaskyldir þótt uppgefinn fermetrafjöldi reynist ekki réttur Áhersla í lögum á ábyrgð kaupenda FASTEIGNAMAT ríkisins hefur hlotið vottun frá Bresku staðla- stofnuninni, BSI, samkvæmt staðli um stjórnun upplýsingaöryggis. Undirbúningur vottunarinnar hef- ur staðið í 3 ár og hefur IMG ráð- gjöf aðstoðað Fasteignamat rík- isins við undirbúning og innleiðingu. Fasteignir eru verðmætasta eignasafn landsmanna. Í Landskrá fasteigna, sem Fasteignamat rík- isins heldur, er að finna marg- þættar upplýsingar um fasteignir. Auk upplýsinga um lóðir og jarðir, gerð og eiginleika bygginga og fasteignamat og brunabótamat þeirra, eru í skránni þinglýstar upplýsingar um eigendur, veðbönd og kvaðir auk upplýsinga um fast- eignamarkaðinn og þróun hans. Frá og með næsta ári leggja sveit- arfélög fasteignaskatta og fast- eignagjöld á í skránni. Fasteignamat ríkisins er eina opinbera stofnunin hér á landi sem hlotið hefur vottun sam- kvæmt BS 7799-2:2002 staðlinum en fimm íslensk fyrirtæki hafa hlotið þessa vottun, segir í frétta- tilkynningu. Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, tekur á móti stað- festingarskjali um vottun á stjórnun upplýsingaöryggis frá Árna H. Krist- inssyni, framkvæmdastjóra BSI á Íslandi. Á myndinni eru einnig Jónas Sturla Sverrisson frá IMG ráðgjöf, Sólveig J. Guðmundsdóttir gæðastjóri, Margrét Hauksdóttir aðstoðarforstjóri og Sigurjón Friðjónsson, for- stöðumaður tölvudeildar hjá Fasteignamati ríkisins. Fasteigna- mat ríkisins fær vottun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.