Morgunblaðið - 28.02.2006, Qupperneq 11
gengið nægilega vel. Það hefði Eyj-
ólfur hins vegar ekki séð fyrr en
eftir á, enda hefði hann ekki séð
um dagleg fjármál félagsins. Það
hefði frekar verið í verkahring Sig-
urðar Ragnarssonar eða Gunnars
Smára Egilssonar.
Hinn 21. júní 2002 var Svavar
handtekinn og færður til yfir-
heyrslu. Þá fyrst sagði Eyjólfur að
hann hefði fengið að vita að reikn-
ingurinn var yfirdreginn. Í fram-
haldinu hefði sér og öðrum eig-
endum Fréttablaðsins ehf. verið
það ljóst að reksturinn myndi ekki
ganga upp, og var félagið selt
skömmu síðar. Ekki kom til
greiðslna vegna þessa, heldur yf-
irtóku nýir eigendur skuldir.
Eyjólfur var einnig ákærður fyr-
ir að hafa sem stjórnarformaður
Dagsprents hf. brotið gegn lögum
um staðgreiðslu opinberra gjalda á
tímabilinu frá mars 2001 fram í
ágúst það sama ár, samtals að upp-
hæð rúmar tvær milljónir króna.
Dagsprent gaf út dagblaðið Dag á
Akureyri, en félagið varð gjald-
þrota á þessum tíma. Eyjólfur seg-
ir að vegna þess hafi verið lítil
starfsemi í félaginu, og fáir eða
engir starfsmenn. Hann hafi talið
opinber gjöld í skilum, en vitað að
framkvæmdastjóri og aðrir starfs-
menn hafi átt þar inni laun.
Eyjólfur var ásamt tveimur öðr-
um ákærður fyrir brot á lögum um
virðisaukaskatt og brot gegn lögum
um staðgreiðslu opinberra gjalda
vegna fyrirtækisins Nota Bene hf.
á tímabilinu frá júlí 2001 til apríl
2002, en hann var stjórnarmaður í
félaginu á þeim tíma. Talið er að
ekki hafi verið greiddir svokallaðir
vörsluskattar að upphæð samtals
32,8 milljónir króna.
Spurður af sækjanda sagði Eyj-
ólfur að ljóst hefði verið á stjórn-
arfundi um haustið eða sumarið
2001 að vanskil væru á vörsluskött-
um, tekið hefði verið hart á því og
rætt um að selja fasteign félagsins.
Það hefði hins vegar ekki verið
gert og ekkert hefði gerst í málinu
næstu mánuði. Eftir það hefði verið
rætt að auka hlutafé eða koma öðr-
um félögum inn í reksturinn, en
það hefði ekki heldur gengið, og fé-
lagið verið tekið til gjaldþrota-
skipta nokkru síðar.
Stjórnarseta vinargreiði
Eyjólfur sagðist ekki hafa skipt
sér mikið af rekstrinum, hann hefði
litið á setu sína í stjórninni sem
vinargreiða, enda hefði félagið ekki
fallið að rekstri Frjálsrar fjölmiðl-
unar, þar sem hann var fram-
kvæmdastjóri og einn aðaleigenda.
Eignarhaldið hefði verið á þann
veg að Frjáls fjölmiðlun, Kassa-
gerðin, Hans Pedersen og Mar-
teinn Kr. Jónasson, framkvæmda-
stjóri Nota bene, hefðu átt yfir 90%
í félaginu.
Eyjólfur sætir einnig ákæru
vegna brota á lögum um vörslu-
skatta vegna Póstflutninga ehf.,
þar sem hann var stjórnarmaður,
en meint brot voru framin á tíma-
bilinu frá maí 2001 til desember
sama ár, og snúast um samtals
tæplega 5,4 milljónir króna.
Sagði Eyjólfur að í því tilviki
hefði verið um að ræða ágreining
við skattayfirvöld um það hvort fé-
laginu bæri að skila virðisauka-
skatti. Félagið hefði borið efni í
hús, og því verið eins konar póst-
þjónusta, og ágreiningur hefði ver-
ið milli félagsins og ríkisskattstjóra
um hvort sú starfsemi væri virð-
isaukaskattsskyld.
Úrskurður gekk í málinu seint í
október 2001, og segir Eyjólfur það
sinn skilning að endurskoðendur
félagsins hafi verið beðnir að áfrýja
þeim úrskurði. Valdimar Grímsson,
framkvæmdastjóri félagsins, hafi
vakið athygli sína á skuldinni í
október, og reynt að semja við
skattayfirvöld.
Eyjólfur sagði ástæður þess að
ekki voru staðin skil á opinberum
gjöldum þær að hann hefði einfald-
lega ekki talið að starfsmenn væru
hjá fyrirtækinu fyrir þá mánuði
sem ákært væri vegna, í nóvember
og desember 2001. Trúlega væri
þar um að ræða starfsmenn í upp-
sagnarfresti.
Erfiðlega gekk að greiða laun
Eyjólfur var í ákæru gefið að sök
viðlíka brot á skilum vörsluskatta
vegna Visir.is, þar sem hann var
stjórnarformaður. Meint brot áttu
sér stað frá september til desem-
ber 2001, og er upphæðin sem
ákært er vegna tæpar 5,6 milljónir
króna. Sækjandi spurði Eyjólf út í
framburð Sigurðar Ragnarssonar
hjá lögreglu, þess efnis að Eyjólfur
hefði farið með fjármálastjórn fé-
lagsins. Eyjólfur sagðist hafa fylgst
vel með og aðstoðað, en ekki komið
að rekstrinum frá degi til dags.
Hann staðfesti að erfiðlega hefði
gengið að innheimta skuldir Vis-
ir.is, en greiddur hefði verið virð-
isaukaskattur af öllu sem náðst
hefði að innheimta. Hann sagðist
ekki hafa vitað af vörsluskattaskuld
fyrr en eftir desember, Sigurður
hefði verið tekinn við á þeim tíma,
og unnið við hlið fráfarandi fram-
kvæmdastjóra. Þeir hefðu líklega
ekki séð ástæðu til að tilkynna sér
það. Hann sagðist þó hafa vitað af
því að erfiðlega hefði gengið að
greiða starfsfólki laun, það hefði
hann heyrt í samtölum og í gegnum
tölvupóstssamskipti við starfsfólk.
Ágreiningur virðist uppi um
hvort Sigurður hafi í raun að fullu
tekið við starfi framkvæmdastjóra.
Tilkynnt var til hlutafélagaskrár að
hann hefði tekið við starfi fram-
kvæmdastjóra, en ekki tilkynnt að
fráfarandi framkvæmdastjóri væri
hættur. Ennfremur benti verjandi
Sigurðar á að hann hefði ekki haft
prókúrurétt á reikningum félags-
ins, né hefði hann skrifað undir
ráðningarsamning. Eyjólfur sagði
þó að í sínum huga væri ljóst að
Sigurður hefði að fullu tekið við
starfi framkvæmdastjóra.
Sjötta ákæran gegn Eyjólfi snýr
að því að Fréttablaðið ehf. hafi ekki
staðið skil á vörslusköttum að upp-
hæð 11,4 milljónir króna, á tíma-
bilinu frá janúar 2002 til október
2002. Á þeim tíma var Eyjólfur
stjórnarformaður Fréttablaðsins.
Hann sagði að miklar útistandandi
skuldir hefðu hrannast upp á þeim
tíma, líklega hefðu um 85 milljónir
verið útistandandi á tímabili.
Eyjólfur sagðist hafa frétt af því
í yfirheyrslu hjá skattrannsóknar-
stjóra að ekki hefði verið í lagi með
vörsluskattaskil, en það hefði verið
í nóvember 2002. Sumarið áður
hefði hann vitað af vandræðum, þar
sem á tímabili hefði staðið til að
innsigla fyrirtækið. Hann sagði að
komið hefði verið í veg fyrir það
með loforðum um greiðslu á úti-
standandi skuld.
Eyjólfur segir að skuldin hafi
verið greidd, og hann m.a. fengið
staðfestingu á skuldleysi frá skatta-
yfirvöldum sem hann hafi veifað
framan í starfsmenn á starfs-
mannafundi til að sannfæra þá um
að staðan væri viðunandi. Í ljós hafi
hins vegar komið að um hafi verið
að ræða áætlun af hálfu skattyfir-
valda, en rauntalan hafi verið mun
hærri, sem hann hafi ekki gert sér
grein fyrir.
Síðasta ákæran gegn Eyjólfi
snýr að ÍP-prentþjónustu ehf., þar
sem Eyjólfur var stjórnarmaður,
en ÍP-prentþjónusta var dóttur-
félag Ísafoldarprentsmiðju. Þar er
ákært vegna vangoldinna vörslu-
skatta að upphæð samtals 6,9 millj-
ónir króna sem áttu að greiðast á
tímabilinu nóvember 2001 til apríl
2002.
Eyjólfur segir að hann hafi talið
að Ólafur Haukur Magnússon, sem
einnig er ákærður fyrir þetta
meinta brot, hafi ætlað að greiða
upp allar skuldir á vörslusköttum
eftir að hann keypti félagið vorið
2002. Það hafi hins vegar aðeins
verið gert vegna Ísafoldarprent-
smiðju hf., en ekki ÍP-prentþjón-
ustu. Í síðarnefnda félaginu hafi
raunar ekki verið haldnir stjórn-
arfundir, heldur hafi félagið allt að
því verið rekið eins og deild innan
Ísafoldarprentsmiðju.
Ísafold í spennitreyju
Eyjólfur var spurður af verjanda
Sveins Eyjólfssonar, sem einnig er
ákærður vegna þessa máls, hvort
lýsing Ólafs Hauks við rannsókn
málsins væri rétt. Þar lýsti hann
því að Ísafoldarprentsmiðju hefði
verið haldið í spennitreyju með því
að stjórnendur – Sveinn og Eyjólf-
ur – hefðu látið félög í sinni eigu
greiða prentsmiðjunni seint og illa.
Eyjólfur sagði þá lýsingu ekki
sanngjarna, aðeins Fréttablaðið
hefði verið í eigu þeirra Sveins, og
önnur félög hefðu einnig skuldað
Ísafold. Skuld Fréttablaðsins hefði
verið gerð upp, og á tímabili hefði
félagið bara skuldað prentsmiðj-
unni tvær milljónir króna, sem ekki
teldist mikið miðað við milljarða-
veltu Ísafoldar.
Sjá einnig frétt á næstu síðu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verjandi eins sakborninga ræðir við fulltrúa ákæruvaldsins í réttarsal héraðsdóms í gær.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 11
FRÉTTIR
Í ÁKÆRU ríkissaksóknara eru tíu
einstaklingar bornir sökum vegna
starfa þeirra sem framkvæmda-
stjórar, stjórnarformenn eða
stjórnarmenn í samtals átta fyr-
irtækjum. Ákært er fyrir umboðss-
vik, brot á lögum um virð-
isaukaskatt, og brot á lögum um
staðgreiðslu opinberra gjalda.
Ef umboðssvik sannast á ákærðu
er heimilt að dæma þá í allt að
tveggja ára fangelsi. Ef brot á ann-
að hvort lögum um virðisaukaskatt
eða brot á lögum um staðgreiðslu
opinberra gjalda sannast er heimilt
að dæma ákærðu til greiðslu sektar
allt frá tvöfaldri og upp að tífaldri
þeirri upphæð sem vanrækt var að
skila. Ef brotin þykja stórfelld ligg-
ur einnig við þeim allt að sex ára
fangelsisdómur.
Eyjólfur Sveinsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Frjálsrar Fjöl-
miðlunar og annar eigenda á meiri-
hluta hlutafjár í Frjálsri Fjöl-
miðlun, er ákærður í sjö af
ákæruliðunum í málinu.
Fyrir umboðssvik, sem stjórn-
arformaður og daglegur stjórn-
andi Visis.is ehf.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem stjórn-
arformaður og daglegur stjórn-
andi Visis.is ehf.
Fyrir brot gegn lögum um stað-
greiðslu opinberra gjalda sem
stjórnarformaður Dagsprents
hf.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem stjórn-
arformaður Nota bene hf.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem daglegur
stjórnandi og fulltrúi í stjórn
Póstflutninga ehf.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem stjórn-
arformaður Fréttablaðsins ehf.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem fulltrúi í
stjórn ÍP-prentþjónustu ehf.,
dótturfélags Ísafoldarprent-
smiðju.
Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi
stjórnarformaður Frjálsrar Fjöl-
miðlunar og annar eigenda á meiri-
hluta hlutafjár í Frjálsri Fjöl-
miðlun, er ákærður í málinu.
Fyrir brot gegn lögum um stað-
greiðslu opinberra gjalda sem
stjórnarmaður Dagsprents hf.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem fulltrúi í
stjórn Fréttablaðsins ehf.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem stjórn-
arformaður ÍP-prentþjónustu
ehf., dótturfélags Ísafold-
arprentsmiðju.
Marteinn Kristinn Jónasson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri Nota
Bene hf., er ákærður.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem stjórn-
arformaður Markhússins-
markaðsstofu ehf.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem fram-
kvæmdastjóri Nota bene hf.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem fram-
kvæmdastjóri og fulltrúi í stjórn
Info skiltagerðar ehf. Info
skiltagerð tengdist ekki Frjálsri
fjölmiðlum ehf., ólíkt öðrum fé-
lögum sem ákært er vegna.
Svavar Ásbjörnsson, fyrrverandi
fjármálastjóri Vísis.is ehf., sætir
ákæru.
Fyrir umboðssvik, sem fjár-
málastjóri Visis.is ehf.
Karl Þór Sigurðsson, fyrrverandi
stjórnarmaður í Nota Bene hf., er
ákærður vegna eins brots.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem fram-
kvæmdastjóri Nota bene hf.
Ómar Geir Þorgeirsson, fyrrver-
andi stjórnarmaður í Markhúsinu-
markaðsstofu ehf., er ákærður.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem fulltrúi í
stjórn Markhússins-markaðs-
stofu ehf.
Sigurður Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Visis.is., sætir
ákæru.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem fram-
kvæmdastjóri Visis.is ehf.
Ólafur Haukur Magnússon, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri ÍP-
prentþjónustunnar ehf., er ákærð-
ur.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt og fyrir brot gegn
lögum um staðgreiðslu op-
inberra gjalda sem fram-
kvæmdastjóri ÍP-prentþjónustu
ehf.
Valdimar Grímsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Póstflutninga
ehf., er ákærður í málinu.
Fyrir brot á lögum um virð-
isaukaskatt sem fram-
kvæmdastjóri Póstflutninga ehf.
Sverrir Viðar Hauksson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Markhúss-
ins-markaðsstofu ehf., er ákærður.
Fyrir brot gegn lögum um stað-
greiðslu opinberra gjalda sem
framkvæmdastjóri Markhúss-
ins-markaðsstofu ehf.
Tíu einstaklingar ákærðir