Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 13
FRÉTTIR
ÚR VERINU
NÍTJÁN af helstu skipstjórum
loðnuflotans hafa sent frá sér yfir-
lýsingu þar sem lýst er fullum stuðn-
ingi við það framtak Hafrannsókna-
stofnunar og Hampiðjunnar að
rannsaka atferli loðnunnar og
hvernig hún bregst við þegar notuð
er flotvarpa við veiðar á loðnu.
Skipstjórarnir rifja upp umræður
sem fram hafa farið að undanförnu
um notkun flotvörpu við loðnuveiðar
og hugsanleg neikvæð áhrif hennar
á atferli loðnunnar. „Það er því fagn-
aðarefni að nú sé verið að rannsaka
með nýjustu neðansjávarmyndtækni
um borð í Árna Friðrikssyni hvað sé
raunverulega að gerast við veiðar á
loðnu með flotvörpu. Við bindum því
miklar vonir við að rannsóknirnar
leiði til áframhaldandi þróunar á
skilvirkara veiðarfæri en áður og að
sátt náist um notkun þess við loðnu-
veiðar,“ segir í yfirlýsingunni.
Skipstjórarnir sem skrifa undir
yfirlýsinguna eru: Arngrímur
Brynjólfsson á Vilhelm Þorsteins-
syni EA, Bjarni Bjarnason á Súlunni
EA, Gísli Runólfsson á Bjarna Ólafs-
syni AK, Guðjón Jóhannsson á Há-
koni EA, Guðlaugur Jónsson á Ing-
unni AK, Guðmundur Huginn
Guðmundsson á Hugin VE, Guð-
mundur Þ. Jónsson á Baldvin Þor-
steinssyni EA, Halldór Jónasson á
Jónu Eðvalds SF, Hörður Guð-
mundsson á Þorsteini ÞH, Jón Ey-
fjörð á Sighvati Bjarnasyni VE, Lár-
us Grímsson á Sunnubergi NK,
Maron Björnsson á Guðmundi Ólafi
ÓF, Ómar Sigurðsson á Guðrúnu
Þorkelsdóttur SU, Sigurður Bjarna-
son á Björgu Jónsdóttur ÞH, Sig-
urjón Valdimarsson á Beiti NK,
Sturla Einarsson á Guðmundi VE,
Sturla Þórðarson á Berki NK, Þor-
steinn Kristjánsson á Aðalsteini
Jónssyni SU og Þórður Magnússon
á Engey RE.
Hvetja til rannsókna á
loðnuveiðum með flotvörpu
Morgunblaðið/Kristján
VEL tókst til á hinum árlega Skrúfu-
degi Fjöltækniskóla Íslands sem
haldinn var síðastliðinn laugardag.
Skrúfudagurinn er kynningardagur
skólans og var haldinn í 44. skipti.
Starfsvika skólans hefst á Skrúfu-
daginn og þá er nemendum gefinn
kostur á að heimsækja fyrirtæki og
stofnanir sem tengjast námi eða
starfi.
Á laugardaginn var fólki boðið í
heimsókn til að kynna sér aðstöðu
skólans og fyrirtæki kynntu starf-
semi sína.
Morgunblaðið/RAX
Dagur tileinkaður skrúfunni
AF þeim 27 ráðherrum Sjálfstæð-
isflokksins sem setið hafa í rík-
isstjórn frá árinu 1944 til 2005,
hafa 19 þeirra setið í stjórnum
ungliðahreyfinga flokksins, eða
um 70,4%. Þetta kemur fram í
BA-ritgerð Jóhanns Bjarna Kol-
beinssonar, sem útskrifaðist frá
stjórnmálafræðiskor Háskóla Ís-
lands á laugardaginn, en í ritgerð-
inni er gerð úttekt á öllum þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins á
árunum 1944–2005 og þátttöku
þeirra í ungliðastarfi flokksins.
Jóhann Bjarni segir ljóst að
tengsl sem þróast frá ungliðaár-
unum geti haft mikla þýðingu fyr-
ir ráðningarnar.
Virk þátttaka skilar árangri
Í rannsókninni er leitast eftir
því að kanna tengsl milli stjórn-
arsetu í ungliðahreyfingum Sjálf-
stæðisflokksins og setu á þingi
fyrir flokkinn á árunum 1944–2005
en á þeim tíma hafa 96 þingmenn
setið á þingi fyrir flokkinn. Jó-
hann Bjarni segir að hann hafi
valið að skoða flokkinn vegna
stærðar hans í íslenskum stjórn-
málum, en á þessu 61 ári hefur
flokkurinn verið í ríkisstjórn í tæp
50 ár. Því hafi það verið áhuga-
vert, og ekki síður mikilvægt, að
skoða hvernig þessi valdamesti
stjórnmálaflokkur landsins er
byggður upp og skipulagður.
Í rannsókninni kemur fram að
af þessum 96 þingmönnum flokks-
ins hafi um 40% setið í stjórnum
ungliðahreyfinga flokksins, en Jó-
hann Bjarni segir að þó að það sé
nokkuð hátt hlutfall sé ekki hægt
að draga neinar sterkar ályktanir
um stjórnarsetuna.
Hins vegar sé nokkur munur á
meðalaldri þeirra þingmanna sem
setið hafa í stjórnum ungliðahreyf-
inga flokksins og þeirra sem ekki
hafa gert það því þegar þeir setj-
ast á þing munar tæpum átta ár-
um. Meðalaldur þeirra sem setið
hafa í stjórnum ungliðahreyfinga
flokksins er 39,61 ár en 47,26 ár
hjá þeim sem ekki hafa setið í
stjórnum. Jóhann Bjarni segir að
samkvæmt þessu mætti segja að
þátttakan í ungliðastarfinu sé
ákveðinn „stökkpallur“ á þing og
ef til vill séu sumir að stytta sér
leið á þing með þátttöku í ungliða-
starfinu.
Kynjaójafnvægi
snemma á ferð
Einnig kemur fram í ritgerðinni
að ójafnvægi kynjanna komi
snemma fram í starfi flokksins. Ef
litið er á kynjahlutföll þingmanna
frá árinu 1944 hafa 85,4% verið
karlar á móti 14,6% kvenna. Hlut-
föll kynjanna í stjórn SUS á sama
tímabili eru sláandi líkar en þar
hafa 85% stjórnarmanna verið
karlar á móti 15% kvenna.
Jóhann Bjarni segir að þegar
litið sé á niðurstöður rannsókn-
arinnar sjáist nokkuð sterkt sam-
band á milli stjórnarsetu í ungliða-
hreyfingum og setu á þingi fyrir
flokkinn. Flokkurinn geti notað
ungliðastarfið til að ala upp fram-
tíðarstjórnmálamenn og leiðtoga
auk þess sem starfið sé griða-
staður fyrir þá sem hafa metnað
og áhuga á því að ná langt í
stjórnmálum. Þó geta gallar verið
á þessari þátttöku og bendir Jó-
hann Bjarni meðal annars á að
hún geti leitt til pólitískrar
blindni, þ.e. að hugsjónir og mál-
efni manna geta vikið fyrir tryggð
þeirra við flokkinn eða forystu
hans.
Jóhann Bjarni bendir enn-
fremur á að þrátt fyrir galla hafi
ungliðastarfið verið flokknum
mjög mikilvægt og ljóst sé að það
hafi styrkt hann mjög á þeim tíma
sem hann hafi starfað.
Rannsókn á þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins
Um 70% ráðherra
sátu í stjórnum
ungliðahreyfinga
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
ÞEIR Emil Þór Andrésson og
Gabríel Reynisson gáfu sér tíma
til þess að ræða lífsins gagn og
nauðsynjar þegar þeir hittust í
vorveðri á Laufásvegi á dögunum.
Þótt milt hafi verið í veðri var
samt vissara fyrir drengina að
hafa húfu á höfðinu. Hvað pilt-
unum fór á milli skal ósagt látið,
en af svip þeirra að dæma voru
þeir ánægðir með lífið þennan
febrúardag.
Morgunblaðið/Eggert
Rabbað í vorveðri
JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra sagði á Al-
þingi í síðustu viku að verulega væri
komið til móts við forráðamenn
langveikra barna til að minnka út-
gjöld þeirra. Kom þetta fram í svari
hans við fyrirspurn Söndru Franks,
varaþingmanns Samfylkingarinnar.
Sandra spurði hvort ráðherra hygð-
ist beita sér fyrir því að foreldrar
eða forráðamenn langveikra barna,
sem búsettir væru utan höfuðborg-
arsvæðisins og þyrftu að fara með
börn sín til læknismeðferðar á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi
(LSH) fengju greidda dagpeninga á
meðan á meðferð stæði. Ráðherra
svaraði því til að hann gerði sér
grein fyrir því að staða forráða-
manna langveikra barna gæti verið
mjög erfið en að hann teldi að al-
mannatryggingalög og lög um fé-
lagslega aðstoð kæmu verulega til
móts við þá. Ætíð mætti þó gera
betur.
Hann sagði m.a. að framfærendur
langveikra barna gætu átt rétt á
umönnunargreiðslum frá Trygg-
ingastofnun ríkisins þegar sjúkdóm-
ur barns hefði í för með sér tilfinn-
anleg útgjöld, sérstaka umönnun
eða gæslu. Ennfremur tæki stofn-
unin þátt í ferðakostnaði aðstand-
enda innanlands. Þá tæki hún þátt í
óhjákvæmilegum dvalarkostnaði
forráðamanna á hóteli, gistihúsi eða
í orlofsbústað félagasamtaka vegna
sjúkrahússinnlagnar barns enda
væri að minnsta kosti tuttugu kíló-
metra vegalengd milli heimilis og
sjúkrahúss.
„Samkvæmt framansögðu er
verulega komið til móts við forráða-
menn langveikra barna til að
minnka útgjöld þeirra vegna barna
sem lögð eru inn á Landspítalann.“
Ráðherra sagði ennfremur að Al-
þingi hefði nú til meðferðar frum-
varp félagsmálaráðherra um
greiðslur til foreldra langveikra eða
alvarlega fatlaðra barna.
Komið til móts við forráða-
menn langveikra barna