Morgunblaðið - 28.02.2006, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
BÚIST er við að yfirheyra þurfi
ýmsa upp á nýtt eftir að heimild-
armyndin „Ég sá morðið á Olof
Palme“ var sýnd í sænska ríkissjón-
varpinu á sunnudagskvöld. Stig Ed-
qvist, yfirmaður rannsóknar Palme-
málsins, segir í samtali við vefútgáfu
Svenska Dagbladet að auðvitað
þyrfti að fylgja áður óþekktum upp-
lýsingum eftir.
Í kvöld eru liðin tuttugu ár síðan
Olof Palme, þáverandi forsætisráð-
herra Svíþjóðar, var skotinn í bakið í
miðborg Stokkhólms á leið heim úr
bíó ásamt konu sinni Lisbet. Morðið
er enn óupplýst fyrir dómstólum þótt
margir séu þess fullvissir að Christer
Pettersson hafi verið morðinginn,
hann var sakfelldur í undirrétti en
sýknaður í millirétti. Pettersson lést
haustið 2004 og tók að margra mati
sannleikann um Palme-morðið með
sér í gröfina.
Kvikmyndargerðarmaðurinn
Mikael Hylin ræðir í umræddri
heimildarmynd við Roger Östlund
sem á að baki feril sem glæpamaður
og fíkniefnaneytandi og þekkti
Christer Pettersson. Östlund upp-
lýsir í myndinni, langt leiddur af
krabbameini, að hann hefði séð Pet-
tersson skjóta Palme 28. febrúar
1986, en það hefur hann aldrei sagt
áður.
Í myndinni kemur t.d. fram að
skotmark Pettersson átti í raun að
hafa verið Sigge Cedergren, klúbb-
eigandi og eiturlyfjasali, sem bjó í
næsta nágrenni við Grand-
kvikmyndahúsið sem Palme var á
leið frá kvöldið örlagaríka. Petters-
son var í amfetamínvímu og sam-
kvæmt heimildarmyndinni á hann að
hafa ruglast á Palme og Cedergren
sem voru svipaðir að hæð og notuðu
víst áþekkar yfirhafnir og húfu. Hins
vegar voru Lisbet Palme og sam-
býliskona Sigge Cedergren alls ekki
líkar.
Í myndinni kom einnig fram að svo
virtist sem lögreglan hefði ekki rann-
sakað alla anga málsins til hlítar og
jafnvel átt þátt í að beina rannsókn-
inni í rangan farveg. Roger Östlund
sá tvo menn, sem hann telur að hafi
verið lögreglumenn, við hús Sigge
Cedergren morðkvöldið og vísuðu
þeir honum frá. Þetta sagði hann við
yfirheyrslur á sínum tíma en það var
ekki rannsakað nánar.
Í myndinni kemur fram að talið er
að þessir lögreglumenn hafi verið á
vegum ónefnds yfirmanns hjá Stokk-
hólmslögreglunni sem virðist hafa
verið mútað og hann gefið fyrirmæli
um að lögregluþjónar hyrfu af vakt í
þessu hverfi þetta tiltekna kvöld.
Umræddur yfirmaður átti að hafa
vitað að uppgjör í eiturlyfjaheiminum
ætti eftir að eiga sér stað og afskipti
lögreglunnar væru óþörf. Í staðinn
átti sér stað morð á þjóðarleiðtoga og
í kjölfarið hefði lögreglumaðurinn
reynt að afmá ummerki sín.
Sonur Palmes sannfærður
um sekt Petterssons
Stig Edqvist vill ekki tjá sig um
hvort umræddur lögreglumaður
starfi enn hjá Stokkhólmslögregl-
unni. Edqvist bendir ennfremur á að
það sem fram kemur í heimild-
armyndum sé ekki eiðsvarið og í
rauninni geti viðmælendur sagt hvað
sem er og síðan dregið það til baka.
Kvikmyndargerðarmaðurinn Hylin
reyndi án árangurs að ná í umrædd-
an lögreglumann, en nafn hans kem-
ur fram á skjölum sem Hylin rann-
sakaði í tengslum við gerð
myndarinnar.
Undanfarið hefur mikið verið
fjallað um morðið á Olof Palme í
sænskum fjölmiðlum. Viðtöl við son
Palme, Mårten, hafa birst víða og þar
segist hann þess fullviss að Christer
Pettersson hafi myrt föður sinn, og
að í hans huga og fjölskyldunnar sé
málið upplýst. Morðið á Olof Palme
hefur haft mikil áhrif á sænska þjóð-
arsál, talað er um sár sem aldrei hef-
ur gróið vegna þess að enginn hefur
verið dæmdur fyrir morðið. Olofs
Palme verður minnst með marg-
víslegum hætti í Svíþjóð í dag.
Tuttugu ár liðin frá morðinu á Olof Palme
Ný heimildarmynd vekur enn á
ný umræðu um ástæður morðsins
Eftir Steingerði Ólafsdóttur í Gautaborg
steingerdur@mbl.is
Olof
Palme
Christer
Pettersson
MUNUR á launum karla og kvenna í
Bretlandi er sá mesti innan Evrópu-
sambandsins að því er segir í nýrri
opinberri skýrslu. Hafa konur til
jafnaðar 17% minni laun en karlarnir.
Svo er að sjá sem munur á launum
karla og kvenna á Íslandi sé litlu
minni.
Nefnd, sem Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, skipaði 2004 og
fól að kanna launamuninn hefur nú
komið fram með tillögur til úrbóta.
Eru þær samtals 40 og meðal annars
er lagt til, að unnið verði að gagngerri
viðhorfsbreytingu, einkum í skóla-
kerfinu og á vinnustöðum. Nú eru um
30 ár síðan kveðið var á um jöfn laun
karla og kvenna með lögum.
Í skýrslunni er lagt til, að meira
verði um starfskynningu og starfs-
þjálfun í skólum og sérstaklega lagt
upp úr því að vekja áhuga stúlkna á
öðru en hinum „hefðbundnu kvenna-
störfum“ en þá er til dæmis átt við
umönnunarstörf, gjaldkera- og rit-
arastörf, þrif og störf í eldhúsi og
mötuneytum. Áætlar nefndin, að með
því að binda enda á launamuninn,
muni samfélagið allt hagnast um 23
milljarða punda, um 2.700 milljarða
ísl. kr., en það svarar til 2% af vergri
landsframleiðslu í Bretlandi.
Verkalýðsfélög og samtök, sem,
berjast fyrir launajafnrétti, gagnrýna
nefndina fyrir að leggja ekki einfald-
lega til, að fyrirtæki skuli neydd til að
greiða körlum og konum sömu laun.
Verði það ekki gert, muni konurnar
verða að bíða til eilífðarnóns eftir
jafnrétti að þessu leyti.
14 til 17% munur hér?
Þess má geta, að í launakönnun
Verslunarmannafélags Reykjavíkur
2004 kom fram, að karlar höfðu 14%
hærri laun þegar búið var að taka til-
lit til vinnutíma, aldurs, starfsaldurs,
stéttar og menntunar. Könnun frá
sama ári meðal starfsmanna í opin-
berri þjónustu (BHM, BSRB, KÍ)
sýndi, að karlar voru til jafnaðar með
17% hærri laun en konur og var þá átt
við fólk í sambærilegum starfsstétt-
um, á sambærilegum aldri og með
sambærilega menntun og vinnutíma.
Lítið launajafn-
rétti í Bretlandi
Bretar reka lest-
ina í ESB en mun-
urinn virðist litlu
minni hér á landi
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
FRANSKUR dýralæknir bólusetur önd við fugla-
flensu af H5N2-stofni, sem er þó ekki það af-
brigðið, sem hættulegast er mönnum. Þess verð-
ur hins vegar vart í hverju landinu á fætur öðru,
er nú komið upp í þremur Afríkuríkjum, Bosníu,
Sviss og Georgíu auk annarra áður. Í Evrópu er
þess beðið með nokkrum kvíða, að farfuglar taki
að streyma sunnan úr löndum og er þá búist við,
að tilfellunum fjölgi enn.
Reuters
Alifugl bólusettur við flensu
Bangkok. AP. | Stjórnarandstaðan í
Taílandi tilkynnti í gær að hún
hygðist sniðganga fyrirhugaðar
kosningar í landinu 2. apríl nk.
Kom tilkynningin í kjölfar þess að
Thaksin Shinawatra, forsætisráð-
herra landsins, neitaði að sam-
þykkja tillögur stjórnarandstöð-
unnar um úrbætur.
Abhisit Vejjajiva, leiðtogi taí-
lenska Demókrataflokksins, sagði
að skortur á jákvæðum viðbrögð-
um Thaksins við umbótatillögum
stjórnarandstöðunnar sýndi að
stjórnvöld væru ekki heiðarleg í af-
stöðu sinni til umbóta á stjórnkerf-
inu. „Aðgerðir stjórnvalda munu
leiða til enn frekari stjórnar-
kreppu, svo að stjórnarandstöðu-
flokkarnir þrír hafa ákveðið að
taka ekki þátt í fundi með forsætis-
ráðherranum, og að taka ekki þátt í
kosningunum,“ sagði Abhisit.
Thaksin, sem leysti upp þingið á
föstudag, eftir háværar kröfur að
undanförnu um að hann segði af
sér embætti vegna ásakana um
spillingu og fjármálamisferli, sagði
hins vegar að stjórn hans hefði gert
sitt besta til að bæta stöðuna í
stjórnmálum landsins. „Það sem
stjórnarandstöðuflokkarnir gera
er undir þeim sjálfum komið,“
sagði Thaksin við blaðamenn í gær.
Hyggst hann halda áætlun og
efna til kosninga í apríl, þrátt fyrir
ákvörðun stjórnarandstöðunnar
um að taka ekki þátt.
Tugir þúsunda komu saman í
Bangkok á sunnudag til að krefjast
afsagnar forsætisráðherrans, en
margir andstæðingar hans telja að
breyta þurfi stjórnarskrá landsins
til að losa um „kverkatak“ flokks-
bræðra hans á stjórn landsins.
Pólitískt líf Thaksins hefur áður
hangið á bláþræði, en í ágúst 2001
var hann sýknaður af ákærum um
að hafa leynt hluta auðæfa sinna í
lögboðinni tilkynningu um eignir.
Stjórnarandstaðan
hunsar kosningar
FRAMMISTAÐA finnskra
barna og unglinga í alþjóðleg-
um þekkingarprófum, til dæm-
is PISA-rannsókninni, hefur
vakið athygli en nú segjast
finnskir fræðimenn hafa fundið
á henni nokkra skýringu. Hún
er sú, að ungt fólk í Finnlandi
les dagblöðin.
Fræðimennirnir segja, að
reglulegur blaðalestur auki
þekkingu manna á mörgum
sviðum og stórbæti lestrar-
kunnáttu, sjálfan grundvöll
allrar þekkingarleitar.
Almennt hæfara
Til jafnaðar lesa 59% ungra
Finna blöðin nokkrum sinnum í
viku og hjá sænska minnihlut-
anum er hlutfallið 66% að því er
sagði í Berlingske Tidende.
„Að lesa blöðin eykur fólki
skilning á svo mörgu og gerir
það almennt hæfara til að fást
við margvísleg verkefni,“ sagði
Pirjo Linnakylä við Jyväskylä-
háskólann.
Blöðin
bæta
kunn-
áttuna