Morgunblaðið - 28.02.2006, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EF VIÐ ætlum að vera sam-
keppnishæf við nágrannaþjóð-
irnar þurfum við að útskrifa
þriðjung árgangs með
BA próf sem þýðir að
a.m.k. helmingur hans
þarf að útskrifast með
stúdentspróf á „rétt-
um“ tíma. Það er dýrt
fyrir þjóðfélagið að
hafa nemendur of
lengi í skóla. Með
styttingu er með-
alnemandinn að út-
skrifast eftir 4 ár en
ekki 5 eins og nú
virðist vera raunin.
Ég veit að margir
hafa talið sig standa
betur að vígi í há-
skólanámi t.d. í er-
lendum háskólum
vegna þess að við höf-
um ekki aðeins verið
að búa nemendur
undir nám í háskóla
heldur í leiðinni verið
að búa til fjölfræð-
inga. Þó tel ég að við
eigum að horfast í
augu við að stúdents-
prófið er í raun milli-
próf milli skólastiga,
eins og grunnskóla-
prófið, sem veitir ein-
ungis rétt til setu í
háskóla.
Þá er ekki sjálfgefið að nem-
endur séu að taka út svo mikinn
þroska í framhaldsskóla eins og
sumir hafa haldið fram. Það er
einstaklingsbundið og sumum
leiðist í menntaskóla en njóta sín
þegar í háskóla er komið.
Langt fram eftir síðustu öld
var bara einn háskóli hér á landi,
HÍ, en nú eru þeir orðnir átta.
Auk þess hefur fjölbreytni náms-
framboðs á háskólastigi aukist
þannig að ég tel vandséð af
hverju allir stúdentar þurfi að
klára þessar 140 námseiningar
sem nú liggja til grundvallar
stúdentsprófinu.
Þegar ég var í forsvari fyrir
Öldungadeild MH fóru „öld-
ungar“ í nám í HI eða KHI eftir
að hafa lokið um 100 námsein-
ingum en ekki öllum 132 sem
kveðið er á um varðandi nám öld-
unga. Þá leit ég svo á að reglu-
gerðarákvæði sem kveður svo á
að þeir sem hafa lokið sveinsprófi
í iðngrein þurfi aðeins að bæta
við sig um 40 námseinignum til
að ljúka stúdentsprófi væri leið
til að styrkja verknámið og fjölga
um leið þeim sem rétt hafa til að
stunda nám á háskólastiginu.
Í sögulegu ljósi hefur stúdents-
prófið oft tekið breytingum – hér
verð ég að fara hratt yfir sögu. Í
fyrsta lagi var komið á annarri
námsbraut í MR 1930, þ.e.a.s.
stærðfræðideild, og þá hafa vænt-
anlega margir talað um að verið
væri að gjaldfella stúdentsprófið.
Ég ætla að sleppa ógleðiköstum
MR-inga yfir því þegar MA eða
ML fóru að útskrifa stúdenta.
Ég bendi á að þegar nátt-
úrufræðibraut og félagsfræði-
braut var komið á við mennta-
skóla landsins uppúr 1970 var
hugmyndin eflaust að auka fjöl-
breytini námsleiða sem lauk með
stúdentsprófi.
Í mínum huga er þó bylting-
arkenndasta breytingin uppúr
1972 þegar áfangakerfinu er
komið á, m.a. í MH. Byltingin
fólst í því að í stað þess að taka
próf í námsefni þriggja ára í lok
fjórða ársins tóku nemendur próf
í afmörkuðum „bútum“ og gátu
endurtekið slíkt próf. Árið 1991
unnum við í MH að breytingum
m.a. á uppbyggingu námsbrauta
skólans. Markmiðið var m.a. að
auka ábyrgð nemenda á eigin
námi í skólanum og jafnframt að
gefa þeim meira svigrúm til að
ákvarða samsetningu eigin náms.
Þannig átti tiltekinn
nemandi að geta
styrkt stöðu sína
gagnvart kröfum
einstakra deilda há-
skólastigsins. Út-
færslan í nám-
skránni frá 2000 er
stirðari, m.a. að
þessu leyti.
Árið 1977 var út-
skrifaður tvöfaldur
árgangur úr grunn-
skólanum, svo ég sé
það ekki sem vanda-
mál að gera það
sama í framhalds-
skólanum.
Ég er þeirrar
skoðunar að 15 ein-
ingar, þ.e.a.s. fimm
byrjunaráfangar,
eigi að fara niður í
grunnskóla og 15
námseiningar falli
niður þar sem við
hættum að fram-
leiða fjölfræðinga.
Nýja stúdentsprófið
væri þá 110 náms-
einingar sem hægt
væri að ljúka á
þremur námsárum.
Og þótt ég hafi kennt við MH í
yfir 20 ár þá er mér fyrirmunað
að skilja að eðli stúdentsprófsins
sé merkilegra en samræmdra
prófa í grunnskólanum sem milli-
prófs í skólakerfinu.
Varðandi þau rök að ekki sé
hægt að fela kennunum 10.
bekkjar grunnskólans að kenna
námsefni sem nú er kennt „hinum
megin víglínunnar“, þ.e.a.s í
fyrsta áfanga framhaldsskólans, í
tilteknum greinum þá treysti ég
fólki með B.ED. próf til að sinna
þessari kennslu með því viðbót-
arnámi sem boðið verður upp á.
Ef nemendur vilja læra meira
(en kveðið verður á um í styttri
útgáfu stúdentsprófsins) áður en
þeir útskrifast á að leyfa þeim
það. Í MH útskrifast að jafnaði
nemendur af tveimur brautum og
sumir hafa lokið frá 160 til 200
námseiningum þegar þeir útskrif-
ast.
Að lokum skil ég eftirfarandi
málsgrein um fjögurra ára aðlög-
unartíma svo að hún feli í sér að
MR fái að vera óbreyttur og að
aðrir skólar, s.s. MH, fái þar ein-
hverja „sóknarmöguleika“.
Ef allir átta háskólar landsins
neituðu að taka inn nemendur á
grundvelli styttra náms til stúd-
entsprófs væri lagasetning jafn
gagnslaus og ef breytingar á
grunnskólalögum leiddu til þess
að allir framhaldsskólarnir neit-
uðu að taka inn nemendur á
grundvelli samræmdra prófa í lok
hans.
Það er kominn tími til að við
framhaldsskólakennarar sætt-
umst á að höfum við ekki einka-
rétt á að hugsa um hag nemenda
þessa skólastigs. Bæði eiga þeir
foreldra og geta staðið á eigin
fótum. Ég deili þeirri skoðun með
talsmönnum KI og FF að nú sé
kominn tími til að gefa þeim
vinnufrið sem vilja stuðla að far-
sælli „lendingu“ í þessu sem öðr-
um málunum sem KÍ og mennta-
málaráðherra hafa orðið sammála
um að vinna að á næstunni.
Er ekki tími
til kominn
að semja?
Björn Bergsson fjallar
um styttingu náms til
stúdentsprófs
Björn Bergsson
’Það er dýrt fyr-ir þjóðfélagið að
hafa nemendur
of lengi í skóla.
Með styttingu er
meðalnemandinn
að útskrifast eftir
4 ár en ekki 5
eins og nú virðist
vera raunin.‘
Höfundur kennir félagsfræði og
stærðfræði við MH og var öld-
ungadeildarstjóri þar í 4 ár.
ÉG VELTI vöngum þegar ég
heyri oddborgara landsins velta því
fyrir sér hvort íslenzk tunga sé í út-
rýmingarhættu. Það hneykslar þá
að mér heyrist, að fólkið í landinu
sníði tunguna að sínum þörfum án
þess að skeyta um einhverja til-
lærða grammatík og setningaskip-
an. Þetta jafngildi
hernaði gegn tung-
unni.
Þegar forfeðurnir
komu til nýlendunnar
Íslands var engin þjóð-
tunga í landinu. Sú
sem festist hér manna
á milli var tunga að-
komumannanna. Það
er tunga þeirra mörgu,
sem hófu líklega borg-
arastyrjöld við hina
færri og framandi
tyngda menn. Þeir
sögðu þá svo hafa horf-
ið en látið eftir bjöllur og bagla en
þögðu sem fastast um frekari fram-
vindu málsins. Þó virðist manni Ari
fróði hafa alveg eins átt von á gagn-
rýni á frásögn sína, sem kom þó
aldrei.
Þessir aðkomumenn fóru að rita
niður frásagnir á því máli sem síðar
nefndist íslenzka.
Þá kallaðist málið norræn tunga,
sem nú er útdauð á upprunaslóð-
unum. Löngu síðar var hart sótt að
þessari tungu og áhrif danskrar
tungu jukust svo mjög, að sumir ör-
væntu um líf hennar. Þrátt fyrir
þetta og síðari innrás enskunnar,
heldur íslenzkan þó víðast velli
manna milli. Nema í SMS. Það
gangi ekki að menn skrifi á símana
sína eins og þeim sýnist og noti mál-
ið að vild á blogginu.
Þó sýnist mér, að þeir sem mest
hneykslast séu þeir sömu og stunda
mestan hernaðinn gegn tungunni og
þjóðerni norrænna manna yfirleitt.
Það eru þeir Guðjónar bak við tjöld-
in, sem stjórna uppbyggingu fjöl-
menningarsamfélagsins og stór-
innflutningi annarra kynstofna til
landsins. Mikið af þessu innflytj-
endafólki er svo langt að rekið, að
fullorðið getur illa
lært þetta erfiða mál
sem íslenzkan er. Það
myndast nýlendur út-
lendinga á Íslandi,
sem lifa sínu lífi útaf
fyrir sig. Samlagast
ekki þeim sem fyrir
eru. Hægt í fyrstu en
hraðar síðar munu
þessir hópar svo
renna saman í póli-
tískt afl, sem getur
leitt til nýrrar borg-
arastyrjaldar síðar.
Athuganir sýna einn-
ig, að börnum úr þessum minni-
hlutahópum er þá þegar hættara við
brottfalli úr skólum, sem eykur enn
á vanda framtíðarinnar.
Prófessorinn, þingmaðurinn og
jafnaðarmaðurinn Ágúst Einarsson
hélt því fram í útvarpinu, að hann
vildi flytja inn milljón útlendinga og
setja þá niður í Reykjavík. Og bæta
annarri milljón við á Suðurlandi. Og
gera þetta fólk bara að Íslend-
ingum, sagði prófessor Ágúst. Þá
kæmi hér betri tíð með blóm í haga.
Mér er bannað að flytja inn arab-
íska graðhesta þó mig langi í svo-
leiðis reiðhesta. Ég má ekki frekar
flytja inn sænskar geddur og sleppa
þeim í Þingvallavatn þó mig langi til
að veiða þær frekar en murtu. Ég
má ekki sá lúpínu í Surtsey þótt
mér finnist hún fegurst blóma. En
ég má stofna starfsmannaleigu og
flytja inn hvers kyns frjósamar
mannategundir til þessa lands.
Hvað skyldi fullblóðs araba til
dæmis varða um íslenzkar forn-
sögur þó hann flytjist hingað? Vill
hann ekki frekar lesa um spámann-
inn Múhameð og kappa hans heldur
en einhvern Egil Skallagrímsson?
Erum við ekki bara að beita útlend-
inga ofbeldi með því að heimta að
þeir læri eitthvað mál sem þeir jafn-
vel hvorki vilja né geta? Verðum við
þá ekki að læra þeirra mál á móti?
Gera það jafnrétthátt? Leyfa músl-
ímum að ákveða hvað við megum og
hvað við hin megum eða megum
ekki?
Skiptir íslenzk tunga þá nokkru
máli fyrir aðra en þá Íslendinga,
sem vilja tala hana? Mega hinir bara
ekki tala eins og þeim sýnist best?
Er ekki kjörorð jafnaðarmanna um
frelsi, jafnrétti og bræðralag? Á
ekki þessi fjölmenning að vera jafn-
rétthá þeirri íslenzku?
Hvernig reka menn annars hern-
að gegn tungunni?
Hernaður gegn tungunni?
Halldór Jónsson fjallar um
stöðu íslensks máls í
fjölmenningarsamfélagi ’Ég má ekki sá lúpínu íSurtsey þótt mér finnist
hún fegurst blóma. En ég
má stofna starfsmanna-
leigu og flytja inn hvers
kyns frjósamar manna-
tegundir til þessa lands.‘
Halldór Jónsson
Höfundur er verkfræðingur.
GUNNLAUGUR P. Pálsson
gerði hertar öryggisreglur í Flug-
stöð Leifs Eiríksssonar að umfjöll-
unarefni sínu hér á síðum Morg-
unblaðsins í gær undir
fyrirsöginni; ,,Eru fylgdarmenn
barna ógn við alþjóðlegt flug-
öryggi“. Þar rekur Gunnlaugur
hvaða óþægindi þess-
ar hertu reglur hafa í
för með sér fyrir for-
eldra þegar börn
ferðast ein á milli
landa. Greinin er mál-
efnaleg og eðlilegt er
að fólk spyrji hvers
vegna stjórnvöld setji
slíkar reglur, enda
óskar Gunnlaugur
frekari skýringa frá
hendi þeirra sem
reglurnar settu.
Aðdragandi þess að
reglur þessar voru
hertar er nokkuð langur. Allt al-
þjóðlegt öryggisumhverfi flugs
hefur tekið stakkaskiptum frá
hryðjuverkaárásunum í Bandaríkj-
unum í september 2001. Mikið
regluflóð með hertum reglum hef-
ur skollið á öllum þeim sem starfa
á vettvangi flugs í heiminum.
Þetta hefur valdið okkur hér
heima erfiðleikum á köflum og ég
hefði kosið að aukið svigrúm væri
til staðar með tilliti til áhættuþátt-
ar í hverju landi fyrir sig. Því mið-
ur er svigrúm til túlkunar á regl-
unum nánast ekkert enda er
tilgangurinn með þessum alþjóða-
reglum sú að framkvæmdin sé
eins um allan heim, hvað varðar
lágmarksreglur. Stundum ganga
ríki lengra og hafa strangara eft-
irlit, en hér á Íslandi hefur verið
miðað við lágmarksstaðla, sem þó
eru mjög strangir og flest ríki
eiga fullt í fangi með að uppfylla.
Einstaka sinnum hefur tekist að
fá undanþágu frá þessum reglum
t.d. þegar Ísland fékk undanþágu
frá evrópskum reglum um að taka
upp vopnaleit í innanlandsflugi.
Það ferli var hins vegar torsótt en
tókst á endanum fyrir þrautseigju
íslenskra stjórnvalda.
Hér á Íslandi eru það sam-
gönguráðherra og utanrík-
isráðherra ásamt Flugmálastjórn
Íslands og flugvallarstjórinn á
Keflavíkurflugvelli sem bera
ábyrgð á því regluverki sem um
þessi mál gilda á
Keflavíkurflugvelli.
Þessir aðilar eru jafn-
framt tengiliðir við al-
þjóðalegar úttekt-
arnefndir sem koma
hingað til lands reglu-
lega. Hlutverk sýslu-
mannsembættisins í
þessu regluverki er
að framfylgja þeim
reglum sem þessir að-
ilar setja og bæta úr
ágöllum sem þeir
telja vera á fram-
kvæmd flugverndar.
Alþjóðlegar reglur um fylgdir
barna og annarra inn á flugvernd-
arsvæði Leifsstöðvar hafa verið í
gildi frá árinu 2001. Sýslumanns-
embættið túlkaði reglurnar eins
rúmt og kostur var og leyfði rýmri
aðgang að flugverndarsvæðinu
vegna aðstæðna hér á landi. Emb-
ættið hefur síðustu ár af þessu til-
efni fengið ítrekaðar athugasemdir
frá erlendum úttektarnefndum og
innlendum aðilum, bæði frá Flug-
málastjórn Íslands og flugvall-
arstjóranum á Keflavíkurflugvelli.
Eftir alþjóðlega úttekt í haust
og aðra nú í febrúar var hins veg-
ar svo komið að ekki varð lengur
undan komist. Það var hins vegar
ekki aðeins á þessu eina sviði og
ekki einvörðungu gagnvart sýslu-
mannsembættinu einu. Allmörg
framkvæmdaatriði hvað viðvíkur
flugstöðinni sjálfri, flugrekendum,
sýslumannsembættinu og flugvall-
aryfirvöldum voru með þeim hætti
að breyta þurfti verklagi. Nú má
af þessum orðum alls ekki ekki
draga þá ályktun að flugörygg-
ismál hafi verið í ólestri hér á
landi. Síður en svo. Þau eru í mjög
góðu lagi. Hins vegar er sífellt
verið að herða reglur um flug-
vernd og alþjóðlega eftirlitskerfið
að verða öflugra með framkvæmd
einstakra þjóða.
Við því er reynt að bregðast
með ýmsum hætti. Varðandi börn
sem ferðast ein má t.d. benda á
það að flugfélög krefja foreldra
um greiðslu þegar börn eru send
ein milli landa og hafa gert það
um langa hríð. Vegna þeirra að-
stæðna sem hafa verið hér á landi
hafa flugfélögin ef til vill minna
þurft að sinna þessu hlutverki en
ella hvað varðar fylgd inn á flug-
verndarsvæðið. Um borð í flugvél-
unum hefur framkvæmdin hins
vegar verið taktföst og til sóma.
Reglum hvað varðar fylgd inn á
öryggissvæði hefur hins vegar
verið beitt erlendis í mörg ár.
Breyting hér heima snýr því að
afmörkuðum þætti málsins. Þessar
nýju reglur eiga þó ekki að hafa
nein áhrif á möguleika barna til að
ferðast þar sem sérhæft starfsfólk
flugfélaga mun fylla skarð for-
eldra, að því leyti sem það er
unnt, inn á flugverndarsvæðum.
Því miður taka alþjóðlegar flug-
verndarreglur ekki meira tillit en
raun ber vitni til þess að á hverj-
um degi ferðast litlar sálir einar
síns liðs milli flugvalla heimsins.
Flugvernd og börn
Jóhann R. Benediktsson svarar
grein Gunnlaugs P. Pálssonar ’Allt alþjóðlegt öryggis-umhverfi flugs hefur tek-
ið stakkaskiptum frá
hryðjuverkaárásunum í
Bandaríkjunum í sept-
ember 2001.‘
Jóhann R. Benediktsson
Höfundur er sýslumaður
á Keflavíkurflugvelli.