Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 23

Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 23 UMRÆÐAN VATN eykur hreysti. Eitt allra mikilvægasta byggingarefni lík- amans er einmitt vatn. Við fæðingu eru 80% líkamans vatn, í full- orðnum manni er vatnshlutfallið komið í um 60%. Vatnsbúskapurinn er sívirkur og mjög mik- ilvægur þáttur allrar endurnýjunar og hreinsunar líkamans. T.a.m. andar líkaminn á hverri nóttu bæði í gegnum lungun og húðina u.þ.b. tveimur lítrum af vatni að með- altali. Með hækkandi aldri minnkar vatnshlutfallið og verður um 50%. Ástæðan fyrir þessari minnkun liggur að- allega í því að með aldrinum verða fituvefirnir fyr- irferðarmeiri þáttur vöðvamassans á kostnað vatnshlutfallsins. Sam- fara þessari aldurstengdu breyt- ingu á líkamanum minnkar þörfin til að drekka þ.e. þorstatilfinning minnkar. Þess vegna drekkur eldra fólk líka oftast minna af vökva en líkaminn þyrfti í raun og veru á að halda. Þó er það sérstaklega mikilvægt fyrir eldra fólk að drekka nægilegt magn af vatni, ekki eingöngu vegna áðurnefndra breytinga á vatnsbú- skap líkamans, heldur einnig vegna þess að oft á tíðum þarf eldra fólk á lyfjameðferð að halda sem hefur einnig áhrif á vatnsþörf og end- urnýjun líkamsvökvanna. Í raun eykst vatnsþörfin með aldrinum þó að þorsti segi ekki til sín eins og áður. Vatnsskorturinn getur haft í för með sér að eiturefnin sem verða til við efnaskipti líkamans fá ekki að hreinsast nægjanlega vel úr líkamanum sem getur aftur haft í för með alvarlegan stein- og snefilefnaskort. Til þess að innbyrða ráðlagðan dagskammt af vatni, sem eru rúmir 2 lítrar, ætti eldra fólk að treysta skynseminni umfram þorsta- tilfinningu sinni og skammta sér einfaldlega sinn daglega morgun-, eftirmiðdags- og kvöldskammt af vatni. Náttúrulegt ís- lenskt kranavatn og koltvísýringsbætt vatn fullnægja betur vatnsþörf líkamans en t.d. saft eða te og þá sérstaklega fyrir eldra fólk, því nýrna- starfsemin minnkar einnig með aldrinum og úr hreinu vatni þarf ekki að hreinsa nein aðskotaefni svo neinu nemi, sem hvíl- ir nýrun og styrkir. Auk þess hefur hið náttúrulega kalk, magnesíum og natr- íum í vatninu þau áhrif að auka ein- beitingu og fram- takssemi. Vatnið er ekki einungis mikilvægt fyrir húðina, vöðvana, tauga- og æðakerfið heldur eykur einnig möguleikann á heilbrigðu og löngu ævikvöldi. Án vatns, ekkert líf Birgitta Jónsdóttir Klasen fjall- ar um vatnsneyslu og gott líf Birgitta Jónsdóttir Klasen ’Þó drekkureldra fólk oftast nær of lítið vatn.‘ Höfundur er með BA-gráðu í nátt- úrulækningum, svæðameðferð og sál- fræðimeðferð og rekur eigin meðferð- arstofu á Flughóteli í Keflavík. HINN 14. janúar sl. var haldin opinn fundur í Víkurbæ Bolung- arvík um samgöngur á milli Súða- víkur, Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Fundarboðendur voru áhuga- mannahópur um öruggar samgöngur á milli þessara staða með jarðgangagerð í góðri samvinnu við bæjar- og sveit- arstjórn þessara staða. Mér er efst í huga þakklæti til þeirra sem að honum stóðu því hann var í senn afar fróðlegur og þar kom berlega í ljós að heimamenn eru alls ekki sammála um það hvar göngin skulu liggja sem tengja eiga saman Bolungarvík og Ísafjörð eða hvort það eigi að vera ein göng eða fleiri. Undirrituðum finnst þó verst að bæjarstjórnin okkar skuli ekki geta komið sér saman um eina leið í þessu mesta hagsmunamáli Bolvíkinga og sýnir það best þörfina fyrir nýtt fólk í forustu fyrir bæjarfélagið. Undirritaður sem hefur ekið Ós- hlíðina svipað og flest allir aðrir Bolvíkingar og talið sér trú um að vegurinn væri eins öruggur og nokkur kostur væri, með vegs- kálum með neyðarsíma, grjótgirð- ingum, vírbundnum grjóthleðslum, snjósöfnunarskápum með stálþili fyrir framan, vegriðum sem mættu þó vera miklu lengri, vel breiður og með bundnu slitlagi, með götulýs- ingu sem mér fannst vera ein mesta framförin við að bæta veg- inn. Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að ekkert af þessu dugar til þess að gera sam- göngur um Óshlíð öruggar og má líka líta til þess að við er- um endastöð og höfum ekki um annan veg að fara og við sættum okkur ekki lengur við það að grjóthrun og snjóflóð séu nánast daglegir viðburðir með tilheyrandi eignatjóni, slysahættu og hugs- anlegum mannfórnum. Við höfum búið allt of lengi við falskt öryggi og sjáum nú að á veginum hafa far- ið fram tilraunir með margs konar varnarmannvirki til varnar snjó- flóðum og grjóthruni sem engan veginn hefur dugað og því erum við í þeirri stöðu í dag sem raun ber vitni um. Þetta er örugglega líka ein af ástæðunum fyrir því að um- ferð um Óshlíð hefur minnkað um- talsvert og trúlega líka ástæðan fyrir því að fólk hefur flutt í burtu héðan. Í umræðunni um öruggar sam- göngur á norðanverðum Vest- fjörðum er gjarnan talað um leiðina á milli Súðavík-Ísafjörð-Bolung- arvík sem eðlilegt er og þegar menn setja fram hugmyndir um jarðgangastæði verður að hafa í huga að leiðin lengist ekki eða að aðkomuleið að göngunum sé sem styst og örugg. Eftir þó nokkra umhugsun hefur mér því fundist að ein jarðgöng um Óshlíð inn hjá Ósi og út á Skarfaskeri sé besta leiðin, þá er hægt að nota nýja sandveg- inn, nýju brúna, byggja nýjan veg fyrir neðan bakkana í Hnífsdal, koma upp fyrir ofan frystihúsið og byggja nýjan öruggan veg um Eyr- arhlíðina fjær hlíðinni með örugg- um aur- og snjóflóðavörnum. Þann- ig kæmi þessi leið Hnífsdælingum líka að notum og það hlýtur að vera tilgangurinn með öruggari samgöngum að það komi öllum til góða. Að lokum þetta: Klárum nú Ó vega áætlunina sem byrjaði með áætlun um öruggan veg um Óshlíð, framkvæmdum við hina tvo Ó veg- ina er löngu lokið og því er það krafa allra Bolvíkinga og annarra vegfarenda sem um Óshlíð vilja fara að við fáum ein jarðgöng alla leið hvar svo sem þau kunna að liggja. Við eigum skýlausa kröfu á því, kostnaðurinn er ekki nema sem samsvarar einum eða tveimur mislægum gatnamótum á höf- uðborgarsvæðinu, látum af hóg- værðinni og gerum eðlilegar kröfur til kjörinna fulltrúa okkar hvort sem er á þingi í sveitar- eða bæj- arstjórnum, við erum líka fólk, við eigum betra skilið. Samgöngur um Óshlíð Víðir Benediktsson fjallar um samgöngumál á Vestfjörðum ’… því er það krafa allraBolvíkinga og annarra vegfarenda sem um Ós- hlíð vilja fara að við fáum ein jarðgöng alla leið hvar svo sem þau kunna að liggja.‘ Víðir Benediktsson Höfundur er vélvirkjameistari í Bolungarvík.ÁKVÖRÐUN bæjaryfirvalda í Garði að ná því markmiði í áföngum að skólamáltíðir fyrir alla nemendur grunnskólans verði ókeypis frá og með 1. sept. 2008 hefur vakið verðskuldaða athygli. Á síðustu árum eða frá því grunnskólinn fluttist frá ríkinu til sveitarfélaganna hafa orðið stórstígar fram- farir í öllu skólastarfi vítt og breitt um land- ið. Þetta á bæði við um byggingar skóla- húsnæðis og alla kennslu og þjónustu við nemendur. Ef við í Garðinum lítum nokkur ár til baka og berum stöðu skólamála saman við stöðuna sést að um ótrúlega miklar fram- farir er að ræða. Veru- leg aukning hefur orð- ið á fermetrafjölda skólahúsnæðis og enn er horft fram á veginn til að auka enn frekar við húsnæðiskost skól- ans. Öll vinnuaðstaða nemenda og starfs- fólks hefur batnað til mikilla muna. Aukning á þjónustu við nem- endur hefur einnig á síðustu árum verið jöfn og þétt m.a. með fjölgun í starfsliði skólans. Sama niðurstaða er ef litið er á þróun leikskólans. Fyrir örfáum ár- um var byggður nýr leikskóli og nú er unnið að stækkun hans, þannig að aðstaða öll mun batna til mikilla muna nú í sumar. Þetta sýnir það jákvæða viðhorf sem bæjaryfirvöld í Garði hafa til þess að byggja upp góða aðstöðu og stuðla að metnaðarfullu skólastarfi á öllum stigum. Fyrir nokkrum árum þekktist það varla að mötuneyti væru til staðar í grunnskólum. Nú þykir það sjálf- sögð þjónusta og það sé hluti af skólastarfinu. Í dag er staðan sú að foreldrar hafa frjálst val hvort þeir vilji not- færa sér þessa þjónustu fyrir sín börn og verður þá að greiða sér- staklega fyrir það. Bæjaryfirvöld í Garði hafa rætt þessi mál um nokkurn tíma og telja mjög mikilvægt að allir nemendur eigi þess kost að fá hádegismat án tillits til efnahags. Við viljum einnig líta þannig á málin að það að allir nemendur setj- ist að matarborðinu í hádeginu sé hluti af skólastarfinu. Nem- endur fá þá hollan og góðan mat .Við lifum á þeim tíma að margir lifa of mikið á svoköll- uðu ruslfæði og það að allir nemendur fái holl- an hádegismat hefur örugglega mikið upp- eldislegt gildi þ.e. að frá unga aldri verður það sjálfsagður hlutur að fá næringarríkan mat í hádegi. Peningalega skiptir þetta máli fyrir fjöl- skyldurnar. Í dag þarf að borga 233 krónur fyrir hverja máltíð, bærinn greiðir niður um 100 kr. Máltíðin kostar 333 kr. Í dag þarf því að borga 10 þús. á mánuði fyrir 2 börn á grunn- skólaaldri eða 90 þús. krónur fyrir skólaárið. Þegar því markmiði er náð að skólamáltíðir verða að fullu ókeypis er það ígildi 90 þúsund króna sparn- aðar á ári fyrir foreldra með 2 börn á grunnskólaaldri. Það hlýtur að telj- ast góð kjarabót. Kjarabót fyrir fjölskyldur Sigurður Jónsson fjallar um ókeypis skólamáltíðir Sigurður Jónsson ’Þegar þvímarkmiði er náð að skólamáltíðir verða að fullu ókeypis er það ígildi 90 þúsund króna sparnaðar á ári fyrir for- eldra með 2 börn á grunnskóla- aldri.‘ Höfundur er bæjarstjóri Garðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.