Morgunblaðið - 28.02.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.02.2006, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIRHUGUÐ stytting náms- tímans í framhaldsskólum mun hafa áhrif á fleiri en eitt skólastig. Helstu rök með styttingunni sem hafa hingað til komið fram eru: 1. Íslenskir nemendur útskrif- ast ári seinna en nemendur í ná- grannalöndum. 2. Breytingin yrði til þess að þeir út- skrifist á sama aldri og annars staðar. 3. Brottfall úr framhaldsskólum er of mikið. Breytingin yrði til þess að draga úr brottfalli. 4. Gæði náms yrðu aukin. Styttingin yrði framkvæmd annars vegar með tilfærslu námsþátta úr fram- haldsskólum til grunnskóla, hins vegar með því að draga úr ein- ingafjölda í einstökum náms- greinum. Á móti mælir: 1. Nám er ekki eingöngu það sem fer fram innan veggja skólans. Í núverandi kerfi öðlast íslenskir nemendur mikla starfs- og lífs- reynslu bæði innan og utan skóla. Stytting framhaldsskólans myndi draga úr möguleikum þeirra til sumarvinnu jafnt og vinnu sam- hliða námi. Ekki er sjálfgefið að lægri aldur við útskrift haldist í hendur við aukna velgengni á vinnumarkaði eða í framhaldsnámi. Að auki er óljóst við hvaða lönd er miðað í samanburðinum. Hafa ber t.d. í huga að sumsstaðar gegna karlkyns nemendur her- skyldu eftir stúdentsprófið. Þeirra þátttaka í atvinnulífi tefst sem því nemur. 2. Staðreyndin er að margir ís- lenskir nemendur vinna með nám- inu í framhaldsskólanum. Stytting námsins mun í engu breyta þeim aðstæðum sem valda því að nem- endur vinna með námi, en gæti á hinn bóginn hæglega orðið til þess að mismuna nemendum eftir fjár- hag sínum. Því eru líkur á að brottfall muni aukast, verði náms- tíminn styttur. 3. Mennta- málaráðherra sagðist vita af svigrúmi í grunnskólum til að yf- irtaka þá þætti sem færast myndu úr framhaldsskólanámi. Vandséð er að íslensk- ir grunnskólar hafi tíma aflögu til að fara yfir enn meira náms- efni – nema hægt væri að benda á ákveðna árganga sem ekki hafa næg verk- efni nú þegar. 4. Ástæður fyrir dreifingu náms á leik-, grunn-, framhalds- og háskólastig eru fyrst og fremst af kennslu- og uppeldisfræðilegum toga. Á ákveðnum aldri hafa nem- endur þroska til að tileinka sér til- tekna færni og þekkingu. Þessi þroskaskeið eru ekki færanleg, því þarf kennslan að taka mið af þeim. Á heildina litið er styttur námstími með auknum hraða í yfirferð og niðurskurði/tilfærslu á heild- arfjölda námseininga og jafnvel námsgreina ekki ákjósanleg leið til að auka gæði námsins. 5. Hætta er á að undirbúningur nemenda til framhaldsnáms yrði lakari. Hugsanlega munu háskólar bregðast við með inntökuprófum, frekari takmörkunum nem- endafjölda eða undirbúningsáföng- um. 6. Vert er að íhuga að margir íslenskir framhaldsskólar sinna ekki bóknámi eingöngu, heldur eru hornsteinn í menntun fagfólks í iðn- og listgreinum. Stytting náms- ins veikir því ekki síst stöðu þeirra. 7. Að auki eru forsendur til hröðunar náms í framhaldsskólum nú þegar gefnar. Kjósi nemandi það getur hann sinnt náminu á sín- um hraða: í áfangaskóla. 8. Hröðun er þó aðeins ein hlið á sveigjanlegum námstíma. Sífellt fleiri nemendur greinast með rit-, les- eða stærðfræðiblindu. Sá hóp- ur stækkar einnig sem á erfitt með að stunda nám vegna annarra örð- ugleika. „Framhaldsskóli fyrir alla“ getur tæplega þóst sinna þessum nem- endum með því að stytta námstíma þeirra. 9. Ekki eru liðin mörg ár síðan námskrám í leik-, grunn- og fram- haldsskólum var breytt. Þær breytingar tóku gildi á mjög svip- uðum tíma og reyndu þ.a.l. mjög á þanþol skólastarfsins. Afar líklegt er að ein breytingin enn muni hafa afgerandi neikvæð áhrif á náms- umhverfið í heild. Framþróun er mikilvæg. En ekki síður þarf að standa vörð um allt það sem vel hefur reynst í ís- lenska skólakerfinu. Framtíð framhaldsskólanáms Wolfgang Frosti Sahr fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs ’Ekki er sjálfgefið aðlægri aldur við útskrift haldist í hendur við aukna velgengni á vinnu- markaði eða í framhalds- námi.‘ Wolfgang Frosti Sahr Höfundur er framhaldsskólakennari. HLUTFALLSDEILD Lífeyr- issjóðs bankamanna er að tæmast. Það versta er að stjórn sjóðsins getur lítið aðhafst. Hendur stjórn- arinnar eru bundnar. Hún getur ekki minnkað útgreiðslur því lög nr. 129 frá 1997, sem tóku gildi 01.01.1998, banna stjórninni að hrófla við lífeyr- isgreiðslum sjóðsfélag- anna. Í gassaganginum í kringum einkavæðingu Landsbankans lítur helst út fyrir að vinstri hönd stjórnvalda hafi lítið vitað hvað sú hægri gerði. Annars vegar var þrýst í gegn breytingum á Lífeyr- issjóðnum, sem þá hét Eftirlaunasjóður starfsmanna Land- bankans og Seðlabank- ans. Breytingum, sem m.a. afnámu baká- byrgð bankanna á sjóðnum. Hins vegar samþykkti Alþingi of- annefnd lög um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða. Mikil áhersla er lögð á það í lögunum, að stjórnum lífeyrissjóða er skylt að bregðast við þegar í óefni stefn- ir og skuldbindingar eru að fara framúr eignum, t.d. með því að lækka lífeyrisgreiðslur. Það gildir fyrst og fremst um svokall- aða stigasjóði, því í lögunum er ákvæði (54. grein) sem fastsetur lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í til- teknum sjóðum, m.a. hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna. Þeir sjóðir eiga það allir sameiginlegt að vera með bakábyrgð launa- greiðandans, sem eru ríki, sveit- arfélög og bankar, nema Hlutfalls- deild Lífeyrissjóðs bankamanna, sem missti þá bakábyrgð daginn fyrir gildistöku laganna. Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna má því ekki lækka lífeyrisgreiðslur úr hlutfallssjóðnum um þau 5%, sem hún telur sig þurfa að gera til að koma í veg fyrir að hlutfallsdeildin tæmist og verði gjaldþrota áður en lokið er útgreiðslu til allra þeirra sem njóta eiga lífeyrisgreiðslna úr henni. Í dag eru milli sex og sjö hundruð virkir greiðendur í sjóð- inn, (munu njóta lífeyris í framtíð- inni – ef Guð lofar). Einnig eru það á milli sex og sjö hundruð manns, sem eru lífeyrisþegar nú þegar. Auk Seðlabankans og Landsbankans, eru Visa Ísland og Reiknistofa bankanna aðildarfyr- irtæki sjóðsins. Stjórn sjóðsins hefur neyðst til að grípa til þess ráðs að stefna Landsbankanum og ríkinu til að fá fram lagfæringu á stöðu sjóðsins. Þetta er örþrifaráð þar sem það kann aldrei góðri lukku að stýra að standa í málsókn gegn atvinnurekandanum sínum. En af hverju er sjóðurinn svona illa staddur? Af hverju þarf að lækka lífeyri úr hlutfalls- deildinni á sama tíma og aðrir sjóðir standa vel og t.d. Lífeyrissjóður versl- unarmanna auglýsir 4% hækkun lífeyr- isgreiðslna og Líf- eyrissjóðurinn Gildi hækkar þær um 7%? Ástæðurnar eru fleiri en ein. Lífeyr- isgreiðslur eru meiri en reiknað var með, enda t.d. Lands- bankinn notfært sér það óspart að senda fólk snemma í töku lífeyris. Þá hefur líf- aldur á Íslandi hækkað. Svo ein- kennilega var að verki staðið 1997, þegar var verið að reikna út framtíð- arskuldbindingar hlutfallsdeildarinnar, þá voru notaðar töl- ur um lífaldur ár- anna 1986–1990, jafnvel þótt fyrir lægju upplýsingar um lífaldur til ársins 1996. Í þeim nýju tölum kemur fram hærri lífaldur, sem leiðir af sér auknar skuldbind- ingar, þar sem greiða þarf lífeyri lengur en fyrri tölur bentu til. Einnig gleymdu reiknimeistararnir að taka rekstrarkostnað sjóðsins inn í dæmið 1997, en fram til þess tíma hafði Landsbankinn staðið straum af honum. Síðast en ekki síst má nefna að launbreytingar hafa orðið meiri frá 1997 en gengið var út frá. T.d. hafa laun ákveðins hóps meðal sjóðfélaga verið hækk- uð langt umfram þær forsendur, sem gengið var útfrá við útreikn- ingana í árslok 1997. Launagreið- endur, það er bankarnir, bera alla ábyrgð á þessari framúrkeyrslu og er óskiljanlegt að ráðamenn bank- anna skuli sýna það dómgreind- arleysi að hækka eftirlaun útval- inna á kostnað annarra sjóðfélaga, yfirleitt lægra launaðra. Þetta eyk- ur að sjálfsögðu einnig að mun framtíðarskuldbindingar sjóðsins, því lífeyrisgreiðslur eru miðaðar við meðallaun síðustu 5 ára fyrir starfslok. Þessi atriði, sem hér að framan eru nefnd, gera það að verkum að mér sýnist eina raunhæfa leiðin út úr klúðrinu sé að taka aftur upp bakábyrgð hlutfallssjóðsins með einum eða öðrum hætti. Aðild- arfyrirtækin hafa hvort eð er hag- að sér þannig gagnvart sjóðnum að þau virðist líta á hann sem allra- gagn, sem gjarna má ganga í og ávísa á eftir hentugleikum. T.d. með því að hækka laun fólks ríku- lega rétt fyrir starfslok, það veldur svo því að viðkomandi fær hærri eftirlaun en ella. Að sjálfsögðu er það hið besta mál fyrir viðkomandi lífeyrisþega, en sjóðurinn situr í súpunni. Sá sem skrifar tékkann, atvinnurekandinn, lætur sig engu varða að tékkinn er að verða inn- stæðulaus. Er það sæmandi jafn- virtum fjármálastofnunum og hér eiga í hlut? Innstæðulausar ávísanir á þverr- andi lífeyrissjóð Kjartan Jóhannesson fjallar um erfiðleika lífeyrissjóða bankamanna Kjartan Jóhannesson ’Sá sem skrifartékkann, atvinnu- rekandinn, lætur sig engu varða að tékkinn er að verða innstæðu- laus. Er það sæmandi jafn- virtum fjár- málastofnunum og hér eiga í hlut?‘ Höfundur er forstöðumaður hjá Reiknistofu bankanna. Í FRÉTTUM útvarps og sjón- varps hinn 8. febrúar sl. kynnti dr. Tómas G. Gunnarsson líffræðingur niðurstöður rannsóknar sem hann hefur unnið að í samstarfi við inn- lenda og erlenda sér- fræðinga. Þar talaði Tómas um þá hættu sem gæti fylgt mikilli skóg- rækt hérlendis. Rök hans voru mjög skýr. Margar mófuglateg- undir þrífast ekki í skóg- lendi. Ísland ber al- þjóðlega ábyrgð á nokkrum þessara mó- fuglategunda þar sem stór hluti alheimsstofna þeirra er á Íslandi. Með aukinni skógrækt göng- um við á búsvæði þess- ara tegunda. Tómas tók sérstaklega fram að hann teldi þó enga tegundanna í útrýmingarhættu. Morguninn eftir var kominn pistill á heimasíðu Skógræktar ríkisins þar sem brugðist var við þessari frétt. Jafnframt var henni svarað sama dag í morgunfréttum útvarps og í kvöld- fréttum sjónvarps. Mikilvægi Íslands Á Íslandi verpa 30–50% af al- heimsstofnum spóa og heiðlóu. Á Ís- landi er einnig að finna sérstakan stofn jaðrakans sem verpur nánast hvergi utan Íslands. Þessar tegundir, eins og raunar flestar tegundir mó- fugla, hörfa undan skógrækt. Er eitt- hvað athugavert við að bent sé á þá hættu sem að þessum fuglum gæti steðjað verði ráðist í umfangsmikla skógrækt? Fólkið í landinu þarf að vera meðvitað um kosti og lesti skóg- ræktaráforma á stórum skala. Svar skógræktarstjóra Í svari skógræktarstjóra í morg- unfréttum útvarps kom fram að áhrif skógræktar á mófugla væru hverf- andi þar sem ekki væri verið að planta svo mikið í flöt mýrlendi. Hann sagði ennfremur að skógrækt gengi best í brekkum og hlíðum og þar ætti þetta ekki að vera vandamál. Þá benti hann á að mófuglar væru flestir farfuglar og að þeir væru veidd- ir erlendis og því þyrfti að taka tillit til þess. Auk þess hefðu rannsóknir sýnt að þéttleiki fugla annarra en mófugla hefði þre- faldast við skógrækt. Nefndi hann að skóg- rækt gæti orðið auðnutittlingum og snjótittlingum til framdráttar (innsk.: hlýtur að vera misskilningur þar sem snjótittlingur er bersvæð- isfugl en ekki skógarfugl). Mér þykja viðbrögð skógrækt- arstjóra fremur dapurleg. Hann hefði getað tekið tillit til niðurstaðna rannsóknarinnar og hvatt til þess að þáttur mófugla yrði tekinn til hlið- sjónar við stefnumótun skógræktar hérlendis. Þess í stað gerir hann lítið úr niðurstöðum Tómasar og beitir fyrir sig rökum sem kolfalla. Flöt mýrlendi eru t.d. ekki kjörlendi heiðlóu. Í brekkum og hlíðum verpa margar tegundir mófugla þó að þétt- leiki þeirra sé oft ekki mikill. Nið- urstöður Tómasar og félaga hafa ver- ið yfirfarnar af erlendum vísindamönnum og búið er að sam- þykkja þær til birtingar í virtu al- þjóðlegu vísindatímariti, Biological Conservation. Það þarf meira en eitt pennastrik til að slá slíkt út af borð- inu. Boðskapur Tómasar var skýr: mó- fuglavarp og skógrækt keppa um svæði. Aukið flatarmál skógræktar bitnar því á mófuglum, jafnvel teg- undum sem við berum alþjóðlega ábyrgð á. Þessari staðreynd verður ekki snúið á hvolf með því að nefna veiðar á mófuglum úti í heimi, meiri þéttleika annarra fuglahópa í skóg- um né nýja landnema hérlendis. Hvað veldur? Það er áhugavert að verða vitni að þeirri ólgu sem verður þegar minnst er á möguleg neikvæð áhrif skóg- ræktar. Það virðist stundum jaðra við að það sé ekki einu sinni pláss fyr- ir annað en einungis jákvæð viðhorf í garð skógræktar. Annað er bara nið- urrif og neikvæðni. Þetta er eins og að verjast ísbirni með teygjubyssu. Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvað veldur. Sá heilbrigði ungmenna- félagsandi sem fylgt hefur skógrækt er e.t.v. hluti skýringarinnar. Maður uppsker eins og maður sáir. Maður græðir líka landið með Olís. Þegar forsetinn sjálfur hvetur til skógrækt- ar þarf enginn lengur að velkjast í vafa um að skógrækt er holl og góð. Er einhver möguleiki á því að um- ræðan hafi e.t.v. verið svolítið ein- hliða? Góðir hlutir geta líka haft skuggahliðar. Þá þarf að ræða, ekki kæfa! Eins og að verjast ísbirni með teygjubyssu Gunnar Þór Hallgrímsson fjallar um fuglalíf og skógrækt ’Aukið flatarmál skóg-ræktar bitnar því á mó- fuglum, jafnvel teg- undum sem við berum alþjóðlega ábyrgð á.‘ Gunnar Þór Hallgrímsson Höfundur er líffræðingur. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okk- ur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bát- inn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrif- ar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.