Morgunblaðið - 28.02.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 28.02.2006, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E r eitthvað til sem hægt er að kalla „eiginlega ensku“? Enska er útbreidd- asta tungumál sem nokkurntíma hefur verið til í heim- inum. Nú er áætlað að hálfur ann- ar milljarður manna tali hana, og samkvæmt nýlegri breskri könn- un mun fjöldi þeirra sem eru að læra ensku ná tveim milljörðum innan tíu ára. Þetta kom nýverið fram í umfjöllun kanadíska dag- blaðsins The Globe and Mail um stórsókn enskunnar. Bara í Kína eru núna um 250 milljónir manna að læra ensku. Þeir sem tala ensku sem annað mál eru nú orðnir fleiri en þeir sem eiga hana að móð- urmáli. Og þetta fólk, sem hefur ensku að öðru máli, talar hana með sínum hætti – bætir í hana orðum og framburði. Þetta gerist vegna þess að ensk- an er orðin heimsmál. Þar með er hún í grundvallaratriðum orðin öðru vísi en mál sem bundin eru við ákveðna staði í heiminum, eins og til dæmis íslenska eða finnska. Og þar af leiðandi er ekki hægt að nota sömu forsendur og mæli- kvarða þegar maður talar um enskuna og þegar maður talar um íslensku. Það er til dæmis ekki hægt að tala um „eiginlega ensku“, þótt ef til vill sé hægt að tala um eiginlega íslensku. Þess vegna eru það ónýt rök að segja ómögulegt að Íslendingar geti orðið tvítyngdir vegna þess að þeir geti ekki lært ensku til hlítar, og séu í rauninni mun verri í henni en þeir sjálfir halda í heimóttarskap sínum. Það eru til óteljandi afbrigði af ensku. Hver þeirra er hin „eig- inlega enska“? Það er til kínversk enska (kínenska), hindi-enska, bresk-enska, bandarísk-enska, kanadísk-enska – og hvers vegna í veröldinni ekki ísl-enska? Þótt maður sé ekki fæddur í Bretlandi getur maður náð góðum tökum á ensku. Og þótt maður sé fæddur í Bretlandi getur maður haft tak- markað vald á ensku. Ég bendi á að Bandaríkjaforseti er fæddur í enskumælandi landi. Þarf frekari vitnanna við? Og dæmið um Bush sýnir líka að kunnátta í „eiginlegri ensku“ er fjarri því að vera skilyrði fyrir því að maður komist til metorða í heiminum. Jean Chrétien, fyrrver- andi forsætisráðherra Kanada í hátt í áratug, talar afskaplega „óeiginlega“ og á köflum algerlega óskiljanlega ensku. Þegar talað er um að það sé æskilegt að Íslendingar verði tví- tyngdir er ekki verið að tala um að við förum öll að hljóma eins og Hugh Grant. Við myndum líklega læra einhverskonar ísl-ensku. (Ef Íslendingur talar ensku án þess að rembast sérstaklega við einhvern tiltekinn hreim kemur í ljós hreinn og tær íslenskur hreimur sem er að ég held líka mjög vel skilj- anlegur). Hvort orðaforðinn er takmarkaður eða ekki fer eftir hverjum og einum, hversu lunkinn hann er við að læra tungumál. Það er ekki sjálfgefið að enskur orða- forði Íslendings sé takmarkaður og geri hann hallærislegan í aug- um fólks sem talar ensku að móð- urmáli. Afskaplega mörgum Bandaríkjamönnum finnst ekkert hallærislegt við Bush, og leyfi ég mér þó að fullyrða að margir Ís- lendingar tala betri ensku en hann. Enska sem heimsmál lýtur líka að því leyti öðrum grundvallarlög- málum en staðbundin og menning- arbundin mál, að mælikvarðinn á hana er allt annar en mælikvarð- inn á menningarbundin mál (til dæmis íslensku). Mælikvarðinn á ensku sem heimsmál er skilj- anleiki. Enska sem heimsmál er fyrst og síðast samskiptatæki. Ís- lenska sem menningarbundið mál er ekki fyrst og síðast sam- skiptatæki. Þess vegna er ekkert vit í því að bera saman heim- sensku og íslensku. Þetta eru í grundvallaratriðum gerólík fyr- irbæri. Ef út í það er farið er líklega hægt að líta á ensku sem bæði heimsmál og sem menning- arbundið mál, eða öllu heldur nokkur menningarbundin mál – í Skotlandi, Englandi, Írlandi, Kan- ada, Ástralíu, Bandaríkjunum og vísast fleiri menningarsvæðum þar sem íbúar hafa sérstaka út- gáfu af ensku að móðurmáli. En það er ekki menningarbundin enska sem verið er að tala um í umræðunni um tvítyngi. Þeir sem eru á móti hug- myndum um að reynt verði að auka möguleika Íslendinga á tví- tyngi óttast kannski sumir að með því verði íslenskunni útrýmt. En rannsóknir sem gerðar hafa verið í Kanada á börnum innflytjenda benda til að það sé engin ástæða til að óttast um móðurmálið, sé það talað á heimilinu og innan fjöl- skyldunnar, þótt börnin læri ensku og tali hana við vini sína (sem vísast eru sprottnir úr ein- hverjum allt öðrum menning- arheimi og eiga sér allt annað móðurmál) og í skólanum. Þótt vissulega séu aðstæður á Íslandi og í Kanada ekki sambærilegar gefa þessar niðurstöður þó vís- bendingu um að ekki þurfi endi- lega að hafa miklar áhyggjur af ís- lenskunni þótt ensku sé bætt við. Auk þess er ástæða til að ætla að vegna þess að menning- arbundið móðurmál á borð við ís- lensku er öðru vísi fyrirbæri en tungumál á borð við heimsensku, sem fyrst og fremst er sam- skiptatæki, sé lítil hætta á að það síðarnefnda gangi af því fyrr- nefnda dauðu. Hvers vegna skyldu þeir sem leggjast gegn hugmyndum um tví- tyngi hneigjast til að brenni- merkja talsmenn tvítyngis óvini ís- lenskrar tungu? Hefur yfirleitt verið reynt að komast að því hvort aukin enskukennsla og -kunnátta á Íslandi myndi í raun og veru ógna íslenskunni? Eða hafa menn að rammíslenskum hætti bara lát- ið skáldlega eðlisávísun og mál- glaða menn ráða ferðinni í þessu efni? Eiginleg enska Enska sem heimsmál er fyrst og síðast samskiptatæki. Íslenska sem menning- arbundið mál er ekki fyrst og síðast sam- skiptatæki. Þess vegna er ekkert vit í því að bera saman heimsensku og íslensku. kga@mbl.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson Í MORGUNBLAÐINU hinn 15. febrúar sl. velur jafnréttisfulltrúi Reykjavíkurborgar, Hildur Jóns- dóttir, að lýsa vanþóknun sinni á kjarabaráttu félagsráðgjafa, hefð- bundinnar kvennastéttar. Óljóst er í hvers umboði hún skrifar greinina en Hildur kveður sig skorta hugmyndaflug til að skilja afstöðu félagsráðgjafa gagnvart ný- felldum kjarasamningi sem Reykja- víkurborg bauð þeim nýverið, og harmar það. Í greininni fullyrðir Hildur að félagsráðgjöfum hafi verið boðinn nákvæmlega sami kjara- samningur og verkfræðingum og tæknifræðingum. Af þessu mætti skilja að um sömu mánaðarlaun væri að ræða fyrir allar stéttirnar sem greint er frá hér að ofan. Hildur velur að nefna engar krónutölur í grein sinni og er þessi viðmiðun því afar villandi. Staðreyndin er sú að félagsráðgjafar hafa orðið undir í launabaráttu síðustu ára. Fé- lagsráðgjöf með starfsréttindum er orðin fimm ára nám við Háskóla Ís- lands og grunnlaun fyrir nýútskrif- aðan félagsráðgjafa eru 204.852 á mánuði hjá Reykjavíkurborg. Engir möguleikar eru á yfirvinnu eða öðr- um sporslum sem svo margar stéttir hafa. Þær forsendur sem okkur voru gefnar í þessum samningum voru engan veginn nálægt því að að færa okkur þá launaleiðréttingu sem við teljum okkur eiga skilið. Því spyr ég þig jafnréttisfulltrúi: Hví harmar þú að við felldum samning sem fól í sér áframhaldandi launamisrétti þess- arar kvennastéttar? Er það ekki einmitt markmið þitt sem jafnrétt- isfulltrúa að jafna laun kvennastétta hjá Reykjavíkurborg á við laun karlastétta með sambærilega menntun? Þrátt fyrir vanmat þitt á dómgreind félagsráðgjafa getum við reiknað út að 10% kauphækkun hjá aðila með 200.000 á mánuði gefur færri krónur í launaumslagið en sama hækkun hjá aðilum með 400.000. Félagsráðgjafar eru orðnir langþreyttir á þeim lágu launum sem þeim hafa verið boðin og krefj- ast nú ekki bara launahækkunar heldur launaleiðréttingar! Við krefj- umst einfaldlega sömu launa og aðr- ar fagstéttir með sömu menntun, þrátt fyrir að vera kvennastétt. Ef þú ert enn þeirrar skoðunar að við höfum hafnað verkfræðisamningi eins og yfirskriftin á grein þinni var og jafnframt að við höfum hafnað nákvæmlega sama kjarasamningi og verkfræðingum og tæknifræðingum var boðið eins og orðrétt kemur fram í grein þinni, þá skora ég á þig að bera saman og birta raunveruleg laun þessara stétta sem um var rætt. F.h. félagsráðgjafa við Þjónustu- miðstöð Breiðholts JÓNA GUÐNÝ EYJÓLFSDÓTTIR, félagsráðgjafi, Efstahjalla 15, 200 Kópavogur. Var félagsráðgjöfum boðinn verkfræðisamningur? Frá Jónu Guðnýju Eyjólfsdóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÍSLANDI hefur farnast best þeg- ar tengslin við önnur lönd hafa verið sem opnust. Í gegnum alla sögu þjóðarinnar kemur berlega í ljós að aukin samskipti við útlendinga hafa að jafnaði verið þjóðinni blessun en ekki böl. Þetta á jafnt við í við- skiptum, vísindum, listum og íþrótt- um svo nokkur svið samfélagsins séu nefnd. Að sama skapi hefur eymdin aukist eft- ir því sem landið hefur verið afgirtara frá um- heiminum. Þrátt fyrir þessi augljósu sannindi hefur um langa tíð stað- ið djúpstæð barátta milli þeirra sem vilja hafa erlend samskipti sem opnust og þeirra sem vilja frekar ein- angra þjóðina uppi á landinu kalda. Það er auðvitað einföldun en eigi að síður má greina baráttu tveggja afla; op- ingáttarmanna annars vegar og inni- lokunarsinna hins vegar, eins og einu sinni var sagt. Óttinn við erlent samstarf Mörg af heitustu deilumálum þjóðarinnar hafa klofnað upp eftir þessum línum. Deilan um aðildina að Atlantshafsbandalaginu klauf þjóð- ina í tvennt og var svo hörð að her- stöðvarandstæðingar og fylgjendur vestrænnar samvinnu flugust bók- staflega á á Austurvelli. EFTA- aðildin olli einnig óhemju fjaðrafoki milli haftasinna og fylgjenda opinna vöruviðskipta. Það sama var svo uppi á teningnum í EES-málinu sem opn- aði atvinnulífið upp á gátt og ruddi meðal annars brautina fyrir útrásina alrómuðu. Nú deila menn um Evr- ópusambandið eftir sömu brautum. Þá ganga deilumál á borð við stöðu innflytjenda, verslun með landbún- aðarvörur og fjárfestingar í sjávar- útvegi meira og minna eftir þessum sama átakaás. Og sem fyrr stendur deilan á milli þeirra sem vilja mæta heiminum opnum örmum og þeirra sem sjá í honum stöðuga ógn. Óttinn við enskuna Undangengnar vikur hefur sprott- ið upp mikil umræða um stöðu tungumálsins. Þótt það sjáist kannski ekki á yfirborðinu þá er hér deilt eftir nákvæmlega sömu átaka- línum. Öðrum megin eru þeir sem spá því að samkrullið við erlendar tungur gangi af íslenskunni dauðri, jafnvel á innan við einni öld – að árið 2106 tali menn bara allt í einu eitt- hvað allt annað tungumál. Slíkir menn sjá ógurlega ógn í því að há- skólar landsins bjóði upp á einstaka námskeið og námsleiðir á ensku. Á hinum ásnum eru þeir sem frekar sjá tækifæri í fjöltyngi landans og koma auga á þá auðlegð sem felst í að draga erlenda námsmenn til landsins til að læra við hlið ís- lenskra stúdenta, en þá verður vitaskuld að kenna nægjanlega marga kúrsa á ensku, alþjóðatungu stúd- enta. Þá er í sjálfu sér vandséð að færni í er- lendum tungumálum geti verið ógn við ís- lenskuna, ekki frekar en að íslenskri mat- argerð standi ógn af því að kokkarnir okk- ar kunni líka að mat- reiða indverskt karrí, eða að leikhúslífið sé í hættu sökum þess að Vesturport setji sýningar sínar bæði upp á Ís- landi og í Englandi, á íslensku og á ensku. Óttinn við hnattvæðinguna Stefán Snævarr, prófessor við há- skólann í Lillehammer, er einn þeirra sem óttast áhrif enskunnar á okkar ástkæra móðurmál. Í annars áhugaverðri ádrepu í Lesbók 18. febrúar svarar hann grein minni, sem birtist á sama stað tveimur vik- um áður, en þar hvatti ég til stór- bættrar enskukennslu, enda er stað- reyndin sú að íslenskir stúdentar eru alveg hreint skelfilega lélegir í ensku. Um það erum við Stefán í það minnsta sammála og raunar flestir sem hafa tekið til máls í þessari um- ræðu. Stefán kallar það glóbamál sem margir Íslendingar tala og telja vera ensku. Það er skemmtileg nafn- gift og máski nokkuð nærri lagi. Okkur greinir hins vegar á um leið- ina áfram, hann vill vernda íslensk- una með því að úthýsa enskunni en ég tel vænlegra að þjálfa nemendur í að greina á milli góðrar ensku og bragðmikillar íslensku svo ljóst sé hvar skilin á milli tungumálanna tveggja liggja. Enda er það graut- urinn sem er verstur, ekki að menn kunni fleiri en sitt eigið tungumál. Síðar í grein sinni spyrðir Stefán umræðuna um stöðu tungumálsins saman við deiluna um hnattvæð- inguna og er þar kominn á svipaðar slóðir og ég ræði hér að framan. Í deilunni um hnattvæðinguna feta menn nefnilega nákvæmlega sömu slóð og hér hefur verið lýst. Annars er vandi hnattvæðingarumræðunnar sá að menn tala um hana þvers og kruss. Sjálft hugtakið er einhver út- jaskaðasta klisja nútímastjórnmála. Í hugum sumra er alþjóðavæðing verkfæri vesturlanda til að útbreiða eigin gildi og fletja út menningu ann- arra landa. Ólíkir hópar, svo sem femínistar, frjálshyggjumenn og sósíalistar, sjá fyrirbærið svo ólíkum augum að deilurnar um það verða næsta marklausar. En ef við hugsum okkur að hnattvæðingin merki ein- faldlega að samskipti manna yfir landamæri hafi aukist svo mjög að afmarkað landssvæði takmarki ekki lengur samskipti og samstarfsmögu- leika manna þá komumst við kannski eitthvað áfram. Og eins og jafnan í fyrri deilum eftir þessum átakaás sjá þjóðernissinnar ógn í þessu nýja þverþjóðlega umhverfi á meðan al- þjóðasinnar sjá ný og áður ónýtt tækifæri. Óttinn við frelsi í landbúnaði Ég hóf þessa grein á að fullyrða að Íslendingum farnist að jafnaði best í sem haftaminnstum samskiptum við útlönd. Í því sambandi er áhugavert að skoða stöðu landbúnaðarins en einhverra hluta vegna er sú atvinnu- grein enn afgirt frá umheiminum. Til að mynda er óheimilt að flytja til landsins margskonar kjötvörur og tollar á margar erlendar búvörur eru svo til ókleifir, um leið eru íslenskar landbúnaðarafurðir útilokaðar frá erlendum mörkuðum. Þetta skrýtna kerfi hefur ekki aðeins skilað einu allra hæsta matvælaverði í heimi heldur eru bændur jafnframt meðal snauðustu starfsstétta landsins. Ætli það sé einber tilviljun að landbún- aður er einmitt sá atvinnuvegur á Ís- landi sem er hvað lokaðastur gagn- vart útlöndum? Tungan, hnattvæðing og ótti Eiríkur Bergmann Einarsson fjallar um Evrópumál ’Í gegnum alla söguþjóðarinnar kemur ber- lega í ljós að aukin sam- skipti við útlendinga hafa að jafnaði verið þjóðinni blessun en ekki böl.‘ Eiríkur Bergmann Einarsson Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við háskólann á Bifröst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.