Morgunblaðið - 28.02.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 29
BAUGSMÁL
Lögfræðiálit – 6. gr. Mannréttindasáttmála
Evrópu og 4. gr. samningsviðauka nr. 7 o. fl. -
Álit varðandi endurskoðun ákæruatriða af
hálfu ríkissaksóknara í kjölfar frávísunar
Hæstaréttar
1. Málavextir
Atvik málsins (héreftir nefnt „Baugsmálið“)
eru sem hér segir: Hinn 28. ágúst 2002 gerði
efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra (hér-
eftir ríkislögreglustjóri) leit í húsakynnum
Baugs Group hf. Leitin byggðist á ásökunum á
hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi
stjórnarformanni, og Tryggva Jónssyni, þáver-
andi framkvæmdastjóra. Leitarheimildin hafði
verið gefin út af Héraðsdómi Reykjavíkur og
náði bæði til leitar og haldlagningar á munum
og gögnum í húskynnum og læstum hirslum
Baugs Group hf. Ennfremur fólst í heimildinni
handtökuheimild gagnvart Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni og Tryggva Jónssyni. Heimildin
byggðist á tveimur meintum fjárdrátt-
arbrotum. Í kjölfar haldlagningarinnar á gögn-
um Baugs hinn 28. ágúst 2002 gaf ríkislög-
reglustjóri út ákæru í 40 liðum 1. júlí 2005, þar
sem Jón Ásgeir Jóhannesson og fimm aðrir
(héreftir nefndir „sakborningar“) voru ákærðir
fyrir meint brot gegn almennum hegning-
arlögum, hlutafélagalögum, bókhaldslögum,
lögum um ársreikninga og tollalögum.
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu frá
dómi í heild sinni vegna annmarka á ákærunni,
sbr. 116. gr. laga um meðferð opinberra mála.
Ríkislögreglustjóri skaut málinu síðan til
Hæstaréttar með kæru 22. september 2005.
Hinn 10. október vísaði Hæstiréttur 1. til 32. lið
ákærunnar frá dómi, en vísaði hins vegar 33. til
40. ákæruliðum aftur til héraðsdóms (en
ákæruliðir 1–32 eru héreftir nefndir „ákær-
an“). Við frávísun dómsins sagði Hæstiréttur:
XI.
„Samkvæmt því, sem að framan er rakið, eru
slíkir annmarkar á 1. til 32. lið ákæru að vísa
verður málinu frá héraðsdómi að því er þá
varðar. Öðru máli gegnir um 33. til 40. lið
ákærunnar, svo sem áður er getið. Síðast-
nefndu liðunum er skipað í tvo kafla, sem
standa ekki í tengslum við hina kaflana sex í
ákærunni varðandi þær sakir, sem bornar
eru á varnaraðilana. Er því engin nauðsyn að
vísa málinu í heild frá dómi vegna annmarka
á hluta þess. Af þessum sökum verður hinn
kærði úrskurður felldur úr gildi að því er
varðar 33. til 40. lið ákærunnar og lagt fyrir
héraðsdóm að taka málið að því leyti til efn-
ismeðferðar.
Með þeirri niðurstöðu, sem að framan er
getið, standa eftir í máli þessu til efnis-
úrlausnar ákæruliðir, sem einn eða fleiri
varða alla varnaraðila. Lýkur því málinu
ekki með dómi þessum gagnvart neinum
þeirra. Ákvæði hins kærða úrskurðar um
sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun,
verða þessu til samræmis felld úr gildi og
ákvörðun um þau atriði látin bíða efnisdóms
í málinu. Kærumálskostnaður skal á hinn
bóginn greiðast úr ríkissjóði, eins og nánar
greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Máli þessu er vísað frá héraðsdómi að því er
varðar 1. til og með 32. lið ákæru ríkislög-
reglustjóra 1. júlí 2005.
Hinn kærði úrskurður er að öðru leyti felld-
ur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka
málið til efnismeðferðar að því er varðar 33.
til og með 40. lið fyrrnefndrar ákæru.“
Síðan þessi dómur var felldur hafa 33.–40.
liðir ákærunnar enn ekki verið teknir til efnis-
meðferðar. 1 Með vísan til 1. og 2. mgr. 28. gr.
laga um meðferð opinberra mála hefur rík-
islögreglustjóri nú vísað Baugsmálinu til rík-
issaksóknara til athugunar á því hvort gefa
beri út nýja ákæru.
Frá því að Hæstiréttur vísaði ákærunni frá
10. október 2005 hefur verið haldið dómþing
14. nóvember 2005 að beiðni verjenda varðandi
ákæruliðina átta sem eftir standa. Á því dóm-
þingi voru rædd ýmis álitaefni varðandi umboð
nýskipaðs sérstaks ríkissaksóknara, Sigurðar
Tómasar Magnússonar, einkum og sér í lagi
hvort myndast hefði „eyða“ í saksóknarheim-
ildum hins nýskipaða sérstaka ríkissaksóknara
skv. skipunarbréfi dómsmálaráðherra. Í öðru
lagi var um það rætt hvort dómsmálaráðherra
hefði verið bær til þess að skipa sérstakan rík-
issaksóknara. Í kjölfar dómþingsins 14. nóv-
ember 2005, sagði ríkissaksóknari, Jón H.
Snorrason, sig frá málinu 18. nóvember 2005.
Hinn 22. nóvember 2005 kvað Héraðsdómur
Reykjavíkur upp þann úrskurð að hinn sér-
staki ríkissaksóknari væri ekki bær til þess að
fara með ákæruvald í þeim 8 ákæruliðum sem
eftir stóðu. Hinn 2. desember 2005 felldi
Hæstiréttur úr gildi úrskurð Héraðsdóms,
með vísan til 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um
meðferð einkamála, þar sem kveðið er á um að
dómstólar verði ekki krafðir álits um lög-
fræðileg efni eða um hvort tiltekið atvik hafi
gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til
úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli.
Hæstiréttur tók ekki afstöðu til þess hvort
hinn nýi sérstaki ríkissaksóknari væri bær til
þess að fara með málið.
Hinn 9. desember 2005 var aftur haldið dóm-
þing í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem fjallað
var um gildi umboðs hins sérstaka rík-
issaksóknara varðandi þá 8 ákæruliði sem eftir
stóðu. Með úrskurði 15. desember 2005 hafnaði
Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu sakborninga.
Úrskurðinum var skotið af hálfu sakborninga
til Hæstaréttar 16. desember 2005 og 9. janúar
2006 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðs-
dóms þannig að hinn sérstaki ríkissaksóknari
væri bær til þess að fjalla um þá átta ákæruliði
sem eftir stæðu (33.–40. liði).
Hinn 27. janúar ákvað Héraðsdómur
Reykjavíkur að málsmeðferð varðandi ákæru-
liðina átta skyldi kljúfa þannig að málið gegn
endurskoðendum KPMG yrði tekið fyrir dag-
ana 9. og 10. febrúar 2006, en málið varðandi
ákæruliði gegn öðrum sakborningum, þ. m. t.
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, yrði tekið til með-
ferðar síðar. Sakborningar mótmæltu þessum
aðskilnaði ákæruliðanna sem eftir stóðu, en
með úrskurði hinn 31. janúar 2006 staðfesti
héraðsdómur fyrri ákvörðun. Hins vegar ákvað
Hæstiréttur að réttað skyldi í öllum ákærulið-
unum átta sem eftir stóðu eins fljótt og kostur
væri.
Okkur hefur verið falið að taka saman lög-
fræðilegt álit þar sem við ræðum hvort síðari
endurskoðun ákærunnar af hálfu ríkissaksókn-
ara (héreftir nefnt „endurskoðunin“) veki
spurningar varðandi 6. gr. mannréttinda-
sáttmála Evrópu („mannréttindasáttmálinn“)
og 14. gr. alþjóðasamningsins um borgaraleg
og stjórnmálaleg réttindi (héreftir nefndur „al-
þjóðasamningurinn“)Ennfremur verður sett
fram lögfræðilegt álit í ljósi 4. gr. samningsvið-
auka nr. 7 við mannréttindasáttmálann.
2. 6. gr. mannréttindasáttmálans
2. 1 Gildissvið 6. gr.
6. gr. mannréttindasáttmálans er svohljóð-
andi:
1. Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur
manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann
er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt
til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar inn-
an hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöll-
um dómstóli. Sé skipan hans ákveðin með lög-
um. Dóm skal kveða upp í heyranda hljóði, en
banna má fréttamönnum og almenningi að-
gang að réttarhöldunum að öllu eða nokkru af
siðgæðisástæðum eða með tilliti til allsherj-
arreglu eða þjóðaröryggis í lýðfrjálsu landi eða
vegna hagsmuna ungmenna eða verndar
einkalífs málsaðila eða, að svo miklu leyti sem
dómstóllinn telur brýna nauðsyn bera til, í sér-
stökum tilvikum þar sem opinber frásögn
mundi torvelda framgang réttvísinnar.
2. Hver sá sem borinn er sökum um refsi-
verða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt
hans er sönnuð að lögum.
3. Hver sá sem borinn er sökum um refsi-
verða háttsemi skal eigi njóta minni réttar en
hér greinir:
(a) Hann fái án tafar, á máli sem hann skilur,
vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök
þeirrar ákæru sem hann sætir.
(b) Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að
undirbúa vörn sína.
(c) Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur
eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Hafi
hann ekki nóg fé til að greiða lögfræðiaðstoð
skal hann fá hana ókeypis ef það er nauðsyn-
legt vegna réttvísinnar.
(d) Hann fái að spyrja eða láta spyrja vitni
sem leidd eru gegn honum. Séð skal um að
vitni, sem bera honum í vil, komi fyrir dóm
og séu spurð á sama hátt og þau vitni sem
leidd eru gegn honum.
(e) Hann fái ókeypis aðstoð túlks ef hann
skilur hvorki né talar mál það sem notað er
fyrir dómi.
Almennt séð verndar 6. gr. rétt manna til
réttlátrar málsmeðferðar. Þótt í ákvæðunum
séu tiltekin nokkur lágmarksréttindi, er ljóst
af réttarframkvæmd Mannréttindadómstóls
Evrópu (héreftir nefndur „dómstóllinn“) að
fleiri álitaefni en þau sem beinlínis koma fram í
orðalagi 6. gr. geta komið til skoðunar hjá dóm-
stólnum við umfjöllun skv. þeirri grein. Í þessu
samhengi er gengið út frá því að í lýðfrjálsu
þjóðfélagi sé verndun aðgangs að dómstólum
og rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar ein
helsta krafan og þar af leiðandi hafi hún grund-
vallarþýðingu. Af þeirri ástæðu hefur dóm-
stóllinn komist að þeirri niðurstöðu að þröng
túlkun 6. gr. væri andstæð tilgangi mannrétt-
indasáttmálans. Þetta sjónarmið kom þegar
fram í einu fyrsta máli dómstólsins þar sem 6.
gr. kom við sögu, Delcourt gegn Belgíu frá 17.
janúar 1970.
„25. Í lýðræðisþjóðfélagi í skilningi sáttmál-
ans er rétturinn til réttlátrar dóms-
meðferðar svo mikils metinn að þröng túlk-
un á 1. mgr. 6. gr. (gr. 6. 1) gæti ekki
samræmst markmiði og tilgangi þess
ákvæðis.“
Þar að auki hefur dómstóllinn lýst því yfir að
6. grein eigi að tryggja réttindi sem eru skil-
virk og hagnýt. Þetta þýðir að dómstóllinn lítur
heildstætt á alla málsmeðferð og gengur úr
skugga um hvort tiltekin atriði málsmeðferð-
arinnar valdi því að heildarmeðferðin verði
óréttlát. Til að mynda kom fram í málinu Airey
gegn Írlandi, þar sem dómur var kveðinn upp
9. október 1979, að þótt í 6. gr. sé ekki beinlínis
kveðið á um að ríki beri skylda til þess að
tryggja að umsækjandi njóti lögfræðiaðstoðar
þótti sýnt að vanræksla í þeim efnum gengi við
tilteknar aðstæður gegn 6. gr. Í niðurstöðu
dómsins í Airey málinu segir:
„24. Dómstóllinn lítur ekki svo á að þessi
möguleiki einn og sér skeri úr um málið.
Sáttmálanum er ekki ætlað að tryggja hugs-
anleg eða ímynduð réttindi heldur réttindi
sem eru hagnýt og virk […]. Þetta gildir
einkum um réttinn til aðgangs að dómstólum
með hliðsjón af því hversu rétturinn til rétt-
látrar dómsmeðferðar er mikils metinn í lýð-
ræðisþjóðfélagi.“
2. 2 Atriði sem varða 6. gr.
í Baugsmálinu
Hugsanleg endurskoðun af hálfu rík-
issaksóknara á frávísuninni vekur nokkrar
formlegar og efnislegar spurningar varðandi
það hvort endurskoðunin stenst 6. gr.
Fyrst þarf að ákvarða hvort 6. gr. gildi um
endurskoðunina.
Síðan þarf að ákvarða hvort líklegt sé að
endurskoðunin hafi brotið eða muni brjóta
gegn efnisatriðum 6. gr. Þau álitamál sem upp
koma skv. c-lið 6. gr. varðandi endurskoðunina
eru eftirfarandi: A) Gildissvið 6. gr. varðandi
endurskoðun ákæru, B) „aðgangur að dóm-
stólum“ og „réttaröryggi og réttarríki“ (sem að
miklu leyti skarast) C) „jafnræði málsaðila“, D)
reglan um sakleysi uns sekt er sönnuð, E)
„tímalengd málsmeðferðar“ og F) „framsetn-
ing ákæru án tafar og sundurliðun í smáat-
riðum“ og „nægur tími og aðstaða til að und-
irbúa vörn“ (sem einnig skarast).
A. Gildissvið 6. gr. varðandi
endurskoðun ákæru
6. gr. var tekin upp í íslensk lög árið 1994
með lögum nr. 62 frá 1994. 6. gr. mannréttinda-
sáttmálans er þannig óaðskiljanlegur hluti af
íslenskum rétti og er því unnt að byggja á
ákvæðinu fyrir íslenskum dómstólum. Íslensk-
ir dómstólar hafa í nokkrum úrskurðum bein-
línis byggt á 6. gr. í sakamálum. Áður en hins
vegar er ráðist í efnisgreiningu á 6. gr. verður
að ákvarða hvort þetta ákvæði eigi yfirleitt við
um stjórnsýslulegar ákvarðanir á borð við þá
sem tekin var af ríkislögreglustjóra og er til at-
hugunar hjá ríkissaksóknara. Í máli Imbrioscia
og Magee komst dómstóllinn að þeirri nið-
urstöðu að 6. gr. gæti átt við um málsmeðferð
fyrir dómtöku. Í Salov málinu, þar sem fjallað
var um stjórnvaldsendurskoðun, komst dóm-
stóllinn að þeirri niðurstöðu að vísun sakamáls
aftur til frekari rannsóknar sé einungis forms-
atriði, með því að slík vísun er skilyrði til end-
urákvörðunar á sakarefnum. Slíkt formsatriði
leiðir ekki til endanlegrar ákvörðunar á ákæru-
atriðum gegn sakborningum. Þegar slík forms-
atriði hafa hins vegar mikilvæg áhrif á nið-
urstöðu ákærunnar gildir 6. gr. Þar sem
ákvörðunin um að færa Baugsmálið frá rík-
islögreglustjóra til ríkissaksóknara í kjölfar
Lögfræðiálit um
endurskoðun ákæruatriða
Morgunblaðið/RAX
Tyge Trier gerði grein fyrir lögfræðiáliti sínu á blaðamannafundi í gær.
HÉR fer á eftir í heild álit sem
danski lögfræðingurinn Tyge Trier
vann fyrir Baug Group hf. og fyr-
irtækið hefur sent Morgunblaðinu
til birtingar: