Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 30

Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ BAUGSMÁL frávísunarinnar er skilyrði fyrir síðari loka- ákvörðun ákæruatriða gegn sakborningum má segja að endurskoðunin hafi afar þýðing- armikið vægi að því er varðar endanlega ákvörðun síðari ákæruatriða. Ennfremur ætti ein forsenda við ákvörðun um það hvort forms- atriði skuli teljast „sök … um refsivert brot“ í skilningi mannréttindasáttmálans að vera þyngd hugsanlegrar refsingar, en í Baugsmál- inu er þar um að ræða fangelsisvist fyrir sak- borninga. Þegar mið er tekið af sérstökum að- stæðum þess máls sem hér um ræðir er það skoðun okkar á grundvelli fyrirliggjandi gagna að 6. gr. gildi um endurskoðunina. B. „Aðgangur að dómstólum“, „réttaröryggi“ og „réttarríki“ Álitamálin um „aðgang að dómstól“, „rétt- aröryggi“ og „réttarríki“ eru ekki augljós af orðalagi 6. gr. , en í túlkun sinni hefur mann- réttindadómstóllinn talið að þessi atriði felist í hugmyndinni um „réttláta málsmeðferð“: Enn- fremur er gildi 6. gr. um stjórnvaldsend- urskoðun endanlegra dómsúrskurða tiltölulega nýleg þróun í dómaraframkvæmd dómstólsins, sem veldur því að erfitt er að leggja nákvæmt mat á þessar kenningar. Hins vegar eru marg- ir nýlegir dómar sem hafa mikið gildi fyrir Baugsmálið og endurskoðunina. Aðgangur að dómstólum. Að því er varðar aðgang að dómstólum, lét dómstóllinn uppi það álit í Ryabykh gegn Rússlandi (55.–56. gr.) að „55. … 1. mgr. 6. greinar tryggir öllum rétt til þess að kröfur sem tengjast borg- aralegum réttindum þeirra og skyldum fái málsmeðferð fyrir dómi. Þannig felst í henni „réttur til dómsmeðferðar“, þar sem að- gengisrétturinn, þ.e.a.s. rétturinn til að höfða mál fyrir dómstóli vegna einkamála, er einn þáttur. Hins vegar væri sá réttur sýnd- arréttur einn ef innlent réttarkerfi í aðild- arríki sáttmálans heimilaði að endanlegur og bindandi dómsúrskurður sé óvirkur þannig að annar aðilinn bíði tjón af. Óhugsandi væri að 1. mgr. 6. gr. lýsti í smáatriðum tryggingu málsmeðferðar sem málsaðilum er veitt – um réttlátan, opinberan og skjótan mála- rekstur – án þess að tryggja jafnframt fram- kvæmd dómsúrskurða; að túlka 6. grein á þann veg að hún varði eingöngu aðgang að dómstóli og málarekstur væri líklegt til að leiða til aðstæðna sem samræmast ekki meg- inreglunni um réttarríki sem aðildarríkin að sáttmálanum skuldbundu sig til að virða þegar þau fullgiltu sáttmálann. 56. Dómstóllinn álítur að réttur málsaðila til dómsmeðferðar væri einnig sýndarréttur ef réttarkerfi aðildarríkis að sáttmálanum heimilaði að dómsúrskurður sem orðinn er endanlegur og bindandi sé ógiltur af æðri dómstóli að beiðni embættismanns ríkisins.“ Hafa ber hugfast að Ryabykh málið var einkamál og að rétturinn til „aðgangs að dómi“ á fyrst og fremst við um einkamál en ekki op- inber mál. Í Lorenzen et al. „EMRK Komm- entar“ (2003) kemur fram á bls. 206 að „að- gangur að dómi“ geti einnig átt við í opinberu máli, sbr. málin Omar gegn Frakklandi og Guerin gegn Frakklandi (bæði frá 1998). Að því marki sem halda má fram að frávísunin sé „endanleg niðurstaða“, gæti það við fyrstu sýn talist fara í bága við 6 gr. að heimila opinberum embættismanni á borð við ríkissaksóknara að ráðast í endurskoðun æðra dómsvalds með það að markmiði að endurútgefa ákæruna í breyttri mynd. Við ákvörðun á því hvort niðurstaða sé „end- anleg“ mundi Evrópudómstóllinn að líkindum byggja túlkun sína á greinargerð með Evrópu- samningnum um alþjóðlegt gildi refsidóma um 3. mgr. 1. gr. Í samningnum segir að nið- urstaða sé endanleg þegar: „3. … hún, samkvæmt hefðbundinni mál- venju, hefur öðlast res judicata áhrif. Sú er raunin þegar hún er orðinn óafturkallanleg, þ.e.a.s. þegar engin önnur almenn úrræði eru tiltæk eða þegar aðilar hafa beitt öllum slíkum úrræðum eða látið tilskilinn frest líða án þess að beita þeim. Af þessu leiðir því að dómur sem kveðinn er upp án þess að vörn- um sé uppi haldið er ekki talinn endanlegur ef innlend lög heimila að málsmeðferðin sé endurupptekin.“ Þannig mun það velta fyrst og fremst á ís- lenskum rétti, þ.e.a.s. lögum um meðferð op- inberra mála, hvort frávísunin er endanleg í skilningi mannréttindasáttmálans. Af lögum um meðferð opinberra mála leiðir að úrskurðir Hæstaréttar eru endanlegir. Af því leiðir að ekki er unnt að áfrýja frávísunardóminum til annars íslensks dómstóls. Einnig ber að taka fram að Hæstiréttur sagði m.a. eftirfarandi: Samkvæmt öllu framangreindu eru slíkir annmarkar á 10. til 23. lið ákærunnar að ófært er að fella efnisdóm á þær sakir, sem þar eru bornar á varnaraðilana […] svo og hlutdeild í brotum gegn tveimur fyrstnefndu lagagreinunum. […] Þegar af þeirri ástæðu að ófært er vegna annmarka á þessum liðum ákærunnar að fella efnisdóm á sakargiftir, sem varða fyrrnefndu lagaákvæðin, veldur þessi háttur á framsetningu hennar því að ekki er þá heldur unnt að fjalla að efni til um ætluð brot gegn þeim síðarnefndu. Af þess- um sökum verður málinu vísað frá héraðs- dómi að því er varðar 10. til 23. lið ákær- unnar. Niðurstöður Hæstaréttar virðast afar afger- andi. Einnig skiptir máli að ákærunni [þ.e. ákæruliðum 1–32] var vísað frá héraðsdómi, en 33.–40. ákæruliðum var leyft að standa, sem bendir til þess að ákærunni hafi verið end- anlega vísað frá. Hins vegar er umdeilt, skv. Jónatan Þór- mundssyni, prófessor, hvort túlka megi frávís- unina sem „endanlega“ í skilningi íslenskra laga. Tilteknar málsgreinar frávísunarinnar má skilja svo að þær taki aðeins á formlegum atriðum ákærunnar, sem þýðir að rík- issaksóknara sé frjálst að leggja nýjar ákærur fyrir dómstóla og að frávísunin, sem í sumum málsgreinum er afar berorð að því er varðar formlega annmarka ákærunnar, kunni í raun að hafa falið í sér leiðbeiningar fyrir rík- issaksóknara um það hvernig bæri að setja fram síðari ákærur í nýju ákæruskjali. Nýlegur dómur Hæstaréttar kann að varpa ljósi á málið. Það mál snerist einnig um auðg- unarbrot og var ákærunni á hendur sakborn- ingi vísað frá Hæstarétti á grundvelli 67. gr. laga um meðferð opinberra mála. Sakborn- ingur reyndi síðan að varna því að saksóknari tæki málið upp að nýju á grundvelli sömu ákæra sem vísað hafði verið frá dómi. Vísaði sakborningur til heimildaskorts í íslenskum lögum og einnig til mannréttindasáttmála Evr- ópu. Í dómi Hæstaréttar var eftirfarandi tekið fram: „Svo sem hin tilvitnuðu ákvæði bera með sér skal jafnan líta til þess á fyrstu stigum með- ferðar máls eftir útgáfu ákæru hvort slíkir gall- ar séu í málatilbúnaði ákæruvalds að leiða eigi til frávísunar máls. Tilgangur frávísunar við slíkar aðstæður er að gefa ákæruvaldi færi á að lagfæra grundvöll málsins, ýmist með því að úr rannsókn verði bætt eða að ákæra verði færð í nýjan og betri búning. Eru ráðstafanir þessar í samræmi við þær meginreglur er búa að baki málsmeðferð fyrir dómi, hvort sem um einka- mál eða opinbert mál er að ræða, að ráða skuli úr formhlið máls áður en tekið er til við efn- islega úrlausn. Ef opinberu máli er vísað frá dómi á þessum grundvelli eru ákæruvaldi sett- ir frestir í 5. mgr. 82. gr. laga nr. 19/1940 til að hefjast handa við að bæta úr ágöllum á mála- tilbúnaði, að viðlagðri fyrningu sakar. Hvorki lög nr. 19/1991 né lög nr. 19/1940 gera grein- armun í þessum efnum á réttaráhrifum þess hvort máli sé vísað frá dómi þegar á upphafs- stigum máls eða hvort það gerist eftir að efnis- meðferð hefur farið fram í máli, enda ekki loku fyrir skotið að á síðari stigum komi í ljós að rannsókn máls sé að einhverju leyti áfátt. Með dómi Hæstaréttar Íslands 12. maí 2005 var kveðið á um frávísun máls nr. 509/2004 frá hér- aðsdómi. Verður að ætla að tilgangur æðri réttar með frávísun hafi verið að gefa lögreglu og ákæruvaldi færi á að bæta úr tilgreindum ágöllum sem vörðuðu bæði lögreglurannsókn og ákærusmíð, enda hefði rétturinn að öðrum kosti sýknað ákærða af kröfum ákæruvaldsins á þeim grundvelli að sakir væru ekki sannaðar með þeim sönnunargögnum er færð voru fyrir dóminn. Í þessu ljósi eru ekki efni til að grípa inn í þá lögreglurannsókn er nú fer fram og varðar sóknaraðila.“ Samkvæmt þessu eru sterk rök fyrir því að frávísunin teljist formleg fremur en efnisleg skv. íslenskum rétti og að ríkissaksóknara sé þannig frjálst að ráðast í fyrirhugaða endur- skoðun. Þótt gert sé ráð fyrir að frávísunin hafi verið formlegs eðlis skv. íslenskum rétti og þar af leiðandi ekki endanleg niðurstaða er ekki þar með sagt að sama niðurstaða fengist skv. mannréttindasáttmála Evrópu. Eins og vikið er að hér að framan hefur mannréttinda- dómstóllinn oft túlkað sjálfur ákvæði mann- réttindasáttmálans til þess að ekki sé grafið undan gildi sáttmálans með skilgreiningum í landsrétti. Í Nikitin málinu sagði dómstóllinn: „Dómurinn ítrekar að stjórnsýslubeiðni um ógildingu endanlegrar dómsniðurstöðu er einstakt áfrýjunarúrræði sem stefndi í saka- máli hefur ekki beinan aðgang að og að beit- ing þess er háð ákvörðunarvaldi lögbærra embættismanna. Dómstóllinn hefur t.d. ekki viðurkennt að stjórnsýsluendurskoðun sé gilt úrræði í landsrétti, hvorki í einkamálum né opinberum málum, og hefur komist að þeirri niðurstöðu að ógilding dóms við stjórnsýsluendurskoðun geti skapað vanda að því er varðar það réttaröryggi sem felst í upphaflegri dómsniðurstöðu (sjá Brum- ãrescu gegn Rúmeníu og Ryabykh gegn Rússlandi). Dómstóllinn mun því ganga út frá því í eftirfarandi málsgreinum að áfrýj- unardómsniðurstaðan frá 17. apríl 2000, sem fól í sér að sýknun umsækjanda gengi end- anlega í gildi þann sama dag, hafi verið „lokadómur“ í skilningi 4. greinar samnings- viðauka nr. 7.“ Í Baugsmálinu er óumdeilt að framtíð ákær- unnar, og þar með sakborninga sem formlega sæta enn ákærum, velti alfarið á ákvörðun stjórnvalda. Sakborningar hafa ekki á valdi sínu að hafa áhrif á endurskoðunina með nein- um hætti og eru þannig í svipuðum vanda og sakborningurinn í Nikitin málinu. Á þeim for- sendum má færa fyrir því rök að endurskoð- unin geti ekki, frá formlegu sjónarmiði, talist áfrýjun og því hljóti frávísunin að teljast „loka- dómur í skilningi mannréttindasáttmála Evr- ópu, jafnvel þótt frávísunin teldist ekki loka- dómur skv. íslenskum rétti. „Réttaröryggi“ og „réttarríki“ Í fjölmörgum niðurstöðum um stjórnvalds- endurskoðun lokadóma hefur dómstóllinn úr- skurðað að slík endurskoðun fari í bága við 6. gr. , sem einnig kemur að gagni við skýringu á þeim aðstæðum þar sem brotið kann að vera gegn reglunni um aðgang að dómstólum (lýst að ofan í 2. 3. B). Í máli Brumarescu gegn Rúmeníu sagði í dóminum: „1. mgr. 6. greinar sáttmálans verður að túlka í ljósi inngangsorða sáttmálans þar sem m.a. er lýst yfir að réttarríki sé hluti sameiginlegrar arfleifðar aðildarríkja sátt- málans. Einn grundvallarþáttur réttarrík- isins er meginreglan um réttaröryggi, sem felur m.a. í sér kröfu um að ekki skuli ve- fengja dómsniðurstöðu þegar dómstólar hafa kveðið upp endanlegan úrskurð í máli. 62. Í þessu máli tekur dómstóllinn fram að á umræddum tíma hafi ríkissaksóknari Rúm- eníu – sem var ekki aðili að málaferlunum – haft vald … til að fara fram á að lokadómi yrði hnekkt. Tekið skal fram að engin tíma- mörk giltu um beitingu þessa valds af hálfu saksóknara þannig að vefengja mætti dóms- niðurstöður út í hið óendanlega … með því að heimila kröfu sem sett var fram í krafti þess valds gerði hæstiréttur að engu mála- rekstur fyrir dómi sem endað hafði – svo notuð séu orð hæstaréttar – með dómi sem var „óafturkallanlegur“ og þar með res judi- cata – og sem hafði auk þess verið framfylgt. Með því að beita ákvæðum 330. gr. með þeim hætti braut hæstiréttur gegn grundvall- arreglunni um réttaröryggi. Í ljósi stað- reynda þessa máls braut sú aðgerð gegn rétti umsækjanda til réttlátrar máls- meðferðar skv. 1. mgr. 6. gr. mannréttinda- sáttmála Evrópu.“ Í fyrrnefndu Ryabykh máli fjallaði dóm- urinn nánar um grundvallarregluna um rétt- aröryggi og res judicata og sagði að „engum aðila er heimilt að fara fram á end- urskoðun endanlegrar og bindandi dómsnið- urstöðu eingöngu í þeim tilgangi að fá mál end- urupptekið og nýjan úrskurð í máli. Endurskoðunarrétti æðri dómstóla ber að beita til að leiðrétta mistök í dómsmeðferð og réttarspjöll, en ekki til að rannsaka mál upp á nýtt. Ekki ber að fara með endurskoðunina sem dulbúna áfrýjun og sá möguleiki einn að tvær skoðanir kunni að vera uppi um málið eru ekki grundvöllur endurupptöku. Einungis er réttlætanlegt að víkja frá þeirri meginreglu þegar aðstæður skapa til þess umtalsverða og knýjandi nauðsyn.“2 Í Pravnednaya málinu sagði dómurinn: „Málsmeðferðin, sem miðar að því að hnekkja endanlegum dómi, gengur út frá því að fram komi sönnunargögn sem ekki hafi áður verið fyrir hendi við kostgæfn- isathugun, sem leiða myndu til annarrar nið- urstöðu í málaferlunum. Aðila sem sækir um ógildingu ber að sýna fram á að ekkert tæki- færi hafi gefist til að leggja fyrir viðkomandi gögn í lokaréttarhaldinu og að gögnin hafi úrslitaþýðingu.“ Dómurinn hefur staðfest þetta fordæmi í ný- legum dómum í málum á borð við Tregubenko (nóvember 2004), Rosca (mars 2005) og Ros- eltrans (júlí 2005) (þar sem um var að ræða al- menningshlutafélag) þar sem einnig var kom- ist að þeirri niðurstöðu að stjórnvaldsendur- skoðun lokadóma færi gegn 6. gr. Þótt þær grundvallarályktanir sem draga má af fordæmum dómstólsins skipti máli fyrir Baugsmálið er mikilvægt að hafa hugfast að þau mál sem vísað er til varða einkamál, en Baugsmálið er sakamál. Nikitin málið, þar sem dómur var kveðinn upp 20. júlí 2004, varðaði hins vegar sakamál. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.