Morgunblaðið - 28.02.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 31
BAUGSMÁL
Mál hafði verið höfðað gegn fyrrum liðsfor-
ingja í sjóher. Vegna þess hve ákærurnar voru
óljósar og illa grundaðar gáfu rússneskir dóm-
stólar tvisvar fyrirmæli til saksóknara um að
rannsaka málið frekar. Þegar málið var síðan
tekið til efnismeðferðar sýknuðu rússnesku
dómstólarnir fyrrum sjóliðsforingjann. Hins
vegar heimiluðu rússnesk lög að ríkissaksókn-
ari færi fram á það við forsætisnefnd hæsta-
réttar Rússlands („forsætisnefndin“) að fara
aftur yfir málið með stjórnvaldsendurskoðun
innan eins árs frá uppkvaðningu dómsins. For-
sætisnefndin vísaði kröfu saksóknarans frá og
staðfesti sýknudóminn. Mannréttinda-
dómstóllinn áréttaði dómana í Brumarescu og
Ryabykh málunum (og staðfesti þar með gildi
þeirra í sakamálum), en jafnframt setti dóm-
stóllinn í raun fram mismunandi forsendur fyr-
ir endurskoðun sakamála og einkamála með
því að taka fram eftirfarandi:
„Dómurinn gerir þá athugasemd að kröfur
varðandi réttaröryggi eru ekki einhlítar. Í
sakamálum verður að skoða þær t. a. m. í
ljósi 2. mgr. 4. gr. í samningsviðauka nr. 7
[við mannréttindasáttmála Evrópu], þar sem
ríkjum er beinlínis heimiluð endurupptaka
máls ef fyrir hendi eru nýjar eða ný-
upplýstar staðreyndir eða ef grundvall-
arannmarki hefur verið á fyrri málsmeðferð
sem áhrif gæti haft á niðurstöðu málsins.
Ráðherranefndin leit einnig á möguleikann á
nýrri rannsókn eða endurupptöku máls sem
tryggingu fyrir bótum, einkum í samhengi
við framkvæmd dóma dómstólsins. Í til-
mælum sínum nr. R (2000) 2 um nýja rann-
sókn eða endurupptöku tiltekinna mála í ein-
stökum löndum í kjölfar dóma
Mannréttindadómstóls Evrópu hvatti nefnd-
in aðildarríki til þess að tryggja að í lands-
rétti þeirra yrði kveðið á um úrræði til nýrr-
ar rannsóknar eða endurupptöku mála.
Heimild til endurupptöku sakamála sam-
rýmist mannréttindasáttmálanum þannig
prima facie, þ.m.t. tryggingarákvæðum 6.
gr. Hins vegar kunna sérstakir málavextir
að leiða í ljós að aðferðin við beitingu heim-
ildarinnar hafi skert hinn raunverulega
kjarna réttlátrar málsmeðferðar. Einkum og
sér í lagi þarf dómurinn að meta, í hverju
einstöku máli, hvort valdinu til þess að hefja
og framkvæma stjórnvaldsendurskoðun var
beitt af hálfu stjórnvalda í þeim tilgangi að
finna, eftir því sem frekast væri unnt, sann-
gjarnt jafnvægi milli hagsmuna ein-
staklingsins og nauðsynjar þess að tryggja
skilvirkni refsilöggjafar.“
Þar sem forsætisnefndin var aðeins að taka
afstöðu til álitamálsins um hvort taka ætti
sakamálið gegn Nikitin upp að nýju eða ekki
taldist ákvörðun nefndarinnar aðeins vera
„formsatriði sem væri ekki annað en skilyrði
fyrir nýrri ákvörðun ákærunnar“: Jafnvel þótt
hægt væri að halda fram að krafa rík-
issaksóknarans væri gerræðisleg var það að-
eins forsætisnefndin sem gat ákveðið hvort
taka skyldi málið upp að nýju eða ekki. Við þær
aðstæður gat mannréttindadómstóllinn ekki
komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu
vanrækt að gæta jafnræðis milli hagsmuna
hins ákærða og almennra hagsmuna rétt-
arkerfisins.
Baugsmálið er ólíkt Nikitin málinu að því
leyti að ákvörðun um að leggja fram nýjar
ákærur á hendur sakborningum er alfarið í
höndum ríkissaksóknara, sem er aðili að mál-
inu, og byggir þannig ekki á úrskurði sjálf-
stæðs og óvilhalls úrskurðaraðila á borð við
forsætisnefnd Hæstaréttar Rússlands. Enn-
fremur var í rússnesku löggjöfinni, sem þá var
í gildi, gert ráð fyrir endurupptökuferli þar
sem m.a. var gert ráð fyrir ársfresti til stjórn-
valdsendurskoðunar og var ferlið þar af leið-
andi fyrirsjáanlegt fyrir sakborning í sakamál-
inu. Það vekur athygli okkar að þessum
fyrirsjáanleika er ekki að heilsa í íslenskum
rétti. 1. og 2. mgr. 28 gr. laga um meðferð op-
inberra mála eru svohljóðandi:
„28. gr. (1). 1. Lögreglustjórar, þar á meðal
ríkislögreglustjóri, höfða önnur opinber mál
en þau sem ríkissaksóknari höfðar skv. 3.
mgr. 27. gr. Ríkissaksóknari getur þó tekið
ákvörðun um saksókn í sínar hendur, þar á
meðal gefið út ákæru, hvenær sem hann tel-
ur þess þörf.
(2). Lögreglustjóri vísar máli til ákvörðunar
ríkissaksóknara ef hann telur að mál eigi að
höfða í öðru umdæmi, ef hann telur sig van-
hæfan eða ef mál er vandasamt, m.a. þegar
vafi leikur á um hvort mál skuli höfða. Ef
ríkissaksóknari telur, að athugun lokinni,
ástæðu til að höfða mál gerir hann það sjálf-
ur eða leggur fyrir lögreglustjóra að gera
það.“
5. mgr. 82. gr. almennra hegningalaga (um
fyrningu) er svohljóðandi:
„5. Rannsókn skv. 4. mgr. rýfur ekki fyrn-
ingarfrest ef rannsóknari hættir rannsókn-
inni, ákærandi ákveður að höfða ekki op-
inbert mál gegn sakborningi eða ákærandi
afturkallar ákæru. Stöðvist rannsókn máls
um óákveðinn tíma rýfur rannsóknin heldur
ekki fyrningarfrest. Stöðvist rannsókn máls
af því að sakborningur hefur komið sér und-
an rannsókn rýfur rannsóknin fyrning-
arfrest, en sá tími sem rannsóknin stóð yfir
telst ekki til fyrningartímans. Ef máli er vís-
að frá héraðsdómi og ekki er hafist handa við
að bæta úr ágöllum á málatilbúnaði innan 6
mánaða frá þeim degi, er málinu var vísað
frá, rýfur undangengin rannsókn ekki fyrn-
ingarfrest.“
Að því er varðar 5. mgr. 82. gr. almennra
hegningarlaga virðist óljóst hvenær sex mán-
aða fyrningarfresturinn hefst. Í ákvæðinu
kemur ekki skýrt fram hvenær rannsókn hefur
í raun átt sér stað og hvaða aðgerðir megi
skoða sem upphaf rannsóknar. Ekki virðist
sem saksóknara sé settur neinn ákveðinn frest-
ur til þess að endurskoða ákæru sem vísað hef-
ur verið frá dómi og gefa síðan út nýja ákæru;
Jónatan Þórmundsson, prófessor, tók undir
þetta sjónarmið á fundi sem haldinn var 12.
nóvember 2005 og á síðari samráðsfundum.
Eina krafan sem gerð er til ákæruvaldsins er
að það sýni fram á að endurskoðunarferlið sé
hafið. Hins vegar virðist óljóst, skv. Jónatan
Þórmundssyni, hvað þurfi til að koma til þess
að endurskoðunarferli teljist hafið. Ekki virðist
vera að finna neitt til leiðbeiningar í skýringum
með 5. mgr. 82. gr. sem gæti varpað ljósi á
þessa óvissu, né heldur er um neina dómafram-
kvæmd að ræða.
Þannig kveða hvorki 1. og 2. mgr. 28 gr. laga
um meðferð opinberra mála, né heldur 5. mgr.
82. gr. almennra hegningarlaga, skýrt á um
möguleika á útgáfu nýs ákæruskjals í kjölfar
endanlegra dóma. Ákvæðin gera heldur ekki
ráð fyrir fresti ríkissaksóknara til að gefa út
nýja ákæru. Þessi skilningur er staðfestur í
skýringu við 5. mgr. 82. gr. laga um meðferð
opinberra mála, en þar segir:
„Lagt er til að gildandi ákvæði lokamálsliðar
5. mgr. 82. gr. hegningarlaganna, sbr. 6. gr.
laga nr. 20/1981, verði breytt, enda hafa ýmis
vafaatriði vaknað við túlkun þess. Í lögum
um meðferð opinberra mála eru ákæranda
ekki settir sérstakir frestir til þess að laga
annmarka á málatilbúnaði sem valda frávís-
un frá dómi og höfða mál að nýju á hendur
sakborningi.“
Vegna þess að engir frestir eru settir er geð-
þóttabragurinn á málsmeðferðinni í Baugsmál-
inu meira áberandi en í Nikitin málinu.
Salov málið
Í nýlegu dómsmáli Salov gegn Úkraínu, þar
sem dómur var upp kveðinn 6. september 2005,
komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að
brotið hefði verið gegn 6. gr. í sakamáli, m.a.
vegna þess að ekki var nægt tillit tekið til rétt-
aröryggis og réttarríkis.
Umsækjandi var ákærður fyrir að hafa skert
rétt þegnanna til þess að greiða atkvæði. Í rétt-
arhöldunum felldi dómsforseti formlegan úr-
skurð um viðbótarrannsókn málsins og krafð-
ist þess að ákæruvaldið endurskilgreindi
ákærurnar gegn umsækjanda þar sem ekki
hefði verið gerð fullnægjandi grein fyrir ákær-
unum fyrir réttinum. Dómarinn veitti ákæru-
valdinu 7 daga frest til þess að kæra fyr-
irmælin. 23 dögum eftir lok hins 7 daga frests
lagði ákæruvaldið fram kæru á fyrirmælunum
hjá forsætisnefnd héraðsdómstóls. Kæran var í
samræmi við úkraínsk lög um meðferð op-
inberra mála, þar sem gert er ráð fyrir ótíma-
bundinni heimild til stjórnvaldsendurskoðunar
á bindandi niðurstöðum. Forsætisnefndin
hnekkti fyrirmælunum og sendi málið aftur til
dómsmeðferðar. Salov var síðar sakfelldur fyr-
ir ákæruatriðin gegn honum bæði í héraðsdómi
og sýsludómi.
Í ljósi þessara atvika ítrekaði dómurinn álit
sitt úr Ryabykh málinu (sjá hér að framan) um
að ekki bæri að fara með endurskoðun sem
dulbúna áfrýjun og að aðeins ætti að heimila
endurskoðun á lokadómi ef fyrir því væru efn-
isleg og knýjandi rök.
Dómurinn tók einnig fram að Salov málið
væri
„ólíkt Brumarescu gegn Rúmeníu þar sem
[fyrirmælin] vörðuðu ekki endanlega sýknu
umsækjanda. Ítrekar dómurinn þá afstöðu
sína að úrlausnin hafi verið formlegs eðlis og
forsenda þess að ákvarða sakir á hendur um-
sækjanda.“
Dómurinn lagði síðan áherslu á það frá upp-
hafi að það hvort tímafrestir væru virtir og
hvernig þeir væru túlkaðir og eftirlit með þeim
haft væri á valdi landsyfirvalda en ekki dóms-
ins. Myndi dómurinn ekki setja til hliðar
ákvörðunarvald landsyfirvalda nema í tilvikum
þegar því væri beitt að geðþótta.
Loks komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu
að:
„[fyrirmælunum] hefði ekki verið áfrýjað
skv. þeim venjulegu formreglum sem kveðið
væri á um í 252. gr. laga um meðferð refsi-
mála. Eina úrræðið sem beitt hafði verið var
beiðni um stjórnvaldsendurskoðun. Skv. 385.
gr. laga um meðferð opinberra mála er ekki
til að dreifa neinum fresti til þess að leggja
fram slíka beiðni. Beiðnin um stjórnvalds-
endurskoðun á [fyrirmælunum] hefði borist
forsætisnefndinni 30. mars, þegar [fyr-
irmælin] hefðu þegar verið orðin endanleg
skv. eðlilegum formreglum um endur-
skoðun. Ekki er unnt að líta svo á að ótak-
markaður frestur til þess að leggja fram
beiðni um stjórnsýsluendurskoðun á form-
legri ákvörðun, sem er orðin endanleg, svo
sem heimilt er skv. lögum um meðferð op-
inberra mála, geti talist eðlileg með tilliti til
krafna um að staðið sé við lögformlega
fresti, að málsmeðferðarreglur séu skýrar
og að framgangur mála í sakamálum sé fyr-
irsjáanlegur, en slíkt er grundvallaratriði
skv. 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans.
Er það álit dómsins að þá ákvörðun forsæt-
isnefndarinnar að taka fyrir síðbúna kröfu
ákæruvaldsins um endurskoðun á úrskurð-
inum frá 7. mars 2000 og að víkja henni síðan
til hliðar mánuði eftir að hún hefði verið
samþykkt, megi telja geðþóttaákvörðun og
til þess fallna að grafa undan sanngirni máls-
meðferðarinnar.“
Samanburður á Salov- og Nikitin-málunum.
Þegar bornir eru saman dómarnir í Salov og
Nikitin málunum virðist sem meginástæða
þess að dómurinn komst að þeirri niðurstöðu
að um brot gegn 6. gr. hefði verið að ræða í
fyrra málinu en ekki hinu síðara væri sú að
ekki hefði verið um tímafrest að ræða fyrir
stjórnvaldsendurskoðuninni í Salov-málinu, en
í Nikitin málinu var um að ræða eins árs frest.
Ótímabundin heimild til stjórnvaldsendurskoð-
unar á lokadómum veldur réttaróvissu, sem
prima facie leiðir til brots á þeirri réttarreglu
sem felst í 6. gr. , eins og m. a. kemur fram í
dómum í málum Brumarescu, Ryabykh, Pra-
vednaya og Roseltrans, sem vikið er að hér að
framan. Eins og fyrr greinir, er hvorki í 1. eða
2. mgr. 28. gr. né í 5. gr. 28. gr. laga um með-
ferð opinberra mála gert ráð fyrir fresti til síð-
ari endurskoðunar á dómum, sem að öðrum
kosti teljast lokadómar, og því er ekki til að
dreifa neinni slíkri formlegri tryggingu í
Baugsmálinu. Samkvæmt því virðist sem i)
hinn ótakmarkaði frestur sem veittur er rík-
issaksóknara ii) hið breiða sjálfsákvörð-
unarvald sem ríkissaksóknara er falið og iii)
skorturinn á skýrum ákvæðum í lögum um
meðferð opinberra mála, sem hindra fyr-
irsjáanleika, valdi óvissu sem brýtur gegn
grundvallarreglunni um réttaröryggi og rétt-
arríki, og felur því hugsanlega í sér brot á 6. gr.
þegar allir þættir eru skoðaðir í samhengi.
Í hugsanlegum málaferlum er líklegt að ís-
lenska ríkisstjórnin muni færa fram þau rök að
endurskoðunin sé aðeins formlegt skref. Þann-
ig myndi ný ákvörðun ákæruskjals vera falin
sjálfstæðum og óháðum dómstól, en ekki rík-
issaksóknara, að lokinni nýrri réttarfarslegri
meðferð (þ.e. Nikitin-vörn). Ennfremur myndi
ríkisstjórnin (a.m.k. fyrir dómstólnum í
Strassbourg) líklega færa fram þau rök að þar
sem engin ákvörðun hefði verið tekin varðandi
endurskoðunina væru sakborningar í raun að
fara fram á óhlutbundna athugun á samræmi
íslenskra laga við mannréttindasáttmálann,
sem samrýmist því ekki, vegna aðildarskorts,
að leggja fram kæru skv. 34. gr. , þar sem sak-
borningarnir væru ekki tjónþolar.
Af réttinum til „aðgangs að dómstólum“ leið-
ir þó að lokadómur getur ekki haldist óvirkur,
öðrum aðilanum til tjóns, og að þessi réttur
væri sýndarréttur einn ef „réttarkerfi aðild-
arríkis að sáttmálanum heimilaði að dóms-
úrskurður sem orðinn er endanlegur og bind-
andi sé ógiltur í æðri dómstóli að beiðni
embættismanns ríkisins“. Þannig er ljóst að 6.
gr. má beita, að því er varðar „aðgangi að dóm-
stólum“ og „réttaröryggi“ frá þeim tíma sem
dómur Hæstaréttar liggur fyrir. Það er dómur
Hæstaréttar sem ber að virða og þannig geta
sakborningar talist tjónþolar í skilningi 34. gr. ,
að því leyti sem aðgangur að stjórnvaldsend-
urskoðun leiðir af ákvæðum í landsrétti eða ef
endurskoðunin er gerð af geðþótta einum. Í
þessu samhengi ber að hafa hugfast að aðeins
nýjar staðreyndir sem hafa úrslitaþýðingu og
ekki voru áður fyrir hendi við kostgæfn-
isathugun, eða réttarspjöll, geta réttlætt nýjar
ákærur. Ennfremur má leiða af Pravdnaya-
málinu (sjá hér að framan) að sönnunarbyrðin
um að slíkar nýjar staðreyndir séu fyrir hendi
eða að réttarspjöll hafi átt sér stað hvílir á
þeim aðila sem ber slíkt fyrir sig, í þessu tilfelli
á ríkissaksóknara.
Af lögfræðiáliti Jónatans Þórmundssonar
prófessors er ljóst að við rannsókn málsins á
hendur sakborningum fékk ríkislögreglustjóri
í hendur gögn frá sakborningum á grundvelli
heimildar til leitar og haldlagningar, svo og
gögn sem sakborningar létu sjálfviljugir í té,
enda sýndu þeir ríkislögreglustjóra fullan sam-
starfsvilja. Ennfremur stóð rannsóknin yfir í 2
ár og 10 mánuði, en á þeim tíma virðist rík-
islögreglustjóri ítrekað hafa breytt umfangi og
eðli ákærunnar.
Ennfremur er í dómi Hæstaréttar afar
sterkt til orða tekið í gagnrýninni á ákærunni
vegna alvarlegra annmarka í skilningi 1. mgr.
116. gr. laga um meðferð opinberra mála, sem
leiddu til frávísunarinnar.
Ef ekki eru lögð fram mikilvæg ný sönn-
unargögn af hálfu ríkissaksóknara hljóta við
þessar aðstæður að vera uppi sterk rök gegn
því að heimila ný málaferli á grundvelli stað-
reynda sem rannsóknin hafði ekki leitt í ljós er
henni lauk. Einnig má telja ólíklegt að ákæru-
valdið geti fært fyrir því rök að héraðsdómur
og Hæstiréttur hafi í grundvallaratriðum mis-
beitt lögum með þeim hætti að réttarspjöll
hlutust af, þegar tekið er mið af samskeiða nið-
urstöðum héraðsdóms, Hæstaréttar og lög-
fræðilegs álits Jónatans Þórmundssonar pró-
fessors.
Í ljósi þess sem hér að framan er rakið hljóta
að vakna verulegar efasemdir um að fram-
gangur ríkislögreglustjóra og flutningur máls-
ins frá ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara í
kjölfar dómsins 10. október 2005 standist 6. gr.
Þessar efasemdir vaxa enn í ljósi þess að i) í 1.
mgr. 2. gr. lögreglulaga er skýrt kveðið á um
að lögregla skuli í störfum sínum hafa í heiðri
þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem Ísland
hefur undirgengist, ii) mannréttindasáttmáli
Evrópu hefur verið tekinn upp í íslenskan rétt
og iii) íslenskir dómstólar hafa byggt á 6. gr. í
dómaraframkvæmd sinni, en allt undirstrikar
þetta skyldu ríkislögreglustjóra og rík-
issaksóknara til þess að virða 6. gr. sáttmálans.
C. Jafnræði málsaðila
Að því er varðar regluna um jafnræði máls-
aðila tók dómurinn fram í Salov-málinu að hún
væri aðeins einn þáttur í víðari skilgreiningu á
sanngjörnum réttarhöldum, sem einnig felur í
sér þann grundvallarrétt að málsmeðferð skuli
eiga sér stað samkvæmt ákærureglu. Dóm-
urinn ítrekaði þessa skoðun, sem var tekin upp
í dómsniðurstöðuna í málinu Ruiz-Mateosgegn
Spáni frá 23. júní 1993:
„Rétturinn til málsmeðferðar skv. ákæru-
réttarfari felur í sér tækifæri fyrir aðila til þess
að hafa vitneskju um og gera athugasemdir við
álit eða sönnunargögn sem lögð eru fram af
gagnaðila.“
Í máli Brandstetter gegn Austurríki lagði
dómurinn út af þessu:
„Hægt er að hugsa sér ýmsar leiðir til þess
að tryggja að þessari kröfu sé mætt skv.
landsrétti. En hvaða aðferð sem valin er,
ætti hún að tryggja að gagnaðila sé kunnugt
um að gögn hafi verði lögð fram og að hann
fái raunverulegt tækifæri til þess að gera at-
hugasemdir við þau.“
Í Salov málinu sagði dómstóllinn:
„Í fyrirliggjandi máli leiddi af reglunni um
jafnræði málsaðila að kæru ríkissaksóknara,
sem lögð var fyrir forsætisnefnd héraðsdóm-
stólsins í Donetsk, hefði átt að tilkynna til
umsækjanda og/eða lögmanns hans, sem
hefði átt að fá eðlilegt tækifæri til þess að
gera við hana athugasemdir áður en forsæt-
isnefndin tæki hana fyrir. Ennfremur hefði
hann átt að fá í hendur eintak af ákvörðun
forsætisnefndar héraðsdómstólsins í Do-
netsk, þar sem þeirri ákvörðun sýsludóm-
stólsins í Kuybyshevsky í Donetsk að vísa
málinu aftur til frekari rannsóknar var
hnekkt, til þess að hann hefði tækifæri til
þess að undirbúa málsvörn sína fyrir rétt-
arhöldin. Þar sem þetta gerðist ekki, og
hvorki umsækjandi né lögfræðingar hans
voru viðstaddir er kæran var til umfjöllunar
hjá forsætisnefndinni, stóð umsækjandinn
verulega höllum fæti gagnvart andstæðingi
sínum, ríkisákæruvaldinu.“
Í Baugsmálinu hafa sakborningar þar til ný-
lega ekki fengið aðgang að tölvupósti og raf-
rænum upplýsingum sem lögreglan lagði hald
á 28. ágúst 2002, né heldur þeim sem látnar
voru í té af Jóni Gerald Sullenberger, sem af-
henti ríkislögreglustjóra tölvu sína hinn 30.
ágúst 2005. Þótt megnið af hinum rafrænu
upplýsingum hafi nú verið birt sakborningum
af hálfu ríkislögreglustjóra hafa ákveðin gögn,
þ.m.t. mikilvægur tölvupóstur, ekki verið birt.
Í málinu Davis og Rowe gegn Bretlandi
sagði dómstóllinn:
„Það er grundvallarþáttur í rétti manna til
réttlátrar málsmeðferðar að sakamál, þ.m.t.
þeir þættir slíkra mála sem varða forms-
atriði, hlíti ákærureglunni og að jafnræði sé
með saksóknara og sakborningi. Rétturinn
til réttarhalds skv. ákærureglu felur það í
sér, í sakamáli, að bæði saksóknari og sak-
borningur skuli fá tækifæri til að fylgjast
með og gera athugasemdir við þær grein-
argerðir og gögn sem gagnaðilinn leggur
fram. Ennfremur felst í 1. mgr. 6. gr. krafa
um að saksóknari upplýsi sakborning um öll
þýðingarmikil gögn í vörslu hans, hvort sem
þau horfa til sakar eða sýknu hins ákærða.“
Varnaraðilum ber þó ekki óskoraður réttur
til allra upplýsinga. Þjóðaröryggi, réttur eða