Morgunblaðið - 28.02.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 33
BAUGSMÁL
staðhæfingu af hálfu ráðherra um sekt eða sak-
leysi sakborninga í Baugsmálinu, ólíkt því sem
var í Ribemont- og Gridin-málunum, en hins
vegar, öfugt við það sem var raunin í fyrr-
nefndum fordæmismálum, hafa sakborningar í
Baugsmálinu þurft að þola mun neikvæðari
ummæli í fjölmiðlum af hálfu dómsmálaráð-
herra. Ennfremur hefur dómsmálaráðherra í
fjölmörgum tilvikum, jafnvel eftir útgáfu
ákæruskjalsins, lýst skoðunum sínum á Baugi
Group, sem í öllum tilvikum virðast augljóslega
hafa verið á neikvæðum nótum.
Í greinargerð til Hæstaréttar varðandi frá-
vísun hinna átta ákæruliða sem eftir stóðu vitn-
uðu sakborningar beint til reglunnar um sak-
leysi uns sekt er sönnuð og til úrskurðanna í
Ribemont- og Gridin-málunum. Hæstiréttur
sagði hins vegar:
„Fallist er á með héraðsdómara að ýmis
þessara ummæla séu mjög gagnrýnin í garð
G hf. og að minnsta kosti sumra varnarað-
ilanna, en ekki verður séð að þau tengist sér-
staklega einstökum sakarefnum í málinu. Er
heldur ekki fram komið að ráðherrann fari
með stjórnsýsluvald á þeim sviðum, sem um-
mæli hans varða. Að öllu virtu er ekki nægi-
lega sýnt fram á að ráðherrann hafi með um-
mælum sínum orðið vanhæfur til að setja
ríkissaksóknara í málinu og að líta beri svo á
að af þeirri ástæðu hafi ekki verið sótt þing
af hálfu ákæruvalds er það var tekið fyrir í
héraðsdómi.“
Í ljósi þessarar niðurstöðu er ólíklegt að
Hæstiréttur muni komast að þeirri niðurstöðu
að reglan um sakleysi uns sekt er sönnuð hafi
verið brotin að því er varðar ákæruna. Við
bendum hins vegar á að í niðurstöðunni er ekki
minnst á 6. gr. né heldur á Ribemont eða Grid-
in, og þótt niðurstaða Hæstaréttar skipti máli
varðandi mat á ummælum Björns Bjarnasonar
skv. 6. gr. getur hún ekki talist fullnaðartúlkun
á þeirri grein. Þegar á heildina er litið, og í ljósi
fordæmanna sem vitnað er til, verður því að
segjast að dómsmálaráðherra hefur ekki að
okkar mati, með fjölmörgum yfirlýsingum sín-
um um Baugsmálið bæði fyrir og eftir rann-
sóknina, borið sig að með allri nauðsynlegri
nærgætni og varkárni svo að virtur sé rétt-
urinn til að teljast saklaus uns sekt er sönnuð,
ekki síst í ljósi áhrifastöðu hans í íslenska rétt-
arkerfinu.
E. Tímalengd málsmeðferðar
(lengd réttarhalda)
Samkvæmt lögfræðilegu álitsgerðinni átti
húsleit og haldlagning gagna af hálfu ríkislög-
reglustjóra sér stað 28. ágúst 2002. Sama dag
voru gefnar út handtökuheimildir gagnvart
tveimur sakborningum. Samkvæmt dóma-
framkvæmd mannréttindadómsins er ákvörð-
un um hvenær „ákæra á sér stað háð mati
dómsins og framsækinni túlkun hans (e. dyn-
amic interpretation). Í dómsniðurstöðum mála
svo sem Viezzer gegn Ítalíu og Abdoella gegn
Hollandi, setti dómurinn fram þá skýringu að
handtaka jafngilti „kæru“ í skilningi mannrétt-
indasáttmálans. Þannig ætti tímabilið sem not-
að er til mælingar á lengd málaferlanna að
okkar mati að hefjast 28. ágúst 2002. Rann-
sóknin sem hófst í kjölfarið tók síðan 2 ár og 10
mánuði þar til kærurnar leiddu til ákæru-
skjalsins sem lagt var fyrir héraðsdóm. Í heild-
ina hafa málaferlin til þessa varað í þrjú og
hálft ár.
Við ákvörðun á því hvort málaferlin hafi tek-
ið óhóflegan tíma þarf dómstóllinn að taka mið
af öllum viðeigandi málavöxtum, svo sem i)
framferði sakborninga ii) hversu flókið málið
er iii) framferði yfirvalda í landinu iv) hags-
munum málsaðila.
Varðandi i) Sú staðreynd að sakborningar,
með milligöngu Baugs, kærðu leitar- og hald-
lagningarheimildina kann að hafa haft í för
með sér einhverja töf á framgangi málsins.
Hins vegar vísaði Hæstiréttur kærunni end-
anlega frá 24. september 2002. Þannig tafði
kæran málaferlin ekki til muna og ætti ekki að
telja gegn sakborningum í heildarmatinu á
lengd málaferlanna skv. 6. gr. Af þeim gögnum
sem okkur hafa borist, þ.m.t. lögfræðiálitinu,
er ekki að sjá að sakborningar hafi sýnt af sér
nokkurt það hátterni sem gæti hafa orðið til
þess að tefja rannsóknina eða sem gæti orðið
til þess að skýra þann alllanga tíma sem málið
hefur nú staðið yfir.
Varðandi ii) hefur dómstóllinn áður sam-
þykkt afar löng málaferli sem varða efnahags-
brot (8½ ár í tilviki Hozee). Hins vegar leiðir sú
staðreynd að mál snúist um flókin álitaefni
varðandi efnahagsbrot ekki ein og sér til þess
að aðildarríki fái aukinn tíma. Þannig komst
mannréttindadómstóllinn í máli Eckle að þeirri
niðurstöðu að brotið hefði verið gegn 6. gr. í
máli sem snerist um afar flókin álitaefni sem
tengdust efnahagsbrotum. Í slíkum tilvikum
skiptir máli að ákvarða hvort um einhver „dauð
tímabil“ hafi verið að ræða meðan á rannsókn
eða málaferlum fyrir dómstól stóð (sjá iii hér
að neðan). Svo virðist þó sem rannsóknin hafi
haft á sér fjölmarga annmarka, sem meðal
annars fólust í því að umfang rannsóknarinnar
breyttist og ákærur tóku sífelldum breytingum
án þess að nokkrar skýringar væru gefnar á
því hvert stefndi með rannsóknina á hverjum
tíma eða hvort einhverjum þætti hennar væri
lokið eða ekki. Líklegt er að slíkir annmarkar
hafi valdið töfum á rannsókninni og þar sem
sakborningar hafa sýnt fullan samstarfsvilja
verður að skrifa annmarkana á reikning
ákæruvaldsins.
Að því er varðar iii) Eins og getið er hér að
framan voru fjölmargir annmarkar á rannsókn
ríkislögreglustjóra, sem án efa urðu til þess að
tefja málsmeðferðina. Samkvæmt fyrirliggj-
andi gögnum hafa komið upp „dauð tímabil“
sem samanlagt nema 456 dögum, en á þeim
tíma voru engar aðgerðir uppi af hálfu ríkislög-
reglustjóra. Þessi dauðu tímabil voru frá 23.
nóvember 2002 til 6. janúar 2003 (44 dagar), 24.
apríl 2003 til 22. maí 2003 (28 dagar), 24. maí
2003 til 26. apríl 2004 (340 dagar). Augljóslega
er þýðingarmesta tímabilið hið síðasttalda, þar
sem svo virðist sem ríkislögreglustjóri hafi
haft uppi einhverjar aðgerðar, en engar sem
höfðu efnislega þýðingu að því er varðar
Baugsmálið. Einnig virðist hafa komið dautt
tímabil frá 24. september 2004 til 7. nóvember
2004 (44 dagar).
Í þessu sambandi skiptir einnig máli að rík-
islögreglustjóri hefur flutt málið til rík-
issaksóknara, sem enn hefur ekkert aðhafst
varðandi tilflutning ákærunnar. Þannig má líta
á tilflutninginn sem „dautt tímabil“ í skilningi
6. gr.
Við vekjum einnig athygli á því að hugs-
anlegir annmarkar á borð við mannaflaskort
eða skort á reynslu þeirra sem annast rann-
sóknina duga ekki til réttlætingar á töfum sem
verða á meðferð máls.
Gagnlegt væri að fá fram frekari upplýs-
ingar varðandi raunverulega framkvæmd á
rannsóknarstiginu, sem við fyrstu sýn virðist
hafa tekið lengri tíma en ætla hefði mátt.
Að því er varðar iv) skiptir máli að máls-
sóknin gegn sakborningum hefur haft aug-
ljósar og alvarlegar afleiðingar fyrir sakborn-
ingana, hvern um sig, bæði á einkalíf þeirra og
viðskipti þeirra á Íslandi og erlendis. Þetta at-
riði undirstrikar þörfina á mikilli kostgæfni,
bæði að hálfu rannsóknaraðila, ákæruvaldsins
og dómstólanna sem hlut eiga að málinu. Þegar
litið er til þessa, auk þess að aðdragandinn að
réttarhöldum er þegar orðinn meiri en 3 ár og
fimm mánuðir, vekur það áhyggjur.
Verði aftur langur dráttur á Baugsmálinu
væri það kostur fyrir sakborninga að vísa til 6.
gr. meðan málið hefur ekki verið tekið fyrir hjá
íslenskum dómstólum. Sérstakar áhyggjur
vekur að héraðsdómur skuli hafa ákveðið 27.
janúar 2006 að taka málið til efnismeðferðar
varðandi ákæruatriðin 8 sem eftir standa, en
aðeins gegn endurskoðendum KPMG, sem
gæti valdið frekari verulegum töfum á meðferð
málsins í heild gagnvart öðrum sakborningum.
Við bendum á að íslenskir dómstólar hafa áður
byggt á 6. gr. í sakamálum þar sem langdregin
málsmeðferð sem rekja má til yfirvalda hefur
leitt til refsilækkunar.
F. Tafir á ákæru, vitneskja um
ákæru í smáatriðum / nægur tími
og aðstaða til að undirbúa vörn
Í ljósi þess að ríkislögreglustjóri hefur í sí-
fellu breytt kærunum á hendur sakborningum
og, skv. lögfræðiálitinu, haldið upplýsingum frá
sakborningum, er nauðsynlegt að kanna hvort
það varði við a- og/eða b-lið 3. mgr. 6. gr. Rétt
er að taka fram að greining skv. a- og b-lið 3.
mgr. 6. gr. skarast við álitamálið um jafnræði
málsaðila sem fjallað er um í grein 2. 2. C.
Í máli Mattoccia gegn Ítalíu sagði í dómsnið-
urstöðu að:
„Í a-lið 3. mgr. 6. greinar er bent á að nauð-
synlegt sé að vanda sig sérstaklega við að til-
kynna stefnda um þá „ásökun“ sem hann
sætir; málsatvik saksóknara skipta höf-
uðmáli í sakamálum því það er strax þegar
stefna er birt hinum grunaða sem honum er
formlega tilkynnt um þær staðreyndir og
lagastoð sem ákærur gegn honum hvíla á.
Kunngera ber hinum ákærða „án tafar“ og „í
smáatriðum“ ástæður ásökunar gegn hon-
um, þ.e. allar þýðingarmiklar staðreyndir
um meint brot hans sem liggja að baki ásök-
un og eðli hennar, þ.e.a.s. lagalegt gildi þess-
ara þýðingarmiklu staðreynda. Rétturinn
telur að í sakamálum sé það grundvall-
arforsenda til að tryggja sanngjarna máls-
meðferð að stefnda sé veitt full vitneskja í
smáatriðum um þær sakir sem hann er bor-
inn.
60. Þó að mismunandi sé eftir málsatvikum
hverju sinni í hversu miklum „smáatriðum“
þurfi að veita upplýsingar samkvæmt þess-
ari grein, verður hinn ákærði í öllu falli að fá
nægilega vitneskju til að skilja fullkomlega
umfang þeirra saka sem hann er borinn til
þess að geta undirbúið fullnægjandi varnir.
Telur dómstóllinn að jafnvel þótt umsækj-
andi hefði getað leitað eftir aðgangi að gögn-
um saksóknara í fyllingu tímans leysti það
ekki saksóknara undan þeirri skyldu að láta
hinum ákærða án tafar í té vitneskju, í smá-
atriðum, um heildarásökunina sem hann
sætti. Skyldan hvílir algerlega á herðum
ákæruvaldsins og ekki er unnt að uppfylla
hana með óvirkum hætti með því einu að
gera vitneskjuna aðgengilega án þess að
vekja athygli varnaraðila á henni.“
Eftir eðli þeirra upplýsinga sem ekki voru
látnar í té og umfangi breytinganna sem gerð-
ar voru á kærunni, er ekki hægt að útiloka að
álitamál vakni að því er varðar a- og/eða b-liði
3. mgr. 6. gr. Með vísan til Sipivicius, ef varn-
araðili fær tækifæri til þess að verjast á tveim-
ur dómstigum um breytingu á ákæruskjali fel-
ur það samt í sér brot gegn a-lið 3. mgr. 6. gr.
Álitamálin sem vakna skv. a-lið 3. mgr. 6. gr. að
því er varðar breytingar á umfangi og eðli
kæruliða skipta einnig máli gagnvart b-lið 3.
mgr. 6. gr. , sbr. dómana sem vikið er að hér að
framan.
Það er niðurstaða okkar að vafasamt sé
hvort athæfi ríkislögreglustjóra feli í sér brot
gegn a- eða b-lið 3. mgr. 6. gr. , en eins og tekið
er fram í 2. 2. C. hér að framan um „jafnræði“,
veltur sú niðurstaða á eðli þeirra upplýsinga
sem ekki voru látnar í té. Það er hins vegar
skoðun okkar að athæfi ríkislögreglustjóra
sem rætt er í þessum kafla muni skipta máli við
heildarmatið á málinu í ljósi 6. gr. og þannig
styrkja heildarmyndina af þeim geðþótta sem
einkenndi rannsókn Baugsmálsins.
2. 3 14. gr. alþjóðasamningsins
um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi
14. gr. alþjóðasamningsins um borgaraleg og
stjórnmálaleg réttindi er svohljóðandi:
„1. Allir menn skulu vera jafnir fyrir dóm-
stólunum. Við ákvarðanir, er menn hafa verið
bornir sökum um glæpsamlegt athæfi, eða er
ákveða skal um réttindi og skyldur manna í
dómsmáli, skulu allir menn njóta réttlátrar og
opinberrar rannsóknar fyrir lögbærum, óháð-
um og óhlutdrægum dómstóli sem stofnaður er
með lögum. Blaðamönnum og almenningi má
banna aðgang að réttarhöldum með öllu eða að
hluta þeirra vegna siðgæðis, allsherjarreglu
eða þjóðaröryggis í lýðfrjálsu þjóðfélagi, eða
þegar hagsmunir einkalífs aðila krefjast þess,
eða að svo miklu leyti sem dómstóllinn telur
brýna nauðsyn bera til í sérstökum tilvikum
þar sem vitneskja almennings mundi skaða
réttarhagsmuni, en alla dóma uppkveðna í
sakamálum eða í einkamálum skal kunngera
opinberlega nema þar sem hagsmunir ófull-
veðja manna krefjast annars eða réttarhöldin
varða hjúskapardeilur eða lögráð barna.
2. Allir menn sem bornir eru sökum um
glæpsamlegt athæfi eiga rétt á að vera taldir
saklausir þar til þeir eru fundnir sekir að lög-
um.
3. Við ákvarðanir skal maður hefur verið
borinn sökum um glæpsamlegt athæfi eiga rétt
á að honum séu tryggð eftirtalin lágmarksrétt-
indi sem skulu talin fullkomlega jafnrétthá:
(a) að fá tafarlaust vitneskju, á máli sem
hann skilur, um eðli og orsök kærunnar
gegn honum í einstökum atriðum;
(b) að hafa nægilegan tíma og aðstöðu til
þess að undirbúa vörn sína og að hafa
samband við málsvara sem hann velur
sér sjálfur;
(c) að mál hans sé rannsakað án óhæfilegrar
tafar;
(d) að mál hans sé rannsakað í hans viðurvist
og að verja sig sjálfur eða að verja sig
fyrir lögfræðilega aðstoð sem hann velur
sér sjálfur; að honum sé tilkynnt, hafi
hann ekki lögfræðilega aðstoð, um þenn-
an rétt hans; og að honum sé séð fyrir
lögfræðilegri aðstoð í öllum þeim til-
vikum sem réttarhagsmunir krefjast
þess, og án greiðslu af hans hálfu í öllum
slíkum tilvikum, hafi hann ekki næg efni
til þess að greiða aðstoðina;
(e) að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd
eru gegn honum og að hans vitni komi
fyrir og séu spurð við sömu aðstæður og
vitni sem leidd eru gegn honum;
(f) að fá ókeypis aðstoð túlks ef hann skilur
ekki eða talar ekki mál það sem notað er
fyrir dómi;
(g) að vera ekki þröngvað til þess að bera
gegn sjálfum sér eða að játa sök.
4. Sé um að ræða ófullveðja menn skal máls-
meðferð vera slík að tekið sé tillit til aldurs
þeirra og þeirrar viðleitni að stuðla að end-
urhæfingu þeirra.
5. Hver sá sem sakfelldur hefur verið fyrir
glæp skal eiga rétt á að sakfelling hans og
dómur séu endurskoðuð af æðra dómi sam-
kvæmt lögum.
6. Nú hefur maður verið sakfelldur fyrir
glæpsamlegt athæfi með lokadómi en hann síð-
an verið sýknaður eða hann hefur verið náð-
aður vegna þess að ný eða nýuppgötvuð stað-
reynd sýnir ótvírætt að réttarspjöll hafa verið
framin, þá skal sá maður sem hefur þolað refs-
ingu vegna slíkrar sakfellingar fá bætur sam-
kvæmt lögum nema sannað sé að það var að
öllu eða nokkru leyti um að kenna honum sjálf-
um að hin óupplýsta staðreynd kom ekki í ljós
á réttum tíma.
7. Enginn skal þurfa að þola að mál hans sé
rannsakað fyrir dómi eða honum refsað í annað
sinn fyrir misgerð sem hann hefur þegar verið
sakfelldur fyrir eða sýknaður af með lokadómi
samkvæmt lögum og réttarfari í sakamálum í
því landi sem um ræðir.“
Þótt fordæmisréttur mannréttindanefndar
varðandi 14. gr. alþjóðasamningsins sé ekki
jafnvíðtækur og í tilviki 6. gr. mannréttinda-
sáttmála Evrópu gilda sömu grundvallarreglur
skv. 14. gr. um a) rétt til að bera mál undir
dómstóla, réttaröryggi og réttarríki, b) jafn-
ræði málsaðila, c) sakleysi uns sekt er sönnuð
og c) tímalengd málsmeðferðar og tíma til þess
að undirbúa vörn og réttarhöld án óhæfilegrar
tafar. Meðal málanna sem farið var yfir eru
Wolf gegn Panama nr. 289/1998, og Gridin-
málið sem vikið er að hér að framan, en nið-
urstaðan er sú að í rannsóknum okkar höfum
við ekki fundið tilvik sem gildi hafa fyrir það
mál sem til umfjöllunar er hér þar sem vernd
sem varnaraðilar nutu skv. 14. gr. gengi lengra
en vernd skv. 6. gr. mannréttindasáttmála
Evrópu.
2.4 Niðurstöður
Hugsanlegir annmarkar á meðferð Baugs-
málsins sem raktir eru hér að framan eru mis-
munandi alvarlegir. Það er skoðun okkar að
sumir þeirra, t. d. álitaefnin sem rædd eru í 2. 2
C, E og F, séu ekki svo alvarleg að dómstóllinn
muni telja að með þeim hafi verið brotið gegn
6. gr. Líklegra er að álitaefni sem varða rétt-
aröryggi og réttarríki (2. 2 B), svo og reglan
um sakleysi uns sekt er sönnuð (2. 2 D), teljist
nægilega alvarleg til þess að geta falið í sér
hugsanleg brot ein og sér. Ennfremur má telja
að dómstóllinn muni líta á málið í heild sinni
með hliðsjón af þeim mismunandi annmörkum,
sem samanlagt geta talist fara í bága við rétt-
láta málsmeðferð. Dómstóllinn hefur oft lagt á
það áherslu að 6. gr. verði að meta í heild sinni.
Í Salov-málinu sagði dómstóllinn:
„Þegar tekið er mið af þeim niðurstöðum
sem rétturinn hefur komist að varðandi þá
fjóra framangreinda þætti sakamáls-
meðferðarinnar, sem hér eru til umfjöllunar
telur hann að málsmeðferðin í heild sinni
hafi verið óréttlát. Í ljósi þessa telur rétt-
urinn að brotið hafi verið gegn 1. mgr. 6. gr.
sáttmálans.“ (Leiða má sömu niðurstöðu
m.a. af Vidal gegn Belgíu, Atlan gegn Bret-
landi og Rowe og Davis gegn Bretlandi).“
Við erum þeirrar skoðunar að sá fjöldi mis-
munandi annmarka sem hér um ræðir sé lík-
legur til að ráða úrslitum í máli þessu. Með til-
liti til þeirra fjölmörgu álitaefna sem upp koma
varðandi 6. gr. , svo sem að framan er rakið, er
það því skoðun okkar að því megi halda því
fram að ef ríkislögreglustjóri og ríkissaksókn-
ari halda áfram með saksókn sína (með atbeina
dómstóla) varðandi nefnda ákæruliði (1–32),
hafi þeir ekki gætt viðeigandi jafnvægis í mati
sínu á réttindum sakborninga og skilvirkum
framgangi réttvísinnar.
Vegna þess hve annmarkarnir eru marg-
víslegir í Baugsmálinu sem heild, miðað við
þær upplýsingar sem fyrir liggja, er það því
mat okkar að þegar á þessu stigi kunni að hafa
verið brotið gegn 6. gr. Ef ríkissaksóknara
væri heimilað að leggja fram nýja ákæru varð-
andi ákæruliðina 32 myndi það ennfremur að
okkar mati gefa tilefni til þess að ætla prima
facie að brotið hafi verið gegn réttinum til rétt-
látrar málsmeðferðar vegna annmarkanna og
geðþóttans sem einkennt hafa endurskoðun
ákærunnar. Á grundvelli þeirra gagna sem
okkur eru tiltæk virðast því vera traustar for-
sendur fyrir kröfu þess efnis að túlkun rétt-
arframkvæmdar varðandi 6. gr. í ljósi mála-
vaxta í Baugsmálinu eigi að leiða til
niðurfellingar málssóknar gegn sakborningum
að því er varðar ákæruliðina sem vísað var frá
dómi í Hæstarétti hinn 10. október 2005. Mat
skv. 6. gr. hlýtur að byggjast á heildarmati
málsatvika, og í því sambandi tökum við fram
að mat á hverjum lið fyrir sig myndi líkast til
ekki nægja til þess að telja brotið gegn 6. gr.
Gera mætti frekari rannsókn á málinu til þess
að draga fram skýrari mynd, m.a. mat á und-
irliggjandi gögnum sem Hæstiréttur hafði að-
gang að varðandi ákæruliðina 32 og athafnir
þeirra einstaklinga sem störfuðu á vegum yf-
irvalda meðan á rannsókninni stóð.
Ef Hæstiréttur Íslands ákveður að heimila
endurskoðun ákærunnar og hafna þar með
þeirri afstöðu varnaraðila að slík endurskoðun
fari í bága við 6. gr. ætti að íhuga málskot til
Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Þar
sem slík niðurstaða Hæstaréttar hlýtur að telj-
ast endanleg í skilningi mannréttinda-
sáttmálans mun verða að líta svo á að allra til-
tækra réttarúrræða á Íslandi hafi verið neytt
og því ekki líklegt að málskoti varnaraðila til
Mannréttindadómstólsins yrði hafnað á þeim
forsendum að ekki hafi verið leitað til hlítar
leiðréttingar í heimalandinu, sbr. 35. gr. sátt-
málans. Ef opinber málssókn varðandi nefnda
ákæruliði er ekki felld niður eru sterk rök fyrir