Morgunblaðið - 28.02.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 37
MINNINGAR
Ég gleymi sjálfsagt
aldrei þegar ég hitti
Árna Jónsson í fyrsta
sinn. Það var á mynd-
listarsýningu hjá Sólveigu, sem vinur
minn og síðar einnig eiginmaður bauð
mér á. Ég hafði ekki hitt neinn úr fjöl-
skyldu hans áður og var því frekar
stressuð þegar afi kom gangandi til
okkar. Hann heilsaði Árna Baldri
með orðunum „Hvar hefur þú falið
þessa fallegu stelpu?“ Tók svo utan
um mig og heilsaði eins og við hefðum
þekkst í mörg ár. Þarna eignaðist ég
góðan vin og afa. Góðlegur svipur er
besta meðmælabréfið, Elisabet I. á
sennilega best við þegar ég rifja upp
kynni okkar.
Það er margs að minnast eftir rúm-
lega 15 ára kynni. Minningar sem ég
mun gæta og miðla til barna minna. Í
huga mér verður þú afi sem hafðir
gaman af að gleðja aðra og hugsaðir
vel um fólkið þitt. Börnin mín og syst-
ur fengu að njóta þess og dýrmætar
stundir með ykkur ömmu í Koti eru
mikils virði. Öll sumrin sem ég var
með börnin í Koti hjá ykkur eru
ómetanleg. Allar ferðirnar í dýra-
garðinn í Slakka, nestisferðirnar og
skoðunarferðir í leit að hreiðrum eru
okkur öllum minnisstæðar. Þið veitt-
uð okkur allan þann stuðning og ást
sem nauðsynleg er ungu fólki sem er
að hefja lífið og eignast börn.
Elsku afi og langafi, við Árni Bald-
ur, Ragnheiður, Birna Rut, Snæfríð-
ur Sól og Baldur Smári söknum þín
sárt en við huggum okkur við ljúfar
minningar og þá trú að þér líði vel.
Þrúður.
Bókin „Sonur bjargs og báru“
fjallar um lífshlaup Sigurðar Jóns
Guðmundssonar, stofnanda Belgja-
gerðarinnar í Reykjavík, sem kunnur
var fyrir dugnað og öðlingsskap í hví-
vetna. Jón þessi og Jórunn Guðrún
Guðnadóttir, eiginkona hans, eignuð-
ust alls átta börn. Elst var Helga, síð-
an Guðni og Ingólfur. Fjórða barnið
var drengur nefndur Sigurður, en
foreldrarnir syrgðu mjög lát hans í
frumbernsku. Þann 21. febrúar 1925
ól Jórunn annan son, heilbrigðan og
fallegan dreng er nefndur var Árni.
Að vonum þökkuðu þau Guði fyrir
nýja barnið og gleðin yfir komu hans
hélst alla tíð óskert í samskiptum
þeirra við þennan dreng. Yngstu börn
þeirra hjóna voru Valdimar, Sólveig
og Guðmundur. Að auki tóku þau
Guðmund Gíslason til fósturs frá
unga aldri.
Árni var ávallt glaðsinna og táp-
mikill einstaklingur og vinsæll mjög,
ekki síst meðal skólafélaga og ann-
arra jafnaldra. Hann sýndi fimleika í
hópi undir stjórn Jóns Þorsteinssonar
á vegum Ármanns og stundaði m.a.
skíðaíþróttina af kappi. Árni tók sér-
stöku ástfóstri við Ingólf bróður sinn
og tregaði sáran, er hann lézt af slys-
förum árið 1941. Þá var Árni við nám í
Verzlunarskóla Íslands, þaðan sem
hann lauk stúdentsprófi vorið 1946 og
hóf næsta haust frekara nám í við-
skiptafræði í London. Þann vetur
komst hann í kynni við jafnöldru sína
Sólveigu Eggerz Pétursdóttur, sem
stundaði listmálaranám í London en
bjó hjá fjölskyldu sinni nokkru utan
borgarinnar í bænum Weybridge.
Brátt gerðist Árni tíður gestur á því
heimili. Sameiginlegur bókmennta-
og listaáhugi Árna og Sólveigar
tengdi þau. Svo fór að Árni kvæntist
Sólveigu snemma sumars 1947. Ungu
hjónin skruppu heim til Reykjavíkur
að brúðkaupi afstöðnu en bjuggu síð-
an í Weybridge hjá foreldrum Sól-
veigar, þar sem Sigrún dóttir þeirra
fæddist vorið 1948. Tengdafjölskylda
ÁRNI
JÓNSSON
✝ Árni Jónssonfæddist í
Reykjavík 21. febr-
úar 1925. Hann lést
á hjúkrunardeild
Hrafnistu í Hafnar-
firði 19. febrúar síð-
astliðinn og var út-
för hans gerð frá
Fossvogskirkju 27.
febrúar.
Árna fagnaði mjög
bæði tengdasyninum
og sínu fyrsta barna-
barni. Pétur Eggerz-
Stefánsson, tengdafað-
ir Árna, bauðst til að
útvega honum góða at-
vinnu í Bretlandi.
Enda þótt boð þetta
þætti á margan hátt
freistandi svaraði Árni
því þannig, að ekki
kæmi til greina að
hann brygðist því lof-
orði að snúa heim til Ís-
lands að námi loknu
haustið 1948 til að starfa með Jóni
föður sínum við framkvæmdastjórn-
un Skjólfatagerðarinnar h.f., sem frá
árinu 1941 var gert að móðurfyrir-
tæki Belgjagerðarinnar h.f.
Næstu þrjá áratugina áttu þessir
feðgar einstaklega nána samvinnu,
bæði í leik og starfi, því ekki einungis
unnu þeir saman í fyrirtækinu, heldur
fóru þeir hvert sumar saman í lax-
veiði, ekki síst norður í Víðidalsá, þar
sem þeir nutu dásemda íslenskrar
náttúru, er í senn auðgaði líf þeirra og
dýpkaði kærleika feðganna hvors til
annars. Raunar var samheldni fjöl-
skyldunnar allrar mjög mikil, sem sjá
má af því, að Einar eiginmaður Helgu
auk Valdimars og Guðmundar
bræðra Árna störfuðu allir innan
Skjólfatagerðarinnar og Guðni bróðir
þeirra rak eigin starfsemi í sama hús-
næði. Rausnarskapur var ávallt mikill
af hálfu alls þessa fólks og gestrisni
frábær. Ósjaldan voru heimili gömlu
hjónanna og barna þeirra þétt setin
gestum við hlaðin veisluborð og þá
gjarnan gripið í spil, einkum bridge.
Þannig var engin furða þótt yfir-
fljótandi örlæti yrði einkenni á heimili
þeirra Árna Jónssonar og Sólveigar
Eggerz Pétursdóttur, því frá blautu
barnsbeini voru þau bæði vanin við að
miðla öðrum af öllu því er Guð þeim
gaf.
Fyrstu búskaparárin bjuggu þau
Árni og Sólveig í húsi Jóns og Jór-
unnar að Nökkvavogi 37. Síðar leigðu
þau sér húsnæði í Suðurgötu 20 um
sinn, áður en þau byggðu sér hæð og
ris í Karfavogi 50 og keyptu loks hús-
ið Karfavog 41, þar sem þau voru um
kyrrt fram til 1976. Eftir það fluttu
þau búsetu sína milli allmargra staða
í Reykjavík og á Seltjarnarnesi en
fluttu loks til Hafnarfjarðar með síð-
asta dvalarstað á Hrafnistu í góðri
umsjá þjónustuaðila þar.
Sumarbústaði ráku þau Árni og
Sólveig með miklum myndarskap á
mörgum stöðum á hinum ýmsu tím-
um, þ.e. við Elliðavatn, uppi hjá
Krókatjörnum, á Saurum í Borgar-
firði, á Kleifum í Steingrímsfirði og
loks í landi Klausturhóla í Grímsnesi.
Þar nefndu þau staðinn Kot og komu
upp vísi að skóglendi umhverfis bú-
staðinn á einum hektara lands. Vinir
og vandamenn áttu hjá þeim hjónum
marga ánægjustund í frábæru yfir-
læti í þessum sælureitum og þá ekki
síst yngsta kynslóðin.
Jón Guðmundsson dvaldist fár-
sjúkur á heimili Árna og Sólveigar í
Hvassaleiti árið sem hann dó 1977 og
þá umvafinn ástúð sonar síns og
tengdadóttur. Einnig var það dæmi-
gert af Árna að hann fór til skemmt-
unar og stuðnings Pétri tengdaföður
sínum í ferðalag með honum sjóleiðis
norður með Noregsströndum sumar-
ið eftir að Pétur náði sjötugsaldri og
þótti báðum gaman að.
Elín, annað barn þeirra Árna og
Sólveigar, bættist fjölskyldunni í Suð-
urgötunni árið 1950 en tvö yngstu
börnin fæddust þegar þau bjuggu í
Vogahverfinu, Helga 1954 og Stefán
Pétur 1958. Öll voru þessi systkin
innilega elskuð af foreldrum sínum,
en tvö hin yngstu þörfnuðust meiri
umsjár en eldri dæturnar, sem í vax-
andi mæli hafa reynt að endurgjalda
foreldrum sínum allt það mikla og
góða sem þau hafa fyrir þær og fjöl-
skyldur þeirra gert á liðnum árum.
Árni og Sólveig hafa látið í ljós inni-
legt þakklæti í garð þeirra systra Sig-
rúnar og Elínar og í senn verið stolt
yfir framgöngu þeirra í lífinu, ekki
síst hin síðari ár, þegar heilsa þeirra
hjóna hefur farið dvínandi og þau not-
ið aðstoðar systranna í vaxandi mæli.
Helga og Stefán Pétur hafa á sinn
hátt verið foreldrum sínum ríkur
gleðigjafi með kærleiksríku samneyti
frá fyrstu tíð, einnig nú hin síðustu ár,
þegar þau hafa komið lengra að í
reglubundnar heimsóknir til foreldra
og systra frá einkar góðum heimilum
þeirra beggja úti á landi.
Ríkulegrar félagsmálaþátttöku
Árna Jónssonar á vegum Oddfellow-
reglunnar, Styrktarsamtaka vangef-
inna, Gigtarfélagsins og Maikari-
samtakanna, auk stjórnarþátttöku
hjá Félagi íslenskra iðnrekenda o.fl.
mun getið allvíða, þótt ekki sé nánar
um það fjallað hér. Hvarvetna þótti
Árni góður og skemmtilegur félagi,
sem var kappsmál að láta gott af sér
leiða. Eiginkonunni Sólveigu hefur
Árni verið góður félagi varðandi list-
sköpun hennar með lifandi áhuga allt
til hins síðasta, svo sem geta hans
framast leyfði.
Hjartans þökk býr í huga mínum
við allar minningarnar um mág minn
Árna Jónsson, m.a. þegar hann var að
raula „Little things mean a lot“, sem
hann lærði af Guðrúnu Símonar söng-
konu á Lundúna-námsárunum. Sól-
veigu systur minni og afkomendum
hennar færi ég hér með kærleiksríkar
og hugheilar samúðarkveðjur frá mér
og fjölskyldu minni.
Elín Eggerz-Stefánsson.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA STEINDÓRSDÓTTIR HAARDE,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
2. mars kl. 15.00.
Steindór Haarde, Jórunn Bergmundsdóttir,
Geir H. Haarde, Inga Jóna Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, fósturfaðir, afi, sonur og bróðir,
ÞORVALDUR ÓSKARSSON,
Mánagötu 3,
Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn
24. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórunn Sigurðardóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEINUNN MAGNÚSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 1. mars kl. 13.00.
Kolbrún Vilbergsdóttir,
Fanney Eva Vilbergsdóttir, Gísli Haraldsson,
Þóra Vilbergsdóttir, Júlíus Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓLI VIKTORSSON
(OLE WILLESEN)
garðyrkjumaður,
Æsufelli 4,
Reykjavík,
sem lést mánudagskvöldið 20. febrúar sl., verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. mars kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Sjálfsbjargar.
Hrefna Gunnlaugsdóttir,
Valbjörk Ösp Óladóttir, Magnús Gauti Hauksson,
Dagbjartur Eiður Ólason, Erla Inga Hilmarsdóttir,
Viktor Ólason, Inga Eiríksdóttir,
Sigurður Axel Ólason, Carlotta Tate Ólason
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
TOVE RIGMOR GUÐMUNDSSON,
Eyjabakka 1,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 19. febrúar,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 2. mars kl. 13.00.
Helen G. Guðmundsdóttir,
Jón G. Guðmundsson,
Eiríkur G. Guðmundsson,
Ágúst G. Guðmundsson,
tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, tengdadóttir og
amma,
RANNVEIG SIGURÐARDÓTTIR,
Lautasmára 1,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landakots föstudaginn
24. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Áslaug B. Harðardóttir, Sverrir S. Björnsson,
Sigurður H. Harðarson, Selma Baldvinsdóttir,
Daði Harðarson, Marianna Brynhildardóttir,
Áslaug Árnadóttir
og barnabörn.
Okkar einlægur og ástkær unnusti, sonur, bróðir,
tengdasonur, barnabarn og mágur,
TÓMAS ÝMIR ÓSKARSSON
frá Dæli í Skíðadal,
til heimilis í Keilusíðu 6H,
Akureyri,
lést af slysförum laugardaginn 25. febrúar sl.
Útför auglýst síðar.
Ásdís Hanna Bergvinsdóttir,
Óskar Snæberg Gunnarsson, Jóhanna Kristín Arnþórsdóttir,
Lene Zacharíassen,
Íris Björk Óskarsdóttir, Eyþór Freyr Óskarsson,
Bergvin Jóhannsson, Sigurlaug Anna Eggertsdóttir,
Gunnar Rögnvaldsson, Kristín Óskarsdóttir,
Björg Zacharíassen,
Sigríður Valdís, Anna Bára og Berglind Bergvinsdætur
og fjölskyldur þeirra.