Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í NÝÚTKOMNU tölublaði tíma-
ritsins Þjóðmála er grein eftir Pjet-
ur Stefánsson formann Félagsins ís-
lensk grafík, forvera minn í starfi
formanns Sambands
íslenskra myndlist-
armanna, sem hann
nefnir ,,Hinn rauði
þráður vinstri manna í
listum“. Þar fjallar
Pjetur um störf SÍM
og bera skrif hans svo
sterk einkenni væni-
sýki að ég taldi réttast
að svara engu. Sunnu-
daginn 2. apríl leggst
Bragi Ásgeirsson
myndlistarrýnir og
listmálari hins vegar á
árar með honum hér í
Morgunblaðinu, í nokkuð tyrfnum
Sjónspegli, undir yfirskriftinni
,,Rauði þráðurinn …“ Þó að þessi
skrif Braga teljist vart vönduð
blaðamennska er mér ekki lengur
stætt á öðru en að svara.
Ef Braga hefði
hugkvæmst að spyrja
Bragi hafði samband við skrif-
stofu SÍM og spurði um fjölda fé-
lagsmanna, ekki annað. Hann sá t.d.
ekki ástæðu til að spyrja hvaða
reglur gildi um póstlista SÍM en
Bragi og Pjetur virðast báðir haldn-
ir þeirri ranghugmynd að allt sem
sent sé út í fjölpósti frá skrifstofu
SÍM sé pólitískt própaganda frá
stjórn félagsins. Póstlisti SÍM er
upplýsingaveita til félagsmanna um
hvaðeina sem varðar myndlist og
myndlistarmenn; sýningar, fyr-
irlestra, styrki og annað í þeim dúr.
Jafnframt geta listamenn komið
boðum til annarra listamanna, aug-
lýst vinnustofur eða íbúðir til leigu,
boðað til funda eða sent önnur skila-
boð. Félagsmönnum einum er heim-
ilt að senda út slíkar orðsendingar.
Utanaðkomandi áróðri er ekki
hleypt að. Hins vegar er möguleiki
fyrir utanfélagsfólk að leggja sitt til
mála á vefsíðu félagsins.
Samsæriskenningar
og misskilið félagafrelsi
Pjetri og Braga verður tíðrætt
um vinstri, hægri og rauðan lit og
mörgum fleiri sovétskotnum hug-
tökum bregður fyrir. Þeim ber sam-
an um að vinstri klíkur séu sífellt að
misnota aðstöðu sína innan SÍM.
Það er algjör fjarstæða. Hægri-
mönnum hefur ekki verið úthýst
með sínar skoðanir en hugsanlega
hafa þeir þó minna til málanna að
leggja. Upp í huga mér koma þó ný-
leg skilaboð um myndlistarmann í
framboði í Framsóknarflokknum og
áskorun til listamanna vegna skop-
teikninganna í
Jyllandsposten. Það er
alveg klárt að hvorugt
var vinstri áróður.
Aumar eru samsær-
iskenningarnar um að
stjórn SÍM umbuni
listamönnum vinstri-
mennsku með lista-
mannalaunum. Stjórn-
in hefur engin áhrif á
störf úthlutunarnefnda
listamannalauna,
stjórn listamannalauna
er fullfær um að sinna
sínu hlutverki. Núver-
andi stjórn SÍM hefur fagmennsku
að leiðarljósi og úthlutar aldrei sjálf
gæðum til félagsmanna þó aðrar
reglur hafi hugsanlega gilt í for-
mannstíð Pjeturs.
Enn furðulegra er að halda því
fram listamenn séu þvingaðir til að
vera í SÍM. Pjetur virðist helst
leggja þá merkingu í hugtakið fé-
lagafrelsi að það veiti mönnum rétt
til að neita að greiða félagsgjöld.
Frelsi fylgir ábyrgð. Pjetri er að
sjálfsögðu frjálst að standa utan
SÍM en þá á hann ekki heimtingu á
þeirri þjónustu sem ábyrgir fé-
lagsmenn greiða fyrir og njóta. Frá
því að Pjetur hætti formennsku fyr-
ir 3½ ári hafa 129 myndlistarmenn
gengið til liðs við félagið – af fúsum
og frjálsum vilja.
Misstór félög með
gjörólíkt hlutverk
Valdaleysi aðildarfélaganna gegn
miðstjórnarvaldi SÍM er Pjetri
áhyggjuefni þó notkun á því hugtaki
sé óheppileg þar sem formenn að-
ildarfélaganna eiga sæti í
Sambandsráði SÍM, sem einmitt er
nokkurs konar miðstjórn. Pjetur
mætir hins vegar aldrei til funda
ráðsins. SÍM hefur í vetur lagt
mikla vinnu í að leysa húsnæð-
isvanda myndlistarmanna og fag-
félaganna, þar á meðal vanda Graf-
íkfélagsins. Áhersla hefur verið lögð
á að finna lausn sem feli það í sér að
leiga fyrir verkstæði lendi ekki á
fagfélögum sem sum hver eru fá-
menn. Vegna þess hefur Sam-
bandsráðið hist oft. Þó ekki Pjetur
og því veit hann minnst allra um
málið.
Pjetur ber saman fjárhag SÍM og
Grafíkfélasins og Bragi er djúpt
snortinn. SÍM fær árlegt framlag
frá ríkinu og borgin leggur til húsið
við Hafnarstræti. Grafíkfélagið fær
líka framlag frá ríkinu og nið-
urgreitt húsnæði frá borginni. Mið-
að við félagatölu og hlutverk þess-
ara ólíku félaga er ekki óeðlilegt að
SÍM njóti hærri framlaga. Í SÍM-
húsinu hýsir SÍM Kynningarmið-
stöð íslenskrar myndlistar CIA.IS,
Listskreytingasjóð ríkisins og
Myndstef sem þjónar öllum mynd-
höfundum, hvort sem þeir eru í SÍM
eða ekki. Fyrir utan eigin vefsíðu
annast SÍM upplýsingaveitu til 600
félagsmanna, rekur upplýsingavef-
inn UMM.IS, sjóðina Mugg og
Ferðasjóð Muggs, gestaíbúðir fyrir
erlenda listamenn, vinnustofur á
Korpúlfsstöðum og margt fleira.
SÍM á m.a. aðild að Hinum íslensku
sjónlistaverðlaunum og Artótekinu í
Borgarbókasafni Reykjavíkur. Öll
þessi verkefni og mörg fleiri eru í
þágu heildarinnar.
Þusi þeir bara …
Braga þykir hneyksli að boðað sé
til aðalfundar í SÍM-húsinu. Braga
hef ég ekki séð á aðalfundi SÍM síð-
an ég tók að mæta en ég get upplýst
hann um að þó húsið sé lítið að sjá
rúmast allmargir tugir manna í
salnum. Ef stefnir í mörg hundruð
manna fund verður að sjálfsögðu
gripið til ráðstafana.
Ég áfellist ekki þann sem hvorki
greinir haus né sporð á þessum
Sjónspegli Braga því svei mér ef
stíllinn er ekki venju fremur knapp-
ur að þessu sinni! Færri hafa vænt-
anlega séð grein Pjeturs og ekki
mæli ég með henni. Fyrir þá sem
vilja kynna sér starf SÍM í þágu
myndlistarinnar og allra sinna fé-
lagsmanna bendi ég á vefsíðuna,
www.sim.is.
Var einhver svo mikið barn að
halda að kalda stríðinu væri lokið?
Áslaug Thorlacius svarar
Þjóðmálagrein Pjeturs
Stefánssonar og Sjónspegli
Braga Ásgeirssonar
’Frá því að Pjetur hætti formennsku fyrir
3½ ári hafa 129 myndlist-
armenn gengið til liðs við
félagið – af fúsum og
frjálsum vilja.‘
Áslaug Thorlacius
Höfundur er myndlistarmaður,
formaður Sambands íslenskra
myndlistarmanna.
SÁ TÍMI mun yfir þig koma sem
snara að heilsan mun við þér baki
snúa. Líkt og þjófur að
nóttu mun hún aftan að
þér læðast og svíkja
þig. Hún mun taka þig
kverkataki, reka rýt-
ing í bakið á þér og
ræna þig öllu.
Hún mun taka til við
að reyta af þér fjaðr-
irnar, hverja af ann-
arri, svo þú mátt þín
lítils. Þú lækkar flugið
smátt og smátt áður en
þú missir það síðan al-
veg og nauðlendir í
eyðimörk sem fangi í
eigin líkama.
Hún mun þrengja að þér, nið-
urlægja þig, ræna þig virðingunni.
Þú færð engu breytt, verður dæmd-
ur úreltur af samfélaginu.
Hvað er þá betra en vera umvaf-
inn vængjum engla Guðs sem munu
bera þig í gegnum göngin dimmu,
inn í ljósið, til lífsins, þangað sem
fegurðin ríkir? Þangað sem þér hef-
ur verið búinn staður, þangað sem
tárin verða þerruð, þar sem angist,
kvöl og harmur eru ekki framar til?
Þar sem allt verður
nýtt, skilningur og
réttlæti ráða ríkjum,
kærleikur og fyrirgefn-
ing, gleði og friður.
Hver ert þú?
Já, hvað mun um líf
þitt verða þegar ævinn-
ar klukka hættir að
tifa? Hver ert þú þegar
skaparinn kallar líf þitt
á sinn fund og þinn
innsti kjarni stendur
berstrípaður frammi
fyrir höfundi sínum?
Já, hver ert þú þá? Hvernig ætl-
arðu þá að afsaka þig? Hvernig ætl-
arðu þá að verja þig? Á hvern ætl-
arðu þá að vona? Á hvað ætlarðu þá
að treysta?
Mun þá ekki koma sér vel að vera
líftryggður, vera raunverulega sí-
tengdur svo þú fáir notið lífsins?
Þess sem eilífð augnabliksins hefur
upp á að bjóða. Þar sem augnablikið
verður að eilífð. Ég er þess fullviss
að bestu augnablik ævinnar eru að-
eins forréttur að þeirri veislu sem
lífið er.
Sigursveigur sem ekki fölnar
Ævinnar gleði er svo skammvinn
og velgengnin völt. Sigrarnir sætir
en kransarnir svo ótrúlega fljótir að
fölna.
Hin varanlega gleði er í því fólgin
að eiga nafn sitt ritað með himnesku
letri með frelsarans hendi í lífsins
bók. Gleðjumst þeirri gleði. Hún er
sigursveigur sem ekki fölnar.
Ertu ekki örugglega
líftryggð/ur?
Sigurbjörn Þorkelsson
skrifar um gildi trúarinnar ’Hin varanlega gleði er íþví fólgin að eiga nafn sitt
ritað með himnesku letri
með frelsarans hendi í
lífsins bók.‘
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju.
ÉG ER ekkert sérstaklega
hress með að það skuli vera búið
að taka upp tilvísanakerfið upp að
nýju, hvað varðar
hjartalækna. Ég held
að gamla tilvís-
anakerfið hafi verið
á, þegar ég fór að
finna fyrir hjartaöng-
inni. Það kann margt
að vera breytt síðan
þá, t.d. gat maður þá
fengið tíma hjá heim-
ilislækni samdægurs.
Nú telst maður hepp-
inn, ef maður fær
tíma í vikunni og
sumir hafa engan.
Það kann líka að vera
að heimilislæknar séu
meðvitaðri um þenn-
an sjúkdóm nú en
þeir voru þá.
Ég ímynda mér að
það sé lítill sparn-
aður fólginn í þessu
afturhvarfi, nema
menn deyi á meðan
þeir bíða eftir að
komast til sérfræð-
ingsins, vegna þess
að viðtalið hjá heim-
ilislækninum hlýtur
líka að vera nið-
urgreitt af ríkinu.
Ég væri dauður, ef
ég hefði ekki fyrir
tilviljun dottið út úr
gamla tilvísanakerf-
inu. Forsaga málsins
er sú að ég fór til
heimilislæknisins
míns með þá ætt-
arsögu að faðir minn
hefði orðið bráð-
kvaddur á leið heim
úr vinnu, þegar hann var 45 ára
gamall. Ég sagðist reykja pípu og
hefði gengið um gólf heila nótt,
drekkandi kalt vatn og étandi
aspirín, viðþolslaus af kvölum.
„Hvað reykir þú mikið?“ spurði
læknirinn. Þegar ég svaraði 1–2
tóbaksbréf á viku, sagði hann:
„Þetta eru ósköp hóflegar reyk-
ingar og ég hef enga trú á að
þetta sé kransæðastífla, verkurinn
sem fylgir henni er svo sár að það
fer ekkert á milli mála, ef um slíkt
er að ræða.“
Hann gaf mér eitthvað bólgu-
eyðandi og sagði mér að fara í
heitt bað.
Verkurinn fór svo að gera vart
við sig, þegar ég gekk milli húsa í
nágrenni heimilis míns, svo ég
pantaði aftur tíma hjá heim-
ilislækninum. Heimilislæknirinn
var í sumarleyfi, en á stofunni var
elskuleg stúlka (kandídat í afleys-
ingum). Þótt ég væri þá ásjálegri
en ég er nú, held ég ekki að það
hafi ráðið því að hún háttaði mig
úr að ofan og reyndi að taka af
mér hjartalínurit með tækjum,
sem reyndust svo ekki í lagi.
Blessuð stúlkan mælti með því að
ég færi í skoðun hjá Hjartavernd,
sem ég og gerði. Þar gekkst ég
undir ýmis próf og þótt ég lýsti
verknum, sem ég fékk við að
ganga þangað frá staðnum, þar
sem ég fór úr rútunni, fékk ég
bara tilmæli um að fara mér hæg-
ar og borða ekki nema tvö egg á
viku. Þarna enduðu mínir tilburðir
til að fá bót á meininu. Sem betur
fer (a.m.k. fyrir mig) átti ég kunn-
ingja, sem þekkti hjartalækni og
pantaði hjá honum tíma fyrir mig.
Læknirinn hlustaði á mig, hlustaði
mig, skoðaði og tók hjartalínurit.
Hann skoðaði hjartað í einhverju
ómtæki, sem vafalaust gaf ekki
eins góða mynd og það sem völ er
á í dag. Að skoðun lokinni sagði
hann: „Ég veit ekki hvort þetta er
kransæðastífla, en á meðan við
vitum ekki hvað þetta er, skulum
við reikna með að svo sé.“ Hann
sendi mig heim með pillur til að
minnka álag á hjartað og vottorð
um að ég yrði ekki vinnufær
fyrsta kastið. Í fram-
haldi fór ég á biðlista í
hjartaþræðingu. Ég er
einn af þeim heppnu,
sem ekki dóu á þeim
biðlista.
Þegar röðin kom að
mér í þræðinguna var
ég lagður inn á
Landakot til und-
irbúnings, m.a. var
rakaður á mér nárinn
(það þarf maður nú að
gera sjálfur). Þar hitti
ég stúlkuna, sem
reyndi að taka af mér
hjartalínuritið forðum.
Hún mundi eftir mér
og sagði: „Þetta hefur
þá verið kransæða-
stífla.“ Mér þykir allt-
af vænt um hana síð-
an, þótt ég sé ekki
viss um að ég mundi
þekkja hana aftur,
þótt ég mætti henni á
götu.
Niðurstaðan úr
þræðingunni var að
þessar þrjár að-
algreinar krans-
æðanna voru 92%,
85% og 75% stíflaðar.
Í framhaldi af þessu
fór ég í hjáveituað-
gerð. Síðan hef ég
einu sinni farið í
þræðingu, sem sýndi
að mínar eigin krans-
æðar væru alveg lok-
aðar, en hjáveitan
virkaði enn.
Undanfarið hef ég
farið til hjartalæknisins míns
tvisvar sinnum á ári. Þegar ég
kveð hann, nestar hann mig með
blóðprufubeiðni og lyfseðlum fyrir
9 lyfjum, til að lækka blóðfitu, kól-
esteról og blóðþrýsting, víkka æð-
arnar o.fl. (allt niðurgreitt). Ég á
hjá honum tíma kl. 14.20 miðviku-
daginn 27. september 2006. Fyrir
þann tíma þarf ég að fara í blóð-
prufu og niðurstöður hennar verða
sendar til hans (ég veit ekki hvort
þessi sýnataka verður niður-
greidd).
Nú reikna ég með að samkvæmt
nýja kerfinu sé rétt að ég fari til
heimilislæknisins áður en að þessu
kemur og fái hjá honum beiðni um
blóðprufu, svo að hann fái a.m.k
afrit af niðurstöðum fyrrgreindrar
blóðprufu. Ef hann telur sig geta
á fullnægjandi hátt lesið úr nið-
urstöðunum og ávísað bestu fáan-
legu lyfjum á grundvelli þess, fæ
ég varla tilvísun til hjartalækn-
isins.
Lái mér hver sem vill, þótt ég
treysti best lækni sem ég þekki og
hefur þar á ofan bjargað lífi mínu
einu sinni.
Ef heimilislæknirinn neitar mér
um tilvísun, finnst mér ég aðeins
hafa um tvo kosti að velja; að hafa
með mér hafnaboltakylfuna í
næstu heimsókn eða að greiða
fullan kostnað af heimsókn til
hjartalæknisins, sem ég ætti að
geta ráðið við).
Ég tel mig samt heppinn að
vera í hópi þeirra sem eiga þess
kost að hverfa snögglega úr þess-
um heimi í stað þess að þurfa að
veslast upp á löngum tíma við
ófullnægjandi aðbúnað, hrelldir af
áróðri um að þeir hafi ekki unnið
fyrir því litla sem þeir fá.
Héraðslæknar og
hjartaöng (aftur-
hvarf til fortíðar)
Þórhallur Hróðmarsson
fjallar um tilvísanakerfið
og hjartalækna
Þórhallur Hróðmarsson
’Ef heim-ilislæknirinn
neitar mér um
tilvísun, finnst
mér ég aðeins
hafa um tvo kosti
að velja; að hafa
með mér hafna-
boltakylfuna í
næstu heimsókn
eða að greiða
fullan kostnað af
heimsókn til
hjartalæknisins,
sem ég ætti að
geta ráðið við.‘
Höfundur er kennari á
góðum eftirlaunum.