Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 19
ERLENT
Hvanneyri • 311 Borgarnes • s. 433 5000 • www.lbhi.is
Landbúna›arháskóli Íslands
Kynntu flér námslei›ir vi› LBHÍ,
vi› bjó›um grunn a› framtí›.
www.lbhi.is
Umhverfisskipulag (landslagsarkitektúr)
Búvísindi /gar›yrkja
Náttúru- og umhverfisfræ›i
Skógfræ›i og landgræ›sla
Nám í LBHÍ – grunnur a› framtí›
Líma. AFP. | Fylgið hrynur nú af
vinstri-pópúlistanum Ollanta Hum-
ala sem haft hefur forystu í skoð-
anakönnunum vegna forsetakosn-
inganna í Perú, sem fram fara á
sunnudag.
Samkvæmt nýrri könnun fyrir-
tækisins CPI hefur Humala nú 25,9
prósent fylgi en þingkonan Lourdes
Flores 27,6 prósent. Í þriðja sæti
kemur svo Alan Garcia, sem var for-
seti Perú 1985-1990, með 24,9 pró-
sent fylgi. Fái enginn frambjóðandi
meira en 50% í kosningunum á
sunnudag þarf að kjósa aftur á milli
tveggja efstu manna.
Skoðanakönnun, sem birt var um
síðustu helgi, sýndi Humala með 31,5
prósent fylgi, Flores með 26,8 pró-
sent og Garcia með 23,1 prósent. Var
haft eftir Manuel Savedra, yfirmanni
hjá CPI, að fylgistap Humalas nú
skýrðist sennilega af því, að keppi-
nautar hans hefðu með eindregnari
hætti beint spjótum sínum að hon-
um.
Jafnframt hefðu fjölmiðlar í Perú
sótt hart að honum. „Borgararnir
eru farnir að taka eftir gagnrýninni,
menn hafa nú meiri áhyggjur af því
en áður að Humala myndi leiða þjóð-
ina út í ógöngur,“ sagði Savedra.
Fór mikinn í lokaræðunni
Humala lauk kosningabaráttu
sinni með ræðu á fimmtudag þar
sem hann fór mikinn gegn „fasista-
einræðisstjórn hinna efnasterku
valdamanna“, sem hann segir hafa
rænt Perú sönnu lýðræði. Sagðist
hann ætla að leggja mun meiri
skatta á erlend stórfyrirtæki, sem
grætt hafi ótæpilega á námum sem
tilheyri Perú-búum. Humala þykir
sverja sig í ætt við menn eins og Evo
Morales, sem nýverið komst til valda
í Bólivíu, en víðar í Rómönsku
Ameríku hafa vinstrimenn verið að
komast til valda.
Humala
tapar fylgi
í Perú
!"#$ %&
'(
) *+, - .- +-,
/
/
- ,0 ( /-/
, , ,1
*
/
+
--
,2!
,, '
& ,
2
4" ?M
A &'' ' ! % 0
%*A2 2N%
0 % O* %
.0 % ; %"
A PN. % .A
%* ,% 'M
J#* A (') %
& % %"
. A ,QAN
A 2$A " J#*
;%* #"/
2N A ,QAN#"
; %%%.
& * ?
1 !
%*" 0
<% $
;"" ?
. 0 1 A
. %. 1 %7
:# <MGM
A * +
&; % .0 %%
1 N
J% 4.
A ,'&;%*
%" . );
" "N0 . "
A 2
1 ."%
!% J"
A - &;%* ; /
.0 %*A%
); A" 0
. *
A % %".
A %N.#
6 (
%
A ' 4N .
% /. 02.0
8N%
,
A .# '-N A
. % " ;0
21 0 "
)A %0 NA *
, ?
" 4.
= ,
A /% 672 %%
$ 0.
%*21% 0*1%*
? " #
""% . */
% N*
& $% 0 + '
= * P ? ;
' M 5%
' *
- A /
&; % .0 %%
1 N A 1
TALSMENN Hvíta hússins neituðu
í gær að svara spurningum um
hvort George W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, hafi heimilað birt-
ingu upplýsinga sem leiddu til upp-
ljóstrunar á nafni leynilegs útsend-
ara bandarísku leyniþjónustunnar
(CIA).
„Það stendur yfir dómsmál vegna
málsins og stefna okkar er að tjá
okkur ekki um málið á meðan því
stendur,“ sagði Scott McClellan,
talsmaður Hvíta hússins í gær.
Tilkynningin kemur í kjölfar þess
að I. Lewis „Scooter“ Libby, fyrr-
verandi skrifstofustjóri Dick Chen-
eys, varaforseta Bandaríkjanna,
fullyrti fyrir rétti að Bush hefði
heimilað að leynilegum upplýsing-
um um Valerie Plame, sem starfaði
þá sem njósnari hjá CIA, var lekið
til fjölmiðla.
Að sögn Libbys var honum sagt í
júlí 2003, þegar hann var starfs-
mannastjóri Cheneys, að láta Judith
Miller, blaðamann hjá New York
Times, í té leynilegar upplýsingar,
sem bundu enda á feril Plames sem
njósnara.
Fullyrðir Libby jafnframt að
Cheney hafi sagt að forsetinn hafi
lagt blessun sína yfir að slíkt yrði
gert, með það að markmiði að refsa
diplómatanum Joseph Wilson, eig-
inmanni Plames, sem sagði í blaða-
grein í New York Times 6. júlí 2003
að stjórn Bush hefði oftúlkað upp-
lýsingar, sem síðar voru notaðar til
að réttlæta innrásina í Írak.
Skrifin vöktu heimsathygli
Komst Wilson í heimsfréttirnar
vegna þessara skrifa, en hann lýsti
því yfir að hann hefði í samtölum við
ráðgjafa Bush í aðdraganda innrás-
arinnar dregið
kaup Saddams
Husseins, fyrr-
verandi forseta
Íraks, á úrani frá
Níger í efa.
Sjálfur bíður
Libby þess að
réttarhöld hefjist
yfir honum í jan-
úar á næsta ári,
en hann sagði af
sér embætti skrifstofustjóra hjá
Cheney eftir ákærur um að hann
hefði sagt rannsakendum ósatt í
rannsókn á lekanum á upplýsingum
um Plame.
Patrick Fitzgerald, sérstakur
rannsóknardómari í máli Plames,
sagði að uppljóstrun Libby hefði
verið afleiðing „mikils vilja marga,
þ.m.t. margra aðila hjá Hvíta hús-
inu“, til að refsa Wilson fyrir skrifin.
Demókratar hafa verið harðorðir
vegna málsins og sakað forsetann
um að hafa brotið lög með lekanum.
„Ef forseti Bandaríkjanna heim-
ilar leka á leynilegum upplýsingum
til að eyðileggja feril fólks … er eitt-
hvað ótrúlega rangt við starfshætti
þeirra [hjá Hvíta húsinu],“ sagði
John Kerry, forsetaframbjóðandi
Demókrataflokksins árið 2004.
Repúblikanar í vanda
Vegna fjölmiðlaathyglinnar sem
mál Libbys hefur vakið er Bush nú
undir vaxandi þrýstingi um að til-
kynna hvort stjórn hans hafi staðið
á bak við ýmsa aðra leka.
Óhætt er að segja að málið hafi
komið sér illa fyrir Bush, en stuðn-
ingur við forsetann mælist nú í
sögulegu lágmarki, eða um 36%. Þá
eru aðeins 30% kjósenda sátt við
frammistöðu þingsins, sem er nú
undir stjórn repúblikana, nú þegar
rúmt hálft ár er til kosninga.
Ásakanir setja
Bush í vanda
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
I. Lewis „Scooter“
Libby
Bagdad. AFP, AP. | Að minnsta kosti 79
manns biðu bana og 164 særðust
þegar þrír menn sprengdu sjálfa sig
í loft upp í sjíta-mosku í Bagdad í
gær. Um er að ræða eitt mannskæð-
asta einstaka ódæðisverkið í Írak
undanfarna mánuði.
Tilræðið átti sér stað fyrir utan
Baratha-moskuna í norðurhluta
Bagdad en aðalklerkurinn þar,
Sheikh Jalaluddin al-Saghir, er
fulltrúi á íraska þinginu fyrir banda-
lag sjíta, stærsta flokkinn á þingi.
Fullyrt var að tveir mannanna hefðu
verið klæddir sem konur, í því skyni
að komast framhjá öryggisvörðum.
Var talið möguleiki að meiningin
hefði m.a. verið að ráða al-Saghir af
dögum, en hann slapp lifandi.
Aðstæður á vettvangi voru hroða-
legar, blóðið litaði jörðina og lík
fórnarlamba voru illa leikin.
Í kjölfar árásar í Najaf
Þetta var annan daginn í röð sem
ráðist var gegn sjítum í Írak, en á
fimmtudag hafði bílsprengja
sprungið í hinni helgu borg Najaf.
Að minnsta kosti 10 manns týndu lífi
í tilræðinu. Óttast margir að öfga-
menn vilji æsa til borgarastríðs milli
súnníta og sjíta í landinu; sumir
segja þó raunar að borgarastríð sé
fyrir margt löngu hafið í Írak.
Reuters
Írakar fjarlægja lík af vettvangi tilræðisins í miðborg Bagdad í gær.
Um áttatíu
féllu í Bagdad