Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 61 STEMNINGUNNI á tónleikum belgísku rokksveitarinnar dEUS verður ekki lýst auðveldlega. Í sem fæstum orðum var hún rosaleg; 70.000 Íslendingar í Aþenu eða annað eins á úttroðnum Laug- ardalsvelli gætu ábyggilega ekki framkallað önnur eins fagnaðarlæti – þrátt fyrir að gestir Nösu hafi verið meira en hundrað sinnum færri. Fylgispekt Íslendinga við þessa hljómsveit hefur að mestu farið framhjá undirrituðum og því var upplifunin sem því fylgdi að sjá svo marga svona ánægða og svona spennta enn sterkari. DEUS eru á sínu fimmtánda starfsári og hafa nýlega gengið í gegnum þó nokkrar mannabreyt- ingar. Þær hafa þó ekki hindrað drengina í að ná gríðarlegum þétt- leika í spilamennsku sinni og ótrú- legu öryggi. Tónlist dEUSar er ein- hverskonar rokkbræðingur sem sækir í grugghefð tíunda áratug- arins til jafns við framsæknari pæl- ingar annars vegar og poppaðri ballöður hins vegar. Það eru ekki margar rokksveitir starfandi í dag með fastan rafmagnsfiðluleikara, en dEUS gátu státað af einum slík- um. Framvörðurinn Tom Barman hálf-syngur og hálf-talar sig síðan í gegnum flest lögin einsog sönnum sjálfumglöðum töffara sæmir með- an gítarleikarinn Mauro Pawlowski myndar skemmtilegt (og nauðsyn- legt) mótvægi við kokhreysti Barm- ans í yfirveguðum svalleika sínum. Þeir félagar eru augljóslega vel skólaðir í sviðsframkomu. Barman var hæfilega hrokafullur, horfði til himins og lét hljóðnemann (eða hljóðnemana tvo) finna fyrir hverju einasta orði. Pawlowski var ávallt svalur en leyfði sér að missa stjórn- ina í hávaðasömustu köflunum. Þá sveiflaði hann gítarnum til og frá og ljósameistarinn undirstrikaði hraða hreyfinganna með því að blikka sviðsljósunum í heild. Raun- ar er ástæða til þess að lofa ljósa- manninn sérstaklega. Skuggar dönsuðu stríðsdans á sviðinu og ljóskastarar vörpuðu ljósi á aðal- leikara hvers lags fyrir sig. Hver einasta breyting sem varð í hljómi laganna var feitletruð með breyt- ingum á lýsingu. Þetta var áhrifa- mest þegar að dEUS beittu því snjalla bragði að breyta fyrir- varalaust úr hægri rokkballöðu yfir í kraftmikinn rokkhávaða, kannski ekki nema í örfáar sekúndur, einn eða tvo takta. DEUS voru bestir þegar þeir voru sem kraftmestir. Flottustu lögin innihéldu langa kafla þar sem allir hljómsveitarmeðlimir börðu hljóðfæri sín til óbóta. Þeim tókst líka vel upp þegar þeir skiptu söngnum niður á hvor annan, oft á skemmtilegan „kall og svar“ máta. Þar þótti mér Pawlowski flottastur, röddin hrjúf og útlifuð. Að sama skapi voru Belgarnir afskaplega óspennandi þegar þeir skrúfuðu niður í sér og gerðu tilraun til þess að spila „fallega“ tónlist. Eyra dEUSar fyrir hlýjum popplaglínum er ekki gott og þetta olli því að fyrsta lag þeirra eftir uppklapp reyndist einn af lágpunktum ann- ars ágætra tónleika. Ljós og skuggar TÓNLIST Tónleikar DEUS á Nasa, fimmtudagskvöldið 6. apr- íl. Mammút hitaði upp. Hr. Örlygur stóð fyrir tónleikunum. dEUS  Atli Bollason Morgunblaðið/Árni Sæberg „DEUS voru bestir þegar þeir voru sem kraftmestir. Flottustu lögin innihéldu langa kafla þar sem allir hljómsveit- armeðlimir börðu hljóðfæri sín til óbóta,“ segir meðal annars í tónleikadóminum. Breska rokksveitin RollingStones kemur fram á tón- leikum í Shanghai í dag. Verður þetta í fyrsta skipti sem sveitin kemur fram í Kína. Tvívegis áður hefur staðið til að Rolling Stones héldi tónleika þar í landi, en í fyrra skiptið, fyrir aldarfjórðungi, komu þarlendir embættismenn í veg fyrir það og árið 2003 breytti sveitin áætlunum sínum vegna bráðalungnabólgufaraldurs, sem kom upp í Asíu. Kínversk stjórnvöld hafa sett strangar reglur um það sem hljómsveitin má segja og gera. Hefur sveitinni verið bannað að flytja lög á borð við „Honky Tonk Woman“, „Brown Sugar“ og „Let’s Spend the Night Together“ vegna þess að textarnir þykja of dónalegir. Þegar safnplata sveit- arinnar, Forty Licks, kom út í Kína, voru aðeins 36 lög á plöt- unni en fjögur lög voru fjarlægð vegna dónalegra texta. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.