Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 47 MINNINGAR Það er sárara en orð fá lýst að Þorkell bróð- ir minn skuli vera lát- inn. Hann greindist með krabbamein fyrir rétt um tveimur árum og þrátt fyrir að hafa barist af alefli gegn þessum vágesti þá varð hann að lokum að lúta í lægra haldi. En hvílík hetja var hann! Það er næstum ofurmannlegt hvernig hann tók á þessu öllu saman; hvílíkt æðruleysi, hugrekki, harka og ábyrgð! Það er með ólíkindum hve sterkur hann var allt til enda. Hann þoldi ekki væl í öðrum og datt ekki í hug að gera það sjálfur. Hann ein- blíndi á það jákvæða og aldrei fylltist hann reiði eða sjálfsvorkunn. Þá var honum mikið í mun að sjá sínum vel borgið að sér gengnum; fyrirtækin voru seld og lausir endar hnýttir. Og hvílík harka! Það er ekki lagt síðan hann og fjölskyldan fóru til Noregs til að sjá tvö af barnabörnunum hans sem þar búa en annað þeirra hafði hann aldrei séð, lítinn dreng sem fæddist í desember síðastliðnum. Ég veit að sú ferð reyndi mikið á bróður minn líkamlega en veitti honum aftur á móti ómælda gleði. Einni viku fyrir andlátið fór hann í leikhús þótt sár- þjáður væri en hann vildi njóta lífsins til hinstu stundar. Keli var stóri bróðir minn; stóri bróðir svo sannarlega því hann var fimmtán ára þegar ég fæddist. Hann var búinn að kaupa sinn fyrsta bíl og kominn á rúntinn þegar ég var tveggja ára. Og þegar ég var rétt að komast til vits og ára þá fór hann til Noregs til náms. Þegar hann kom þaðan aftur var hann kvæntur maður og flutti ekki aftur inn á okkar æsku- heimili heldur hóf sinn búskap. Þessi aldursmunur á okkur og fjarvistir urðu þess valdandi að ég kynntist bróður mínum svo sorglega lítið á þessum árum. Og einhverra hluta vegna svona á lífsins göngu með til- heyrandi tímaleysi og daglegu amstri þá gáfum við hvort öðru aldrei nægan tíma til að verða mjög náin. En það er mér orðið deginum ljósara að við áföll í lífinu kemur fyrst í ljós úr hverju fólk er gert. Ekkert verður eins og það var áður, sambönd styrkjast eða veikjast. Við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að okkar samband varð mjög náið. Hann gerði mig, litlu syst- ur sína, að sínum trúnaðarmanni og vini og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Það er mér óendanlega dýr- mætt. Bróðir minn átti sér þann draum að eignast snekkju. Hann lét verða af því fyrir nokkrum mánuðum. Til stóð að flytja hana til Spánar í desember síðastliðnum en því var frestað vegna þess að hann var þá í miðri lyfjameð- ferð. Snekkjan kom síðan til Spánar hinn 22. mars og ætlaði Keli bróðir að reyna að fara út með fjölskyldu sína um páskana til að uppfylla draum sinn um að sigla um Miðjarðarhafið. Það er sárt, svo sárt og kaldhæðn- islegt hve litlu munaði. Ef himnaríki er til þá er hann bróð- ir minn þar, siglandi um á snekkju. Ég sé hann fyrir mér geislandi af hreysti og hamingju, svo dökkur, svo fallegur, svo glæsilegur. Og ég ímynda mér að hann sé ekki einn í brúnni, þarna er líka annar maður, eldri og lágvaxnari, líka svo dökkur yfirlitum fyrir utan það fallegasta gráa hár sem sést hefur. Hann hefur lagt hönd sína á öxl bróður míns og þar mun pabbi vera kominn! Já svona sé ég þetta fyrir mér. Þessa mynd ætla ég að greypa í hug minn og megi hún virka sem græðandi smyrsl á mitt hjartasár. Elsku Kolla mín, Nína, Fríða og Jara, Steinunn, Andrés og Ágúst, elsku mamma og systkini mín og allir ÞORKELL STEFÁNSSON ✝ Þorkell Stefáns-son fæddist í Reykjavík 7. októ- ber 1948. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík laugar- daginn 25. mars síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Neskirkju 4. apríl. aðrir sem um sárt eiga að binda, megum við öll finna styrk á þess- ari erfiðu stundu. Anna Guðfinna. Tengdasonur minn, Þorkell Stefánsson, er farinn til annarra heima aðeins 57 ára að aldri. Við Þorkell höfum fetað saman veginn sem tengdamæðgin í rúm tuttugu ár. Okkur varð fljótt vel til vina, enda nær hvort öðru í aldri en gengur og gerist í slík- um tengslum. Þorkell var einstaklega hlýr maður og glaðlyndur. Hann hafði næmt auga fyrir því skoplega í umhverfinu. Hann var hjálpsamur og laginn og var fjölskyldu minni oft betri en eng- inn ef taka þurfti til hendi. Hann var barngóður með afbrigð- um og eftir að hafa fylgst með hversu mikið og fallega hann rækti samskipti sín við litlu strákana sína, Ágúst og Andrés, sem þá voru búsettir í Nor- egi, trúði ég að gott yrði að eignast barnabörn sem ættu þennan mann að föður. Enda kom í ljós þegar þau Þor- kell og Kolla gáfu mér fyrsta barna- barnið, hana Nínu Hjördísi, að sú trú mín var á rökum reist. Síðan komu Fríða og Jara Birna og vart er hægt að hugsa sér betra atlæti en þær syst- ur hafa búið við. Ást, umhyggja og hvatning foreldra þeirra beggja hef- ur borið ríkulegan ávöxt. Eljusemi Þorkels í uppbyggingu atvinnurekstrar þeirra hjónanna var aðdáunarverð og árangurinn sömu- leiðis. Engum duldist að hann var viljasterkur, djarfur og hugmynda- ríkur í viðskiptum. Þar stóðu þau þétt saman, Þorkell og Kolla. Þorkell átti á tímabili í lífi sínu í baráttu við Bakkus konung sem litaði tilveru þeirra dekkri litum um stund, en hafði sigur í þeirri viðureign sem og flestum öðrum í sínu lífi. Ég var stolt af Kollu minni, hversu vel hún stóð með sínum manni í því. Við fjölskyldan höfum fylgst náið með stríði Þorkels við þann vonda fjanda krabbameinið um tveggja ára skeið. Framan af vorum við vongóð en þegar leið á varð okkur ljóst að í þessari viðureign væri ekki sigur í sjónmáli. Þrátt fyrir veikindin lögðu þau Kollu áherslu á að lifa og njóta og vera sem mest öll saman. Það var aðdáunarvert hversu vel þeim tókst það nánast fram á síðasta dag. Fyrir aðeins örfáum vikum fóru þau öll saman til Noregs að hitta Andrés son Þorkels og tvö lítil barnabörn, sem gladdi Þorkel innilega að fá að faðma. Síðustu vikurnar var orðið ljóst að Þorkell gekk nánast á viljastyrknum einum saman en af honum hafði hann fengið ríkulega í vöggugjöf. Hann stóð á meðan stætt var. Ég mun geyma minningu um tengdason minn og eins og hann var áður en hann veiktist, myndarlegur, unglegur og fullur af lífi og athafnaþrá. En ég vil ekki síður muna síðustu vikurnar, viljastyrk hans og æðruleysi sem var með þeim hætti að hlýtur að gera hvern þann sem á horfir að betri manneskju. Þorkell lést um hádegisbil hinn 25. mars síðastliðinn. Hann fékk hægt andlát, umvafinn sinni nánustu fjöl- skyldu og vinum, elsku, friðsæld og fegurð á sorgarstundu. Í sorginni getum við glaðst yfir svo mörgu. Ömmustelpurnar mínar, Nína Hjördís, Fríða og Jara Birna, eiga minningu um einstakan pabba, hlýjan og gefandi sem var alltaf til staðar. Ágúst, yngri sonur Þorkels, var mikið hjá pabba sínum á síðustu mán- uðum og var honum mikill styrkur. Ég trúi að það hafi verið þeim báðum ómetanlegt. Kolla mín stóð við hlið mannsins sem hún hafði valið að lifa lífinu með, sterk og stolt, til hinstu stundar. Hún getur glaðst yfir því sem hún gaf hon- um og verið sátt við sjálfa sig. Nú er Þorkell, tengdasonur minn og vinur, laus undan þrautum sínum. Ég þakka honum samveruna og óska honum góðrar ferðar til annarra heima. Ég bið ástvinum hans öllum blessunar og óska þeim þess að þegar fram líða stundir muni sorgin þoka fyrir gleði ljúfra minninga. Birna Karlsdóttir. Það var bjart yfir borginni morg- uninn sem hann Þorkell Stefánsson háði sitt hinsta stríð, sólbjartur laug- ardagur. Þennan dag komu fyrstu ló- urnar til landsins. Þeir baráttufélag- arnir í veikindastríðinu, Þorkell og Björn Björnsson, höfðu talað um það í vetur hvort þeir lifðu það að sjá far- fuglana í vor. Svo varð ekki. En ef- laust eiga þeir félagarnir eftir að rölta saman á öðrum lendum sem eru okkur lifendum ókunnar. Við Þorkell hittumst fyrst fyrir aldarfjórðungi eða svo, hann sem vonbiðill dóttur minnar, ég sem verð- andi tengdapabbi í fyrsta sinn. Satt best að segja leist mér ekki meira en svo á ráðahaginn, Kolla svo ung, en Keli maður með drjúga lífsreynslu. En okkur líkaði strax frá upphafi við Þorkel. Hann hafði mikinn þokka og það var gott að tala við hann um hvað- eina. Eldmóðurinn svall í æðum Þor- kels, hann hafði þörf fyrir að veita at- hafnaþrá sinni í farveg. Það er alltaf gaman að fólki með frumkvæði og forystuhæfileika, fólki með hugsjónir og nýja sýn á þjóðfélagið. Þorkell hafði allt þetta og að auki ótrúlega óhefðbundna hugsun frumkvöð- ulsins. Hún Kolla mín var yfir sig ást- fangin af þessum unga og fríða manni. Þorkell hafði létta lund, hann var spaugsamur og orðheppinn, naut vinsælda og átti stóran og tryggan vinahóp. Og þannig var hann þrátt fyrir veikindin og erfiðleikana sem frá þeim stöfuðu. Kolla og Keli hófu búskap og hjónaband þeirra var farsælt. Það var gaman að sjá hvernig þau gerðu sér mat úr tveimur gömlum íbúðum við Sólvallagötuna, sem þau gerðu að lúxusvistarverum. Í Aflagranda inn- réttuðu þau sér framtíðarhíbýlin, fal- lega íbúð þar sem fjölskyldan naut sín. Þau kynntust því, Kolla og Keli, að eiga lítið, og síðar að komast í ágæt efni með dugnaði og framsýni. Á heimilinu var Þorkell hinn trausti og góði heimilisfaðir, félagi og sérlega góður pabbi allra barnanna sinna, hann bar hag þeirra allra fyrir brjósti. Í viðskiptum komu hæfileikar Þor- kels fljótlega í ljós. Hann hóf sig upp úr nánast engu upp í það að verða eig- andi þriggja góðra fyrirtækja. Allt blómstraði í höndum hans. Framsýni hans var aðdáunarverð og hann virt- ist hafa auga á hverjum fingri. Einn stór kostur hans var heiðarleiki í við- skiptum. Þeir sem við hann skiptu vissu að á hann mátti treysta, orð hans stóðu sem stafur á bók. Það var ævinlega gaman að vera í félagsskap með Þorkeli. Hann var góður viðræðumaður, maður með skoðanir, en virti skoðanir annarra. Og hann sagði sögur betur en flestir. Fyrir nær tveim árum greindist Þorkell með krabbamein í lungum. Hann barðist hetjulega við vágestinn. Það tók oft á, en engu að síður hélt hann sínu striki með konu og dætr- um. Hann tók virkan þátt í viðskipta- lífinu allt fram á síðasta dag. Stutt er síðan hann sagði okkur frá nýjustu hugmyndum sínum sem hann vann að í samvinnu við hóp af góðu fólki. Það eru stórbrotnar hugmyndir sem vonandi verða að veruleika. Hann út- skýrði þær af sama eldmóði og forð- um, þegar við heyrðum hann fyrst tala fyrir hugðarefnum sínum af miklum sannfæringarkrafti. Þorkell kom mörgu góðu af stað með störfum sínum og hafði þá hugsjón að selja góðar vörur á lágu verði. Það fórst honum sannarlega vel úr hendi. Fárveikur, en þó vongóður, festi Þorkell kaup á skemmtibáti í Amer- íku og lét flytja hann til Spánar. Hann taldi það betri kost en að eiga sum- arbústað að geta siglt um heimsins höf á eigin skipi. Um páskana átti að reyna farkostinn og eftirvæntingin var mikil. Þorkell Stefánsson heldur upp í aðra siglingu og lengri, það ferðalag sem við eigum öll eftir að fara. Honum fylgja þakkir fyrir góða viðkynningu á lífsins vegi. Við hjónin sendum Kollu og börnum Þorkels, móður hans og systkinum og öllum sem nú syrgja góðan dreng, okkar hugheilu kveðjur. Megi góður guð vernda ykkur og styðja. Minning þín lifir! Jón Birgir Pétursson og Fjóla Arndórsdóttir. Þegar systir mín átján ára kom með Þorkel Stefánsson þrjátíu og þriggja ára, fráskilinn þriggja barna föður inn á æskuheimili okkar og kynnti hann sem kærasta sinn hefði mátt ætla að allt yrði brjálað. Og á sinn hátt varð allt brjálað. Bara ekki á þann hátt að Þorkeli væri hent öfugum út og systir mín læst inni. Lífið á heimili okkar varð hins- vegar upp frá þessu á afar góðan og skemmtilegan hátt alveg brjálað. Fram í byrjun september 1982 var heimili okkar systkinanna þriggja í Krummahólum ósköp venjulegt. Það breyttist með tilkomu Þorkels Stef- ánssonar, því að hann var enginn venjulegur maður. Þorkell Stefánsson hafði gleðina á sínum snærum. Svo virtist sem birtan hefði fylgt honum í bæinn okkar. Lambakótilettur á laugardagskvöldi breyttust úr mat í veislu. Boltaleikir okkar strákanna í blokkinni breytt- ust í heimsmeistarakeppnir þegar Þorkell var með okkur. Hin þrótt- mikla gleði hans breytti ferð á Slysa- deildina í frábæra kvöldskemmtun, ekki bara fyrir mig með gat á hausn- um eða skurð á hnénu, líka fyrir alla hina sem biðu aðhlynningar. Daglega lífið með þessum þróttmikla og lífs- reynda manni var oft ævintýri líkast og sögurnar sem hann sagði voru ógleymanlegar. Þorkell hafði er kynni okkar hófust lifað svo viðburðaríku lífi að fæstum hefði dugað eitt æviskeið til. Hann hafði siglt um Karíbahaf vítt og endi- langt og gert við olíudælur, smalað fé á Mýrunum, starfað sem þingsveinn í forsætisráðherratíð Ólafs Thors, ver- ið fangavörður í Þrándheimi, útskrif- ast með háskólapróf í rafmagns- tæknifræði, byggt sér glæsilegt heimili, náð frama í alþjóðlegum við- skiptum, eignast dóttur, norska eig- inkonu og tvo syni og skilið. Hann stóð þetta haust á nýjum byrjunar- reit. Sköpunargleði Þorkels var aðdá- unarverð. Hann þreifst illa nema hann hefði eitthvað á prjónunum, helst eitthvað sem enginn annar hafði trú á að gæti gengið. En af útsjón- arsemi sinni lét hann það ganga. Sköpunargleðin fékk útrás á heimil- um þeirra Kollu, sem Þorkell byggði að stærstum hluta sjálfur sem og í fyrirtækjum þeirra sem þau ýmist keyptu, eða stofnuðu og ræktuðu bæði af eljusemi og dugnaði. Þannig var Þorkell kominn í útrás til Ung- verjalands um leið og landið opnaðist og hafði stofnað, rekið og selt fyrir- tæki þar með góðum ábata mörgum árum áður en orðið útrás var fyrst notað yfir alþjóðleg viðskiptaævin- týri. Uppgangur þeirra Kollu í við- skiptum var stöðugur og glæsilegur og Þorkell lét ekki deigan síga í þeim efnum fyrr en rétt fyrir andlát sitt. Frá fyrstu kynnum okkar Þorkels, eftirminnilegt septemberkvöld árið 1982 varð hann fyrirmynd mín og trúnaðarvinur. Í honum fann ung- lingspilturinn vin, sálusorgara og þjálfara í boxhring lífsins. Enn í dag líður vart sá dagur að ég hugsi ekki með mér hvernig Þorkell myndi nú leysa eitt eða annað verkefni. Gleði Þorkels, kærleikur og sköp- unargleði voru mér og öðrum í fjöl- skyldu okkar innblástur og frábært veganesti í lífinu. Við stöndum öll í þakkarskuld við þennan góða mann. Ég óska honum blessunar Guðs Karl Pétur Jónsson. Kynni okkar af Þorkeli hófust skömmu eftir að hann og Kolla byrj- uðu að vera saman fyrir tæpum 24 ár- um. Alveg síðan þá höfum við átt góða vini og félaga í Þorkeli og Kollu. Á milli okkar hefur alltaf verið gott samband – þó ekki gæfist alltaf mikill tími til þess að hittast. Fyrir tæpum tveimur árum greindist Þorkell með krabbamein, og hefur hann í baráttunni við sjúk- dóminn sýnt mikið þrek og æðru- leysi. Þrátt fyrir veikindin og kval- irnar var hann ákveðinn í að njóta þess að vera með fjölskyldunni þann tíma sem enn gæfist, ferðast og að láta draumana rætast. Hann Þorkell var skemmtilegur maður, hláturmildur og hafði gaman af að segja sögur af sjálfum sér og öðrum. Hann lifði lífinu lifandi, alltaf með eitthvað nýtt á prjónunum og hjá honum var aldrei skortur á hug- myndum. Þorkell var mikill strákur í sér. Kynslóðabil var ekki til þegar hann var annars vegar og átti hann auðvelt með að ná vináttu fólks á öllum aldri, kom fram við ungmenni eins og jafn- ingja og var mikill vinur barna sinna. Það er sárt að þær Nína Hjördís, Fríða og Jara Birna sem enn eru að vaxa úr grasi, fái ekki lengri tíma með föður sínum. Þær eru einstaklega duglegar og hæfileikaríkar stelpur og bera foreldrum sínum gott vitni. Það er með miklum söknuði sem við sjáum á eftir Þorkeli. Við þökkum honum góðan vinskap sem nú hefur varað í aldarfjórðung. Við sendum Kollu, börnum Þorkels, móður, systk- inum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Haraldur og Ingibjörg. Það er sárara en tárum taki, að kveðja elskulegan frænda, Þorkel Stefánsson. Hann andaðist á heimili sínu hinn 25. marz sl. Það var hans ósk að fá að sofna þar og vera heima uns æfi hans væri öll. Langri baráttu við illvígan sjúkdóm var lokið. Þá raun tókst hann á við með æðruleysi og hörku. Stephan Stephansson orti: Hreifur fram á hinstu stund hann um mein sitt þagði, faldi sína opnu und undir glöðu bragði. Hann Keli frændi, eins og hann var kallaður, hafði góða nærveru og var prýddur miklum mannkostum. Þær minningar sem eru efstar í mínum huga, eru hans létta lund og leiftrandi kímnigáfa. Snöggur var hann að sjá hið skoplega í sínu fari og annarra. Hann gaf öðrum svo mikið með já- kvæðni sinni og lífsgleði. Innilegur hlátur hans er ógleymanlegur. Að leiðarlokum kveð ég hann með þakk- læti, hans er sárt saknað. Blessun Guðs veri með honum á æðri sviðum. Ég bið um styrk handa öllum hans ástvinum. Kristjana Sæmundsd. Það rifjast upp fyrir manni margar minningar þegar ég hugsa til Þor- kels. Ég kynntist Þorkeli eða Kela eins og við kölluðum hann þegar hann lærði rafvirkjun hjá föður mínum. Það var einhvern veginn þannig í þá tíð að lærlingarnir hjá pabba voru eins og heimalningar á okkar heimili. Urðu eins og hverjir aðrir fjölskyldu- meðlimir. Ég hef líklega verið 10–12 ára gamall. Okkur Erni bróður fannst mikið til Kela koma. Hann var mesti töffari fyrr og síðar í okkar augum. En samt sem áður gaf hann sér tíma til þess að segja okkur sögur og hlusta á okkur. Seinna meir hjálp- aði hann mér að gera við skellinöðr- una þegar enginn gaf sér tíma fyrir delluna í okkur. Hann gaf sér tíma því hann skildi svo vel hvað við vorum að brasa. Það var svo síðar þegar ég var full- orðinn að ég kynntist Þorkeli betur og áttum við margar góðar stundir yfir kaffibolla. Síðastliðið haust hitti ég Þorkel og fyrrum samstarfskonu hans, hana Hildi. Það var alveg ljóst að hann var að kveðja okkur á sinn einlæga hátt, og af miklu æðruleysi ræddi hann um að nú styttist í leið- arlok. Þorkell, ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég vil senda Kollu og börnum hans, Maríu móður Þorkels og ætt- ingjum, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Rögnvaldur Pálmason.  Fleiri minningargreinar um Þorkel Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sólveig og Jón; Hulda Inger o.fl. ; Margrét o.fl.; Jens Ingólfsson; Geir M. Zoëga; Jóhann Bjarnason; Sigurður Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.