Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 97. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Sögur, spjall og skerpukjöt Gestrisin færeysk hjón taka á móti ferðalöngum | 26 Lesbók | Aftaka í beinni?  Páskaljóð eftir Einar Má Börn | Gaman að spila á tónleikum!  Þrautir Íþróttir | Viðureign heitustu liðanna á Englandi  Kapphlaupið hefst í Njarðvík Lifun | Íslensk hönnun í útrás Brussel. AFP. | Evrópusambandið opnaði í gær fyrir skráningu á vef- síðu með endinguna .eu. Yfir 700 þús. umsóknir bárust á fyrstu fjór- um klukkustundunum, flestar frá Bretlandi, Þýskalandi og Hollandi. Vinsælustu síðurnar fram að þessu hafa haft endinguna „sex.eu,“ svo og ýmsar með efni tengt fjár- mála- og fasteignageiranum, svo og hótelmarkaðnum. Ekki er stefnt að því að nýja endingin muni koma í stað endinganna sem hvert aðild- arríki ESB notar núna. Hægt er að sækja um síður hjá um 1.500 fyrirtækjum og er verðið allt frá 12 í 100 evrur (um 9.000 kr.). „.eu“ vinsælt „ÉG ER eiginlega mest ringlaður og varla enn búinn að átta mig á úrslitunum, enda stend ég enn hér á sviðinu,“ sagði Snorri Snorrason í sam- tali við Morgunblaðið skömmu eftir að ljóst var að hann væri Idol-stjarna Íslands 2006. Snorri sigraði í Idol-stjörnuleitinni í beinni út- sendingu á Stöð tvö í Vetrargarðinum í Smára- lind í gærkvöldi, en hann söng til úrslita á móti Ínu Valgerði Pétursdóttur. Keppnin var æsi- spennandi og rífandi stemning í Vetrargarðinum. Alls voru 116 þúsund atkvæði greidd í gegnum síma eða með sms-skilaboðum og hlaut Snorri 55% greiddra atkvæða. Aðspurður hvort hann hefði átt von á því að sigra í keppninni svaraði Snorri því neitandi. „Ég var eiginlega búinn að stimpla Ínu sem sigurveg- ara, enda um geysilega harða keppni að ræða,“ sagði Snorri og viðurkenndi að hann fyndi fyrir smásöknuði nú þegar keppninni væri lokið. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og ótrú- lega lærdómsríkt.“ Sú nýbreytni var tekin upp að kjósa eftirminni- legasta keppanda Idol-stjörnuleitarinnar og varð Þjóðverjinn Benedikt Van Hoof fyrir valinu. Morgunblaðið/Eyþór Snorri Idol-stjarna Íslands 2006 „AÐ mörgu leyti er það sem er að gerast í okkar efnahagslífi velmeg- unarsjúkdómar; það gengur svo vel, það hefur gert það í svo mörg ár að menn taka kannski meiri áhættu en þeir ættu að gera,“ sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks- ins og utanríkisráðherra, í ræðu sinni á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri í gær. Geir kallaði titringinn sem verið hefur á hlutabréfamörkuðum og gjaldeyrismarkaði hér heima vaxta- verki og afleiðingar af hröðum hag- vexti. Þess vegna væri sérstaklega mikilvægt nú að allir sem tækju mik- ilvægar ákvarðanir sýndu varfærni. Það væri boðskapurinn frá ríkis- stjórninni, sem ætlaði að nýta 20 milljarða króna afgang af fjárlögum til að byggja uppi sjóði fyrir mögru árin og greiða niður skuldir. Vill lækka matarverð Geir ræddi einnig matarverð á Ís- landi og sagðist vonast til þess að með breytingum á virðisaukaskatti og vörugjöldum væri hægt að lækka verð á matvælum hér á landi frá og með næsta ári. Hann rifjaði upp að nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar væri nú að rannsaka með hvaða hætti væri hægt að lækka matvæla- verð í landinu. „Eftir því sem menn skoða þetta mál meira kemur á daginn að þarna er ákveðinn frumskógur af gjöldum sem er hægt að taka til í og snertir bæði vörugjöld og virðisaukaskatt,“ sagði Geir. Geir Haarde segir mikilvægt að sýna varfærni í efnahagsmálum Velmegunarsjúkdóm- ar í efnahagslífinu  Stefnt að | 12 Djibouti. AFP. | Enn var leitað að um 20 manns við strönd Afríku- ríkisins Djibouti við Rauðahaf í gærkvöldi en ljóst var að minnst 73 höfðu farist þegar flutninga- skipi hvolfdi á fimmtudag. Forseti landsins, Ismael Omar Guelleh, hefur gefið skipun um rannsókn á slysinu en ljóst þykir að skipið, sem var úr tré, hafi verið ofhlaðið. Embættismenn töldu ólíklegt að fleiri fyndust á lífi. Ekki er vit- að með vissu hve margir voru um borð en talið að þeir hafi verið yfir 200. Heimilt var að farþegar væru um 150. Fólkið var á leið á trúarhátíð með skipinu sem sigldi frá Djibouti-borg. Meðal hinna látnu mun hafa verið mikið af öldr- uðu fólki sem ekki kunni að synda. Yfir 70 fórust í skipsskaða við strönd í Djibouti Lesbók, Börn, Íþróttir og Lifun MIKILL skortur er á læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru starfs- fólki á sviði heilbrigðisgæslu í heim- inum og hamlar þetta mjög barátt- unni gegn alnæmi og öðrum hættulegum sjúkdómum, að því er segir í árlegri skýrslu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, WHO, en alþjóðadagur heilbrigðis var í gær. Einkum kemur þetta ástand illa niður á mörgum Afríkuþjóðum sunnan Sa- hara þar sem al- næmi hefur herj- að mest en einnig löndum í Suður- og Austur-Asíu. „Lífslíkur í sumum fátæk- ustu ríkjunum hafa hrunið og eru nú aðeins hálfdrættingur á við það sem gerist meðal ríkra þjóða – vegna þess usla sem HIV og al- næmi hafa valdið sums staðar sunn- an Sahara,“ segir í skýrslunni en einnig er bent á að borgarastríð hafi átt sinn þátt í þessari öfugþróun. „Alls skortir um 4,3 milljónir heil- brigðisstarfsmanna í heiminum,“ seg- ir í skýrslunni. Ríkar þjóðir lokka til sín lækna frá fátækum Bent er á að ríkustu þjóðirnar bæti sér m.a. upp skort á innlendum lækn- um með því að lokka til sín lækna frá þeim fátækustu. „Fólki í heiminum fjölgar en fjöldi heilbrigðisstarfs- manna annaðhvort stendur í stað eða jafnvel minnkar í mörgum löndum þar sem þörfin á þeim er mest,“ sagði Suður-Kóreumaðurinn Lee Jong- wook, yfirmaður WHO. Brýn þörf er á fleiri læknum og hjúkrunarfræðingum í alls 57 lönd- um, þar sem sjúkdómar eru skæðast- ir, til að bólusetja börn og meðhöndla sjúklinga sem eru smitaðir af HIV- veirunni, er veldur alnæmi, og fólk sem komið er með sjálfan sjúkdóm- inn. Einnig þarf að veita fólki með malaríu og berkla læknishjálp. Lækna- skortur minnkar lífslíkur Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Stúlka vigtuð í spít- ala á Fílabeins- ströndinni í gær. ♦♦♦ BÆNDUR í Felton í Northumber- land-héraði í Bretlandi hafa ráðið tvo veiðimenn með loftriffla til að fella risastóra kanínu sem gengur laus og veldur usla á grænmetis- ökrum, að sögn vefsíðu BBC. „Við erum að berjast við ófreskju. Hún er hrikaleg. Ég hef séð sporin eftir hana og þau eru risa- stór, stærri en eftir hjört. Þetta er alger bolti,“ segir einn bóndinn, Jeff Smith. Ann- að eyrað á dýrinu er sagt vera lengra en hitt. Tveir ungir menn hafa reynt að skjóta kanínuna en aldrei náð að sjá dýrið. Annar þeirra, Brian Cadman, segir að kanínan hámi í sig kál, gul- rætur og rófur. „Þetta er glorsolt- inn garmur,“ segir hann. Ófreskja í kálinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.