Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100 www.plusferdir.is Krít 39.990kr. 22 nætur. Netverð á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Brottför 30. apríl. Innifalið: Flug, gisting í stúdíói á Antonis, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Benidorm 40.770kr. 18 nætur. Netverð á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Brottför 29. apríl. Innifalið: Flug, gisting á Buenavista, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Portúgal-Albufeira 38.650kr. 18 nætur. Netverð á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Brottför 5. maí. Innifalið: Flug, gisting á Elimar, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Ódýrar vorferðir fyrir eldri borgara Bókaðu strax besta Plúsferðaverðið 5. maí 29. apríl 30. apríl Washington. AFP. | Barnaklám er ekki glæpur í meirihluta þeirra landa sem eiga aðild að Interpol. Alls eru aðildarríkin 184 og af þeim eru 138 þar sem það telst ekki glæpur að hafa í vörslu sinni barnaklám. Þetta kom fram í könnun sem gerð var á vegum Int- erpol og Alþjóðastofnunarinnar fyrir týnd og misnotuð börn (IC- MEC) og var birt sl. fimmtudag í Washington. Að auki kom fram að í 122 aðildarríkjum væru engin viðurlög við dreifingu barnakláms á netinu. Aðeins fimm lönd búa yfir refsi- ákvæðum sem teljast viðeigandi til að berjast gegn barnaklámi: Ástr- alía, Belgía, Frakkland, Suður- Afríka og Bandaríkin. Framkvæmdastjóri ICMEC, Ernie Allen, sagði við birtingu skýrslunnar að fólk þyrfti að skilja að í hvert skipti sem ímynd barns, sem hefði verið misnotað, væri send á milli manna í pósti eða prentuð á blað, þá væri verið að endurtaka ferli fórnarlambsins. Barnaklám ekki alls staðar glæpur AFAR litlu munar á fylgi stjórnar- flokkanna og stjórnarandstöðunnar í Ungverjalandi fyrir fyrri umferð þingkosninganna sem fram fara á morgun. Haldi stjórnin hins vegar velli verður það í fyrsta sinn sem það gerist í landinu frá því að lýðræðisleg- ar kosningar fóru fyrst fram árið 1990 eftir fall kommúnismans. Fyrr í vikunni mældist fylgi Ung- verska sósíalistaflokksins (MSZP), stærsta flokks landsins, um 32%, en fylgi helsta stjórnarandstöðuflokks- ins, íhaldsflokksins Fidesz, 31%. Þar sem sósíalistar þurfa að reiða sig á stuðning Bandalags frjálsra demókrata (SZDSZ) til að vera öruggir um að geta myndað stjórn skiptir miklu máli að frjálslyndir hljóti a.m.k. fimm prósent atkvæða, en óvíst er hvort flokkurinn nái því lágmarki, sem þarf til að fá menn kjörna á þing. Ekki er reiknað með að Ungverski Demókrataflokkurinn (MDF), fjórði stærsti stjórnmála- flokkur landsins, nái þessu lágmarki. Ungverjar kjósa samkvæmt tveggja umferða blönduðu kosninga- kerfi. Í fyrri umferðinni greiðir hver kjósandi tvö atkvæði; eitt með fram- bjóðanda í einstöku kjördæmi og ann- að í listakosningu. Alls er raðað í 176 af 386 þingsæt- um eftir úrslitum í einstökum kjör- dæmum og þarf að efna til seinni um- ferðar kosninga hljóti frambjóðendur ekki hreinan meirihluta. Fer seinni umferð kosninganna fram 23. apríl. Mun upptöku evrunnar seinka? Ungverjar fengu inngöngu í Evr- ópusambandið (ESB) árið 2004 og til að mæta kröfum þess um nauðsynleg efnahagsskilyrði til að geta fengið að taka upp evruna árið 2010 þurfa stjórnvöld að helminga halla á ríkis- sjóði í um þrjú prósent. Núverandi útgjaldaaukning getur hins vegar frestað þessu ferli og er talið líklegra að Ungverjar taki upp evruna á tímabilinu 2012 til 2013. Má því segja að efnahagsmál hafi verið aðalmál kosningabaráttunnar. Ferencs Gyurcsany, leiðtogi sósíal- ista, hefur t.a.m. lagt áherslu á um- bætur á heilbrigðiskerfi landsins og að ráðuneytum verði fækkað úr 15 í 12. Íhaldsmaðurinn Viktor Orban hef- ur á hinn bóginn lagt áherslu á efna- hagslega verndarstefnu og hækkun lægstu launa. Á sama tíma hafa leið- togar SZDSZ lagt fram flatan 20 pró- senta skatt, líkt og David Ibolya, leið- togi MDF, en hún boðar flatan 18 prósenta tekjuskatt og að þingmönn- um verði fækkað úr 386 í 150. Tvísýnar kosningar í Ungverjalandi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jakarta. AP, AFP. | Það eru engar nektarmyndir og for- síðan getur vart talist djörf. Engu að síður vakti það mik- ið fjaðrafok í Indónesíu í gær þegar sala hófst á fyrsta tölublaði indónesískrar útgáfu karlatímaritsins Playboy. Playboy er bandarískt að uppruna og þekkt fyrir að birta jafnan myndir af nöktum konum. Auk bandarísku útgáfunnar eru þó gefnar út sérstakar útgáfur í 17 lönd- um heimsins, sem sniðnar eru að venjum og áhuga fólks í þeim löndum. Útgefendur Playboy í Indónesíu þykja hafa lagt sig í líma við að hafa fyrsta tölublaðið hófstillt, myndirnar í því eru ekki djarfari en þær sem birtast í ýmsum öðrum tímaritum sem eru til sölu í þessu fjöl- mennasta múslímaríki veraldar. Samt eru margir reiðir. Ein samtök harðlínumanna, Verjendur íslams (FPI), hafa meira að segja heitið því að beita hvaða brögðum sem þarf til að fjarlægja tímaritið úr öllum verslunum. Skýrir þetta hvers vegna 30 lögreglumenn stóðu vörð um ritstjórnarskrifstofu Playboy í Jakarta í gær. „Fyrsta tölublaðið kann að vera í lagi, en blaðið á eftir að verða klúrara,“ sagði Tubagus Muhamad Sidik, tals- maður áðurnefndra samtaka. „Jafnvel þó að engar myndir af konum væru í því þá myndum við samt mót- mæla útgáfunni nafnsins vegna.“ Og múslímaleiðtoginn Yusuf Hasyim sagði Indónesíu stafa meiri hætta af Playboy heldur en þeirri hryðju- verkastarfsemi sem aðilar tengdir al-Qaeda hafa staðið fyrir, en a.m.k. 240 manns hafa dáið í hryðjuverkum í Indónesíu á undanförnum árum. „Þetta er eins konar siðferðileg hryðjuverkastarfsemi,“ sagði hann. „Við höfum verið blekktir“ Í þessu fyrsta hefti Playboy í Indónesíu er viðtal við Pramoedya Ananta Toer, þekktasta rithöfund og gáfu- mann Indónesíu, auk þess sem þar er að finna langa grein um sáttaferlið milli Indónesíu og Austur-Tímor. Ýmsir lýstu því óánægju sinni með fyrsta hefti Playboy líkt og íslömsku harðlínumennirnir, en af allt öðrum ástæðum. „Það er beinlínis syndsamlegt að lesa Playboy ef það er enga nekt þar að finna!“ sagði einn sem hringdi í stjórnanda þáttar á útvarpsstöðinni 68H í Jakarta. „Þetta er hneyksli! Það eru engar berar konur í blaðinu. Við höfum verið blekktir,“ sagði annar. Fjaðrafok vegna Playboy Reuters Liðsmaður samtakanna Verjendur íslams heldur á lofti eintaki af Playboy en samtökin stóðu fyrir mótmælum fyrir framan ritstjórnarskrifstofur blaðsins í gær. NOKKUR fjöldi Palestínumanna stóð í gær fyrir mót- mælum við hinn umdeilda öryggismúr Ísraela á Vestur- bakkanum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) ákvað í gær að skrúfa fyrir allar greiðslur til pal- estínsku heimastjórnarinnar. Nokkru síðar barst yfir- lýsing frá Bandaríkjastjórn um að greiðslur frá henni yrðu einnig stöðvaðar. ESB hefur verið helsti styrktar- aðili heimastjórnarinnar á undanförnum árum og hafa Palestínumenn verið mjög háðir aðstoðinni, sem hefur numið um 45 milljörðum íslenskra króna á ári. Er um að ræða öll laun til embættismanna, en ákvörðunin snertir hins vegar ekki mannúðaraðstoð. Reuters Skrúfar fyrir greiðslur til Palestínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.