Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 29 MENNING INNRITUN Í TÓNLISTARSKÓLA Í REYKJAVÍK 2006-2007 Innritun í tónlistarskóla í Reykjavík er hafin og lýkur 30. apríl 2006. Umsóknum verður svarað á tímabilinu 15. maí-30. júní. Vinsamlega athugið að innritun fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík á heimasíðunum: www.reykjavik.is www.menntasvid.is Einnig er hægt að sækja um hjá tónlistarskólunum. Nánari upplýsingar um innritun eru veittar í tónlistarskólunum og í síma 4 11 11 11. Heimsferðir kynna frábært tilboð í vorferð til Costa del Sol 1.-18. maí. Bjóðum nú glæsilegt **** hótel, Hotel Luca Costa Lago með frábærum aðbúnaði fyrir gesti. Stór og fallegur sundlaugagarður með mjög góðri aðstöðu. Fallega innréttuð og vel útbúin herbergi. Skemmtidagskrá á vegum hótelsins og fjölbreytt afþreying í boði. Hotel Costa Lago er í rólegu og fallegu umhverfi aðeins 150 metra frá ströndinni. Hálft fæði er innifalið í verði. Frábær kostur á einstöku verði fyrir þá sem kjósa góðan aðbúnað, fallegt umhverfi og mikla þjónustu. Njóttu vorsins í 18 nætur á þessum vin- sælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búðu við glæsilegan aðbúnað. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Costa del Sol 1.-18. maí frá kr. 29.990 Munið Mastercard- ferðaávísunina Frá kr.29.990 Flugsæti með sköttum. Netverð á mann. Glæsileg gisting Frá kr.69.990 - 18 nætur Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Luca Costa Lago **** með hálfu fæði í 18 nætur og íslensk fararstjórn. Netverð á mann. Listamannaspjall er 23. apríl, en þá sitja þær fyrir svörum og ræða verk sín við gesti. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Lokað verður á föstu- daginn langa, páskadag og annan páskadag en opið á skírdag. TVÆR LISTAKONUR opna sýn- ingu í Listasafni ASÍ í dag. Í Ás- mundarsal opnar sýning á verkum Önnu Jóelsdóttur. Anna, sem bú- sett hefur verið í Chicago um ára- bil, kallar sýninguna „Heima?/ Home?“ „Ég get sagt að ég eigi heima í tveimur löndum og hugur minn er alltaf á einhvern hátt á tveimur stöðum í einu; á Íslandi og í Chicago, þar sem ég hef búið síð- an 1992. Á sýningunni er ég að velta þessu fyrir mér: Hvað er heima,“ sagði Anna þegar blaða- maður náði af henni tali, en hún mun setja sömu sýningu upp í Zg- galleríinu í Chicago. „Þetta er vissulega sérkennileg tilfinning. Ég er alin upp á Íslandi og hef búið hér lengstan hluta æv- innar, en í fimmtán ár úti. Það kemur þó að þeim tímapunkti að maður fer að velta fyrir sér hvar maður eigi heima. Ég á djúpar rætur á Íslandi en er jafnframt farin að festa rætur í Chicago-borg og þetta togast stöðugt á. Helst myndi ég vilja búa á báðum stöð- um í einu, en það er víst ekki hægt,“ segir listakonan glettin. Á sýningunni getur að líta verk sem Anna hefur unnið á þessu ári og því síðasta. Bæði eru sýnd stærri verk og smærri, þau stærstu eru hálfur annar metri á breidd en þau minnstu aðeins 5 cm. Einnig sýnir Anna þrívítt verk og bókverk. Anna fluttist búferlum til Chicago-borgar án þess að hafa nokkurn listrænan bakgrunn en hún hafði áður lokið framhalds- námi í uppeldis- og mennt- unarfræðum: „Ég var tvístígandi um hvað ég ætlaði að gera og leist ekki á að stunda kennslu á menningarsvæði sem var ekki mitt eigið. Myndlistin hafði alltaf togað í mig og ég byrjaði að sækja nám- skeið í listaháskóla. Síðan vatt þetta upp á sig uns ég steig skrefið til fulls og fór í fullt nám,“ segir Anna sem síðan hefur sýnt verk sín víða og hlotið töluverða umfjöll- un. Meðal annars fjallaði tímaritið The New Yorker um sýningu hennar í Stuxgallery í New York í fyrra. Heimilisstörf á Malí Ásamt Önnu opnar Ásta Ólafs- dóttir sýningar í Gryfju og Arin- stofu Listasafns ASÍ. Ásta dvaldi í Afríkuríkinu Malí frá desember fram í janúar á þessu ári og byggir hún sýningu sína á þeirri reynslu. „Í Gryfjunni er ég með sýningu sem ég kalla Túbab, túbab, en túbab þýðir hvítur maður í Malí. Þetta er innsetning sem sam- anstendur af myndbandi og hlutum sem vefjast í kringum efni þess. Á myndbandinu sýni ég aðallega heimilisstörf fólksins í Malí og tengi þau við íslenskan veruleika án þess að ég sé að bera saman eða fást við mismunandi efnahag. Ég er að fjalla um furður fram- andleikans, þróun þjóðfélagsins og blanda dálítið saman tímanum á Ís- landi og Malí. Ég toga heim- ilisstörfin inn í það sem myndlist fjallar um og finn eitthvað sameig- inlegt með mínum veruleika og þeirra,“ segir Ásta hugsi. Í Arinstofunni má sjá ferðasögu Ástu frá Malí. „Þar er ég að ganga frá ferðalaginu og sýni ljósmyndir sem ég tók í Malí og tuttugu mín- útna langt myndband sem sýnir það sem kom mér fyrir sjónir sem ferðamaður.“ Ásta hefur starfað að myndlist síðan hún lauk námi í Jan van Eyck-akademíunni í Hollandi 1984. Hún vinnur verk sín oft sem skúlptúra eða innsetningar og við- fangsefni hennar fjalla gjarnan um manneskjuna í tíma og hefðum samfélagsins. Sýningar Önnu og Ástu í Lista- safni ASÍ standa til 30. apríl. Myndlist | Tvær listakonur sýna í Listasafni ASÍ Hvar er heima? Eftir Ásgeir Ingvarsson og Ingveldi Geirsdóttur asgeiri@mbl.is, ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Anna sýnir í Ásmundarsal innsetningar stórra, lítilla, örsmárra, ferhyrndra, sporöskjulaga og þrívíðra verka. Morgunblaðið/Júlíus Ásta Ólafsdóttir sýnir m.a. myndir frá Malí í Listasafni ASÍ. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.