Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pálmi Stefáns-son fæddist í Mjóanesi í Valla- hreppi í Suður Múlasýslu 18. maí 1943. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 31. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Stefán Eyj- ólfsson bóndi, f. 18.2. 1901, d. 3.9. 1995, og Sveinbjörg Pétursdóttir hús- móðir, f. 11.5. 1912, d. 8.5. 2001. Þau bjuggu í Mjóanesi á Völlum í S-Múl. Systkini Pálma eru Reynir, f. 11.3. 1939, Sigur- laug, f. 4.11. 1940, Víðir, f. 18.5. 1943, d. 22.12. 1975, og Þuríður, f. 29.1. 1950. Sambýliskona Pálma er Þuríður Margrét Haraldsdóttir frá Nes- kaupstað, f. 1.12. 1943. Pálmi kvæntist 20.9. 1964, Sig- ríði Flosadóttur frá Miðbæ Norð- firði, f. 21.9. 1944, þau skildu 1988. Börn þeirra eru: 1) Björn Mar- inó, f. 14.10. 1962, sambýliskona Kristín Þorvaldsdóttir, f. 4.4. 1964. Börn þeirra eru Sigríður Inga, f. lauk hann gagnfræðaprófi verk- náms. Pálmi var á námssamningi hjá Brúnás á Egilsstöðum og lærði þar húsasmíði og tók burtfarar- próf frá Iðnskólanum í Neskaup- stað í þeirri iðngrein. 1967–1968 flutti Pálmi með fjölskyldu sína í nýbyggt hús á Egilsstöðum og bjó þar til 1974 en þá flutti hann norð- ur á Sauðárkrók þar sem hann hafði ráðið sig til Kaupfélags Skagfirðinga sem deildarstjóri trésmíðaverkstæðis K.S. Þar starf- aði hann um 6 ára skeið og sá þar um og kom að uppbyggingu og viðhaldi fasteigna fyrirtækisins fram til 1980. Þá réð hann sig til Trésmiðjunnar Borg og vann þar um tveggja ára skeið. 1982 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur en þar starfaði hann við húsasmíði og fasteignasölu um árabil. Auk þess settist hann aftur á skólabekk við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þar meistaranámi í húsasmíði með hæstu einkunn. Árið1998 flutti hann til sambýliskonu sinnar í Danmörku en þau fluttu til Reykjavíkur ári síðar. Árið 2000 lá leið þeirra austur til Egilsstaða þar sem hann vann við smíðar. Þau komu sér upp heimili að Einbúablá 40, þar sem hann bjó til æviloka. Útför Pálma verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Vallanes- kirkjugarði. 20.9. 1984, og Þor- valdur Ingi, f. 19.10. 1986. 2) Stefán Sveinn, f. 29.12. 1965, kvæntur Drífu Sig- urðardóttur, f. 28.11. 1966. Börn þeirra eru Sigurveig, f. 29.6. 1989, Pálmi, f. 24.5. 1996, og Heiðbjört, f. 13.9. 2003. 3) Flosi, f. 4.3. 1972, sambýlis- kona Guðrún Svein- björnsdóttir, f. 30.9. 1971. Börn þeirra eru Viktor Snær, f. 23.5. 2002 og María Líf, f. 18.11. 2003. Fyrir átti Flosi soninn Alex Þór, f. 24.6. 1996, með Heiðrúnu Huldu Þórisdóttur. 4) Þórunn María, f. 20.6. 1973, sambýlismað- ur Stefán Hjörleifur Snorrason, f. 4.4. 1968. Börn þeirra eru Ástrún Arna, f. 2.10. 1995, og Snorri Már, f. 9.2. 1999. Fyrir átti Þórunn María soninn Pálma Frey, f. 13.7. 1994, með Ragnari Inga Péturs- syni. Pálmi ólst upp í Mjóanesi og gekk í barnaskóla að Eyjólfsstöð- um á Völlum en eftir það lá leið hans í Alþýðuskólann Eiðum. Þar Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt okkur í síðasta sinn. Það er mjög erf- itt að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig aftur. Ég verð ánægð þegar ég hugsa til baka að hafa haft þann tíma sem við fengum að vera með þér síðustu vik- ur á meðan þú bjóst hjá okkur í Keilufellinu. Þó svo að þér hafi liðið illa þá reyndir þú allt til þess að vera hress og jákvæður og gast sagt okkur skemmtilegar sögur og brandara. Mjög mörg kvöld sátuð þið Stebbi og spjölluðuð og var ekki ósjaldan hlegið mikið. Ég gleymi nú seint því kvöldi þeg- ar ég skrapp út smástund og Stebbi reyndi að kveikja í kofanum, þú verð- ur nú að pikka í hann fyrir mig næst þegar hann er að sjóða egg og ég ekki heima. Það var gott að vita af þér heima hjá mér þegar börnin komu heim úr skólanum og við að vinna. Þeim hefur þú alltaf verið góð- ur. Ef ég fer ennþá lengra til baka í huganum þá var alveg sama hvað ég þurfti hjálp við, þú varst til í að hjálpa. Þú komst til okkar Stefáns og Bjössi bróðir líka og skelltuð parketi á íbúðina fyrir okkur á einni kvöld- stund eða svo. Seinna skiptuð þið um glugga með okkur og þú gerðir allt fyrir okkur. Við eigum eftir að sakna þín um næstu jól, það verður tómlegt að hafa þig ekki þá eins og seinustu ár, en það máttu vita að Þura er vel- komin þó svo að þig vanti, hún á sinn stað í hjörtum okkar. Við kveðjum þig nú og vonum að þér líði vel þar sem þú ert og trúum því að við eigum eftir að hittast aftur. Bless elsku pabbi minn, þín dóttir Þórunn. Faðir minn Pálmi Stefánsson frá Mjóanesi er látinn. Það fer margt um huga minn á þessari stundu, minn- ingarnar hrannast upp. Minningar margra en þó of fárra samveru- stunda í sinni og verkum þar sem við tókumst í samheldni á við lífið og til- veruna. Ævinlega var verið að vinna og brasa við ýmsa hluti. Það þurfti að halda vélum og tækjum gangandi, smíða hluti úr tré og járni en á þann- ig verkefnum kunnir þú góð skil. Í æsku minnist ég mjólkurflutninga um vetur í Norðfjarðarsveit með pabba í jarðýtu með brúsasleðann í eftirdragi. Göngu hans yfir Odds- skarð, frá Neskaupstað til Eskifjarð- ar á snjóþrúgum, en þar var verið að reisa loðnuverksmiðju. Það þótti mér snáðanum mikið afrek í öllu fann- ferginu, en við Stefán bróðir vorum með mömmu í Miðbæ. Margar ferðir áttum við upp í Mjóanes í æsku minni að heimsækja afa og ömmu og oftar en ekki var hjálpast að við ein- hver verk á bænum. Þú aðstoðaðir einnig systkini þín við uppbyggingu og viðhald heimila þeirra og oftar en ekki leiðbeindir þú um það hvernig hlutirnir mættu vel fara. Nú síðast hjá Sigurlaugu og Agli. Störf þín voru farsæl og allt handbragð til fyr- irmyndar og þess nutu margir. Þú vannst meðal annars að byggingu Egilsstaðakirkju, Símstöðvarinnar á Reyðarfirði og Kísilverksmiðjunnar við Mývatn. Hjá Kaupfélagi Skag- firðinga þurfti að halda við, breyta og byggja ný hús svo sem hjá Fiskiðj- unni, Ártorgi 1 og Ketilási í Fljótum. Í Reykjavík var smíðað og um tíma seldar fasteignir. Þar varst þú síð- ustu árin með eigin atvinnurekstur og lagðir meðal annars parket í for- setabústaðnum á Bessastöðum af öll- um stöðum. Tónlist átti ríkan sess í huga þínum alla tíð. Saví-kvintett lék stundum fyrir dansi í Ásbíói á Egils- stöðum í gamla daga og harmonikkan var oftar en ekki þanin heilu dans- leikina og var þér því ævinlega hug- leikin. Ég minnist til dæmis mann- fagnaðar úti á Eiðum þar sem þú leystir Óla heitinn Kerúlf af við spila- mennsku og lékst fyrir dansi fram á rauða kvöld. Saman lékum við með lúðrasveit Sauðárkróks um tíma. Söngur kom einnig við sögu þar sem þú varst meðal annars formaður Samkórs Trésmiðafélags Reykjavík- ur og nú undir það síðasta félagi í karlakórnum Drífanda á Héraði. Harmonikkufélag Fljótsdalshéraðs var þér mjög hugleikinn félagsskapur sem sýndi sig best á dánardægri þínu þegar þú fórst að tala um hversu gaman hefði verið að taka þátt í árshátíðinni með félögunum það sama kvöld. Saman höfum við gert marga hluti og oftast hefur það verið með uppbyggingu heimila okkar og aðstöðu fjölskyldunnar í fyrirrúmi. Við hjálpuðumst öll við að komast inn í Birkihlíð 10, Sauðárkróki. Þar var smíðað, múrað að utan og innan, glerjað og málað. Þú komst og að- stoðaðir okkur Stínu við byggingu heimilis okkar í Grenihlíðinni. Við vorum saman við endurbætur í Skipasundinu í Reykjavík og síðast við byggingu í Einbúablá þar sem nú stendur reisulegt hús. Sumarbústað- urinn í Skógkinn, eins og þú kaust að nefna staðinn, á stóran stað í hjörtum okkar Stínu og barna okkar. Þangað komum við oft til pabba og afa þar sem hann bjó í tjaldvagninum í marg- ar vikur á meðan húsið reis. Eftir að búið var að loka því var setið á gólf- bitum með plötubút sem gólf, þar sem prímusinn suðaði á meðan saltkjötið sauð. Hjá þér var mikil tilhlökkun til framtíðar þar sem svo margt var eftir að gera uppi í bústað af ánægjulegum verkefnum sem kannski tækju aldrei enda. Hinn fullkomni sælureitur. Af þessu niðurlagi varð ekki þar sem al- varleg veikindi gerðu vart við sig um síðustu áramót. Við þannig þáttaskil stöðvast tíminn en líður þó sennilega í raun aldrei hraðar. Þú tókst því sem að höndum bar í veikindum þínum með alveg ótrúlegu æðruleysi, styrk og skynsemi eins og þín var von og vísa. Elsku pabbi, þakka þér allar samverustundir fyrr og síðar. Minn- ingin um góðan og traustan föður mun lifa með mér um ókomin ár. Kæra Þura, systkini mín og aðrir að- standendur. Megi góður guð styrkja okkur öll á þessum erfiða tíma. Með þökk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Björn Marinó. Það er svo ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért farinn, að þú sért far- inn og komir ekki aftur. Ég er alltaf að bíða eftir því að þú komir og segir okkur að þetta sé ekki satt, að þú sért ennþá hér hjá okkur, og orðinn frísk- ur. Ég veit ekki hvað ég á að segja, engin orð fá lýst hvernig mér líður. En ég held að þú vitir það… Elsku afi minn, ég vildi óska þess að hægt væri að snúa aftur tímanum og breyta hlutunum, en það er víst ekki í boði. Þess vegna verðum við fjölskyldan að vera sterk og halda áfram að ganga okkar veg, sem er vonandi sá rétti. Þegar ég hugsa til framtíðar þá er alltaf skuggi þar á… Hvernig verður að koma austur á Eg- ilsstaði og enginn afi þar? Hvernig verður að koma í bústaðinn í Mjóa- nesi, og enginn afi þar? Hvernig verð- ur að halda jólin og senda ekki jóla- kort eða pakka til þín? Hvernig, hvernig, hvernig? En ég verð víst bara að komast að því hvernig það verður… Ég get ekki hætt að hugsa um skilaboðin sem þú sendir mér þegar þú varst nýkominn austur í síðasta sinn, mér þykir svo vænt um þau! Ég elska þig líka alveg óendanlega mikið og ég vildi óska að ég hefði sagt þér það miklu oftar en ég gerði! Elsku afi minn, ég veit að núna situr þú á skýi og horfir niður til okkar, líklega með hamar í annarri hendi, og gott ef þú ert ekki að hlusta á tónlist. Ætli þú farir svo ekki í það að byggja tónlist- arhöll, það væri þér líkt, að flétta saman það tvennt sem þú vildir gera, spila tónlist og smíða. Ég veit að núna ert þú kominn á betri stað, kominn til mömmu þinnar og pabba, og þjáning- in er búin. Einn daginn verðum við svo öll komin upp til þín og þá munum við aftur eiga góða tíma saman. En þangað til mun minningin um þig ylja okkur um hjartaræturnar. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Elsku afi minn, ég sakna þín svo óendanlega mikið, ég mun hugsa til þín á hverjum degi og ég skal aldrei gleyma þér. Þín sonardóttir, Sigríður Inga Björnsdóttir. PÁLMI STEFÁNSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Kæru ættingjar og vinir. Þökkum ykkur öllum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa, langalangafa og vinar, GUÐMUNDAR GEIRS ÓLAFSSONAR, Grænumörk 3, Selfossi. Sérstakar þakkir til Oddfellow bræðra fyrir þeirra hjálp og stuðning. Guð blessi ykkur öll. Erla Guðmundsdóttir, Gunnar Guðnason, Ólafur Þ. Guðmundsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Sigurður Karlsson, Soffía Ólafsdóttir, barnabörn og aðrir afkomendur. Elskulegur bróðir okkar og vinur, ARNÓR LÚÐVÍK HANSSON, Hátúni 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Stóra Dalskirkju, Vestur- Eyjafjöllum, laugardaginn 8. apríl kl. 14.00. Árni Kr. Hansson, Þorsteinn Hansson, Ragnheiður Sigríður Valdimarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, FJÓLU ELÍASDÓTTUR, Syðra-Seli, Hrunamannahreppi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands og hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi. Elsa Sigrún Böðvarsdóttir, Guðrún Böðvarsdóttir, Sigurður Hannesson, Guðmundur Böðvarsson, Ragnheiður Richardsdóttir, Margrét Böðvarsdóttir, Birgir Thorsteinson, Kristrún Böðvarsdóttir, Sigurður Jóakimsson, Agnes Böðvarsdóttir, Þorvaldur Jónsson og fjölskyldur. Móðir okkar, DAGBJÖRT GÍSLADÓTTIR frá Kirkjuhvoli, Þykkvabæ, síðast til heimilis í Skógabæ, verður jarðsungin frá Þykkvabæjarkirkju miðviku- daginn 12. mars kl. 13.30. Helga Sveinsdóttir, Guðrún Gyða Sveinsdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.