Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Indriði Stefáns-son Hjaltason fæddist á Siglufirði 13. ágúst 1930. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Blönduóss að morgni 2. apríl síðastliðins. Foreldr- ar hans voru Hjalti Gunnarsson Ed- valdsson, vörubíl- stjóri, bóndi á Máná á Úlfsdölum, bóndi á Bræðraá í Sléttu- hlíð, síðast bóndi á Skagaströnd, f. á Akureyri 5. október 1901, d. 31. mars 1985, og Hólmfríður Rögn- valdsdóttir, húsfreyja á Siglufirði, húsfreyja á Máná á Úlfsdölum, Eyj., Bræðraá í Sléttuhlíð, Skag., og síð- ar á Skagaströnd. síðast búsett í Kópavogi, f. á Tungu í Stíflu í Skagafirði 9. maí 1904, d. 13. októ- ber 2000. Systkini Indriða eru Guð- rún, f. 27 ágúst 1935, maður hennar Óskar Ingvason, Ragna, f. 25 ágúst 1937, maður hennar Hlöðver Ingv- arsson, Guðlaug, f. 19 mars 1941, maður hennar Þorkell Hólm Gunn- arsson og bróðir samfeðra er Jón Þorsteinsson, f. 16. maí 1929, kona hans er Sigríður Steindórsdóttir. Eiginkona Indriða er Guðrún Angantýsdóttir, f. 3. febrúar 1940. Þau gengu í hjónaband 30. maí 1958. Foreldrar hennar eru Hilmar Angantýr Jónsson, f. í Bólstaðar- hlíð, A-Hún. 11. maí 1910, d. 28. júlí 1983, og Jóhanna Jónasdóttir, f. á Fjalli, A-Hún. 15. október 1917. Börn Indriða og Guðrúnar eru 1) fyrri sambúð með Ingibjörgu Hauksdóttur, f. 15. júlí 1951, átti Ingþór dæturnar Önnu Karen, f. 24. febrúar 1980, sonur hennar er Heiðar Ares Önnuson, f. 15. desem- ber 2001, og Heiðu Rún, f. 4. októ- ber 1984. Móðir Ingþórs er Anna Kristbjörg Þorsteinsdóttir, f. 25. febrúar 1922. 6) Gunnar, f. 12. októ- ber 1955, sambýliskona Guðrún Svanhvít Guðjónsdóttir, f. 13. des- ember 1960, dætur þeirra eru Svanhvít Erla, f. 30. júní 1984, dótt- ir hennar er Sólveig Rut Guð- mundsdóttir, f. 26. janúar 2004, og Berglind Björg, f. 21. september 1995. Móðir Gunnars er Soffía Guð- laugsdóttir, f. 31. ágúst 1928. Indriði ólst upp á Siglufirði til 12 ára aldurs en þá fluttu foreldrar hans á jörðina Máná á Úlfsdölum og seinna fluttu þau sig á jörðina Bræðraá í Sléttuhlíð. Indriði stund- aði almenn sveitastörf og sjó- mennsku með föður sínum er hann var ungur Hann kom til Skaga- strandar árið 1957 og vann við síld- arvinnslu og kynntist konunni sinni þar. Lagði hann fyrir sig sjó- mennsku sem hann stundaði meiri hluta ævinnar, einnig vann hann við múrverk í mörg ár. Hann var með sauðfjárbúskap frá 1968–1978 eins og tíðkaðist á þeim árum. Átti hann töluverðan bústofn og eins mikið af hrossum en af þeim hafði hann mikið yndi. Frá því að Indriði kom til Skagastrandar bjó hann þar og byggði hann húsið sem þau hjónin bjuggu í. Hin síðari ár átti Indriði við töluverða vanheilsu að stríða og var af þeim sökum oft á spítala en þess á milli var hann heima og naut umönnunar konu sinnar. Útför Indriða verður gerð frá Hólaneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Sigurbjörg Árdís bókavörður, f. 1. jan- úar 1959, maður hennar er Björn Ingi Óskarsson kerfis- stjóri, f. 25. janúar 1963, synir þeirra eru Þórður Indriði, f. 26. ágúst 1992 og Þórir Óskar, f. 26 ágúst 1992. Sonur Árdísar frá því fyrir hjóna- band er Davíð Bragi Björgvinsson, f. 30. apríl 1981, faðir hans er Björgvin Yngvi Hrafnsson, f. 21. mars 1961. 2) Hjalti Hólmar sjómaður, f. 20. jan- úar 1964, sonur hans og fyrrver- andi eiginkonu, Cristinu Siloud YecYec, f. 14. apríl 1971, er Indriði Theodór Hjaltason, f 20. maí 1995. 3) Jón Hilmar vélstjóri, f. 15. ágúst 1968, kona hans er Kristín Theo- dóra Hreinsdóttir læknir, f. 18. ágúst 1968, börn þeirra eru Hilda Guðrún, f. 1. nóvember 1999, og Stefán Tumi, f. 21. nóvember 2002. 4) Jóhannes Heiðmar sjómaður, f. 18. nóvember 1977, sambýliskona Margrét Björk Magnúsdóttir nemi, f. 22. nóvember 1982, börn þeirra eru Magnús Dagur, f. 16. febrúar 2000, Alexander Tristan, f. 23 júlí 2001, og Guðbjörg Eva, f. 15 janúar 2006. Synir Indriða frá því fyrir hjónaband eru 5) Ingþór sjómaður, f. 17. október 1952, kona hans er Guðný Anna Ríkharðsdóttir, f. 7. desember 1964, synir þeirra eru Víðir Ísfeld, f. 22 . janúar 1988 og Anton Friðrik, f. 14 júlí 1992. Frá Pabbi minn elskulegur er farinn í sína hinstu ferð frá okkur. Á tímamótum sem þessum er söknuður og eftirsjá það sem helst kemst að í huga okkar sem eftir er- um. Hugurinn leitar til baka til þess tíma er pabbi var hress og frískur og hljóp upp um fjöll að smala kind- um eða hrossum, eða þegar við pabbi vorum saman á grásleppu- veiðum á vorin, í kulda og hreti eða indælli vorblíðu og spegilsléttur sjó- inn svo langt sem augað eygði. Pabbi minn var fyrst og fremst sjómaður og bóndi. Hann átti tals- vert af kindum í nokkur ár hérna á Skagaströnd og á vorin var sérlega gaman að fylgjast með þegar sauð- burðurinn stóð yfir. Hross átti hann líka og þau æði mörg. Segja mátti að öll þau hross sem til voru á Skagaströnd væru eignuð honum þó svo að þannig væri ekki. Löngu eftir að pabbi var hættur með hrossastóðið sitt var verið að hringja heim og tilkynna að hrossin hans Indriða væru laus á ráfi um bæinn. Að ganga á fjöll og fara á rjúpu var nokkuð sem pabbi stundaði í mörg ár, en rjúpur borðaði hann þó ekki, þetta var allt upp á sportið og svo var einhver búbót í því að selja rjúpur á þeim árunum. Ég man öll þau Þorláksmessukvöld er við pabbi fórum saman í allar búðir bæjarins en þær voru þó nokkrar þegar ég var krakki. Best af þeim var bóka- búðin en þar endaði yfirleitt ferð okkar og enn man ég góðu bóka- lyktina og gamaldags afgreiðslu- háttinn, en það var afgreitt yfir búðarborðið og þurfti að biðja um að fá að skoða það sem áhuginn stóð til. Pabbi var mikill bókamaður og keypti alltaf bækur til jólagjafa. Að vera með pabba í þessum ferð- um var óskaplega spennandi, við keyptum jólagjafir handa mömmu og strákunum og svo fékk ég að pakka inn þegar heim var komið og enginn mátti fá að trufla á meðan eða kíkja. Þessar ferðir gátu tekið töluverðan tíma því pabbi þekkti auðvitað alla og þurfti að spjalla og eins var þetta á þeim tíma er tíðk- aðist að fá sér aðeins neðan í því við jólainnkaupin. Það var því oft góð- glaður pabbi sem kom heim seint og um síðir er líða tók á aðfanga- dagsnóttina. Aldrei man ég eftir að pabbi væri með æsing eða læti, hann var svo geðgóður að af bar. Það var aðeins í undantekningartilvikum sem það gerðist að hann umhverfðist, við hrossarekstur. Það gekk svo langt einu sinni að mamma sagði upp hjá honum við hrossarekstur og lét aldrei undan þegar hann seinna meir margbað hana að hjálpa sér aftur. Nei, takk, sagði hún, þú ert búinn að reka mig úr þessu starfi og nú er ég laus við að reka hross. Afi og amma áttu heima á Bræðraá þegar ég var lítil og þang- að fór ég oft með pabba og mömmu, sérstaklega um sauðburð, heyannir og réttir. Mest þótti mér til um þegar við pabbi fórum ein með rútu að heimsækja afa og pabbi gaf mér kaniltyggjó sem hann keypti í ein- hverri sjoppunni. Annað eins tyggjó hafði ég aldrei áður smakkað og ég man enn eftir skrýtna bragðinu. Áin Hrollleifsdalsá liggur í landi Bræðraár og þar sem pabbi hafði alveg óstjórnlegan áhuga á veiði- mennsku voru hæg heimatökin er hann var í heimsókn hjá foreldrum sínum að bregða sér í veiði. Síðar meir er afi og amma fluttu af jörð- inni fékk pabbi alltaf leyfi til að veiða í ánni meðan hún var ekki leigð út og seinna keypti hann leyfi. Þvílíkt sport sem það var að fara í veiðiferðir með pabba og labba inn allan Hrollleifsdalinn lengst inn í botn. Það var gríðarlegt labb og maður varð stundum að hlaupa því pabbi var svo óhemju kloflangur og stikaði áfram enda var hann enga stund að fara inn í botn þegar hann var ekki með krakka í eftirdragi, annars held ég hann hafi alltaf haft gaman af að hafa okkur systkinin með í veiðiferðirnar. Inni í dalnum var í minningunni alltaf einstök veðurblíða, kyrrð og friður ásamt fuglasöng og ýmsum dýrahljóðum. Hestar, kindur og lömb á beit. Þetta var næstum eins og maður gæti ímyndað sér himnaríkisvist. Berjaland er óhemjumikið á þessu svæði og þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum til berja á haustin í landi Bræðraár. Eftir því sem ég varð eldri því meira vildi ég ráða sjálf en pabbi var ekki alltaf á því, fannst líklega að hann hefði meira vit en ég enda eldri og reyndari. Hann vildi sífellt vera með hönd í bagga með flest það sem ég tók mér fyrir hendur því hann vildi vera viss um að allt gengi mér í haginn. Á þessum tíma fannst mér afskiptasemin stundum ganga of langt en núna sé ég að þetta var einfaldlega vegna þess hve vænt pabba þótti um mig. Fyrstu utanlandsferðina mína fór ég með pabba og mömmu, pabbi valdi svo sannarlega ekki það sem algengast var á þeim tíma, nei, ekki aldeilis. Til Grænlands skyldi farið en þangað hafði hann mikla löngun til að koma og satt að segja var þetta æðisleg ferð, veðrið ekkert síðra en á sólarströnd. Pabbi minn á allt mitt þakklæti skilið fyrir hve góður hann var allt- af við mig og fjölskyldu mína og alla þá hjálp og ráðleggingar sem hann var óspar á. Ég veit að það hefur verið vel tekið á móti honum er hann kom til himna því pabbi minn var öllum góður og vildi öllum vel. Sigurbjörg Árdís Indriðadóttir. Pabbi minn, ég vil minnast þín í nokkrum orðum. Þótt þú sért farinn þá veit ég að þú fylgist áfram með okkur. Annað væri alveg óhugsandi þar sem þú varst svo mikið fyrir að ráðleggja okkur og taka þátt í lífi okkar. Þú hættir því varla þótt þú sért kominn til himna. Ég man svo vel þegar ég var lítill og þú komst heim með splunkunýtt hjól handa mér, það var ekki ama- legt fyrir 7 ára gutta að eignast al- veg nýtt hjól. Ég var stundum með þér á grásleppu þegar ég var bara stráklingur og eins fór ég á rækju með þér. Ég var með þér í hrossa- stússinu og ýmsu öðru. Þótt við værum mjög ólíkir þá vorum við af- ar samrýndir. Sjómennskan var okkur báðum í blóð borið og það síðasta sem okkur fór á milli var hve mikill afli hefði verið í túrnum sem ég var að koma úr rétt áður en þú fórst frá okkur. Allar veiðiferð- irnar í ár og vötn sem við fórum í gleymast aldrei né rjúpnaveiðiferð- irnar. Ég man hve stoltur þú varst þeg- ar við Cristina giftum okkur. Þér þótti svo spennandi að eignast tengdadóttur frá Filippseyjum. Svo þegar sonur okkar fæddist kom ekki til greina annað en að skíra hann eftir þér svo að þú fengir hér um bil alnafna. Þú saknaðir hans mikið þegar við Cristina slitum samvistum og hún flutti í burtu en Daddi litli, eins og hann er alltaf kallaður, kom hér öll sumur og var hjá okkur bæði jól og páska þannig að þú sást hann á þeim tíma. Síð- ustu jól kom svo Cristina líka og var með okkur yfir áramótin og gisti hjá ykkur mömmu, enda kall- aði hún ykkur alltaf pabba og mömmu og það var alltaf gott á milli ykkar. Þegar ég stóð í húsbyggingunni varst þú bæði mín hægri og vinstri hönd þar sem ég var svo mikið í burtu á þeim tíma á sjó úti á Flæmska. Þú hjálpaðir mér ósegj- anlega mikið. Húsið sem ég lét byggja var á þeim stað sem þú byrjaðir með fjárbúskap þinn hér á Skagaströnd. Það hlýtur að hafa verið skrýtið að vera með fé inni í miðjum bæ en svona var þetta á þeim tíma. Þú varst alltaf að hugsa um hag okkar allra og að við hefð- INDRIÐI S. HJALTASON Vor ástkæri fjölskyldufaðir, ÓLAFUR ÓLAFSSON, Rauðalæk 59, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 29. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. apríl kl. 13.00. Sigrún Eyþórsdóttir, Ásta Björg Ólafsdóttir, Karl Jóhann Ormsson, Guðrún Ólafsdóttir, Jón Guðmundsson Eyþór Ólafsson, Eyvör Anna Ragnarsdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigrún Halla Guðnadóttir, Grímur Eggert Ólafsson, Þorbjörg Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar og mágur, EINAR ELLERTSSON frá Meðalfelli í Kjós, Asparfelli 2, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 2. apríl, verður jarðsunginn frá Reyni- vallakirkju í Kjós laugardaginn 8. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður í Reynivallakirkjugarði. Elín Ellertsdóttir, Haukur Magnússon, Sigríður Sæmundsdóttir, Eiríkur Ellertsson, Ólafía Lárusdóttir, Gísli Ellertsson, Steinunn Þorleifsdóttir, Finnur Ellertsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Jóhannes Ellertsson, Sigurbjörg Bjarnadóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Lindartúni, lést á Kirkjuhvoli Hvolsvelli miðvikudagskvöldið 5. apríl. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og sonur, AÐALGEIR OLGEIRSSON (frá Húsavík), Háholti 1, Hafnarfirði, lést á Landspítala, Hringbraut, fimmtudaginn 6. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Þóra Ragnheiður Aðalgeirsdóttir, Sigurður Bjarnason, Olly Sveinbjörg Aðalgeirsdóttir, Hjalti Már Aðalgeirsson, Kristín Bára Jónsdóttir, Elvar Hrafn Aðalgeirsson Sonja Dögg Sigfúsdóttir, Þórhalla Sigurðardóttir, Aðalgeir Sigurðsson, Alexander Ágúst Mar Sigurðsson, Ragnheiður Jónasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.