Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í APRÍL Ég er búin að dæsa mikiðyfir þessari mynd,“ segirHrönn Bergþórsdóttirsem er á leiðinni til Afríku um páskana ásamt vinkonu sinni Erlu Gunnarsdóttur þar sem þær ætla að hlaupa últra-maraþon, 56 kílómetra. Myndin sem hún bendir á sýnir hækkunina sem þær hlaupa á leiðinni. „Þetta eru nefnilega töluverð hlaup upp og niður og mér skilst að niðurhlaupið sé mjög erfitt,“ bætir hún við. „Það tekur í.“ Hrönn og Erla hafa þekkst langa tíð, en þær voru báðar í Mennta- skólanum að Laugarvatni, útskrif- aðar þaðan 1981. „Við vissum ekki hvor af annarri þegar við skráðum okkur í hlaupið,“ heldur Hrönn áfram, „erum sín í hvorum hlaupa- hópnum.“ Og Erla tekur við: „Svo fréttum við að við værum að fara saman í þetta, vinkonurnar.“ Alls fara átta manns, þar af þrjár konur, frá Íslandi í þetta hlaup, þ.e. lengstu vegalengdina, og einn þátttakenda er eiginmaður Erlu, Stefán Stefánsson. Eftir því sem þær best vita hafa Ís- lendingar ekki tekið þátt í þessu hlaupi fyrr. „Þetta hlaup hefur verið haldið í 37 ár og er eitt af frægari hlaupum í Afríku,“ segir Erla. „Það sem gerir þetta líka svolítið spennandi fyrir mig er að ég hef áður hlaupið maraþon í Evrópu og Bandaríkjunum og þarna er ég að bæta einni heimsálfu við.“ Hrönn hefur hlaupið maraþon í Kaupmannahöfn auk þess sem hún hljóp Laugaveginn í fyrrasumar. „Það er svipuð vegalengd þannig að ég hef aðeins klöngrast yfir fjöll og svona.“ Sigur að komast í mark Hlaupið er kallað Tveggja hafa hlaup og Erla útskýrir af hverju. „Það er hlaupið frá Indlandshafi og yfir að Atlantshafi.“ „Þetta þykir ein fallegasta maraþonleið í heimi,“ bætir Hrönn við. Flogið er fyrst til London og þaðan er flogið beint til Höfðaborgar. „Við lendum á fimmtudegi og hlaupið hefst klukkan 7 á laugardagsmorgni,“ segir Erla. „Hámarkstími í hlaupinu er 7 klukkutímar,“ segir Hrönn og bætir svo stóreyg við, „þá loka þeir bara,“ og heldur svo lýsingunni áfram. „28 kílómetrana eigum við að  HVERT ERTU AÐ FARA? | Til Afríku að hlaupa últra-maraþon Nokkrar Hellisheiðar og Kambar á leiðinni Myndin sýnir leiðina sem hlaupin verður annarsvegar meðfram Indlandshafi og hinsvegar meðfram Atlantshafi. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Erla Gunnars- dóttir og Hrönn Berg- þórsdóttir munu standa í stórræðum um páskana þegar þær hlaupa últra- maraþon í Afríku. „… ef þú ferð ekki rólega af stað þá deyrðu.“ Sterk og megn sannfæreyskmatarlykt er það fyrsta semvitin skynja þegar inn erstigið í látlaust heimili bónd- ans á Selatröð, Rasmuss Skorheim og konu hans, Eybjargar. Þrátt fyrir að fyrir augu beri fallega innan- stokksmuni, myndir, og einstakt handverk og heimalöguð færeysk tónlist kitli eyrun. Skerpukjöt, rúg- brauð, harðfiskur, hvalspik og verkuð grind liggja á borðum með tilheyr- andi ákavítissnafsi og rjúkandi heitu kaffi. Það er hlýtt að stíga inn fyrir þröskuldinn úr janúarnæðingnum, inn í húsið sem Rasmus byggði sjálf- ur. Rasmus og Eybjörg, sem hafa lengi starfað sem fjárbændur, hafa boðið gestum inn á heimili sitt undan- farin ár til að leyfa þeim að bragða á ekta færeyskri matargerðarlist auk þess sem Rasmus leiðir hópa í göngu- ferðir um hóla, hæðir og fjöll, segir sögur og skýrir náttúrufyrirbæri fyr- ir gestum sínum. Af hreinræktaðri gestrisni ganga þau hjónin um beina með hlýju þeirri og kumpánaskap sem einkennir færeyska menningu. Nýsköpun í kreppu „Þegar kreppan reið yfir Færeyjar voru hér afar erfiðir tímar. Við sáum þúsundir Færeyinga flytja héðan til Danmerkur og mikið vonleysi, en nú eru þeir næstum allir komnir til baka,“ segir Rasmus sem starfaði einnig sem vélstjóri á skipi í tíu ár áð- ur en hann gerðist fjárbóndi. „En á þessum tíma vorum við konan mín að ræða hvernig við gætum látið endana ná saman og konan mín stakk upp á því að við prófuðum að bjóða ferða- mönnum í gönguferðir í náttúrunni, segja sögur og gefa fólki að borða heima hjá okkur eftir gönguferðirn- ar,“ segir Rasmus. „Ég hef gengið mikið í náttúrunni hér og þekki mörg áhugaverð sjónarhorn á hana auk þess sem ég get sagt fólki fjölda skemmtilegra sagna héðan úr sveit- inni. Það hefur nýst mjög vel í þessu starfi og fólk er mjög forvitið og ég held að það læri mikið á því að rölta þetta með mér.“ Fólk frá öllum löndum kemur í heimsókn til þeirra Rasmuss og Ey- bjargar allt árið um kring, enda er veturinn hvorki langur né harður í Færeyjum. „Okkur þykir mjög vænt um Bandaríkjamenn sem koma hing- að. Þeir vilja prófa allt og eru spennt- Eftir Svavar Knút Kristinsson Svavar@mbl.is Ljósmynd/Sigurður Jökull  FÆREYJAR | Gestrisin færeysk hjón bjóða ferðafólki heim í mat Sögur, spjall og skerpukjöt „Ég hef gengið mikið í náttúrunni hér og þekki mörg áhugaverð sjónarhorn á hana auk þess sem ég get sagt fólki fjölda skemmtilegra sagna héðan úr sveitinni.“ Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. Afgreiðslugjöld á flugvöllum. Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna, og rútur með/án bílstjóra. Höfum bíla með dráttarkrók og smárútur, allt að 14 manna. Smárútur fyrir hjólastóla. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum - frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni. - Þið takið húsið frá í 3 daga án greiðslu og við staðfestum síðan og sendum samning og greiðsluseðla. Einnig má greiða með greiðslukorti. LALANDIA Útvegum sumarhús í Lalandia, einhverju skemmtilegasta orlofshverfi Danmerkur. Lágmarksleiga 2 dagar. Húsbílar, hjólhýsi fyrir VM 2006 Höfum nokkra húsbíla fyrir VM 2006 í Þýskalandi til afgreiðslu frá Kaupmanna- höfn og Flensborg. Getum útvegað hjólhýsi og bíla með dráttarkrók. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Fylkir.is ferðaskrifstofa sími 456 3745 Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Vika á Spáni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 11.100 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Bíll úr flokki A frá 50 50 600 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðast við meginland Spánar og gengi 1. mars 2006. * Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali Vorum að fá í einkasölu þennan fallega sumar- bústað í Úthlíðinni. Skipulag bústaðarins: Forstofa með flísum og fatahengi, þrjú herbergi með spónarparketi, baðherbergi með sturtu, flísar á gólfi, stofa með spónarpark- eti, eldhús með fallegri ljósri innréttingu, stór verönd með heitum potti og góðum skjólveggjum. Ágætur geymsluskúr. Í bústaðnum er rafmagn og hitaveita. Landið er 6.210 fm leigulóð. Afh. er 1 maí 2006. Verð 13,5 millj. OPIÐ HÚS VERÐUR LAUGARDAGINN 8. APRÍL MILLI KL. 14 OG 16. Vegvísir: Ekið upp frá þjónustumiðstöð, fylgt merkingu að bústöðum Actavis, síðan merki Ljósmæðrafélagsins - brúnt tré með hvítum grunni, síðan Guðjónsgata 11. Sumarhús í Úthlíð OPIÐ HÚS LAUGARDAG KL 14 - 16 Innihaldið skiptir máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.