Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Enginn þjónustusamningurer í gildi á milli heilbrigð-isráðuneytisins og SÁÁen fyrri samningur rann út um síðustu áramót. Þetta kom m.a. fram á árlegum blaðamanna- fundi SÁÁ, samtaka áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann, en Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, sagði að í marga mánuði þar á undan hefði SÁÁ reynt að fá fund með heilbrigðisráðherra og hafi það ekki tekist fyrr en í desember síðast- liðnum eftir að hafa kynnt fjárlaga- nefnd stöðu mála. Síðan þá hefur verið fundað einu sinni í janúar og hefur heilbrigðisráðherra lagt fram fjárlög fyrir ráðuneytið án þess að gera þjónustusamning við SÁÁ og hefur ríkisendurskoðun gert athuga- semd við þessi vinnubrögð ráðuneyt- isins. Þórarinn sagði jafnframt að ef ekki næðist samkomulag um þjón- ustusamning við ríkið væri rekstur meðferðarheimila SÁÁ á þessu ári í mikilli hættu. Mikill samdráttur á síðasta ári Á síðasta ári varð mikill samdrátt- ur í rekstri samtakanna vegna rekstrarfjárskorts og þurfti meðal annars að loka bráðamóttöku. Þó hafi í lok síðasta árs tekist að tryggja nægt rekstrarfé til að opna bráða- móttökuna að nýju og auka fjölda innlagna á sjúkrahúsið Vog með til- stuðlan fjársterkra aðila. Þrátt fyrir mikinn samdrátt í rekstri greiddi SÁÁ um 70 milljónir með sjúkrahús- rekstrinum á síðasta ári og nú á fyrsta fjórðungi þessa árs er hallinn á rekstrinum orðinn 24 milljónir, og miðað við óbreytt ástand verður hann um 100 milljónir á þessu ári og mun það falla á SÁÁ og benti Þór- arinn á að þrátt fyrir að aðrar sjúkrastofnanir sýndu fram á halla- rekstur greiddi ríkið þann mismun. Samkvæmt fjárlögum fær SÁÁ um 506 milljónir frá ríkinu og er það um 20 milljónum minna en árið áður en talið er að reksturinn á þessu ári muni kosta um 777 milljónir. Innlögnum fækkar á milli ára 2.142 einstaklingar voru lagðir inn til meðferðar á sjúkrahúsið að Vogi og voru konur 669 talsins en karlar 1.473. Innlögnum á Vog hefur fækk- að ár frá ári síðan 2003 og sagði Þór- arinn það vera góðan árangur þrátt fyrir að framboð á vímuefnum hafi ekki minnkað. Hann benti þó á að blikur væru á lofti hvað þetta mál snerti þar sem einstaklingar fæddir árið 1987 væru að verða stórt hlutfall einstaklinga sem koma til ar, og nálgist því að vera hlutfall og 1982 árgangsin mjög hátt. Þórarinn benti e frá árinu 1994 hafi hlutfall vímuefnafíkla á Vogi aukist í 48,6% og sagði hann að hefði stóraukist á tímabi þess sem sprautufíklum ha fjölgað. Vekur það athygli á e-pillum hefur minnkað síðustu árum en neysla á lyfjum, s.s. kókaín og am hefur aukist, þá sérstakleg mínneysla. Hann benti á örvandi lyfja á borð við r amfetamín hefði aukist á m um og sagði hann að um 6 linga á Vogi á aldrinum 2 greindist með örvandi vímu Út frá fjölda amfetamínfíkl SÁÁ að landsmenn noti um amfetamíni á ári. 8% sjúklinga sem koma Enginn samningur um þjónustu í gildi Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir segir rekstur Vogs Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is Morgunblaðið/Árn Þórarinn Tyrfingsson segir að nauðsynlegt sé að gera þjónustus við ríkið hið fyrsta til að tryggja rekstur sjúkrahúsa SÁÁ. Hætt er við að unglingarsem fæddir eru árið1991 þurfi sérlega mikiðaðhald og gæslu nú þeg- ar grunnskólum lýkur í vor, þar sem unglingar sem eru að ljúka grunn- skóla eru í mestri hættu á að hefja vímuefnaneyslu þegar þeir halda út í sumarið. Þórarinn Tyrfingsson, yf- irlæknir á Vogi, hefur töluverðar áhyggjur og hvetur til varúðar. „Þessi árgangur er í sjálfu sér í mestri hættu núna, því í sumar er sá árgangur sem er að ljúka grunn- skólanum oftast í mestri hættu á að hefja vímuefnaneyslu,“ segir hann. „Þá fer hlutfallið úr því að hafa not- að vímuefni úr fáum prósentum í mörg. Mjög margir prófa þá vímu- efni og áfengi í fyrsta sinn sem þýð- ir að árgangurinn 1991 er sá ár- gangur sem við þurfum að einbeita okkur að núna.“ Unglingar úr árganginum 1982 komu sérlega illa út úr tímabilinu 1996–1997 hvað varðar hlutfall þeirra sem fóru út í vímuefnaneyslu 14–15 ára og þurftu að leita sér meðferðar fyrir tvítugt en árgang- urinn 1983 var aðeins skárri. Ár- gangarnir þar á eftir voru illa á sig komnir að sögn Þó en síðan kom árgangurinn var álíka slæmur og sá 198 arinn segir alltaf sveiflur m ganga en árin 1996–1997 e ekki hliðstæðu hvað varðar vímuefnanotkun hjá fólki y 20 ára. Hann nefnir þó sem lega skýringu á slæmri útr krakka sem urðu 14 ára ár að þá hafi verið mikil uppb stórum hverfum á höfuðbo svæðinu og því hafi fylgt ák upplausn með minna aðhal Verður að passa vel upp á 1991- Vímuefnahætta bíður krakka sem halda út í sumarið eft Viðskiptavinir bæði 365-miðla og Sím-ans fá aðgang að öllum íslenskumsjónvarpsstöðvum í kjölfar sam-komulags sem fyrirtækin hafa gert og kynnt var á blaðamannafundi í gær. Samkomulagið tekur bæði til sjónvarpsrása sem sendar eru út í opinni og lokaðri dagskrá, en undir það falla Stöð 2, Sirkus, SkjárEinn, NFS, Enski boltinn, Sýn, Sýn extra, Stöð 2 Bíó, Stöð 2 plús, SkjárEinn plús og Sýn plús. Ákvæði í samkomulaginu kveður á um að það taki einnig til nýrra sjónvarpsrása beggja að- ila og væntanlegs ADSL-sjónvarps Og Voda- fone. Á fundinum lögðu forsvarsmenn fyrirtækj- anna áherslu á að samkomulagið væri til hags- bóta fyrir neytendur og að fyrirtækin nytu einnig góðs af því vegna aukinnar dreifingar á sjónvarpsefni. Með ákvörðun samkeppnisráðs í fyrravor varðandi samruna Íslenska sjónvarpsfélags- ins og Landssímans var m.a. sett það skilyrði að fyrrnefnda félagið yrði að afhenda sjón- varps- og útvarpsmerki í opinni eða læstri dagskrá. Með bráðabirgðaákvörðun í septem- ber sl. komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Íslenska sjónvarpsfélaginu bæri að afhenda sjónvarpsmerkið þegar í stað. Tilmæli Samkeppniseftirlitsins Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði á blaðamannafundinum að samkomulag- ið væri að hluta til komið vegna tilmæla Sam- keppniseftirlitsins. Hann sagði að náðst hefði niðurstaða í vetur varðandi tæknina og nú lægi samkomulag um viðskiptahliðina fyrir. Ari Edwald, forstjóri 365-miðla, sagði að með þessu samkomulagi væri fyrirtækið að staðsetja sig skýrar sem efnisveita og samn- ingurinn væri á viðskiptalegum grundvelli. Breytingin væri sú, að nú yrði samkeppni fyr- irtækjanna ekki lengur um myndlykla heldur um dagskrá og svo yrði áfram. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás- Eins, sagði að ávinningur neytenda væri mik- ill. Nú þyrftu áhorfendur m.a. ekki að hafa áhyggjur af því hvaða lykill sé í notkun. Hluti samkomulagsins tekur gildi 15. apríl næstkomandi, en þá hefjast útsendingar á SkjáEinum á UHF-hluta Digital Íslands, um leið og sjónvarpsstöðin Sirkus verður aðgengi- leg á breiðbandi Símans, að því er fram kemur í frétta sjónvar verða a lagi 15 Forsva Samið um dreifingu s Eftir Árna Helgason og Helga Snæ Sigurðsson AF HVERJU ER EKKI HLUSTAÐ Á ALDRAÐA? Talsmenn samtaka aldraðrahafa síðustu árin verið aðreyna að ná athygli stjórn- valda. Þeim gengur illa. Af ein- hverjum ástæðum heyra ríkis- stjórnin og stjórnarflokkarnir ekki hvað aldraðir eru að segja. Hvað veldur því? Af hverju er ekki hlust- að á aldraða? Það eru mikil pólitísk mistök hjá stjórnarflokkunum að hlusta ekki á aldraða. Það getur meira að segja verið að það sé orðið of seint. Reiði og sárindi aldraðra eru orðin svo mikil vegna þess að þeir upplifa stöðu sína á þann veg, að á þá sé ekki hlustað að vel má vera að þeir hafi þegar gert upp hug sinn um að snúa sér annað. Svo getur vel verið að aldraðir velji þann kost að bjóða fram eigin framboðslista í næstu þingkosning- um til þess að tryggja að rödd þeirra heyrist á þjóðþinginu. Það er ekkert vit í þessari pólitík af hálfu stjórnarflokkanna. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur eiga að geta gengið að öruggu fylgi meðal aldraðra svo fremi, sem þeir veita baráttumál- um þeirra og hagsmunamálum at- hygli. Það er ár til kosninga. Það er ráðlegt fyrir formenn beggja stjórnarflokkanna að bregðast nú við áður en það verður of seint, setjast niður með öldruðum, ræða við þá, hlusta á þá og gera þær ráðstafanir sem gera þarf til þess að þessi aldurshópur gangi ekki um dag hvern jafn sáróánægður og hann hefur verið seinni árin. UNGT FÓLK OG ÁFENGI Í Morgunblaðinu í gær er sagt fráathyglisverðum niðurstöðum bandarískrar rannsóknar á afleið- ingum áfengisdrykkju ungs fólks. Um þær niðurstöður segir Sólveig Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði barna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi: „Því yngri, sem unglingar eru þegar þeir hefja neyzlu áfengis og því meira magn, sem þeir drekka, því meir skaðast heili þeirra, sem getur síðar haft í för með sér vit- ræna skerðingu. Heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en um 20 ára ald- ur og taugaeituráhrif alkóhóls eru mun alvarlegri á heila, sem er í mót- un heldur en á heila, sem náð hefur fullum þroska. Mestu skemmdirnar verða þegar mikið magn áfengis er drukkið á stuttum tíma eins og ger- ist í fylliríisdrykkju.“ Þessum upplýsingum þarf að miðla til unglinga og ungs fólks í skólum landsins og í myndrænu formi en í Morgunblaðinu í gær eru myndir, sem sýna muninn á heila- svæðum í tveimur 15 ára ungling- um, þar sem annar drekkur en hinn ekki. Áfengi er eitur og það þarf að koma því rækilega til skila. HVERJIR ERU STEFNULAUSIR? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-maður Samfylkingar, sagði í um- ræðum á Alþingi í fyrradag, að rík- isstjórnarflokkarnir væru stefnu- lausir í varnar- og öryggismálum og sagði að Ísland mundi í framtíðinni tengjast Evrópu enn meir og bætti við: „Þar verður okkar öryggissam- félag, þegar til framtíðar er litið.“ Er það svo? Hverjir eru hinir raunhæfu kost- ir, sem við okkur blasa í þeirri stöðu, sem nú er komin upp í örygg- ismálum okkar eftir ákvörðun Bandaríkjamanna? Í fyrsta lagi er hugsanlegt að við gætum samið við þá um reglulegt eftirlitsflug í námunda við Ísland frá stöðvum þeirra í Bretlandi, þar sem þeir hafa enn mikinn flugvéla- kost. Í öðru lagi gætum við hugsanlega samið um reglulegt eftirlitsflug á vegum Atlantshafsbandalagsins með svipuðum hætti og Eystra- saltsríkin hafa gert og vissulega koma ýmis Evrópuríki þar við sögu. Í þriðja lagi gætum við samið um sambærilegt eftirlitsflug af hálfu Atlantshafsbandalagsins og banda- lagið hefur með höndum yfir Slóv- eníu, sem er með dálítið öðrum hætti en yfir Eystrasaltsríkjunum. Hér er ýmist um að ræða kosti, sem snúa að Bandaríkjunum beint eða óbeint, þegar um atbeina Atl- antshafsbandalagsins er að ræða. Í samningaviðræðunum við Bandaríkjamenn á dögunum komu svo fram nýjar og forvitnilegar hug- myndir, sem lítil skynsemi væri í að vísa frá á þessu stigi. Það er ljóst að Norðurlöndin hafa ekki bolmagn til að taka að sér varnir Íslands. Raunar fer ekki á milli mála, að ekkert Evrópuríkj- anna hefur bolmagn til þess. Morgunblaðið hefur hvatt til þess, að við eflum pólitísk samskipti okkar við Þýzkaland mjög en í því felst ekki að blaðinu komi til hugar að Þjóðverjar geti tekið að sér varn- ir Íslands. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar á Alþingi í fyrradag er innantóm orð. Hún hefur ekkert innihald. Ef ein- hver stjórnmálaflokkur er stefnu- laus í varnar- og öryggismálum Ís- lendinga er það Samfylkingin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.