Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 59
eptlistamenn heimsins í dag. Á sýning- unni vinna þau með ólík þemu úr æv- intýrum sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafnarhússins. Sýningin stendur til 5. júní. Nýlistasafnið | „Our House is a house that moves“ er alþjóðleg sýning 12 lista- manna. Sýningarstjóri er Natasa Petresin. Listamennirnir eru að fjalla um hreyfingu og hvernig hún umbreytir heiminum stöð- ugt. Til 30. apríl. Ráðhús Reykjavíkur | Sautján félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sýna á ljósmyndasýningunni Fegurð í Fókus í Tjarnarsal til 9. apríl. Safn | Kristján Steingrímur Jónsson sýnir nýleg verk sín á grunnhæðinni. Sýning bandarísku listakonunnar Roni Horn held- ur áfram á öllum hæðum. Til 9. apríl. Op- ið mið.–fös kl. 14–18 og lau.–sun. kl. 14–17. Ókeypis inn. Safn | Sýning myndlistarmannsins Krist- jáns Steingríms, Teikningar, hefur verið framlengd til 15. apríl. Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögnvalds- dóttir með málverkasýninguna Vinir og vandamenn til 1. maí. Opið alla daga frá 11–18. Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar er opin alla daga kl. 10–17, nema föstudaga og stendur til 7. maí. Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar ár- legu vinnustofu á vegum Listaháskóla Ís- lands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttakendur sýningarinnar eru útskriftarnemendur frá myndlistardeild LHÍ ásamt erlendum listnemum. Til 29. apríl. Skúlatún 4 | Sýningin Spúl í auga í Skúla í Túni, Skúlatúni 4, þriðju hæð. Unnur Mjöll sýnir nýtt verk í kjölfar velgengn- innar með verkið Bombaðu þessu í grím- una á þér. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra forréttinda að nema myndlist er- lendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum. En engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir hol- lenska ljósmyndarans Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema mánudaga. Hljóðleiðsögn, margmiðl- unarsýning, minjagripir og fallegar göngu- leiðir í næsta nágrenni. Sjá nánar á www.gljufrasteinn.is Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum söguna frá landnámi til 1550. www.saga- museum.is Veiðisafnið - Stokkseyri | Uppstoppuð veiðidýr ásamt skotvopnum og veiði- tengdum munum. Opið alla daga kl. 11–18. Sjá nánar: www.hunting.is Þjóðmenningarhúsið | Samsýning 19 myndlistarmanna; Norðrið bjarta/dimma, lætur mann lyfta brúnum. Þjóðminjasafn- ið – svona var það andar stemningu lið- inna alda. Handritin, ertu ekki búin að sjá þau? Fyrirheitna landið, fyrstu vesturfar- arnir, hverjir voru það? Veitingar, búð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru ný- stárlegar og vandaðar sýningar auk safn- búðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningar- arfi Íslendinga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Leiklist Halaleikhópurinn | Halaleikhópurinn sýnir Pókók í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar í kvöld kl. 20, Hátúni 12, 105 Reykjavík. Halaleikhópurinn er blandaður leikhópur sem starfar undir kjörorðunum „Leiklist fyrir alla“. Nánari uppl. er að finna á www.halaleikhopurinn.is og í síma 552 9188. Loftkastalinn | Stúdentaleikhúsið setur upp verkið Animanina. Verkið er frum- samið. Höfundar eru meðlimir Stúdenta- leikhússins og Víkingur Kristjánsson, sem jafnframt leikstýrir. Söngur og dans, dramatík og furðulegheit. Miðasala: sími 552 3000 e-mail: midasala@loftkastal- inn.is Vefsíða: www.studentaleikhusid.is Skemmtanir Kópavogur | Hermann Ingi spilar á Shooters í kvöld. Kringlukráin | Hljómsveitin Sixties í kvöld. Stuðið hefst kl. 23 báða dagana. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Spútnik spilar í kvöld, húsið opnað kl. 22, frítt til miðnættis. Uppákomur Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Kiirt- an (möntrusöngur) og hugleiðsla mun fara fram á kl. 10. Fyrirlestrar og fundir Krabbameinsfélagið | Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, heldur fund í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, 11. apríl kl. 20. Dagskrá: End- urhæfing fyrir krabbameinssjúka hjá Landspítalanum í Fossvogi. Alís Frey- garðsdóttir iðjuþjálfi og Margrét Gunn- arsdóttir sjúkraþjálfari kynna nýjungar í starfseminni. Norræna húsið | Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, boðar til almenns fundar um evruna og íslensku krónuna í Norræna húsinu kl. 14.30. Hag- fræðingarnir Illugi Gunnarsson og Bjarni Már Gylfason flytja erindi og taka síðan þátt í pallborðsumræðum. Fundurinn er öllum opinn. ReykjavíkurAkademían | Umræðufund um málefni innflytjenda verður 8. apríl kl. 12–14. Hver er stefna íslenskra stjórn- valda í innflytjendamálum? Hafa íslenskir stjórnmálaflokkar stefnu í málefnum inn- flytjenda? Fyrirlesari: Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Færeyjaferð Ferðaklúbbs eldri borgara árið 2006 verður dagana 30. maí til 9. júní. Skrán- ing er hafin og lýkur 10. apríl. Uppl. í síma 892 3011. GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand- endur? Sími GA-samtakanna (Gamblers Anonymous) er 698 3888. Kvennakór Kópavogs | Kvennakór Kópa- vogs heldur kökubasar í Garðheimum, frá kl. 11. Úrval af tertum fyrir páskana. Frístundir og námskeið Orkuveita Reykjavíkur | Fylgst verður með Ragnari Reykás frá því hann vaknar að morgni og þar til hann fer að sofa. Hvað gerist þegar Ragnar burstar tenn- urnar á morgnana? Hvernig verkar raf- hlaðan í gemsanum hans? Afrakstur þessarar samvinnu er „raunveru- leikaþáttur“ sem opinberaður verður með tali, myndum og tilraunum. Fer fram 8. apríl kl. 14–16. Börn Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Listasafn Reykjavíkur og Edda útgáfa bjóða börnum og foreldrum þeirra á Kjar- valsstaði kl. 14 í tengslum við opnun sýn- ingarinnar og útgáfu bókarinnar Skoðum myndlist. Ilmur Stefánsdóttir, einn lista- manna á sýningunni, býður börnum að vera með í listasmiðju. Sýningaröðin stendur til 3. desember. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 59 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16 opin myndlistarsýning. Mán. 10. apríl kl. 14–15 er Herdís Jónsd., hjúkr- unarfræðingur frá Heilsugæslu Efra Breiðholts, með viðtalstíma. Alla virka daga kl. 9–16.30 er fjölbreytt dagskrá, en hún fellur niður á hátíð- ardögum í næstu viku. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. www.gerduberg.is. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.30. Tréskurður kl. 13. Brids kl. 13. Boccia kl. 13. Hæðargarður 31 | Það eru allir alltaf velkomnir í félagsstarfið í Hæðargarði 31. Fastir liðir eins og venjulega. Upp- selt í menningarferðina í Skálholt. Munið páskabingóið 11. apríl. Byrjað að selja kl. 13. Glæsilegir vinningar. Allar upplýsingar í síma 568 3132 og á asdis.skuladottir@reykjavik.is. Kirkjustarf Grensáskirkja | Fundur verður hald- inn í safnaðarheimilinu mánudaginn 10. apríl klukkan 20. Spilað páskaegg- jabingó. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Jesú konur kl. 10–12. Morgunverður, lof- gjörð, predikun og bæn. Allar konur eru hvattar til að koma, það verða vitnisburðir frá konum sem hafa gengið með Jesú í mörg ár. Bæna- stundin kl. 20 fellur niður. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is SÆNSKI kammerhópurinn Svan- holm Singers heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17. Efn- isskráin samanstendur af sænskum og norrænum þjóðlögum, auk nýrri tónlistar. Einnig verður flutt nýtt lag eftir einn kórmeðlima, Stefan Engström. Kórinn Svanholm Singers var stofnaður árið 1998 og komst fljótt í röð fremstu karla-kammerkóra Svíþjóðar. Kórinn hefur fengið mörg fyrstu verðlaun á alþjóð- legum kóramótum, nú síðast í mars 2005 í Madetoja-hátíðinni í Finn- landi. Kórinn hefur oft farið í tón- leikaferðir erlendis og síðastliðið sumar fór hann í sína fimmtu ferð til Japan. Kórinn samanstendur af 20 kór- félögum og eru þeir á aldrinum 22 til 29 ára. Stjórnandi kórins er Sofia Söderberg Eberhard. Svanholm Singers í Salnum www.svanholmsingers.nu FRANSKI listamaðurinn Serge Comte opnar samsýningu í Kling og Bang galleríi í dag ásamt listakon- unum Andreu Maack og Unni Mjöll S. Leifsdóttur sem eru betur þekktar sem listteymið Mac n’ Cheese. Sýn- ingin ber heitið Smaack my Cheese og inniheldur meðal annars tvær risa- stórar andlitsmyndir á veggjum gall- erísins af listakonunum sem Serge bjó til úr þúsundum smárra límmiða. Í kjallaranum er svo að finna eftirlík- ingu af hægri hönd franska lista- mannsins, úr osti. Serge er frekar þekktur listamaður í heimalandi sínu Frakklandi en hefur búið meira og minna hér á landi frá árinu 1997 og haldið hér þó nokkuð margar sýn- ingar. Listrænt rán Upphaflega var Serge beðinn um að halda einkasýningu í Kling og Bang en á einhverjum tímapunkti voru ungu listakonurnar tvær komn- ar í verkefnið. „Ég fann ákveðna tengingu á milli þeirra verka og minna. Þannig að ég bauð þeim að taka þátt í sýningunni sem endaði á því að þær tóku algjörlega við stjórn- inni. Sú hugmynd varð til að þær myndu bókstaflega ræna sýningunni frá mér. Ég sagði þeim að þeim væri frjálst að biðja mig að gera hvað sem er á þessari sýningu.“ Þær vissu að hann hefði að undanförnu fengist við andlitsmyndir þannig að þær skipuðu honum að búa til risastórar andlits- myndir af þeim sjálfum. „„Úr hverju?“ spurði ég og þær svöruðu að myndirnar yrðu að vera úr litlum kringlóttum límmiðum sem notaðir eru til að merkja seld listaverk,“ segir Serge sem bjó til tvær risastórar and- litsmyndir að þeirra tilmælum án minnstu mótmæla. Og eins og vald- miklir yfirboðarar horfa andlit stúlknanna, sem prýða veggi gallerís- ins, niður til áhorfandans á afar áhrifaríkan máta. Hönd listamannsins „Ég er ofurseldur þeirra valdi,“ segir Serge. Til að undirstrika hið al- gjöra vald sem listakonurnar ungu hafa yfir listsköpun Serge liggur til sýnis eftirlíking af hægri hönd úr osti en hún á að tákna hægri hönd Serge, þá hönd sem hann notar við sína list- sköpun. Upp úr hendinni stendur ostahnífur úr stáli sem Andrea hann- aði. Serge segir að verkið eigi að tákna á ýktan hátt það þegar ungir listamenn taka við af þeim eldri. „Þema sýningarinnar felst í því að huga að yngri listamönnum. Að vissu leyti snýst hún um það að deila og veita öðrum tækifæri. Það er alltaf erfitt fyrir unga listamenn, hvort sem það er hér á Íslandi eða annars stað- ar, að koma sér á framfæri. Mér finnst að listamaðurinn eigi að vera örlátur og gefa öðrum pláss,“ segir hinn undirgefni listamaður að lokum. Myndlist | Serge Comte ásamt Mac n’ Cheese í Kling og Bang Ungar listakonur taka yfir Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Límmiða-portrett af Unni Mjöll Leifsdóttur í Kling og Bang-galleríi. Morgunblaðið/Ásdís Serge Comte ásamt yfirboðurum sínum, þeim Andreu Maack og Unni Mjöll Leifsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.