Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 11 FRÉTTIR „MÉR finnst hræðilegt hvað þetta fólk er illa launað, og slæmt til þess að hugsa að missa allt þetta ófag- lærða fólk,“ segir Anna Guðný Jóns- dóttir, íbúi í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Breiðholti. „Hér vinnur gott fólk, sama hvort það er faglært eða ekki. Hér er hugsað vel um mann, en það er allt of illa mannað hér.“ Afleiðingar af lágum launum eru þær að sífellt er verið að skipta um starfsfólk sem annast íbúana og seg- ir Anna Guðný að það hafi verið miklar mannabreytingar frá því hún flutti í Skógarbæ. Hún segir að nauðsynlegt sé að bæta launin. „Þetta er fólk sem er á lágum laun- um, og er kannski með börn á heim- ili. Hvers á þetta fólk að gjalda?“ „Hvers á þetta fólk að gjalda?“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Anna Guðný Jónsdóttir segist ótt- ast að missa starfsfólkið. „VIÐ styðjum ófaglærða starfsfólkið ein- dregið í þeirra aðgerðum,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, hjúkrunarfræð- ingur og að- stoðardeild- arstjóri á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ. Hún segir muna gríðarlega um það starf sem ófag- lærða fólkið vinnur, það beri mikla ábyrgð en fái skammarlega lág laun. Áslaug segir að sæmilega hafi gengið á meðan á setuverkfalli ófaglærðra stóð síðustu tvo daga, en aðstandendur hafi að sjálf- sögðu lagt hönd á plóg til að allt gengi vel. Margir vistmenn hafi ekki farið fram úr rúmi, þó þeir hafi fengið aðhlynningu og mat. Þeir sem ekki eigi neinn að sem hafi getað aðstoðað hafi fengið hjálp frá hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, en reynt hafi verið að gæta þess að ganga ekki í störf ófaglærðra, nema brýn nauðsyn krefðist. Hún segir vistmenn í Skógarbæ styðja aðgerðir starfsfólksins ein- dregið, og þeir séu sáttir við að fá ekki að fara í bað, matur sé ekki eins og hann sé venjulega og fleira í þeim dúr. Spurð hvaða leið hún sjái til að leysa vandann segir Áslaug að það liggi beint við að hækka þurfi daggjöldin, eða gera þjónustu- samninga, sem ekki hafi verið gerðir við þessar stofnanir. Mikil ábyrgð en skammar- lega lág laun Áslaug Sigurðardóttir ♦♦♦ FIMMTÁN votlendissvæði hafa ver- ið endurheimt víðs vegar um landið á undanförnum tíu árum á vegum svo- nefndrar votlendisnefndar landbún- aðarráðuneytisins og hefur það haft jákvæð áhrif á fuglalífið í landinu. Þetta upplýsti Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra m.a. á blaðamanna- fundi ráðuneytisins í gær. Á fundin- um voru störf og skýrsla nefndarinnar kynnt. Nefndin var skipuð í febrúar 1996 og var tilgangur hennar m.a. að gera tillögur um hvar og hvernig mætti gera tilraunir með að endurheimta hluta þess votlendis sem þurrkað hefur verið upp með framræslu. Votlendi hefur verið end- urheimt með því að stífla eða fylla upp í skurði þannig að vatnabúskapur komist í því sem næst upprunalegt horf. Guðni sagði að viðhorf manna til þessara mála hefði breyst mikið á undanförnum árum. „Hér áður höfðu menn það að markmiði að ræsa mýr- arnar og breyta þeim í flatlendi og tún, en nú vita menn að mýrin er nátt- úrunni mikilvæg,“ sagði hann er hann fylgdi skýrslu nefndarinnar úr hlaði. Fram kom á fundinum að nefndin hefði m.a. haldið úti ákveðnu kynn- ingarstarfi, þá hefði hún kynnt sér ákveðin svæði, og stjórnað aðgerðum þar sem votlendi var endurheimt. Nefndarmenn voru nær ólaunaðir, að því er fram kemur í skýrslu nefnd- arinnar. Reglur mótaðar Níels Árni Lund, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu og formað- ur nefndarinnar, sagði eins og ráð- herra að mikil viðhorfsbreyting hefði átt sér stað til þessara mála. „Fjöldi aðila hefur leitað til okkar til að láta endurheimta hjá sér tjarnir eða mýr- ar,“ upplýsti hann. Í skýrslu nefnd- arinnar segir að starfi hennar hafi í fyrstu verið tekið með varhug af ýms- um aðilum, en nú væri svo komið að endurheimt votlendis þætti sjálfsagð- ur hlutur. „Að mati nefndarmanna er þessi hugarfarsbreyting landsmanna einmitt mikilsverðasti árangur starfs- ins.“ Á fundinum kom fram að mörkuð hefði verið sú stefna að þar sem vot- lendi yrði spillt vegna opinberra framkvæmda yrði að endurheimta annað í staðinn. Þá hefðu verið mót- aðar reglur um hvernig meta skyldi endurheimt votlendis. Jafnframt hefðu verið mótaðar leiðbeiningar um mat á votlendi sem raskaðist. Í máli landbúnaðarráðherra kom fram að Landbúnaðarháskóla Íslands hefði verið falið að taka við verki nefndar- innar. Fuglaverndarfélag Íslands átti frumkvæðið að skipun nefndarinnar. Í skýrslunni segir að votlendi sé afar mikilvægt búsvæði fyrir íslenska fugla. Yfir 90% íslenskra varpfugla, umferðarfugla og vetrargesta, byggi afkomu sína að einhverju eða öllu leyti á votlendi. Keldusvín var einn þeirra fugla sem varð illa fyrir barðinu á framræslunni, segir í skýrslunni, en Einar Ó. Þorleifsson, frá Fuglaverndarfélaginu, sagði að endurheimt votlendis hefði haft já- kvæð áhrif á fuglana. „Fuglarnir koma strax til baka til þeirra vatna sem eru endurheimt,“ sagði hann. Fimmtán votlendissvæði hafa verið endurheimt Morgunblaðið/Ásdís Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tekur til máls við kynningu á til- lögum nefndar um endurheimt votlendis í Þjóðmenningarhúsi í gær. VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði aðspurð í fyr- irspurnartíma á Alþingi í vikunni að ekki hefðu verið færð fram rök fyrir því að nauðsyn bæri til að breyta ákvæðum hlutafélagalaga er varða lánveitingar til stjórnenda fyrir- tækja. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, spurði ráð- herra hvort hún teldi ástæðu til að endurskoða þau ákvæði hlutafélaga- laga og laga um fjármálafyrirtæki sem varða lánveitingar til stjórnenda fyrirtækja. Jóhanna sagði að tilefni fyrir- spurnarinnar væri m.a. lánveitingar til stjórnenda fyrirtækja fyrir hluta- bréfum í eigin hlutafélögum. „Það hefur einmitt verið gagnrýnt, þeir fjármálagjörningar einstakra lykil- stjórnenda, sem ég kalla siðlausa, þegar þeir eru að kaupa hlutabréf í eigin fjármálastofnunum, fá til þess lán, hjá þeirri fjármálastofnun sem þeir stjórna og enginn veit á hvaða kjörum; eiga bréfin í stuttan tíma og græða hundruð milljóna á örskömm- um tíma,“ sagði Jóhanna. Valgerður sagði að í fyrstu máls- grein 104. gr. laga um hlutafélög væri að finna almennt bann við því að hlutafélag veitti m.a. stjórn- armönnum eða framkvæmda- stjórum félagsins eða móðurfélags þess lán. „Slíkar lánveitingar eru almennt ekki taldar til fram- dráttar starfsemi hlutafélaga og gera má ráð fyrir að þær sæti ófull- nægjandi athugun og geti leitt til óréttmæts hagnaðar lántakenda á kostnað félaganna.“ Þó gætu starfsmenn fengið lán við kaup á hlutum í félaginu, sem þeir ynnu hjá, jafnframt mætti lána til móðurfélags og veita venjuleg við- skiptalán. Ráðherra sagði að ákvæð- in væru byggð á dönskum lögum. Í Danmörku hefðu fræðimenn fjallað um lánsákvæðin, dómar hefðu fallið, en ákvæðunum hefði þó ekki verið breytt. „Ekki hafa verið færð fram rök fyrir því að nauðsyn beri til að gera það hér á landi og þá breyta lögunum en fylgst verður með þróun þessara mála.“ Hún bætti því við að í nýlegum héraðsdómi hefði reynt á ákvæði laga um ársreikninga varð- andi lán. „Komu síðan m.a. fram hugleiðingar um það hjá fræðimönn- um hvort innleiðing ákvæða laga um ársreikninga á grundvelli starfs fjár- málaráðuneytisins væri fullnægj- andi miðað við EES-rétt en í málinu reyndi á skýrleika refsiheimildar. Dóminum hefur reyndar verið áfrýj- að.“ Ráðherra vakti sömuleiðis athygli á því að í dönsku lögunum væri að- eins kveðið á um sekt sem refsingu fyrir brot á lánsákvæðum laganna. „Hér á landi er miðað við sekt eða fangelsi varðandi fjölmörg brot sem upp eru talin í 153. gr. laga um hluta- félög. Er það þá á valdi dómara að kveða upp úr um það hvort til sektar eða fangelsisdóms kann að koma með tilliti til atvika í hverju máli. Er ekki sjáanlegt að nauðsynlegt sé að breyta þessari grein hlutafélagalag- anna.“ Ráðherra sagði síðar í svari sínu að vandséð væri að stjórnendur hlutafélaga hér á landi, sem jafn- framt væru starfsmenn félaganna, gætu ekki eins og aðrir starfsmenn þeirra fengið lán „innan hóflegra marka til kaupa á hlutum þannig að þörf sé á að girða fyrir slíkt í lögum“, sagði hún. Ekki þarft að breyta ákvæð- um um lán til stjórnenda Valgerður Sverrisdóttir HELGI S. Guð- mundsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Heilsugæslunnar á höfuðborg- arsvæðinu, var á fimmtudag kos- inn nýr formaður bankaráðs Seðla- banka Íslands. Á fundi banka- ráðs sagði Ólafur G. Einarsson af sér formennsku í bankaráðinu, í kjölfar tilnefningar var Helgi kos- inn til formennsku en hann hefur setið í bankaráði Seðlabankans undanfarin tvö ár . Ólafur mun áfram starfa í bankaráðinu en sem varaformaður. Hann hóf störf sem bankaráðs- maður í Landsbankanum árið 1995 og tók við formennsku þar tveimur árum síðar. Helgi var formaður bankaráðsins þar til bankinn var seldur árið 2003 en áður hafði hann starfað hjá Samvinnutryggingum og Vátryggingafélaginu. Nýr formaður bankaráðs Seðlabankans Helgi S. Guðmundsson SENDIHERRA Bandaríkjanna á Íslandi af- henti á miðvikudag Landsbókasafni tæplega 200 bækur um alþjóða-, varnar- og öryggis- mál, en gjöfinni er ætlað að efla kennslu á þessu sviði í nýju meistaranámi í alþjóða- samskiptum. Bækurnar verða hýstar á Þjóð- arbókhlöðunni, og verða aðgengilegar öllum áhugasömum. Carol van Voorst sendiherra afhenti Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Ís- lands, bækurnar í gær. Er þetta aðeins upp- hafið af bókagjöfum bandaríska sendiráðs- ins, því bætt verður við nýútkomnum fræðibókum á þessu sviði á hverju hausti, en þær verða valdar af fræðimönnum við HÍ til að þær nýtist sem best við kennslu og rann- sóknir við skólann. Í tilkynningu frá Alþjóðamálastofnun HÍ kemur fram að mikil þörf sé á upplýstri um- ræðu um alþjóða- og öryggismál á Íslandi, enda kalli grundvallarbreytingar í alþjóða- samskiptum frá lokum kalda stríðsins á aukna fagþekkingu hér á landi. Bandaríkin gefa bækur um varnarmál Morgunblaðið/Kristinn Baldur Þórhallsson, Carol van Voorst sendiherra, Kristín Ingólfs- dóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir glugga í bækurnar. Mennta- málaráðherra hefur ráðið Ingi- björgu S. Guð- mundsdóttir tímabundið í starf skólameist- ara Mennta- skólans á Ísa- firði, frá 1. ágúst 2006 til 31. júlí 2007. Ingibjörg er skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík og í fjarveru Ingibjargar hefur Odd- nýju Hafberg, aðstoðarskólameist- ara Kvennaskólans, verið falið að gegna embætti skólameistara. Ingibjörg hefur verið skólameist- ari Kvennaskólans frá árinu 1998 og var um skeið formaður Skóla- meistarafélags Íslands. Hún hóf kennslustörf við Kvennaskólann ár- ið 1970, starfaði sem fastur kennari við skólann frá 1973, var yfirkenn- ari frá janúar 1985–1987 og aðstoð- arskólameistari 1987–1997. Ingibjörg S. Guð- mundsdóttir ráðin skólameistari MÍ Ingibjörg S. Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.