Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup-
hallar Íslands hækkaði um 0,47% í
gær og stóð í 5.753 stigum við lok
dags. Viðskipti með hlutabréf námu
6,5 milljörðum króna, mest með bréf
Glitnis fyrir 1,4 milljarða króna. Bréf
Flögu Group hækkuðu mest, eða um
3,9% og þá hækkuðu bréf Icelandic
Group um 3,5% og bréf FL Group um
2,3%. Bréf Össurar lækkuðu um
1,8% og var það mesta lækkun gær-
dagsins.
Gengisvísitala krónunnar lækkaði
um 0,1% og styrktist krónan sem
því nemur.
Hækkun
í Kauphöllinni
● VÖRUINNFLUTNINGUR í mars
reyndist vera í kringum 33,2 millj-
arðar króna samkvæmt bráðabirgða-
niðurstöðum um innheimtu virð-
isaukaskatts.
Þetta er töluverð aukning milli
mánaða en í febrúar var innflutningur
um 22 milljarðar króna. Ef tölurnar
reynast réttar er staðvirt aukning
milli ára 36,3%.
Í vefriti fjármálaráðuneytisins seg-
ir að þótt um verulega magn-
aukningu sé að ræða hafi lækkun á
tollgengi krónunnar átt sinn þátt í
auknu innflutningsverðmæti milli
mánaða en gengið veiktist um tæp
5% vegna innflutnings í mars.
Flutt inn fyrir 33
milljarða í mars
● STJÓRN EJS hf. hefur gert sam-
komulag við Viðar Viðarsson um að
hann láti af starfi sem fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Í fram-
haldi af því óskaði stjórnin eftir því
að Jón Viggó Gunnarsson tæki við
stöðu framkvæmdastjóra tímabund-
ið. Jón Viggó hefur undanfarin 6 ár
starfað hjá EJS, nú síðast sem fram-
kvæmdastjóri lausnasviðs.
Þá var ný stjórn kjörin hjá Kögun,
móðurfélagi EJS. Í stjórninni sitja nú
Ásmundur Tryggvason, Einar Þór
Sverrisson, Páll Ásgrímsson, Vil-
hjálmur Þorsteinsson og Örn Karls-
son.
Stjóraskipti hjá EJS
● FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ El-is hefur
keypt allt hlutafé í Rafport ehf., sem
er heildsala í rafbúnaði og há-
tæknilausnum fyrir fyrirtæki og heim-
ili. Rafport verður áfram rekið í
óbreyttri mynd með sama fjölda
starfsmanna, sem eru níu talsins.
Rafport var stofnað árið 1985.
Helstu birgjar eru Berker með inn-
lagnaefni, Striebel & John töfluskáp-
ar, Schrack töfluefni, Brother merki-
vélar og prentarar, Kaiser dósir og
innsteypibox fyrir halogenljós, ásamt
fleirum erlendum og innlendum birgj-
um. Markmið nýrra eigenda er að
þjóna markaðinum betur með nýrri
tæknideild sem sinnir ráðgjöf í hús-
stjórnarkerfum fyrir heimili og fyr-
irtæki, segir í tilkynningu.
El-is kaupir Rafport
MAREL hefur gefið út skuldabréf
fyrir sex milljarða króna að nafnverði.
Jafnframt hefur verið gerður vaxta-
skiptasamningur á hluta fjárhæðar-
innar sem fékkst með útgáfu skulda-
bréfanna, sem tryggir félaginu
fjármögnunina í erlendum myntum
með greiðslu vaxta og höfuðstóls að
sex árum liðnum. Skuldabréfin eru
með gjalddaga í febrúar 2010 og fastir
vextir þeirra eru 6%. Tilgangur
skuldabréfaútgáfunnar er að fjár-
magna framtíðarvöxt fyrirtækisins, í
samræmi við þau vaxtarmarkmið sem
kynnt voru á aðalfundi félagsins.
Marel með
skuldabréf fyr-
ir sex milljarða
FL GROUP á í viðræðum við
breska fjárfestingafélagið 3i Europe
Plc. um kaup á hollenska drykkjar-
vöruframleiðandanum Refresco. Fé-
lagið er ekki skráð á markað en það
mun vera næststærsti drykkjar-
vöruframleiðandi sem framleiðir
undir eigin merkjum í Evrópu.
Ætla má að kaupverðið geti verið
einhvers staðar á bilinu 40 til 50
milljarðar króna. Í tilkynningu FL
Group til Kauphallar Íslands segir
að viðræður séu á lokastigi og að
niðurstöður þeirra muni liggja fyrir
á næstu dögum en að FL Group
mun ekki tjá sig frekar um málið á
þessum tímapunkti.
Velta Refresco nam um 50 millj-
örðum íslenskra króna árið 2004 en
hefur vaxið nokkuð síðan þá. Starfs-
menn Refresco eru á bilinu 1.100 til
1.200 en það á og rekur ellefu
drykkjarvöruverksmiðjur, fimm í
Þýskalandi, þrjár á Spáni og eina í
Frakklandi, Hollandi og Finnlandi.
FL Group hyggst kaupa
í drykkjarvörufyrirtæki
Líklegt að kaupverðið sé á bilinu 40–50 milljarðar króna
● DANSKA þróunar- og fjárfesting-
arfélagið Keops, sem Baugur Group
á tæplega 30% hlut í, hefur stofnað
dótturfélag í Kína og áformar að fjár-
festa í hótelum og öðrum fast-
eignum þar í landi. Í frétt Børsen
kemur fram að gert sé ráð fyrir að
dótturfélagið muni fjárfesta fyrir jafn-
virði um 60 milljarða íslenskra króna
í Kína á næsta ári en það mun eink-
um ætla að einbeita sér að mark-
aðnum í Shanghaí og Peking.
Keops hefur ekki breytt afkomu-
áætlun sinni fyrir yfirstandandi
rekstrarár, með hagnaði upp á 380
til 420 milljónir d.kr. fyrir skatt.
Keops til Kína