Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallar Íslands hækkaði um 0,47% í gær og stóð í 5.753 stigum við lok dags. Viðskipti með hlutabréf námu 6,5 milljörðum króna, mest með bréf Glitnis fyrir 1,4 milljarða króna. Bréf Flögu Group hækkuðu mest, eða um 3,9% og þá hækkuðu bréf Icelandic Group um 3,5% og bréf FL Group um 2,3%. Bréf Össurar lækkuðu um 1,8% og var það mesta lækkun gær- dagsins. Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,1% og styrktist krónan sem því nemur. Hækkun í Kauphöllinni ● VÖRUINNFLUTNINGUR í mars reyndist vera í kringum 33,2 millj- arðar króna samkvæmt bráðabirgða- niðurstöðum um innheimtu virð- isaukaskatts. Þetta er töluverð aukning milli mánaða en í febrúar var innflutningur um 22 milljarðar króna. Ef tölurnar reynast réttar er staðvirt aukning milli ára 36,3%. Í vefriti fjármálaráðuneytisins seg- ir að þótt um verulega magn- aukningu sé að ræða hafi lækkun á tollgengi krónunnar átt sinn þátt í auknu innflutningsverðmæti milli mánaða en gengið veiktist um tæp 5% vegna innflutnings í mars. Flutt inn fyrir 33 milljarða í mars ● STJÓRN EJS hf. hefur gert sam- komulag við Viðar Viðarsson um að hann láti af starfi sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Í fram- haldi af því óskaði stjórnin eftir því að Jón Viggó Gunnarsson tæki við stöðu framkvæmdastjóra tímabund- ið. Jón Viggó hefur undanfarin 6 ár starfað hjá EJS, nú síðast sem fram- kvæmdastjóri lausnasviðs. Þá var ný stjórn kjörin hjá Kögun, móðurfélagi EJS. Í stjórninni sitja nú Ásmundur Tryggvason, Einar Þór Sverrisson, Páll Ásgrímsson, Vil- hjálmur Þorsteinsson og Örn Karls- son. Stjóraskipti hjá EJS ● FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ El-is hefur keypt allt hlutafé í Rafport ehf., sem er heildsala í rafbúnaði og há- tæknilausnum fyrir fyrirtæki og heim- ili. Rafport verður áfram rekið í óbreyttri mynd með sama fjölda starfsmanna, sem eru níu talsins. Rafport var stofnað árið 1985. Helstu birgjar eru Berker með inn- lagnaefni, Striebel & John töfluskáp- ar, Schrack töfluefni, Brother merki- vélar og prentarar, Kaiser dósir og innsteypibox fyrir halogenljós, ásamt fleirum erlendum og innlendum birgj- um. Markmið nýrra eigenda er að þjóna markaðinum betur með nýrri tæknideild sem sinnir ráðgjöf í hús- stjórnarkerfum fyrir heimili og fyr- irtæki, segir í tilkynningu. El-is kaupir Rafport MAREL hefur gefið út skuldabréf fyrir sex milljarða króna að nafnverði. Jafnframt hefur verið gerður vaxta- skiptasamningur á hluta fjárhæðar- innar sem fékkst með útgáfu skulda- bréfanna, sem tryggir félaginu fjármögnunina í erlendum myntum með greiðslu vaxta og höfuðstóls að sex árum liðnum. Skuldabréfin eru með gjalddaga í febrúar 2010 og fastir vextir þeirra eru 6%. Tilgangur skuldabréfaútgáfunnar er að fjár- magna framtíðarvöxt fyrirtækisins, í samræmi við þau vaxtarmarkmið sem kynnt voru á aðalfundi félagsins. Marel með skuldabréf fyr- ir sex milljarða FL GROUP á í viðræðum við breska fjárfestingafélagið 3i Europe Plc. um kaup á hollenska drykkjar- vöruframleiðandanum Refresco. Fé- lagið er ekki skráð á markað en það mun vera næststærsti drykkjar- vöruframleiðandi sem framleiðir undir eigin merkjum í Evrópu. Ætla má að kaupverðið geti verið einhvers staðar á bilinu 40 til 50 milljarðar króna. Í tilkynningu FL Group til Kauphallar Íslands segir að viðræður séu á lokastigi og að niðurstöður þeirra muni liggja fyrir á næstu dögum en að FL Group mun ekki tjá sig frekar um málið á þessum tímapunkti. Velta Refresco nam um 50 millj- örðum íslenskra króna árið 2004 en hefur vaxið nokkuð síðan þá. Starfs- menn Refresco eru á bilinu 1.100 til 1.200 en það á og rekur ellefu drykkjarvöruverksmiðjur, fimm í Þýskalandi, þrjár á Spáni og eina í Frakklandi, Hollandi og Finnlandi. FL Group hyggst kaupa í drykkjarvörufyrirtæki Líklegt að kaupverðið sé á bilinu 40–50 milljarðar króna ● DANSKA þróunar- og fjárfesting- arfélagið Keops, sem Baugur Group á tæplega 30% hlut í, hefur stofnað dótturfélag í Kína og áformar að fjár- festa í hótelum og öðrum fast- eignum þar í landi. Í frétt Børsen kemur fram að gert sé ráð fyrir að dótturfélagið muni fjárfesta fyrir jafn- virði um 60 milljarða íslenskra króna í Kína á næsta ári en það mun eink- um ætla að einbeita sér að mark- aðnum í Shanghaí og Peking. Keops hefur ekki breytt afkomu- áætlun sinni fyrir yfirstandandi rekstrarár, með hagnaði upp á 380 til 420 milljónir d.kr. fyrir skatt. Keops til Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.