Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 43 MINNINGAR ✝ Jónatan Jónssonfæddist í Sand- vík á Eyrarbakka 3. desember 1921. Hann lést á Land- spítalanum 28. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 24. september 1880, d. 15. júní 1961, og Jón Guðbrandsson skó- smiður, f. 21. júlí 1866, d. 25. maí 1928, þau bjuggu alla sína hjúskapartíð í Sandvík á Eyrarbakka. Jónatan var yngstur í sjö systkina hópi sem nú eru öll lát- in. Systkinin voru: Guðmunda Júl- ía, f. 1902, d. 1972; Ingimar, f. 1904, d. 1927; Sighvatur, f. 1905, d. 1936; Sigrún, f. 1908, d. 1993; Þór- unn Ólöf, f. 1911, d. 1999 og Guð- rún, f. 1913, d. 1996. Hinn 18. desember 1954 kvænt- ist Jónatan eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Ingjaldsdóttur hús- móður, f. 10. nóvember 1932. For- eldrar hennar voru Guðrún Lilja Jónatan, f. 20. febrúar 1979, og Friðrik, f. 24. júní 1986. Sambýlis- maður Guðrúnar var Haraldur Að- alsteinsson. 4) Ólöf, f. 20. apríl 1959, gift Brynjari Eiríkssyni. Börn þeirra eru: Jakob, f. 14. ágúst 1982, sambýliskona Karina Fløtre Waaland, f. 1986, Sigurbjörg Guð- rún, f. 14. mars 1986, Sigrún Tinna, f. 16. ágúst 1988, Sara Hrund, f. 28. maí 1991, og Ólöf Brynja, f. 6. júní 2000. 5) Gíslína Sólrún, f. 24. mars 1962. 6) Eyrún, f. 5. október 1966, var gift Arnari Sigmarssyni. Dætur þeirra eru Karen, f. 16. maí 1989 og Eva Rún, f. 28. júlí 1996. Frá unga aldri starfaði Jónatan við sjómennsku en lenti í eldsvoða um borð í mb. Stíganda árið 1943 og dvaldi í tvö ár á sjúkrahúsi vegna alvarlegra brunasára er hann hlaut í því slysi. Hann starf- aði eftir það um árabil sem leigu- bílstjóri en er hann flutti til Eyr- arbakka starfaði hann sem vélgæslumaður við Hraðfrystistöð Eyrarbakka og sem starfsmaður Olís við bensínafgreiðslu. Jónatan og Sigrún fluttu til Reykjavíkur árið 1985 og starfaði Jónatan sem vélstjóri hjá Goða, Kirkjusandi, til starfsloka. Útför Jónatans verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðmundsdóttir, f. 1903, d. 1993, og Ingjaldur Tómasson, f. 1902, d. 1985, lengst af búsett að Baldurshaga á Stokkseyri. Jónatan og Sigrún stofnuðu heimili í Heiðmörk á Eyrarbakka þar sem þau ólu upp börn sín sem eru: 1) Bjarni Þór, f. 18. desember 1950, kvæntur Jónu G. Ingólfsdóttur. Dætur þeirra eru: óskírð dóttir, f. 17. mars 1976, d. 31. mars 1976, Sigrún, f. 30. sept- ember 1985, og Lilja, f. 30. sept- ember 1985. 2) Lilja Inga, f. 24. janúar 1956, gift Guðmundi H. Guðnasyni. Synir þeirra eru: a) Guðni, f. 9. desember 1980, kvænt- ur Berglindi Sigurðardóttur, f. 1982, dóttir þeirra Emilía Hlín, f. 2004, og b) Sigurður Tómas, f. 19. október 1982, sambýliskona Katla Ásgeirsdóttir, f. 1983. 3) Guðrún, f. 19. júní 1957, var gift Jóni Bjarna Emilssyni. Synir þeirra eru: Pabbi minn er nú horfinn á braut og minnist ég hans með söknuði. Dugnaðarforkur, þrjóskur en léttur í lund. Aldrei kvartaði hann yfir ör- lögum sínum og veikindum nú hin síðustu ár en tókst á við verkefni dagsins með brosi á vör á meðan fært var. Ég er stolt og þakklát fyrir að hafa átt slíkan pabba, og trúi að honum líði nú vel í Guðs örmum og hafi fengið hvíldina og sé laus við all- ar þrautir. Ég bið þess að Guð gefi mömmu og fjölskyldunni styrk á erf- iðum tímum. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. – Nú ertu af þeim borinn hin allra síðstu sporin, sem þér unnu og minnast þín. Ég minnist bernsku minnar daga og margs frá þér, sem einn ég veit. Ég fann nú allt að einu draga, og á mig dauðans grunur beit. En eftir stutta stundarbið þá stóð ég þínar börur við. Ég fann á þínum dánardegi, hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. Ég sá á allrar sorgar vegi er sólskin til með von og náð. Og út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld. (Einar Benediktsson.) Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, Eyrún. Hinn 28. mars síðastliðinn lést tengdafaðir minn Jónatan Jónsson á 85. aldursári, eftir erfið veikindi. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir tæpum 32 árum þegar ég fór að venja komur mínar á Bakkann með Lilju elstu dóttur hans og hans góðu konu Sigrúnar. Ég held nú að þeim hafi alls ekki litist alls kostar best á þennan síðhærða slána í byrjun, en aldrei nokkurn tíma var tekið öðru- vísi á móti mér en með kostum og kynjum. Í Heiðmörk var gestrisnin eins og hún gerist best. Ekkert var nógu gott fyrir nýja tengdasoninn og þannig hefur það haldist allar götur síðan. Tonni, eins og Jónatan var oftast kallaður, var mjög viðræðugóður maður, áhugasamur um flesta hluti og vel að sér á flestum sviðum. Það má segja að hann hafi verið frétta- fíkill, hvort sem þær fréttir komu úr fjölmiðlum eða frá öðrum aðila svo sem eins og gæja eins og mér. Landafræði, hvort sem hún var inn- lend eða erlend, var honum mjög hugleikin. Þau hjónin ferðuðust mik- ið innanlands með allan krakkaskar- ann, mest í Taunusnum hvíta árgerð 1961, X-507, en þann bíl átti Tonni í u.þ.b. 25 ár, en síðustu árin höfðum við þá eðalkerru til afnota. Ýmist voru farnir lengri túrar með tjald og rússað um landið. Þá var farið um alla firði, allar kirkjur skoðaðar, ár og fjöll tekin í ítarlega skoðun. Tonni var mikill bílstjóri, gat keyrt heilu dagana án þess að þreytast. Síðast sl. sumar, þá sárlasinn, keyrði hann í einum rykk til Ísafjarðar og sagði sér ekki hafa liðið betur lengi. Verklaginn og verkfús var hann svo eftir var tekið. Allt lék í höndum hans þó ekki væru þær nú alveg heilar. Pípulagnir, smíðar, múrverk, flísalögn, bara að nefna það og hann var mættur, kom fyrstur og oftar en ekki þurfti að reka hann heim. Hann hafði áhuga á bílum og sá um að viðhalda þeim sjálfur lengst af framan af. Hann nostraði við þá líkt og við annað sem hann gerði, en um- fram allt vildi hann hafa sína bíla hreina og bónaða, og þykist ég vita, þó aldrei hafi hann nefnt það, að hon- um hafi stundum þótt nokkur mis- brestur á því hjá tengdasyninum. Við höfum svo sem alltaf deilt þessu áhugamáli, farið á bílasýningar sam- an og horft á Formúluna saman. Föður sinn missti Tonni 4 ára gamall, en þá var móðir hans Guðrún orðin ein með 7 börn og oft þröngt í búi. Það þótti því sjálfsagt að fara ungur til sjós og leggja mömmu lið. Í dag hefði Tonni áreiðanlega gengið menntaveginn því hann var afar fróðleiksfús maður og vel heima í flestum málum. Hann slasaðist al- varlega í bátsbruna árið 1943 og hætti á sjónum eftir það, en hann gafst ekki upp, það var ekki til í hans orðaforða. Eftir rúmlega 2ja ára vist á Landspítala við Hringbraut ók hann leigubíl um skeið en flutti aftur á Bakkann þar sem hann vann allan þann tíma sem hann bjó þar hjá Hraðfrystistöð Eyrarbakka. Árið 1985 fluttu þau hjónin alfarin af Bakkanum til Reykjavíkur þar sem hann lauk starfsferlinum hjá Goða á Kirkjusandi árið 1991. Í öll þessi ár hef ég aldrei heyrt hann hækka róminn, ekki einu sinni þegar við vorum á Bakkanum heilu helgarnar með púkana okkar tvo, litla og óstýriláta. Lilja fullyrðir að hún hafi aldrei heyrt hann byrsta sig við þau krakkana. Þetta þýðir ekki að hann hafi verið skaplaus, þvert á móti, hann gat verið mjög fylginn sér og vildi að sér væri hlýtt, en hann notaði bara aðrar aðferðir. Tonni var mikið ljúfmenni, húmoristi og gat verið meinstríðinn en eins og annað í hans lífi var því í hóf stillt. Hann var mjög barngóður og nutu barnabörn- in þess sérstaklega hversu natinn hann var við þau. Síðustu 25 árin hefur Jónatan þurft að sækja sér þjónustu á Land- spítala við Hringbraut oftar en flest- ir, og þangað fannst honum alltaf gott að koma. Við viljum þakka öllu því starfsfólki sem hefur aðstoðað Jónatan gegnum árin, sérstaklega öllum á 13-D. Þar var síðasta lega hans sú áttugasta í röðinni. Dýrðlegt er að sjá, eftir dag liðinn, haustsól brosandi í hafið renna. Hnígur hún hóglega og hauður kveður friðarkossi og á fjöllum sezt. Gráti því hér enginn göfugan föður, harmi því hér enginn höfðingja liðinn. Fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. Stríð er starf vort í stundarheimi, berjumst því og búumst við betri dögum. Sefur ei og sefur ei í sortanum grafar sálin, – í sælu sést hún enn að morgni. (Jónas Hallgrímsson.) Blessuð sé minning Jónatans Jónssonar. Guðmundur. Þá hefur hann tengdafaðir minn kvatt þetta líf. Ekki svo að skilja að honum hafi þótt vera kominn tími til þess þrátt fyrir áratuga baráttu við krabbamein. Nei, hann var tilbúinn til að berjast áfram, en líkaminn sagði hingað og ekki lengra. Það var ekki fyrr en nú síðla vetrar að ljóst var orðið hvert stefndi og má með sanni segja að hann hafi staðið á meðan stætt var. Jónatan eða Tonni eins og hann var kallaður af vinum og fjölskyldu var einstaklega vel gerður maður. Hann var skarpgreindur, handlag- inn og heiðarlegur og bjó yfir mikl- um persónutöfrum. Lífið var honum ekki alltaf auðvelt. Hann kvartaði þó aldrei heldur tók því sem að höndum bar með aðdáunarverðu æðruleysi. Ekki varð hann þess aðnjótandi að ganga menntaveginn frekar en margir af hans kynslóð en víst má telja að hann hefði getað orðið af- burða námsmaður á hvaða sviði sem er. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyr- ir 30 árum þegar ég kom í mína fyrstu heimsókn á Bakkann. Var mér, norðanstelpunni, strax tekið opnum örmum sem kærkominni við- bót við dætrahópinn. Ferðirnar aust- ur á Bakka áttu síðan eftir að verða margar á meðan Sigrún og Tonni bjuggu þar. Oft var þétt setinn bekk- urinn um helgar þegar börnin sem flutt voru að heiman komu austur, oftar en ekki með vini sína með sér. Alltaf var jafngott að koma þangað og njóta þeirrar einstöku gestrisni sem einkennir þetta fólk. Eitt af því sem var áberandi í fari Tonna var hve eftirtektarsamur hann var og minnugur. Ef hann hafði farið um eitthvert landsvæði gat hann lýst öllu sem fyrir augu hafði borið í smátriðum og talið upp nöfn á kennileitum. Reyndar var það oft þannig að það virtist ekki nauðsyn- legt að hafa sjálfur verið á staðnum því hann gat gert sér nákvæma mynd af staðháttum með því einu að skoða landakortið. Þessi eiginleiki gat stundum gert okkur unga fólkið hálfvandræðalegt þegar við komum úr ferðalögum, hvort sem var innan- lands eða utan. Gat hann átt það til að ræða í smáatriðum um þá staði sem við höfðum verið á. Sáuð þið ekki þetta? … og þegar þið fóruð þangað, var þá ekki? … og veðrið, já, hann vissi líka alltaf hvernig veðrið hafði verið. Ein eru sú saga af Tonna sem ég held mikið upp á. Það er sagan af því þegar hann sótti gleraugun sín á Strandirnar. Þau hjónin höfðu farið í sumarleyfisferð í Strandasýslu eitt árið. Í þessari ferð var oft áð á fal- legum stöðum sem eru margir á þessum slóðum. Eitt sinn höfðu þau farið út úr bílnum til að skoða fallega burknabrekku, sem blasti við frá veginum. Tonni var með gleraugun sín í skyrtuvasanum eins og hann var vanur. Síðar þegar til gler- augnanna átti að taka kom í ljós að þau voru ekki á sínum stað og höfðu líklega dottið úr vasanum á fyrr- nefndum stað. Ekki þýddi að fást um það að sinni og var ferðinni haldið áfram. Gleraugun hafði hann þó ekki gefið upp á bátinn. Árið eftir tók hann sér á hendur ferð með vinnu- félögum sínum á sömu slóðir. Ferða- félögunum þótti skrítið þegar hann bað bílstjórann að stoppa á einhverj- um „óskiljanlegum“ stað því hann þyrfti að skreppa og ná í gleraugun sín. Og viti menn, hann kom að vörmu spori til baka, með gleraugun! Þessi saga hefur mér alltaf þótt lýsa honum vel. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, kveð ég tengdaföður minn með söknuði og jafnframt þakklæti fyrir allt sem hann var mér og mínum. Jóna Guðbjörg. Kæri móðurbróðir. Mig langar að kveðja þig með þessu ljóði og þakka þér samfylgdina gegnum öll árin. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Megi hið eilífa ljós lýsa þér. Sigrún. JÓNATAN JÓNSSON Mig langar með fáum orðum að minn- ast fyrrverandi tengdaföður míns, Davíðs Kr. Jenssonar, sem hefði orð- ið áttræður í dag, 8. apríl 2006. Hann lést á nýársdag 2005. Það var mér mikill heiður að kynn- DAVÍÐ KR. JENSSON ✝ Davíð KristjánJensson fæddist í Selárdal í Arnar- firði 8. apríl 1926. Hann andaðist á heimili sínu að morgni nýársdags, 1. janúar 2006, og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 7. janúar. ast Davíð, þvílíkan öðling er erfitt að finna í dag. Hann var mér vinur og félagi og átti alla mína virðingu. Þegar tengsl mín við fjölskylduna minnk- uðu vegna nýrra kringumstæðna þá saknaði ég Davíðs mikið, það var og er enn svo margt sem ég tengi við hann á mín- um lífsferli. Margar voru þær stundirnar sem við vorum að smíða eitthvað heima hjá mér eða í Langagerði. Brjóta eitt- hvað niður og byggja nýtt eða dytta að bílnum í skúrnum hjá Davíð. Svo komu ferðirnar á Þingvöll, að Móum, þar sem alltaf var eitthvað að gerast. Ég gæti talið upp ótal stundir og tímabil sem mér eru minnisstæð en það eru minningar sem ég á með Davíð og ég þakka fyrir að hafa öðl- ast. Davíð var mjög samviskusamur og nákvæmur maður og skilaði öllu frá sér þannig að allir væru sáttir. Aldrei reiddist hann nokkrum manni, sama hve mikið gekk á og aldrei heyrði ég hann segja styggð- aryrði um neinn. Auðvitað varð hann sár þegar svo bar undir og skap hafði hann en góðmennskan var honum alltaf nærtækust og vilji til að gera gott var hans sterkasta skapgerð. Fróðleikur Davíðs og verklagni hef- ur komið mér og mínum að góðum notum á lífsleiðinni og vil ég þakka honum af einlægni fyrir allt og allt. Megi góður guð, sem hann trúði svo fallega á, gæta hans þar sem hann er núna. Vertu blessaður, kæri vinur, við hittumst síðar. Haraldur Eggertsson. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku afi. Við kveðjum þig með þessari bæn og þökkum þér fyrir kærleika þinn og umhyggju fyrir velferð okk- ar og biðjum Guð að blessa þig og varðveita. Karen og Eva Rún. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Lilja og Sigrún. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.